Dagur - 21.01.1989, Qupperneq 3
21. janúar 1989 - DAGUR - 3
Aukin þjónusta tryggingafélaga á Akureyri:
Tjónaskoðunarstöð fyrir bif-
reiðar sett upp fyrir vorið
Nú er í undirbúningi að opna
tjónaskoðunarstöð á Akureyri
fyrir bifreiðar. Þessi stöð verð-
ur útibú frá Tjónaskoðunar-
stöðinni sf. í Kópavogi sem
starfrækt hefur verið frá því
um mitt ár 1987. Kristján G.
Tryggvason, framkvæmda-
stjóri Tjónaskoðunarstöðvar-
innar sf., segir að ráðinn verði
starfsmaður við stöðina á
Akureyri en húsnæði fyrir
starfsemina er.í athugun.
Eigendur Tjónaskoðunar-
stöðvarinnar sf. eru tryggingafé-
lögin Brunabót og Almennar
tryggingar og með sameiningu
síðar nefnda félagsins og Sjóvá
verður um helmingur bifreiða-
flota landsmanna tryggður hjá
þessum félögum. Kristján segir
að fleiri félög hafi lýst áhuga á
samstarfi við þessa aðila um úti-
búið á Akureyri t.d. Trygginga-
miðstöðin.
í útibúinu á Akureyri verða
tjónabílar skoðaðir og reiknaður
út kostnaður við viðgerð. Á
grundvelli þessara útreikninga
verður leitað til verkstæða eftir
viðgerðum og í sumum tilfellum
óskað eftir tilboðum í verk.
Kristján segir að þetta hafi í för
með sér að ekki verði gert við
tjónabíla á öðrum verkstæðum
en þeim sem stöðin ábyrgist að
skili vandaðri vinnu.
Kristján segir stefnuna einnig
þá að viðgerðir bíla fari fram inn-
an þess sveitarfélags sem bifreið-
in kemur frá og stöðin komi jafn-
framt til með að stytta þann tíma
sem líður frá því bifreiðin lendir í
tjóni og þar til búið er að gera við
hana.
í útibúinu á Akureyri, eins og í
aðalstöðinni í Kópavogi, verða
haldin útboð á þeim tjónabílum
sem tryggingafélögin hafa keypt
af eigendum eftir tjón. Bílasala
af þessu tagi hefur verið vinsæl í
aðalstöðinni og segist Kristján
gera ráð fyrir að svo verði einnig
á Akureyri. Á vegum tjónaskoð-
unarstöðvarinnar á Akureyri
verða einnig haldin námskeið fyr-
ir starfsmenn bifreiðaverkstæða
t.d. í bílamálningu, meðferð á
plastviðgerðarefnum, fræðslu um
hástyrktarstál o.fl.
Útibúið á Akureyri kemur til
með að þjóna Akureyri og ná-
grannabyggðum. Þetta verður
fyrsta útibúið á landsbyggðinni
en á þremur stöðum á landinu
eru nú skoðunarmenn á vegum
stöðvarinnar. JÓH
10,6 milljónir króna á ijárlögum til rannsókna við Mývatn
Mikilvægt að flýta rann-
sóknum eins og kostur er
- segir Vilhjálmur Lúðvíksson,
framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs
Rannsóknum á lífríki Mývatns
veröur fram haldið á komandi
sumri. Þær munu sem fyrr
beinast að þeim mikilvæga
þætti hvort kísiltaka Kísiliðj-
unnar hf. úr vatninu hafi afger-
andi áhrif á Iífríki vatnsins. Til
þessa verkefnis er varið 10,6
milljónum króna á fjárlögum
yfirstandandi árs.
Menntamálaráðherra mun á
næstunni skipa nefnd sem mun
hafa yfirumsjón með þessu verki
til loka. Vilhjálmur Lúðvíksson,
framkvæmdastjóri Rannsókna-
ráðs ríkisins, hefur fallist á að
gegna formennsku í þessari
nefnd. í samtali við Dag í gær
sagðist hann ekki geta sagt
nákvæmlega fyrir um hvernig
staðið yrði að rannsóknun á kom-
andi sumri, enda hefði umrædd
nefnd menntamálaráðherra ekki
komið saman til fundar. Vil-
hjálmur sagðist þó telja mjög
mikilvægt að halda rannsóknum
áfram af miklum krafti og fá fram
vísindalegar niðurstöður þeirra.
