Dagur - 21.01.1989, Síða 8
8 - DAGUR - 21. janúar 1989
~ Ingólfur Ólafsson klæðskerameistari á Akureyri rifjar upp iiðna tíð í helgarviðtali Dags
í kjallara húss við Kringlumýri á Akureyri
er lítið klæðskeraverkstæði. Þegar stigið
er þar inn, berst angan af leðri og við blasa
hinar ýmsu skinnflíkur, hver annari fal-
legri. Við saumavél situr maður og fer
öruggum höndum um dýrindis skinnin
sem síðar eiga m.a. eftir ao verma gegn
frosti og hríð. Maðurinn við vélina heitir
Ingólfur Ólafsson og er klæðskera-
meistari. Hann kann frá skemmtilegum
atburðum að segja; frá kreppuárunum, af
bankastjórum á Akureyri sem vildu ekki
lána honum fyrir bíl, af steiktum steinbít
með brúnni sósu og fleiru og fleiru sem
allt kemur fram í helgarviðtali í dag.
Hann ólst upp á Suðureyri
við Súgandafjörð yngstur
tíu systkina. Þótt hann hafi
verið ungur að árum, man
hann hvernig ástandið var í
kreppunni og minntist á atvinnu-
leysi og verðfall afurða. „Þetta
var hálfgert basl og lífsviðhorf
fólks á þessum tíma helgaðist af
ástandinu. Það hafði enga mögu-
leika og varð að notast við það
sem það hafði, sjóinn. Við feng-
um t.d. aldrei kjöt að borða á
sumrin því ekki ekki var farið að
frysta matvæli á þessum tíma.
Einstaka sinnum fengum við
kálfakjöt sem við krakkarnir vor-
um ekkert hrifin af, því kálfunum
var slátrað nýfæddum í þá daga
og þeir étnir, en það var allt étið
t.o.m. gamlar hænur. Steinbítur-
inn var mikið borðaður, enda
kom hann þarna í mars spikfeitur
og fínn upp á grynningarnar. Við
fengum t.d. steiktan steinbít með
brúnni sósu í sunnudagsmatinn
en það var mjög góður matur.
Hann var étinn nýr og soðinn,
steiktur, flattur og kúlaður og
soðinn hálf harður auk þess sem
hann var borðaður hertur."
Misheppnuð tilraun
Þegar Ingólfur var 22ja ára gam-
all yfirgaf hann uppeldisstöðv-
arnar og fór á vertíð í Sandgerði.
Þaðan var m.a. farið á síld fyrir
Norðurlandi og landað á Siglu-
firði en þetta var í lok síldarár-
anna og aflinn því frekar lélegur.
Áður en hann kom til Akureyrar,
gerði hann misheppnaða tilraun
til að læra að mála á ísafirði. „Ég
var að leita að einhverju öðru til
að gera en þetta endaði með
skelfingu því ég fékk blæðingu í
eyrun, að því er virtist af engri
ástæðu svo ég varð að hætta, til
allrar guðs lukku því það hefði
ekki átt við mig að mála.
Um þessar mundir kom prest-
ur ættaður úr Eyjafirði til Súg-
andafjarðar. Þetta var sr.
Jóhannes Pálmason, sonur Krist-
ínar skáldkonu Sigfúsdóttur. Það
varð til þess að í gegnum hann
var skrifað til Valtýs Aðalsteins-
sonar klæðskera á Akureyri sem
um þetta leyti var að útskrifa
nemanda í klæðskeraiðn og hann
var fús til að taka mig í nám fyrir
góð orð sr. Jóhannesar um mig.“
Að kasta sauma
- Hafðir þú hugleitt það áður að
gerast klæðskeri?
„Ég hafði búið við þetta
heima, því mamma var sauma-
kona mikil og sem krakki hafði
ég oft dundað við að hjálpa henni
við að kasta sauma, en í þá daga
var ekkert zic-zac svo kantana
varð að kasta í höndunum. Svo
var ég búinn að prófa að sauma
mér buxur svo ég vissi vel hvað
ég var að fara útí.“
Þetta var árið 1948 og þá var
enn nóg að gera hjá klæðskerum.
