Dagur


Dagur - 28.01.1989, Qupperneq 11

Dagur - 28.01.1989, Qupperneq 11
28. janúar 1989 - DAGUR - 11 í kjölfarið og þær verða sköllótt- ar. Loks kemur að því, að breyt- inga verður vart á kynfærum og kynhvötin vex. Amfetamín og kókaín efla til átaka um gullið Það hefur verið erfitt að sanna misnotkun testosterons hjá körlum, vegna þess að þarna er um þeirra kynhormón að ræða og er því fyrirfram að finna í þvag- inu. En með nýrri tækni hefur lyfjaeftirlitsmönnunum nú tekist að greina á milli, hvort um er að ræða mannsins eigið testosteron eða aðkomna hormóna. Metaþyrstir og samviskulausir þjálfarar sleppa heldur ekki börnum og unglingum við anabolísku stereóídana. Og börn- in verða óhugnanlega illa úti. Það er svo, að hormónarnir taka of snemma fyrir vöxt bein- anna, þannig að barnið hættir alveg að stækka og höfuðkúpan verður um alla framtíð með þeirri ávölu lögun, sem er ein- kennandi fyrir börn. Læknar hafa lengi haft rök- studdan grun um, að fimleika- stúlkum frá Austur-Evrópu, sem vakið hafa alheimsathygli fyrir hæfileika sína, hafi verið gefnir inn karlhormónar. Amfetamín og skyld örvandi indi lyfja sýnast allir vegir færir. Hjól- mfetamín og efedrin til örvunar, svo trangri á langri leiö. efni eru misnotuð í miklum mæli, vegna þess að þau eru hressandi og hafa þau áhrif, að íþróttaiðk- andinn finnur ekki fyrir þreyt- unni og heldur áfram að pína lík- ama sinn. Hættan á að missa skyndilega meðvitund og vakna ekki til lífs- ins aftur er mikil. - Það hefur enda oft gerst, meðal annars í hjólreiðakeppnum. Örvunarlyfin auka getu líkam- ans og gera íþróttaiðkandanum fært að sýna mun betri árangur en eðlilegt er. í þessum lyfja- flokki eru þekkt efni, eins og amfetamín, kókaín, efedrin og ekki síst koffín, sem er að finna í kaffi, tei og kóladrykkjum. Þessi dópefni líkja eftir áhrifum adrenalíns, sem er baráttu- hormón líkamans sjálfs. Adrena- línið kemur hjartanu til að slá hraðar, örvar andardráttinn, ger- ir þann, sem í hlut á, betur vak- andi og eftirtektarsamari með því að hafa áhrif á taugafrumur í þeim hluta heilans, sem er ábyrg- ur fyrir að halda okkur vakandi. Auk þess örvar adrenalín efna- skiptin, svo að vöðvarnir fá meiri orku til að rnoða úr. íþróttaiðkendur misnota amfetamín og kókaín í miklum mæli, en auðvelt er að finna efnin í þvaginu og við það dóppróf, sem allir þeir, sem eiga að fara á verðlaunapalla, eru skyldugir til að undirgangast. Og þá er ham- arinn fljótur að falla, ef minnsti vottur af slíkum efnum finnst. Amfetamín og skyld efni eru mjög hættuleg. Þau koma hjart- anu til að slá hraðar og af meiri krafti, en afleiðingin getur orðið hjartabilun - og skyndilegur dauði. Auk þess er alltaf hætta á fyrirvaralausri geðbilun. Allir íþróttaiðkendur vita, að með öllu er bannað að nota kókaín eða amfetamín í keppni. Öðru máli er að gegna um efni, sem er skylt - og einnig hressandi - efnið efedrin. Það er svo, að ýmsir halda, að efedrin sé með öllu skaðlaust af því að það er að finna í nefdrop- unum, sem við getum fengið í apótekunum við kvefi, án þess að framvísa lyfseðli. En íþróttaiðk- endum er undir öllum kringum- stæðum bannað að nota efedrin, og þannig hefur t.d. danskur hjólreiðakappi verið útilokaður ævilangt frá opinberri hjólreiða- keppni vegna þess að þvagprufur hans sýndu hvað eftir annað merki um efedrin. Margir undrast það einnig, að nokkrir bollar af kaffi eða einn lítri af kóla skuli teljast dóp. Örvunaráhrif koffíns eru eigi að síður það mikil, að það er á list- anum yfir bönnuð efni. Þó er leyfilegt, að örlítil merki þess komi fram í þvagprufu, en það er gert til þess að íþróttafólkið þurfi ekki að neita sér um bolla