Dagur - 28.01.1989, Síða 6

Dagur - 28.01.1989, Síða 6
ÚrCarmmu Sit ég á grænni grein, grædd eru flestra mein. Sjálfstæðis syng ég brag saminn við gamalt lag. Sjaldhafnar færð í flík, falleg og góð sem slík, mín kona, konan þín, kallar oss heim til sín. (St. Steinarr.) Indriði Haukur Þorláksson er fæddur 28. september 1940 að Eyjarhólum í Mýrdal. Er tímar liðu, kom í ljós, að pilturinn er efnilegur á sinn hátt og hefur talsverða hæfileika á sumum sviðum. Var því ákveðið að reyna að koma honum til manns og sá hæpni kostur tekinn að senda hann til Reykjavíkur, aldraðri frænku sinni til halds og trausts. Var sveinninn þá átta vetra. Lagði hann þar stund á ýmis fræði um skeið, en vegna ónefndra orsaka hvarf hann þó aftur til ættlands síns, og þar var hann loks kristnaður. Tók hann landspróf á Skógum og settist í 3. bekk M.A. haustið 1956. Vera hans í skólanum hefur síðan einkennzt af góðu og grandvöru líferni, enda eru fáfengilegar skemmtanir honum lítt að skapi; þó er hann enginn meinlætamaður. Áhugamál hans verða ekki látin uppi. í framtíðinni mun hann treysta á guð, lukkuna og sjálfan sig. að velta niður brekkuna og ómögulegt væri að vita hvar hann mundi nema staðar. Og satt best að segja var talsverður hópur sem bjó út í bæ og ákveðin klíka stundaði Alþýðuhúsið og KEA nokkuð stíft. Og því voru þessi orð Þórarins kannski ekki að ástæðulausu.“, Inn um glugga á kvennavist Þegar Indriði er ynntur eftir því hvort ekki hafi þessi léttlyndi hópur verið skólayfirvöldum óþægur færist bros yfir andlit hans. Hann segir að margvísleg uppátæki hafi verið framin en einna minnistæðast sé þegar tveir félagar hans, sem hann vill ekki með nokkru móti nafngreina, ákváðu um miðja nótt að segja sig úr skóla. Félagarnir voru að halda upp á bindindisdag í febrúarmánuði árið 1960 og fengu hugmyndina þegar liðið var nokkuð fram á nótt. Þeir fóru og bönkuðu upp á hjá Þórarni skólameistara sem þá bjó á heima- vistinni. Meistari kom aldrei til dyra svo þeir sneru sér að kvenna- vistinni þar sem yfir var kven- kennari, ógift kona sem komin var yfir venjulegan giftingarald- ur. Þegar félagarnir voru komnir hálfa leið inn um bakglugga kom hún að þeim og spurði hvað þeir eiginlega ætluðu með að fara inn á vistina. „Við ætlum að láta þig fá svolítið sem þig hefur lengi vantað,“ svaraði annar að bragði. „Hún fór um hæl og hringdi á lögregluna og síðan upphófst mikill eltingarleikur á skólatún- inu sem endaði með því að þeir voru handsamaðir. Málið fór til skólameistara og Þórarinn setti þeim tvo kosti. Annar var sá að vinna af sér sökina með því að naglhreinsa spýtur í byggingu sem þá var í gangi við vistina eða víkja úr skólanum. Og endirinn var sá að þeir tóku hvor sinn kostinn, annar naglhreinsaði en hinn fór heim og las utan skóla,“ segir Indriði og hlær dátt að uppá- tækinu. Skólinn enn í fremstu röð „Það vill svo til að vegna míns starfs og starfsstaðar eru margir af fyrrverandi skóla- og bekkjar- félögum mínir samstarfsmenn og auk heldur hefur maður mikil samskipti við ýmsa af þessum skólafélögum í gegnum starfið. Hvað varðar samskipti stúdenta- hópsins sem slíks eru þau ekki mjög mikii og jafnvel minni en æskilegt væri. Við komum saman á 10 og 25 ára stúdentsafmælun- um og þar fyrir utan hafa verið haldin tvö eða þrjú bekkjarkvöld á síðustu árum. En það var mjög gaman að koma norður til að halda upp á þessi afmæli og heilsa upp á gamla skólann," segir Indriði. Indriði segist hafa fylgst nokk- uð vel með skólanum á síðustu árum. Ekki síst fylgdist hann með skólanum meðan hann starf- aði í menntamálaráðuneytinu. „Það virðist alltaf fara gott orð af skólanum sem kennslustofnun og ekki er annað að heyra en hann sé enn í fremstu röð eins og vera ber með Menntaskólann á Akur- eyri. Ég vona svo sannarlega að hann haldi þeim sessi áfrarn," segir Indriði. JÓH „Kom fyrir að ég var tekirni á beinið hjá meistara“ - Indriði H. Porláksson, hagsýslustjóri Indriði H. Þorláksson, liag- sýslustjóri í fjármálaráðuneyt- inu, segir það eiginlega tilvilj- un að hann fór í Menntaskól- ann á Akureyri á sínuin tíma. Haustið 1956 hafði hann feng- ið skólavist í Menntaskólanum í