Dagur - 25.01.1989, Page 6

Dagur - 25.01.1989, Page 6
6 - DAGUR - 25. janúar 1989 Þór og KA bcrjust á Sanavellinum. Þessi völlur hefur veriö keppnishæfur mun fyrr en aðrir malarvellir í Eyjafirði og það er krafa knattspyrnumanna að fá sambærilegan völl áður en Sanavöllurinn verður lagður niður. Staðan í knattspymu- vaUarmálum Akureyringa - Hermann Sigtryggsson, Sigurður Arnórsson og Stefán Gunnlaugsson ræða um nýjan malarvöll, gervigras, yfirbyggðan völl o.fl. Knattspyrnumenn á Akur- eyri og víðar á Norður- landi velta því nú fyrir sér til hvaða ráða verði gripið nú þegar ljóst er að Sana- völlurinn verður lagður niður og notaður undir fyllingu vegna fram- kvæmda við Fiskihöfnina á Akureyri. Sanavöllurinn hefur verið keppnishæfur mun fyrr á vorin en malar- vellir KA og Pórs og þar hafa farið fram æfingamót með þátttöku knattspyrnu- liða á Norðurlandi. Þannig hafa félögin náð að stilla aðeins saman strengi sína fyrir íslandsmótið þótt ekki sé hægt að bera að- stöðuna saman við gervi- grasvöllinn í Laugardal, sem félög á Suðvesturlandi hafa aðgang að allan ársins hring. Hver er æskileg framtíðarskipan vallar- mála? Gervigras? Yfir- byggður malarvöllur? Eða eru Norðlendingar dæmdir til að dragast aftur úr í knattspyrnuíþróttinni? Til að ræða þessi mál leituðum við til Hermanns Sigtryggssonar, æskulýðs- og íþróttafulltrúa Akureyrarbæjar, Stefáns Gunn- laugssonar, formanns knatt- spyrnudeildar KA, og Sigutðar Arnórssonar, formanns knatt- spyrnudeildar Þórs. í upphafi er þó vert að grípa niður í grein Benedikts Guðmundssonar sem birtist í Degi 22. nóvember 1988. Þar leggur hann til að gervigras- völlur komi í stað Sanavallar og að honum verði staðið með eftir- farandi hætti: „Að sveitarfélög á svæðinu frá Húsavík til Ólafsfjarðar komi sér saman um gerð eins vallar sem yrði fjármagnaður af sveitar- félögunum öllum, í hlutfalli við íbúatölu þeirra og iðkendafjölda. Staðsetning þess vallar þætti mér eðlilegust á Akureyri vegna staðsetningar, fjölda iðkenda og þeirrar aðstöðu sem fyrir hendi er þar. Þá geri ég ráð fyrir að Akureyrarbær sæi alfarið um rekstur vallarins." Benedikt telur þrjá staði koma til greina í bæjarlandinu, malar- velli Þórs og KA og Akureyrar- völlinn. Hann telur Akureyrar- völl heppilegasta kostinn því hann er miðsvæðis. Þá segir hann völlinn aðeins vera í notkun í 90 daga á árinu, á þeim tíma séu spilaðir 25-30 leikir og notkunar- tíminn því um 3.000 mí'nútur sem er sami mínútfjöldi og Þór og KA eyða í knattspyrnuæfingar á einni viku. Á Akureyrarvelli er líka gott vallarhús með bað- og gisti- aðstöðu. Staðsetning malarvallar í athugun hjá skipulagsstjóra Hvar eru vallarmálin á vegi stödd í bæjarkerfinu? Hermann Sig- tryggsson svarar þeirri spurn- ingu: „Nú er verið að kanna hugsan- lega staðsetningu malarvallar sem kæmi í stað Sanavallarins. í leiðinni er það haft í huga að sá völlur geti í framtíðinni orðið gervigrasvöllur. Þetta mál er hjá skipulagsstjóra núna. í sambandi við gervigrasvöll verður að hafa það í huga að hann verður að byggja mjög vel, bæði undir- og yfirlag, og enn hafa rannsóknir ekki skilað