Valtýr Aðalsteinsson rak þá
klæðskeraverkstæði í húsinu
númer 11 við Strandgötu og hafði
að jafnaði 3-4 stúlkur auk nema í
vinnu hjá sér. Við spurðum Ing-
ólf nánar út í klæðskerastarfið og
vildum t.d. vita hvort algengt hafi
verið að fólk léti sauma á sig föt,
hvernig efnin hafi verið og hvað
þetta hafi nú kostað allt saman.
„Efnin voru að mestu ullar-
efni, en tereieen-efnin voru að
koma og þóttu góð því það tolldu
betur brot í þeim buxum. Þetta
voru mestmegnis ensk efni. Þá lét
hver sem er sauma á sig föt, því
það var ekki um annað að ræða
til að byrja með. Ég man nú ekki
nákvæmlega hvað sérsaumuð föt
kostuðu en vinnan kostaði um
það bil jafn mikið og efnið. Þarna
komu sem sé menn, létu mæla sig
Valtýr sneið og við saumuðum.
Þetta voru ekki endilega vand-
aðri föt en þau sem nú eru flutt
inn, en auðvitað valt það á hand-
bragðinu hjá fólkinu sem saum-
aði. í dag er hægt að fá virkilega
fín föt, t.d. þau þýsku og dönsku.
Ein föt á ári í laun
Það var afar misjafnt hvað menn
létu sauma á sig mörg föt á ári.
Fljótlega var Gefjun komin með
saumastofu þaðan sem hægt var
að fá keypt föt eftir númerum og
ég hugsa að þeir efnaminni hafi
keypt sér föt þar.“
- Hver voru þín laun sem
nemi í klæðskeraiðn?
„Þau voru frítt fæði og hús-
næði, ein föt á ári og eins mánaðar
sumarfrí þau fjögur ár sem námið
stóð. Þá var skólinn einnig frír.
Til þess að fá einhvern vasapen-
ing, gerðist ég þjónn á Hótel
Norðurlandi á kvöldin og um
helgar og vann þar í tvö ár. Yfir
sumarið var vinna öll kvöld vik-
unnar nema mánudaga og stund-
um voru dansæfingar og kaffisala
á eftirmiðdögum á sunnudögum.
Auðvitað var þetta erfitt því
vinnudegi á saumastofunni lauk
kl.18.00 á daginn, þá fór maður
heim í bað í smókinginn þaðan í
mat og svo upp á hótel að stilla
upp. En það var ekki um annað
að ræða.“
Salurinn á Hótel Norðurlandi
var einn sá stærsti á íslandi á
þessum tíma og tók um 280
mánns í sæti. Á veturna voru
flestar árhátíðar haldnar þarna
enda var hann líka glæsilegur.
„Það voru speglar á einum enda-
vegg salarins og þar fyrir ofan
málverk eftir Hauk Stefánsson,
sólsetur við Eyjafjörð. Víða voru
málverk máluð á veggi t.d. á
ganga og stigahús gríðarlega
falleg. Haukur málaði skraut í
mörgum húsum víða um bæinn.“
Noregur heillaði
Að námi loknu hélt Ingólfur til
Noregs, en það var að mestu af
ævintýraþrá, segir Ingólfur. „Ég
var nú búinn að kynnast konunni
minni, Guðbjörgu Árnadóttur, þá
og tveimur dögum áður en ég
hélt utan, fréttum við að hún var
orðin barnshafandi en það var
ekki hægt að hætta við Noregs-
ferðina.
Ég kunni ágætlega við
Norðmenn, en það var nú þröngt
í búi hjá þeim á þessum tíma þar
sem þeir voru enn að byggja
upp eftir stríðið. í Osló vann ég
hálft ár á skraddaraverkstæði £>g
það Sem eftir var tímans, starfaði
ég við að byggja bílskúra úr
timbri úti á Fornebu."
