Dagur - 21.01.1989, Side 5
21. janúar 1989 - DAGUR - 5
Kynning
á ensku
//ðunum
Middlesbrough hefur ekki af
stórum sigrum að státa á liðn-
um árum, liðið hefur aðeins
orðið sigurvegari í 2. deild þrí-
vegis, árin 1927, 1929 og
1974.
Tap á heimavelli gegn Leic-
ester í síðasta leik liðsins í 2.
deild í fyrra kostaði félagið
öruggt sæti í 1. deild. Liðið var
jafnt Aston Villa að stigum og
markahlutfall liðanna var einn-
ig jafnt, en þar sem Middles-
brough hafði skorað færri
mörk varð liðið að taka þátt í
úrslitakeppni, en Aston Villa
fór beint upp. Liðið sigraði síð-
an Bradford samanlagt 3:2 í
tveim leikjum og mætti síðan
Chelsea í einvígi um sæti í 1.
deild. Middlesbrough sigraði í
heimaleiknum 2:0, en tapaði
útileiknum 0:1 og var þar með
komið í 1. deild.
Engan óraði fyrir þessu 21
mánuði fyrr, er liðið hóf keppni
í 3. deild og lék sína fyrstu
heimaleiki á leikvelli Hartle-
pool þar sem þeirra eigin velli
hafði verið lokað og félagið á
barmi gjaldþrots. En með gíf-
urlegri baráttu og samheldni
tókst liðinu að vinna sig út úr
erfiðleikunum og vinna sæti í
1. deild á mettíma. Middles-
brough tapaði sínum fyrstu
þrem leikjum í 1. deildinni í
haust, en síðan hefur gengið
betur og félagið hefur haldið
sínum hlut og verið í þægilegu
sæti í deildinni. í bikarkeppn-
unum hefur ekki gengið eins
vel. 4. deildar lið Tranmere sló
liðið út úr deildabikarnum í 2.
umferð og viðstaða Middles-
brough í FA-bikarnum var ekki
lengri né glæsilegri því í 3.
umferð taþaði liðið á heima-
velli gegn 4. deildar liði
Grimsby og getur því einbeitt
sér að keppninni í 1. deild til
vorsins. Vörn liðsins er þeirra
wT 7
w&m fr,
i
Aftasta röð: f.v. Gary Robinson, Colin Cooper, Kevin Poole, Matthew Coddington, Stephen Pears, Mark Burke.Trevor Senior. Miðröð: Tony Mowbray,
Gary PaJlister, Stuart Ripley, Alan Kernaghan, Nicky Mohan, Drew Coverdale, Gary Agnew, Owen McGee, Michael Trotter. Fremsta röð: Gary Hamilton,
Gary Parkinson, Gary Gill, Paul Kerr, Mark Brennan, Dean Glover, Bernie Slaven.
sterkasta vopn, markvörðurinn
Stephen Pears var keyptur frá
Man. Utd. fyrir nokkrum árum
fyrir £80.000 og hefur leikið
mjög vel. Gary Pallister og
fyrirliðinn Tony Mowbray eru
mjög sterkir miðverðir, Pallist-
er hefur leikið landsleiki fyrir
England, ungur og efnilegur
leikmaður sem flest stóru
félögin hafa verið á höttunum
eftir. Bakverðirnir eru einnig
góðir, Gary Parkinson og
vinstri bakvörðurinn Colin
Cooper hefur leikið í 21 árs
landsliði Englands. Útherjarnir
Stuart Ripley sem hefur leikið
21 árs landsleiki fyrir England
og Mark Burke eru efnilegir
leikmenn. Gary Hamilton og
Mark Brennan eru sterkir mið-
vallarleikmenn og í framlín-
unni eru tveir leikmenn sem
báðir geta skorað mörk. Bern-
ie Slaven hefur að undanförnu
verið aðal markaskorari liðsins
og nú hefur hann Peter Dav-
enport sér við hlið, en hann var
nýlega keyptur frá Manchester
Utd. Félagið hefur því sterku
liði á að skipa og ætti ekki að
þurfa að kvíða framtíðinni ef
hinir ungu leikmenn liðsins
halda tryggð við félagið, en
margir þeirra eru mjög eftir-
sóttir af ríku félögunum í 1.
deildinni. Þ.L.A.
Kaup og sölur
Peter Davenport.
Síðast þegar Middlesbrough
var í 1. deild seldi félagið
marga af sínum bestu leik-
mönnum, t.d. Craig Johnston,
Graeme Souness og David
Armstrong. Nú er annað uppi á
teningnum og félagið hefur nú
keypt tvo leikmenn fyrir rúma
milljón punda. Mark Brennan
miðvallarspilari sem leikið hef-
ur með landsliði Englands 21
árs og yngri var keyptur frá
Ipswich fyrir £375.000 og nú
nýlega var fyrrum landsliðs-
miðherji enskra, Peter Daven-
port keyptur frá Manchester
Utd. fyrir £700.000. Aston Villa
reyndi einnig að fá hann til sín,
en Davenport valdi Middles-
brough og skoraði sigurmark
liðsins gegn Man. Utd. í 1.
deildar leik nú nýlega. Þá kom
Mark Barham án kaupverðs
frá Huddersfield, en hann lék 2
landsleiki fyrir England er
hann var leikmaður Norwich.