þeim niðurstöðum sem við getum algjörlega byggt á. Við höfum leitað eftir upplýsingum á Norðurlöndunum og í Færeyjum er t.d. ekki um upphitaðan völl að ræða, en það kæmi alls ekki til greina að hafa óupphitaðan gervigrasvöll á íslandi. Vanda- málin varðandi ís og snjó yrðu þau sömu eftir sem áður. íþróttaráð hefur safnað að sér miklum upplýsingum um gervi- grasvelli og við höfum fengið ýmis sýnishorn, en gervigras er mjög mismunandi. Framleiðend- ur eru margir og hver reynir að koma sinni tegund á framfæri, en við höfum ekki getað fengið áreiðanlegar upplýsingar um það hvaða tegund er best, eða hentar best hér. Trúlega væri best að koma þessum velli upp í tengslum við íþróttamannvirki eða skóla. En stofnkostnaður er mikill og ef gervigrasvöllur er svo til ein- göngu notaður fyrir knattspyrnu þá er ekki víst að nýtingin verði mjög góð. Hins vegar mætti búast við aukinni aðsókn eftir að aðstaðan væri komin upp.“ „Eins og hvert annað hjóm!“ - Benedikt Guðmundsson segir það góðan kost að breyta Akur- eyrarvelli í gervigrasvöll, enda þurfi, samkvæmt skipulagi, hvort eð er að kosta miklu við það að færa hann sunnar. Stendur það til að færa Akureyrarvöll? „Ég held að menn vilji ógjarn- an missa grasvöllinn, en það er rétt að samkvæmt skipulagi bæjarins er gert ráð fyrir að færa völlinn vegna Glerárgötunnar. Þá mætti hugsa sér að í leiðinni yrðu settar upp hlaupabrautir með tartanlagi og eins og völlur- inn stendur núna er ekki pláss fyrir sex brautir. Ég veit hins veg- ar ekkert um það hvort ráðist verði í þessar framkvæmdir í náinni framtíð. Það er afar erfitt að gera nokkrar spár eða áætlanir hjá Akureyrarbæ vegna þess að fjár- hagsáætlun hvers árs ræður þessu algjörlega. Mér finnst það mjög miður, en það er staðreynd að hér þýðir ekki að gera neina framtíðarspá í íþróttamálum. Fyrst og fremst er ekki pólitískur vilji til að fara eftir þeim. Það er ekki unnið skipulega að því að afla fjár til þess að hrinda fram- kvæmdaáætlunum af stað. Það hafa verið gerðar nokkrar fram- kvæmdaáætianir en þær hafa orð- ið úreltar sama ár og þær hafa Sigurður vill fá gervigras á Akureyr- arvöll, Hermann vill tæplega fórna honum og Stefáni líst best á vallar- stæði við Leirurnar. Mynd: tlv orðið til. Við verðum algjörlega að haga okkur eftir því sem til er af peningum hvert ár og vilja bæjarstjórnar á hverjum tíma. Þannig hefur áætlanagerð bara verið tímaeyðsla og eins og hvert annað hjóm!“ Mikill stofn- og rekstrarkostnaður - í ljósi þessa mætti ætla að hyggilegt væri að taka upp sam- starf við önnur sveitarfélög á Norðurlandi um byggingu gervi- grasvallar, eða hvernig líst þér á þá hugmynd? „Hún er auðvitað góð, en ég held að við verðum fyrst að hafa samvinnu um þetta innanbæjar. Við þurfum að ná samstöðu um staðsetningu og ég held að það sé ekki svo auðvelt mál. Síðan get- um við farið að ræða við ná- grannasveitarfélögin. En ég er hlynntur slíkri samvinnu. Varðandi Akureyrarvöllinn þá hefur framtíð hans verið í umræðunni árum saman og hvað gervigrasið áhrærir þá höfum við safnað heilu bunkunum af pruf- um og upplýsingum. Þeirri hug- mynd hefur