„Þetta er vitanlega mjög flókið
mál í heild sinni og ákaflega
vandmeðfarið að leggja forsend-
ur að verki sem svo mikilvægt
mat á að byggjast á,“ segir Vil-
hjálmur. óþh
verdur laugard. 21. og sunnud. 22. jantíar
frá kl. 2-6 e.h. báða dagana að Bifreiða-
verkstæði Sigurðar Valdimarssonar í
sýningarsal að Óseyri 5 (norðurhluta).
Sýndir verða meðal annars:
Subaru J12 4x4, auk fleiri gerða af Subaru
bílum, Nissan Sedan og Nissan Sunny.
Auk þess Nissan Pathfinder 4x4 nýjasti
jeppinn frá Japan.
Athygli skal vakin á því að nokkrir
Nissan Sunny 1989 bílar eru ennþá til á
gamla verðinu.
Komið ocf reynsluakið
NISSAN
Bílasýning
Sigurðar Valdimarssonar
Óseyri 5 — Sími 22520 - Akureyri.
V
Ingvar Helgason hf. Rauðagerði.
J
Flugfélag Norðurlands:
Útkoman þokkalega
góð á síðasta árí
- aukning á flestum áætlunarleiðum
Farþegum í áætlunarflugi hjá
Flugfélagi Norðurlands fjölg-
aði um 2,5% á síðasta ári mið-
að við árið 1987. Alls voru
fluttir 19.554 farþegar í áætl-
unarflugi, 488 tonn af frakt og
202 tonn af pósti. Frakt-
flutningur dróst saman um
3,2% milli ára en póstflutning-
ur jókst um 13,1%. Ljóst er að
flugfélagið mun skila hagnaði,
en ekki liggur fyrir hve
miklum.
Sigurður Aðalsteinsson hjá
Flugfélagi Norðurlands hafði
ekki tölur um leiguflug á síðasta
ári, en hann var ánægður með
árið í heild. Aukning varð á flest-
um leiðum félagsins í áætlunar-
fluginu með nokkrum undan-
tekningum. Færri farþegar lögðu
leið sína til Grímseyjar en árið á
undan og vildi Sigurður kenna
því um að erlendir ferðamenn
skiluðu sér ekki í sama mæli og
undanfarin ár til Norðurlands.
Einnig varð samdráttur í farþega-
flutningum til Kópaskers og
Raufarhafnar.
„Það hefur alltaf verið mikil
túristatraffík til Grímseyjar hjá
okkur og þetta er raunar eini
staðurinn sem eitthvað kveður að
erlendum ferðamönnum á okkar
leiðum. Annars eru þetta mest
íslendingar sem við flytjum.
Samdráttinn á Kópaskeri og
Raufarhöfn má kannski rekja til
atvinnuástands á þessum
stöðum,“ sagði Sigurður.
KOTASÆLA
DAGIIR
Ilúsavík
0 9641585
Norðlenskt dagblað
Umsvifin hjá Flugfélagi
Norðurlands voru vaxandi á öðr-
um áætlunarleiðum og nefndi
Sigurður t.d. að traffík milli
Akureyrar og Ólafsfjarðar hefði
vaxið verulega. „Útkoman í
heild, þ.e.a.s. áætlúnarflug,
leiguflug, sjúkraflug, kennsluflug
og tekjur af viðhaldi fyrir aðra, er
greinilega þokkalega góð og ljóst
að um hagnað er að ræða,“ sagði
Sigurður að lokum. SS
fitulítil og freistandi
Pessi fitulitla og kalkríka afurð býr yfir óþrjótandi fjölbreytni:
Hún er afbragð ein sér, frábær ofan á brauðið með t.d.
kryddjurtum, gæðir súpuna rjómabragði og gefur sósunni
á grænmetissalatið fyllingu og ferskleika.
/X\
KOTASÆLA - fitulítil og freistandi
AUK/SlA k9d1-387