Það er því greinilega stefna
Bruce Rioch að koma liðinu
hátt, þeirra eftirsóttasti
leikmaður Gary Pallister hefur
nú nýlega gert fjögurra ára
samning við félagið og flestir
bestu leikmanna þess eru á
löngum samningum.
Tveir leikmenn hafa verið
seldir á keppnistímabilinu,
Brian Laws var seldur til Nott-
ingham For. fyrir £120.000 og
Trevor Senior til Reading fyrir
£150.000. Senior var keyptur
frá Watford fyrir £200.000 á
síðari hluta keppnistímabilsins
í fyrra, mikill markaskorari í
neðri deildunum, en brást
bæði hjá Watford og Middles-
brough. Þ.L.A.
1X2 1X2 1X2 1X2 1X2,4X2 1X21X2 1X2
Jafnt hjá Birni og Ásgrími
Framkvæmdastjórinn
Bruce Rioch var ráðinn fram-
kvæmdastjóri félagsins í
febrúar 1986. Hann lék 24
landsleiki fyrir Skotland og var
leikmaður hjá Luton, Aston
Villa, Derby, Everton, Seattle
Sounders og Torquay þar sem
hann var bæði leikmaður og
framkvæmdastjóri. Þegar
hann tók við hjá félaginu var
útlitið ekki bjart og liðið féll nið-
ur í 3. deild. Gjaldþrot þlasti
við, en því tókst að afstýra á
síðustu stundu. Margir ungir
og efnilegir leikmenn voru þó
hjá félaginu sem héldu tryggð
við félagið þrátt fyrir vandræð-
in og þeir áttu sannarlega eftir
að njóta þeirrar ákvörðunar.
Middlesbrough lék aðeins eitt
leiktímabil í 3. deild, liðið vann
sig upp í 2. deild keppnistíma-
Framkvæmdastjórinn Bruce Rioch
hefur unniö stórvirki fyrir Middles-
brough.
bilið 1987 og viðstaðan í 2.
deild var jafn stutt, því á síð-
asta leiktímabili vann liðið sig
upp í 1. deild eftir úrslita-
keppni.
Aðstoðarmenn Rioch hjá fé-
laginu eru þrír fyrrum félagar
hans sem leikmanns.
Colin Todd er hans hægri
hönd, þeir léku saman hjá
Derby, en Todd lék 27 lands-
leiki fyrir England. Hann kom
til Middlesbrough í maí 1986.
Brian Little sem lék 1 lands-
leik fyrir England var félagi
Rioch hjá Aston Villa. Áður en
hann kom til Boro fyrir tveim
árum var hann framkvæmda-
stjóri Wolves, en sér nú um
varalið Middlesbrough.
Unglingaþjálfarinn er David
Nish er lék 5 landsleiki fyrir
England og var hjá Derby á
sama tíma og Rioch. Hann
kom til Middlesbrough í haust.
Þ.L.A.
Bjöm Axelsson og Ásgrímur Hilmisson skildu jafnir í getraunaleiknum
í seinustu viku. Árangurinn var ekki til að hrópa neitt sérstaklega húrra
fyrir en menn hafa nú samt verið lægri en þetta.
Þessi úrslit þýða að þeir kappar verða að reyna með sér aftur og nú
ætti þeim að ganga betur því leikirnir eru ekki mjög þungir. En annars
er best að segja sem minnst því oft verða óvænt úrslit þegar maður á
síst von og við bíðum bara spennt eftir því hvað bankamennirnir gera.
Sjónvarpsleikurinn er leikur Nottingham Forest og Aston Villa og má
búast við skemmtilegum leik. Nottinghamliðið hefur verið í mikilli sókn
að undanförnu og Aston Villa hefur einnig verið að sækja í sig veðrið
eftir slakan árangur fyrr í vetur.
Björn: p i Asgrímur:
Arsenal-Sheff. Wed. 1 Coventry-Wimbledon 1 Liverpool-Southampton 1 Luton-Everton 2 Middlesbro-Tottenham 2 Newcastle-Charlton 1 Nott. For.-Aston Villa 1 Q.P.R.-Derby 1 West Ham-Man. Utd. 2 Blackburn-Chelsea x Crystal Palace-Swindon 1 Oxford-Leeds x Arsenal-Sheff. Wed. 1 Coventry-Wimbledon x Liverpool-Southampton 1 Luton-Everton 1 Middlesbro-Tottenham 1 Newcastle-Charlton 1 Nott. For.-Aston Villa x Q.P.R.-Derby 2 West Ham-Man. Utd. 2 Blackburn-Chelsea x Crystal Palace-Swindon 1 Oxford-Leeds x
1X21X21X21X21X21X21X21X21X2
i