verið varpað fram að efna til ráðstefnu eða hóp- umræðu um þessi mál í vetur. íþróttaráð fór til Reykjavíkur sl. I sumar og kynnti sér gervigras- I völlinn þar, uppbyggingu og rekstur. Þetta er geysilegt fyrir- tæki. Upphitunin myndi líka setja strik í reikninginn hjá okkur. Meðan Reykvíkingar borga inn- an við 10 krónur fyrir mínútulítr- ann þurfum við að borga yfir 100 krónur. Þetta dæmi eitt setur mann eiginlega alveg út af laginu, kostnaðurinn við upphitunina. Hæð yfir sjávarmáli skiptir líka máli í þessu sambandi og meðal- hiti á hverjum stað. Það er því ljóst að bæði stofnkostnaður og rekstrarkostnaður er mjög mik- ill.“ „Hægt með samstilltu átaki“ Hermann talaði um það að aðstaðan hefði batnað mjög hjá KA og Þór með tilkomu eigin félagssvæða, en greinilega yrði þó meira að koma til. Hann sagð- ist ekki telja það óeðlilegt að Akureyrarbær væri aðili að mal- arvelli og síðan gervigrasvelli í framtíðinni, en því miður virtist hann lítils megnugur í dag. „Við verðum að halda vel á spöðunum ef við ætlum að vera með í samkeppninni. Með sam- stilltu átaki ætti þetta að vera hægt, en mér finnst að bærinn og bæjarbúar verði að koma sér saman um lausn áður en leitað verður eftir frekara samstarfi." Að lokum ræddum við um yfir- byggða velli og taldi Hermann þá hugmynd frekar fjarlæga. Hann sagðist þó hafa séð íþróttahús í Finnlandi með 70 x 100 metra gólffleti þar sem knattspyrnu- æfingar færu fram. Gólfið er steypt en tartanábreiða er lögð yfir það. Yfir sumartímann er húsið síðan nýtt undir ráðstefnur og fleira. í slíkum húsum þarf að vera hátt til lofts og vítt til veggja, eins og gefur að skilja, og þá er ljóst að ekki er um ódýra byggingu að ræða. „Eina vonin að við eigum betri knattspyrnumenn að upplagi“ Næst skulum við huga að skoðun- um Sigurðar Arnórssonar, for- manns knattspyrnudeildar'Þórs, á vallarmálum á Akureyri. Hann var fyrst beðinn að lýsa núver- andi aðstöðu Þórsara. „Við erum með einn grasvöll og einn malarvöll. Síðan verður sáð í annan grasvöll í vor, en hvenær hann kemst í gagnið veit ég ekki. Þá erum við með lítið æfingasvæði, grasblett sem ekki er í fullri stærð. Malarvöllurinn okkar er mun síðar tilbúinn á vorin en Sanavöllurinn. Ef að hann fer og ekkert kemur í stað- inn þá er endanlega búið að kippa fótunum undan því að knattspyrnan hér verði jafnfætis því sem hún er í Reykjavík. Það er einfalt mál. Ég er þá að tala um annan mal- arvöll til að byrja með. Ef hins vegar ekkert kemur í staðinn þá er eina vonin sú að við eigum betri knattspyrnumenn að upp- lagi en sunnanliðin, sém er kannski ekki óeðlilegt að ætlast til! Annars drögumst við aftur úr,“ sagði Sigurður, enda skapar æfingin meistarann. Hann sagði að aðstöðumunur norðan- og sunnanliða væri orð- inn mikill og nú væri kominn tími til að bæjaryfirvöld riðu á vaðið og segðu frá hugmyndum sínum, í stað þess að hrópa úlfur, úlfur á hverju hausti. En yfir í gervigras- ið. Uppblásin tjöld yfir knattspyrnuvelli „Það er ljóst að gervigrasvöllur á vegum bæjarins kemur aldrei á annað hvort svæðið (Þórs eða

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.