af morgunkaffi eða tei. Eiturlyfín stödva viðvörunarkerfí líkamans Eiturlyf eru aðallega notuð til að draga úr sársaukanum við mjög erfiðar líkamsæfingar. Þessi efni, sem innihalda morf- ín og skyld lyf, t.d. ketogan, eru mjög útbreidd meðal lyftinga- manna og vöðvaræktenda, svo að þeir geti lagt afar hart af sér. Eit- urlyfin eru einnig notuð, þegar íþróttakeppendur taka þátt í keppni þrátt fyrir sársaukafull meiðsli, t.d. slit í lærvöðva. En með notkun þessara efna er heilsan sett að veði, bæði vegna hættu á að menn verði háðir lyfj- unum og svo með því, að alltof mikið er lagt á líkamann, þegar sársaukinn hverfur, en hann er hættumerki, aðvörun um að vöðvaskemmdir séu yfirvofandi. Bogmenn auka öryggið með blóðþrýstingslyfjum Við síðustu endurskoðun listans yfir bönnuð efni, voru hinir svo- nefndu beta-blokkarar teknir inn á hann. Þeir eru í hópi mest seldu lyfja í heiminum, en yfirleitt eru kaupendurnir á öðrum aldri en þeir, sem fremstir standa í íþrótt- um. Þeir eru notaðir gegn of háum blóðþrýstingi. Eigi að síður hafa beta-blokk- arar nú laumað sér inn í íþrótta- heiminn. Ástæður þess koma of háum blóðþrýstingi ekkert við, heldur kemur þetta til af því, að beta-blokkararnir draga úr ein- kennum taugaóstyrks, svo sem handatitringi og hjartslætti. Þetta hafa bogaskyttur, skíðastökkvar- ar, listhlauparar á skautum og skammbyssuskyttur notað sér í ríkum mæli til að öðlast falska öryggiskennd. Þess vegna eru beta-blokkarar líka notaðir víðar en í íþróttaheiminum til að svæfa prófskrekk og sviðsskjálfta. Beta-blokkarar draga nafn sitt af því, að þeir einangra beta- móttakarana á yfirborði líkams- frumanna. Beta-móttakararnir eru þau yfirborðsmólekúl, sem baráttuhormóninn adrenalin stjórnast af og einnig noradrena- lin, sem er skylt efni, og stjórnar taugaboðum. Þess vegna draga beta-blokkarar úr örvunaráhrif- urn adrenalíns og noradrenalíns svo að íþróttaiðkandinn verður rólegur. Séu beta-blokkarar teknir í réttum skömmtum, eru þeir ekki hættulegir, en fullkomin íþrótta- afrek felast að stórum hluta í því að hafa stjórn á sjálfum sér og meta allar aðstæður rétt. Það er ástæðan til þess, að beta-blokkar- arnir eru nú komnir á svarta listann. Bannið gildir einnig gagnvart fólki með of háan blóð- þrýsting. Það verður því að leita sér annarra lyfja. Vökvalosandi lyf eru líka ný á dóplistanum. Þessi efni losa vatn úr líkamanum svo að hann léttist. Læknar nota vökvaeyðandi pillur á sama hátt og beta-blokkara til varnar of háum blóðþrýstingi, en í íþróttaheiminum eru þær notaðar til að draga úr þyngd. Lyftingamönnum, hnefaleika- mönnum, glímumönnum og júdókeppendunt er raðað í þyngdarflokka, og vökvaeyðandi töflur eru notaðar til að koma þyngdinni niður. Þá getur kepp- andinn kannski kornist rétt niður fyrir þungamörkin og í lægri þungaflokk, þegar hann er tekinn á vogina rétt fyrir keppni. Þannig getur hann komist í betri stöðu en þeir, sem við hann keppa. Það nýjasta er að taka vökva- eyðandi lyf til að leyna öðrum lyfjatökum. Mikið magn af þvagi þynnir út leifar af t.d. anabólisk- um stereóídum, svo að erfiðara verður að uppgötva þá, þegar að lyfjaprófi kemur. Vöðvaræktarmenn nota vökvaeyðandi lyf rétt fyrir keppni til að gera vöðvana ennþá meira áberandi. Efnin þurrka vökva úr húðinni, svo að hún strengist áberandi utan yfir vöðv- unum, sem dómararnir eiga að dæma. Fyrir nokkrum árunt lést 17 ára gömul vöðvaræktarstúlka í Dan- mörku eftir að hafa tekið allt of stóra skammta af vökvaleysandi lyfjum. Mikið vökvatap leiðir til lífshættulegra truflana á hringrás vökva unt líkamann. Til að mæta sívaxandi hug- ntyndaauðgi dópara hefur lyfja- eftirlitið nú tekið