Dagur - 25.01.1989, Page 7

Dagur - 25.01.1989, Page 7
25. janúar 1989 - DAGUR - 7 KA - innsk. blm.). Gervigrasið ætti auðvitað að koma á Akur- eyrarvöllinn og þá yrði að finna aðra lausn fyrir frjálsíþróttir á borð við spjótkast og fleira. Þetta er spurning um forgang og án þess að ég sé að gera lítið úr spjótkösturum þá eru ekki nema örfáir sem stunda þá íþrótt. Ef bæjaryfirvöld finna vallar- stæði sem væri lágt yfir sjó eins og „Wembley“, eða Sanavöllur- inn, þá erum við alveg sáttir við það. Það á ekki að vera mikið mál að gusa upp einum góðum malarvelli í stóru bæjarfélagi. Sem betur fer hefur maður heyrt ávæning af því að Sanavöllurinn þarf eitt settið enn af aðstöðu fyr- ir áhorfendur, leikmenn og bíla. Þess vegna er hugmyndin um gervigras á Akureyrarvöllinn meiriháttar því þar er allt til staðar. Mér finnst sjálfsagt að fleiri ættu að koma inn í þetta dæmi, því ég tel víst að félögin hérna í Eyjafirði myndu mæta á vetraræfingar á þessum velli og Húsvíkingar líka. Samgöngur eru orðnar það góðar. Annar mögu- leiki er sá að gera einstaklingum kleift að reka völlinn á einhvern hátt. Stofnað yrði hlutafélag sem sæi um reksturinn og seldi tíma. Fyrst af öllu verðum við að fá annan malarvöll svo við drög- Frá gervigrasvellinum í Laugardal, eða teppinu eins og sumir vilja kalla það. Ymsar tegundir gervigrass eru á boðstólum, hátt, snöggt, gisið eða þétt. verði ekki lagður niður í vetur en við höfum enga formlega trygg- ingu fyrir því.“ - En hvað með yfirbyggðan malarvöll? „Ég á hér í fórum mínum teikningar og myndir af finnskum tjöldum, 60 x 120 m. Þau eru uppblásin, með lýsingu og öllum græjum. Ég fékk tilboð í slíkt fyr- ir 2-3 árum, meira til gamans, en þetta er einn möguleikinn, að tjalda yfir malarvöll. Þessi tjöld eru notuð á svæðum í Finnlandi sem eru veðurfarslega ekkert þægilegri en gengur og gerist hér, þannig að þau eiga að þola veðr- áttuna. Finnarnir hafa selt nokk- ur svona tjöld yfir fótboltavelli, en að byggja heilt hús y.fir malar- völl er náttúrlega ofboðslega stórt dæmi og ég held að gervi- grasið hljóti frekar að vera draumurinn. Samstarf sveitarfélaga eða stofnun hlutafélags Það er auðvitað verst ef byggja umst ekki enn frekar aftur úr sunnanliðunum. Þar hafa öll lið aðstöðu til að komast í miklu betra form fyrir keppnistímabilið og nú þegar það virðist vera að lengjast þá er þetta ennþá brýnna. Það er okkur fjárhags- lega ofviða að fara til útlanda á hverju vori í æfingaferð eða suð- ur til Reykjavíkur nokkrum sinn- um á vetri til að ná nokkrum leikjum vegna þess að hér er allt á kafi,“ sagði Sigurður að lokum. Síðastur á mælendaskrá er Stefán Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar KA. Hann sagði að félagið væri með þokka- legan malarvöll og tvo grasvelli. Yfirleitt væri hægt að byrja að æfa á malarvellinum upp úr miðj- um apríl, en ekki þýddi að sparka á grasinu fyrr en um mánaðamót- in maí-júní. Sanavöllurinn væri eini leikhæfi völlurinn í Eyjafirði fram undir miðjan aprílmánuð og hefðu Akureyrarliðin og önnur lið í firðinum notið góðs af honum. Knattspyrna leikin í uppblásnu tjaldi í Finnlandi. Kannski væri slíkt tjald eða dúklögð grindarskemma heppileg lausn fyrir norðienska sparkara. Helmingur KA-liðsins æfir á gervigrasi „Aðstæður á vellinum hafa auð- vitað verið mismunandi. Stund- um hefur verið æft í ökkladjúpri drullu og stundum á klaka, en hann hefur verið þokkalegur á vorin meðan aðrir vellir eru undirlagðir af drullu og bleytu. Við höfum komist 5-6 vikum fyrr á Sanavöllinn en okkar völl og það munar miklu,“ sagði Stefán. „Ég held að það liggi alveg ljóst fyrir að bærinn getur ekki tekið Sanavöllinn af okkur fyrr en hann er búinn að koma upp annarri aðstöðu í staðinn. Þetta er forgangsmál í íþróttamann- virkjagerð á Akureyri, að koma upp nýjum velli, hvort sem það verður gervigrasvöllur, yfir- byggður völlur eða hvernig þetta mál verður leyst.