Dagur - 25.01.1989, Blaðsíða 12

Dagur - 25.01.1989, Blaðsíða 12
Akureyri, miðvikudagur 25. janúar 1989 TEKJUBRÉF• KJARABREF FJARMAL ÞIN - SERGREIN OKKAR rF|ARFESnNGARFÉLÆ;iD Ráðhústorgi 3, Akureyri Sverrir Leósson, formaður Útvegsmannafélags Norðurlands, tekur við viðurkenningu úr hendi Magnúsar Jóhanns- sonar, siglingamálastjóra. Guðjón Jónsson formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar er fremstur á myndinni. Mynd: tlv EA skip höfðu vinningmn - í skyndiskoðunun Siglingamálastofnunar Siglingamálastjóri veitti útgerðarmönnum og forsvars- mönnum hagsmunasamtaka sjómanna og vélstjóra á Akur- eyri og við Eyjafjörð viður- kenningar fyrir bestu útkomu við skyndiskoðun íslenskra fískiskipa á árinu 1988. Siglingamálastofnun ríkisins hefur framkvæmt skyndiskoðanir á fiskiskipum í þrjú ár. Skoðunin er framkvæmd þannig að skoðun- armenn fara án fyrirvara um borð í skip þegar þau koma í höfn eða láta úr höfn. Þá eru könnuð vel sex til tíu öryggisatriði, en til- gangur skyndiskoðana er að kanna hversu vel sjómenn við- halda haffæri skipa milli árlegra skoðana. Skip skráð á Akureyri og í höfnum við Eyjaförð reyndust hafa bestu útkomuna yfir landið að þessu sinni. í fréttatilkynningu frá stofnuninni segir að 60 atriði í 8 skipum hafi verið skoðuð. Reyndust 55 þeirra, eða 91,6%, þá vera í lagi. EHB Ægir konungur gleypir þúsundir tonna af lifur á ári: 5-7 tonnum af lifur kastað í sjóinn í 100 tonna þorsktúr - Sovétmenn vilja kaupa meira magn af lifur en verksmiðjur hér geta framleitt Óhapp út af Glettinganesi: Snæfellið fékk troll í skrúfuna Það óhapp varð sl. sunnu- dag á frystiskipinu Snæfelli frá Hrísey að botntroll skipsins flæktist í skrúfu þess. Skipið var statt djúpt út af Glettinganesi þegar óhappið varð og því var ekkert annað að gera en að leita aðstoðar annars skips til að komast til næstu hafnar. Skuttogarinn Kolbeinsey á Húsavík dró Snæfell til Nes- kaupstaðar þar sem tveimur köfurum tókst að leysa trollið úr skrúfunni. Að sögn Jóhanns Þórs Halldórssonar, útibússtjóra KEA í Hrís'ey, urðu engar skemmdir á skip- inu og það hélt því aftur til veiða síðia sunnudags. óþh Skagastrandarvegur: Fnn og aftur ekið á hross - það sjöunda í Húna- þingi á mánaðartíma Sl. mánudagskvöld var í fímmta sinn ekið á hross á Skagastrandarveginum og það þriðja sem hefur þurft að afíífa. Alls hafa því fimm hross fallið í valinn í A-Húna- vatnssýslu sl. mánuð, tvö hafa sloppið lifandi. Nú var það við bæinn Kúskerpi, skammt norðan Blönduóss, sem ekið var á hross og var það úr sama hrossahópi og hin tvö sem fall- ið hafa á þessum vegarspotta. Fólksbifreiðin sem ók á hross- ið skemmdist talsvert og var hrossið aflífað á staðnum sök- um þess hvað það var illa brotið. Mikil hálka og snjór var á Skagastrandarveginum á mánudagskvöldið þegar óhappið átti sér stað. -bjb Saltfiskverkun hjá Hraðfrysti- húsi Magnúsar Gamalíelssonar hf. í Ólafsfirði hófst á nýjan leik sl. mánudag eftir nokkurra vikna uppihald. Starfsfólk í saltfiskverkun fyrirtækisins fór á atvinnuleysisbætur þann 7. nóvember en starfsfólk í fryst- ingunni hefur notið atvinnu- leysisbóta síðan 27. september sl. Lagmetis og niðursuðuverk- smiðjan Pólstjarnan hf. á Dal- vík er nú að hefja niðursuðu og bræðslu á fisklifur. Þetta er fjórða árið sem verksmiðjan sýður niður lifur og fer stærst- ur hiuti framleiðslunnar á markað erlendis. Sovétmenn eru manna stórtækastir í kaup- um á lifur frá íslenskum niður- suðuverksmiðjum. Auk Pól- stjörnunnar hf. er Hik sf. á Húsavík drýgst