Reykjavík en stóð skyndilega frammi fyrir því að vera hús- næðislaus í henni Reykjavík. Þórarinn Björnsson, skóla- meistari við Menntaskólann á Akureyri tók því vel að taka Mýrdælinginn inn í skólann og á heimavist þrátt fyrir að stutt væri til skólasetningar. Indriði tók því sitt hafurtask og hélt til Akureyrar og dvaldi þar við nám næstu fjögur árin. Hann segist hafa litið á Akureyri sem sitt annað heimili þessi ár og enn þann dag í dag beri hann sterkar taugar til bæjarins og skólans. Indriði kynntist mörgu á með- an á Akureyrardvölinni stóð. Líkt og margir aðrir fékk hann briddsbakteríu á heimavistinni og spilaði löngum stundum við félaga sína. Ekki hafði hann í uppvexti sínum í Mýrdalnum haft mikla aðstöðu til íþróttaiðk- ana en þegar í Menntaskólann kom heillaðist hann af þeirri íþrótt að kasta bolta ofan í þartil- gerðan járnhring, nefnilega körfu- bolta. I þessari grein þótti hann liðtækur og var valinn í bekkjar- liðið. Reyndar heldur hann körfu- boltanum enn við og spilar ásamt nokkrum félögum sínum úr stjórnarráðinu einu sinni í viku. En í Menntaskólanum á Akur- eyri kynntist hann líka því að vera tekinn á beiniö hjá skóla- meistara. . Rekinn úr skóla fyrir misskilning „Jú, ekki neita ég því aö fyrir kom að ég var tekinn á beinið. Á þessum tíma var ég nokkuð morgunsvæfur og bæði kom nokkrum sinnum of seint í skól- ann og vantaði í skólann í nokkr- unt tilvikum. Fyrir þetta fékk ég tiltal en ég var ekki tekinn á bein- ið fyrir neina alvarlega atburði. Þó er mér minnistætt þegar Þór- arinn vék mér úr skóla einn dag fyrir misskilning," bætir Indriði við og er skemmt við upprifjun- ina. „Eiginlega tengdist þessi brottrekstur svokölluðu „Möðru- vallamáli", því þegar nokkuð af skólafólki hélt að næturlagi að Möðruvöllum þar sem var framin messa. Úr þessu varð hið mesta mál sem ég var algjörlega saklaus af þó brottreksturinn tengdist því. Þórarinn hafði látið þau boð út ganga í páskaleyfinu að skóli skyldi byrja klukkan átta fyrsta dag eftir leyfi en hins vegar hafði lengi verið siður í skólanum, og er kannski enn, að hefja ekki kennslu fyrr en í öðrum tíma fyrsta skóladag eftir leyfi. Kannski var það mest af stráks- skap sem við félagarnir, Már Pét- ursson, núverandi bæjarfógeti í Hafnarfirði, og ég, ákváðum að halda okkur við hið fyrra fyrir- komulag og skrópuðum í tíman- unt. Hvort að þetta uppátæki okkar hefur vakið einhverjar grumsemdir hjá Þórarni um okk- ur eða ekki þá varð þetta til þess að þegar viö komum í skólann fengum viö þau skilaboð að mæta hjá meistara þar sem hann las yfir okkur nokkurn reiðilestur og sendi okkur síðan heirn og sagði að við skyldum vera fjarri skólan- um þar til samband yrði haft við okkur. Hann hringdi síðan strax sama dag og bað okkur afsökun- ar á þessum brottrekstri og skýrði hann með því að hann hefði verið í uppnámi vegna þessa máls sem á undan var gengið,“ segir Ind- riði. „Full léttlyndur hópur,“ sagði meistari Vegna þess hve stuttur fyrirvari var á skólavist Indriða í MA lenti hann í bekk með Akureyringum. Þetta hafði þau áhrif að hann umgekkst mestan part Akureyr- inga meðan hann var í skólanum þrátt fyrir að í stærðfræðideild- inni sem hann fór í væri fólk víða að af landinu. „Stærðfræðinámið var að sjálf- sögðu svona nokkuð strembið. En við höfðum góða kennara sem voru þeir Jón Hafsteinn Jónsson og Skarphéðinn Pálma- son, hæfir kennarar en mjög ólík- ir. Já, ég held að þeim hafi tekist ágætlega að koma stærðfræðinni inn í kollinn á okkur, að minnsta kosti veit ég ekki til þess að þetta nám hafi orðið neinum að fóta- kefli,“ segir Indriði. Indriði segir að námsárangur- inn hjá hópnum hafi verið ágætur þegar upp var staðið. Árgangur- inn var óvenju fámennur, aðeins útskrifuðust 52 stúdentar. Sam- heldnin í þessum hópi var góð og Indriði leynir því ekki að fjörugt skemmtanalíf hafi sett mark sitt á daglegt líf og nám. „Ég man eftir því að þegar við dimmiteruðum þá hafði skólameistari áhyggjur af því að þessi hópur væri full léttlyndur og tæki lífinu full létt. Og einhvern tímann lét hann þau orð falla að þessi bolti væri farinn

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.