“ Stefán sagði að KA væri vissu- lega betur sett en sum önnur lið að því leyti að helmingurinn af liðsmönnu'm væri við nám í Reykjavík og því æfðu 9-10 manns á gervigrasinu í Laugar- dal. „Undirbúningur okkar á vor- in hefur verið þannig að við höf- um farið suður með hinn hlutann af liðinu og æft og keppt á gervi- grasinu. Þessi háttur verður hafð- ur á í vor, en auðvitað útheimtir þetta mikinn kostnað." „Ekki heimta allt af bæ og ríki“ - Ef við gerum ráð fyrir að gervi- grasvöllur verði fyrir valinu, á Akureyrarbær að standa einn að honum eða eiga fleiri sveitarfélög að koma inn í þetta dæmi? „Ég er ekki mjög hlynntur þeirri stefnu að heimta allt af bæ og ríki. Við getum ekki ætlast til að allir aðrir hafi ódrepandi áhuga á þessu máli þannig að ég tel að það verði að finna sameig- inlega lausn á því hvernig haga á vallarmálunum. Við f KA erum tilbúin að koma inn í það eftir því sem við getum af veikum mætti. Það væri ekki óeðlilegt að ná- grannasveitarfélögin kæmu inn í þetta og fengju þá aðstöðu á þessum velli. Þótt KA og Þór þurfi mikið af tímum þá held ég að það væri alveg pláss fyrir lið frá Ólafsfirði, Dalvík, Árskógs- strönd, Grenivík og fleiri stöðum, til að nýta völlinn betur. Ég held að það væri ekki vitlaust að stofna um þetta hreyfingu sem bærinn yrði náttúrlega aðili að. Ég er alveg klár á því að bær- inn myndi styrkja byggingu gervi- grasvallar eftir því sem hann gæti, eins og hann hefur reynt að gera í sambandi við uppbyggingu íþróttamannvirkja í bænum.“ - Hvað með staðsetningu gervigrasvallar? „Ég er mjög hrifinn af þeirri hugmynd að byggja hann hérna inni á Leirunum. Það er meiri- háttar staður og ábyggilega lausn sem flestir gætu sætt sig við. Völlurinn þyrfti að vera sem næst sjó því það munar miklu hvað hitastig varðar," sagði Stefán. Þar með sláum við botninn í þessa umræðu að sinni en von- andi kveikir þgtta í mönnum því orð eru til alls fyrst og gaman væri að sjá hugmyndir manna á prenti. Þeir Hermann, Sigurður og Stefán virðast að mörgu leyti sammála um framgang vallar- mála á Akureyri. Niðurstaðan er sú að fyrst verði að útbúa nýjan malarvöll og huga síðan að bygg- ingu gervigrasvallar. En hvar á hann að vera? SS Námskeið til meiraprófs bifreiðastjóra veröur haldið á Akureyri ef næg þátttaka fæst og hefst þá í febrúarmánuði n.k. Upplýsingar í síma 96-26765 kl. 15.00-16.00 virka daga. Bifreiðastjóranámskeiðin. Einbýlishús nálægt Akureyri Til sölu er nýlegt einbýlishús um 13 km frá Akureyri. Húsið er um 174 fm ásamt tvöföldum bílskúr sem er um 56 fm. Skipti á húseign á Akureyri koma til greina. Fasteignasalan Brekkugötu 4 • Sími 21744 Gunnar Solnes hrl.. Jon Kr Solnes hrl og Arni Palsson hdl Sölust. Sævar Jonatansson AKUREYRARB/€R Snjótroðari Tilboð óskast í snjótroðara af gerðinni Hammerle PR 200 árg. 1973 sem notaður hefur verið hjá Skíðastöðum í Hlíðarfjalli. Nánari upplýsingar í síma 22722. íþróttaráð Akureyrar. Tilboðsverð á smáauglysingum flú gefst tækifæri til að auglýsa ódýrt á smáauglýsingasíðu Dags því fram til 1. mars verður sérstakt tiJboðsverð á smáauglýsingum T DEQI. Ef greiðsla fylgir með auglýsingunni er verð kr. 300,- fyrir eina birtingu og kr. 150,- fyrir hverja endurtekn- ingu. hú er tilvalið tækifæri til þess að hreinsa til í geymslunni. Auglýsing T DEC5I borgar sig. Strandgötu 31, 600 Akureyri.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.