Dagur - 28.01.1989, Page 7

Dagur - 28.01.1989, Page 7
28. janúar 1989 - DAGUR - 7 Ur gömlum Degi Barnauppfræðsla kommúnista Á forsíðu Dags 5. janúar 1952 birtist grein undir yfirskriftinni „Barnauppfræðsla kommúnista" og er hún ágætt dæmi um tíðar- andann á þessum kaldastríðsár- um. Orðrétt er þessi klausa þannig: „í sérstöku nýjárs-hátíðarblaði Þjóviljans, segir kommúnistískur ofsatrúarmaður, Þórbergur Þór- bergsson, dálítið frá barnaupp- fræðslu kommúnista. Fræðslan verður með þeim hætti, að birt eru tilsvör og hugleiðingar 7-8 ára gamallar telpu, en hún hugsar mikið um heimsmálin, veit fyrir víst að Ameríkumenn eru vondir og Rússar góðir, einkum Stalín, því að hann heldur skrúðgöngur og vinkar til barnanna af altani! í lok greinarkornsins lætur Þór- bergur litlu telpuna hafa eftirfar- andi yfir: „Mér þykir ekkert gaman að lifa.... Það er ekkert gaman að lifa í þessum heimi, eg segi það satt. Þjóðverjar skjótandi og drepandi. Morgunblaðið alltaf ljúgandi og svíkjandi, og Amerík- anarnir svo vel með sig, að það er alveg ósköp. En þó að Amerík- anarnir séu vel með sig, þá verða þeir samt teknir fastir, þegar þeir láta vatnssprengjuna út. Eisen- hower vill gera stríð á íslandi.““ Tilraun til konuráns? „Síðastl. sunnudagsnótt skeði það hér í Saurbæjarhreppi, að nokkrir menn brutust inn í bæinn á Skáldastöðum og frömdu þar ofbeldi og meiðingar á fólki, en ekki munu þeir hafa tekið neitt með sér. Voru þar þekktir a.m.k. 3 menn af Akureyri. - Halda sumir að þar hafi átt að fremja stúlkurán. Finnur bóndi Krist- jánsson í Ártúni og Jón bóndi í Hólum komu þar fyrstir á vettvang, og sáu þeir öll verks- ummerki. (Blaðið hefur borið þessa frásögn undir yfirvöld hér á Akureyri og segja þau að umkvörtun hafi borizt um atburði þessa og kæra muni vænt- anleg og mál þetta þá tekið fyrir).“ (Dagur 28. maí 1952). Fyrsta för til tunglsins eftir 10-15 ár Þannig hljóðar fyrirsögn í Degi 6. desember 1952 og henni fylgir eftirfarandi frétt: „Um sl. mánaðamót kom út bók í hinum enskumælandi heimi eftir dr. Werner von Braun, þýzka vísindamanninn, sem fann upp og stóð fyrir framleiðslunni á hinum frægu V-2 rakettusprengj- um Hitlers. Von Braun er nú tæknilegur ráðunautur ameríska flughersins um fjarstýrð rakettu- vopn. í bók sinni heldur hann því fram, að innan 10-15 ára muni maðurinn hafa sigrast á fjarlægð- inni til tunglsins. Öll aðalvanda- málin í sambandi við geimflug eru leyst, skrifar doktorinn. Ef nú væri byrjað að starfa að fram- kvæmdum, á grundvelli þeirrar vitneskju sem fyrir hendi er, væri hægt innan 10 ára að setja fyrstu millistöðina upp í háloftin, þ.e.a.s. svonefnt „gerfitungl", þar sem menn gætu lifað og starfað. Þetta „tungl“ mundi verða í 16000 km fjarlægð frá jörðu og snúast umhverfis jörð- ina eins og hnöttur, með feyki- legum hraða. Sú þjóð, sem fyrst kemur sér upp slíkri geimstöð, mun jafnframt verða hernaðar- lega einráð á jörðunni, að áliti von Brauns, því að frá slíkri stöð væri auðvelt að gera kjarnorku- árás á hvaða stað sem er á hnett- inum.“ VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Fullorðinsfræðsla Kvöldnámskeið Verkmenntaskólinn mun á vorönn 1989 bjóða upp á námskeið í eftirtöldum greinum. Skilyrði er þó að næg þátttaka fáist: ~ íslenska: Nokkur grundvallaratriði málfræði og stafsetn- ing. Enska: Byrjendanámskeið. Léttar þýðingar, talæfingarog nokkur undirstöðuatriöi málfræði. Enska: Framhaldsnámskeið. Fyrir þá sem hafa sótt byrj- endanámskeið eða hafa einhverja enskukunnáttu fyrir. Danska: Léttar þýðingar, talæfingar og nokkur undirstöðu- atriði málfræði. Stærðfræði: Fyrir utan grundvallaraðferðir fá nemend- ur þjálfun í hlutfalla og prósentureikningi. Ennfremur tilsögn í notkun reiknivéla. Vélritun: Kynning á notkun ritvéla. Blindskrift og hraðaæfingar. Námskeið þessi henta m.a. þeim fjölmörgu sem hafa notið takmarkaðrar skólagöngu eða vilja rifja upp eitthvað af námsefni skyldunámsáranna. Þau geta þannig komið að gagni sem undirbúningur undir eða stuðningur við nýtt starf eða sem undirbúningur undir frekara nám svo sem í öldungadeild. Innritun fer fram dagana 30. janúar til 7. febrúar á skrifstofu skólans á Eyrarlandsholti, en áformað er að námskeiðin hefjist 8. febrúar. Skrifstofan verður opin aukalega miðvikudaginn 1. febrúar til kl. 19.00. Fekari upplýsingar fást á skrifstofunni sími 26810.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.