Eftir tæplega árs dvöl í Noregi
hélt Ingólfur heim til íslands á
ný, þá orðinn faðir að stúlku-
barni og fengu þau Guðbjörg sér
fljótlega íbúð á Akureyri. „Við
fluttum fjórum sinnum á fimm
árum, því það gekk heldur brösu-
lega að verða sér úti um húsnæði.
Mér þótti gerður mikill manna-
munur á Akureyri á þessum
tíma. Ef ég tek bankana sem
dæmi, var mjög erfitt að fá pen-
ingalán. Toppmennirnir réðu
fjármagninu. Bankastjórarnir
lánuðu fé til útgerðarmanna, en
þegar kom að okkur voru engir
peningar til. Ég veit ekki hvort
þetta var algilt en það voru nægir
peningar til í landinu á þessum
tíma.
Engir peningar fyrir kú,
engir fyrir mig . . .
Fyrsta ferðin mín í banka ;
töluðu hátt og Sverrir segir: „Já,
þetta verður allt í lagi þú mátt
treysta því. Láttu mig bara vita
hvað þú þarft mikið og ég sé um
að þetta gangi fyrir sig.“ Síðan
fer ég inn og það var eins og við
manninn mælt, það voru ekki til
neinir peningar. Seinna fékk ég
smálán í þessum banka, en það
var vegna þess að annar maður
lagði peninga inn í hann. Þessi
viðskiptamáti tíðkaðist oft í þá
daga. Svo gerðist það eftir
nokkra mánuði að þessi maður
þurfti á peningunum sínum að
halda og tók þá út, en þá varð ég
að gjöra svo vel að borga lánið
upp um leið.
í vitlausum banka
Eitt sinn fór ég til bankastjóra
Iðnaðarbankans að biðja um lán.
Hann dró upp miðabunka af
borðinu hjá sér með teygju utan-
um og segir: „Heyrðu Ingólfur
minn! Heldur’u að þú sért ekki í
vitlausum banka. Þetta eru mínir
viðskiptavinir og þú ert ekki
hér.“ Nú bíl eignaðist ég ekki
fyrr en bankastjóri einn auglýsti
Skinnii
Hjónin Ingólfur Ölafsson klæðskerameistari og Guðbjörg Árnadóttir.
Akureyri kom til vegna þess að
ég ætlaði að kaupa mér bíl, þá
kominn á fimmtugsaldur. Ég fór í
Sparisjóð Akureyrar og hann hét
Jón sem þar var bankastjóri.
Hann hristi bara höfuðið og sagði
að það væru engir peningar til.
„Það kom hérna bóndi í morgun
og ætlaði að fá lán fyrir kú, en
það eru engir penginar til,“ sagði
hann. Ég skildi þetta mjög vel.
Úr því hann gat ekki lánað bónda
fyrir kú, var ekki hægt að Iána
mér til að kaupa bíl því búskapur
þá var hærra metinn en núna.
Öðru sinni, löngu seinna, fór ég
í Sparisjóð Akureyrar. Sverrir
Ragnars var þá bankastjóri og
ég held ég hafi verið búinn að
bíða í hálftíma eftir honum þegar
hann kemur út og með honum
stórútgerðarmaður úr sjávar-
plássi hér út með firðinum. Þeir
bílinn sinn til sölu. Svo ég hugs-
aði með mér, hann hlítur að geta
lánað mér aur ef ég kaupi af hon-
um bílinn og hann gerði það.“
- Fannst þér erfitt að komast
inn í bæjarmenninguna þegar þú
komst til Akureyrar?
„Ég held ég hafi bjargað mér á
íþróttafélagsskapnum en ég gekk
strax í Þór og spilaði með þeim
bæði handbolta og fleira. Þá var
ég tvö ár í „álfabrennubransan-
um“ með Þórsurum svo maður
kynntist fólki náið í gegnum
þetta.“
Þegar Ingólfur kom til Akureyr-
ar frá Noregi, fór hann að starfa
hjá Björgvin Friðrikssyni klæð-
skera, en þá var enn nóg að gera
hjá skröddurum. Fljótlega uppúr
þessu duttu viðskiptin niður, eða
um 1960. „Ástæðuna fyrir þessu
tel ég m.a. vera hvað fólk var
Skinnii