í niðursuðu á lifur á Norðurlandi. Að sögn Sigurgeirs Magnús- sonar, framkvæmdastjóra, vinna 15 starfsmenn fyrirtækisins að söltun afla Ólafs Bekks ÓF-2, en hann landaði 125 tonnum sl. mánudag. Sigurgeir segir að um helmingur aflans fari í salt hjá Magnúsi Gamalíelssyni. „Þetta er ljómandi góður fiskur, þessi venjulegi Norðlendingur,“ segir Sigurgeir. Hann segir að ætlunin sé að Vinnsla hjá Pólstjörnunni hf. hefur að mestu legið niðri síðan 2. september sl. Þó hafa starfs- menn fyrirtækisins „fokkað“ að undanförnu, eins og Jón Tryggva- son, framkvæmdastjóri Pól- stjörnunnar hf. orðaði það, við að sjóða niður rækju og sjólax fyrir innanlandsmarkað. Jón seg- ist búast við að um 15 manns starffhjá fyrirtækinu á „fisklifrar- vertíðinni“ og að hún standi fram í maímánuð. Pólstjarnan hf. hefur fyrst og halda áfram saltfiskverkun „á meðan verið er að leysa hitt málið,“ eins og Sigurgeir orðar það. Þar vísar hann til hugsan- legrar sameiningar frystihúsanna í Ólafsfirði. SólbergÓF-12kemur væntanlega inn næsta föstudag og segir Sigurgeir að ætlunin sé að salta hluta af afla þess. Af sameiningu frystihúsanna segir Sigurgeir að ekki sé mikið að fregna. „Þetta er allt miklu stærra fremst keypt hráefni frá bát- um á Eyjafjarðarsvæðinu en að öllum líkindum mun Dalborg- in á Dalvík leggja upp lifur hjá fyrirtækinu eftir næsta túr. Jón segir það vissulega miður að stærri togarar nýti ekki lifur í ríkara mæli en gert er. Hann bendir á að úr 100 tonnum af þorski megi nýta á bilinu 5-7 tonn. Þar af segir hann að um 35% endi sem fyrsta flokks niðurlögð lifur í 115 gramma dósum. mál en menn héldu og tekur þess vegna lengri tíma en ætlað hafði verið,“ segir Sigurgeir. Málið er nú skoðað bæði af heimamönnum og nefnd hlutaðeigandi banka og sjóða í Reykjavík. „Við höfum ekki gefið okkur ákveðinn tíma til að koma þessu heim og saman en hins vegar fer tíminn að hlaupa frá okkur ef ekkert fer að ske í þessum málum,“ bætir Sigurgeir við. óþh Fyrir hvert kíló af lifur, sem nýt- ist til niðurlagningar, greiðir Pól- stjarnan hf. 25 krónur. Fyrir bræðslulifur eru hins vegar greiddar 15 krónur. Ekki liggur fyrir hvað framleiðendur fá í sinn hlut fyrir lifrina þar sem ósamið er enn við kaupendur erlendis. Jón segir að vonir standi til að unnt verði að ná betra verði en til þessa, en skilaverð til framleið- enda hefur verið um 22 krónur. Þar af má áætla 8 krónur í kostn- að vegna umbúða og merkimiða. Að sögn Theodórs S. Halldórs- sonar, framkvæmdastjóra Sölu- stofnunar lagmetis, eru í gangi samningaviðræður við Sovét- menn um kaup á niðurlagðri lifur og er búist við að þeim ljúki um mánaðamótin janúar-febrúar. Theodór segir að ekki liggi fyrir hversu mikið magn Sovétmenn kaupi á árinu. „Það er opið, ekki síst vegna þess að ekki er ljóst hversu mikið hráefni tekst að ná í. Á síðastliðnu ári sömdum við um mun meira magn en við gát- um síðan staðið við. Vegna þess- arar óvissu munum við ganga frá mun opnari samningum við Sovétmenn nú,“ segir Theodór. Auk Sovétríkjanna hefur niðurlögð lifur farið á Kanada- og Bandaríkjamarkað svo og V.-Þýskaland. Þá má einnig nefna ísrael og Japan. Theodór segir að „vegna ýmissa mála“ hafi verið hætt að senda þess vöru á markað í V.-Þýskalandi. óþh Saltfiskvinnsla í gang að nýju hjá Hraðfrystihúsi Magnúsar Gamalíelssonar í Ólafsfirði: Æflunin er að salta á meðan verið er að leysa hitt málið segir Sigurgeir Magnússon, og vísar til hugsanlegrar sameiningar frystihúsanna

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.