Dagur - 14.01.1989, Síða 9

Dagur - 14.01.1989, Síða 9
14. janúar 1989 - DAGUR - 9 Texti: Stefán Sæmundsson. Mynd: Tómas Lárus Vilbergsson. í það eftir meðferð er sú að þeir freistast til að líta á sig sem heilbrigða. í>'að er ekkert skrítið að þeir geri það því allt umhverfið gerir það. Margir átta sig ekki á því að alkóhólistar hafa ýmis séreinkenni. T.d. er álagsþröskuldur þeirra miklu lægri en hjá öðru fólki og þeir mega-ekki hella sér út í óhóflega vinnu eftir meðferð. t*eir verða að bera virðingu fyrir sjúkdómnum og vinna hóflega, gera eitthvað fyrir líkamann og hugsa unt sjálfa sig með gætni og virðingu, en ekki líta á sig sem alheilbrigða." „Árangurinn á Akureyri ekki nógu góður“ Starf Ingjalds á þjónustustöð SÁÁ-N á Akureyri er enn í mótun en ljóst er að til- koma stöðvarinnar breytir miklu fyrir alkóhólista á Norðurlandi. Ingjaldur mun beita sér fyrir námskeiðahaldi eftir því sem óskir berast, enda sérfræðingar SÁÁ í Reykjavík fúsir að koma norður og leiðbeina alkóhólistum og aðstandendum þeirra. „Svona göngudeildarþjónusta eftir með- ferð hefur breytt verulega árangri af áfengis- meðferð í Reykjavík. Hér á Akureyri hefur árangurinn hins vegar ekki veriö nógu góður og fólk hefur skilað sér illa út í AA samtök- in. Þeirra hluta vegna var nauðsynlegt að koma þessari skrifstofu á fót. Þetta er líka landsbyggðarpólitík og svona þjónustu vildi ég sjá í öllum landsfjórðungum. Þar er ótrú- lega mikilvægt að hjálpa fólki fyrstu vikurn- ar. Fólk kentur úr meðferð fullt af jákvæðni og fer heim í gamla umhverfið þar sem tor- tryggnin, afneitunin og kenningin um aum- ingjaskap eru fyrir hendi. Sumir eiga mjög erfitt með að samlagast þjóðfélaginu aftur. Fólk á ekki að þurfa að skammast sín fyrir að fara í meðferö, eða bera fyrir sig afsakan- ir á borð við að það sé að fara í skíðafcrð eða á námskeið. Ég hélt að þjóðfélagið væri orð- ið opnara cn þetta. Ef maður lítur á það að alkóhólismi er banvænn sjúkdómur með dánartíðni skammt á eftir krabbameini og hjarta- og æðasjúk- dómum, þá finnst mér skrítið að fólk skuli skammast sín fyrir að leita sér aðstoöar. Fólk sem dettur í það eftir meðferð á líka mjög erfitt með að leita sér hjálpar aftur. Sá sem fær hjartaáfall og fer í meðferð vegna þess á ekki að þurfa að skammast sín þótt hann lifi ekki alveg samkvæmt fyrirmælunum og þurfi að leita sér aðstoöar á nýjan leik. Áfengis- sjúklingurinn á heldur ekki að þurfa að skammast sín fyrir fall." „Enn deyja alkóhólistar vegna fáfræði okkar uni sjúkdóminn“ Og Ingjaldur heldur áfram: „Menn hafa eytt miklum tíma í að ræða það hvort alkóhólismi sé sjúkdómur í stað þess að beita scr fyrir því að aðstoða þá sem líða. Ég hef stundum velt því fyrir mér ef komið væri með hjartasjúkl- ing á móttöku sjúkrahúss og þar stæðu Ueknar, sálfræðingar, hjúkrunarfræðingar og aðrir yfir sjúklingnum og diskúteruðu orsak- ir hjartaáfallsins, á meðan ntyndi sjúklingur- inn deyja. Því miður er það svo að vcrulega mikið af alkóhólistum deyr á hverju ári vegna fáfræðj okkar um sjúkdóminn. Þeir eru t.d. að deyja í fangageymslum lögreglunnar vegna þess að ekki er um aðra aðstööu að ræða. Ástandið er voðalega bágt hérna á Akur- eyri í þeim efnum. Geödeildin tekur við sjúklingum með bráöaeinkenni, lífshættuleg fráhvarfseinkenni á borð við Delcrium tremens eða ajvarlegan krampa. Annars er það Fokkerinn sem hefur hjálpað mest hér og hinn ótrúlcgi velvilji læknanna á Vogi aö taka héðan bráðatilfelli með tveggja til þriggja tíma fyrirvara. Þetta er hlutur sem SÁÁ-N þarf að vinna að í samráði við lækna og geðdeildina, að koma upp á Akureyri nokkrum plássum til afeitrunar. Það cr ekki lengur spurning um þörf heldur er það nauðsynlegt og þarf að gcrast fljótt. Eitt sinn var meiningin aö koma slíkri aöstöðu á fót í Kristnesi en það datt uppfyrir. En það scnt er ennþá brýnna, frá sjónar- hóli meðferðarinnar, cr að tá aðstöðu á veg- um bæjarins fyrir áfangaheimili. Þar gæti fólk scm er félagslega rnjög illa statt fengið athvarf fyrstu mánuðina eftir meðferðina. Fimm slík hús eru starfandi í Reykjavík. Þar dvclur fólkið meðan það leitar sér aö vinnu, eða tckst á viö erfiðleika í hjónabandi. Þetta er ódýrt í rekstri þ,ví fólkið borgar leigu, en fyrsta skrefið er að útvega húsnæöiö." „Þeir eru aliir fluttir hédan“ Ingjaldur sagði að þessi áfangahús í Reykja- vík væru fullsetin og ríflega það þannig að landsbyggðarfólk ætli ekki möguleika á aö komast þar inn. En stundum hefur maður heyrt að á Akureyri sé lítið sem ekkert um félagslega utangátta fólk. „Já, það er rétt. Hér er lítið af félagslega útslegnum alkóhólistum. Ástæðan er sú að þeir eru allir fluttir héðan. Það er svo erfitt að vera á bísanum hérna. Samt er mikið af þessu fólki með lögheimili á Akureyri og vill flytja hingað aftur ef möguleikarnir væru fyr- ir hendi. Ég held aö þetta fólk eigi jafnvel meiri möguleika á að ná sér upp félagslega hér en í Reykjavík. Það væri gott aö fá fólkið heim. Það veröur fljótt félagslega virkt og fer að skila sköttum til þjóðfélagsins á tiltölu- lega skömmum tíma." Að þessum oröum sögðum sláum við botninn í viðtalið. Vonandi eru lesendurbet- ur upplýstir en áður um alkóhólisma og þau úrræði sem í boði eru því eins og Ingjaldur sagði þá er það vægast sagt dapurleg stað- reynd að enn í dag skuli alkóhólistar deyja vegna fákunnáttu okkar um þennan sj úkdóm.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.