í notkun mjög fullkominn útbúnað. Með dýrum tækjabúnaði er hægt að greina öll efni á bannlistanum Á síðustu árum hefur verið fram- leiddur allflókinn en mjög nákvæmur tækjabúnaður, sem getur á skammri stund greint öll þau efni, sem á bannlistanum eru með rannsókn á þvagprufum. Tækjabúnaður þessi var fyrst notaður á Ólympíuleikunum í Los Angeles fyrir fjórum árum og í endurbættri útgáfu á.Vetrar- ólympíuleikunum í Calgary síð- astliðinn vetur. Tæki þessi eru svo nákvæm, að í einum millilítra þvags geta þau fundið þessi efni, jafnvel þó magnið sé einhvers staðar á milli þess að vera einn milljónasti og einn milljarðasti hluti úr grammi. Það verður að kallast ótrúleg nákvæmni, en búnaðurinn kostar líka sitt. Verðið er nálægt tuttugu milljón- um króna. GetnaðarvarnapiIIur og astmaúði eru leyfíleg efni Enda þótt inntaka karlkynshorm- óna sé stranglega bönnuð, þá leyfist konum að iðka íþróttir og taka getnaðarvarnapillur á sama tíma. Getnaðarvarnapillur inni- halda kvenkynshormónana östrogen og progesteron, en hafa alls engin dópunaráhrif. En margar konur, sem taka þátt í íþróttakeppni, nota getnaðar- varnapillurnar til að stýra tíðum þannig, að þær fái ekki blæðingar á þeim tíma, sem þýðingarmikil keppni stendur yfir. Annað læknislyf, sem mikið er notað, er astmaúði. Það er gagn- legt fyrir íþróttafólk, sem þjáist af astma, því að úðinn hann opn- ar loftpípurnar. Sé úðinn notaður samhliða sérstakri astma-upphit- un, getur íþróttaiðkandinn Morfín er notað, þegar vöðvar hafa verið ofþjakaðir. Vöðvaræktarfólk og lyftingamenn taka morfín til að deyfa sársaukann frá vöðvunum, svo að hægt sé að halda æfingum áfram. Vökvalosandi lyf minnka þyngdina. Lyftingamenn, hnefaleikarar og glímumenn nota þau til að komast í lægri þyngdarflokka fyrir keppni. stundað íþróttir eins og hver annar, jafnvel þótt hann hafi astma á háu stigi. Orsök þess, að augu manna hafa beinst að astma-efnunum, er sú, að hin virku efni eru mjög í ætt við baráttuhormóninn adrenalín, og séu þau tekin í töfluformi eða þeim sprautað í líkamann, hafa þau mjög örvandi áhrif. Notkun þeirra þannig, er því bönnuð, en sem úði hafa astmalyfin aðeins áhrif á lungun. Blóðdópun er bönnuð, en verður ekki sönnuð Blóðdópun gerist þannig, að sex vikum fyrir þýðingarmikla keppni, er eitthvert tiltf'V'ð-'K af blóði.t.d. einn Utn, tekið ur líkama íþróttamannsins. Blóðið er geymt djúpfryst, en á næstu vikum myndast nýjar blóð- frumur í líkama mannsins, í stað þeirra sem teknar voru, alveg á sama hátt og gerist eftir venju- lega blóðgjöf. Munurinn er bara sá, að rétt áður en kemur að keppni, er blóðið, sem geynit var í frosti, tekið og þítt upp og því síðan dælt aftur í líkama íþróttamanns- ins. Þá er hann kominn með aukaskammt af þýðingarmiklum rauðum blóðkornum, sem flytja súrefni út í vöðvana, sem mikið reynir á. Bandarísku hjólreiðamennirn- ir á Olympíuleikunum í Los Angeles 1984 viöurkenndu opin- berlega, aö þeir væru blóðdópað- ir, og dópunin hefur án efa átt sinn þátt í góöum árangri þeirra á leikunum. Á síðustu Vetrarleik- um voru rnargir Rússanna sakað- ir um blóðdópun. Rússnesku langhlaupararnir náðu mjög góð- um árangri í keppni fyrst eftir að leikarnir hófust, en síðan hallaði undan fæti fyrir þeini og endan- leg útkoma varð langt frá efstu sætunum. Þetta kemur til af því, að blóð- dópun hefur aðeins áhrif í fáeina daga. Líkaminn er fljótur að taka til sinna ráða og framleiðir minna af rauðum blóðkornum, þegar hann finnur að nóg er fyrir af þeim. Þannig kemur hann jafn- vægi á að nýju, blóðmagnið verð- ur eðlilegt. Þess vegna hafði meint blóðdópun Rússanna að- eins áhrif fyrstu daga leikanna. Blóðdópun er bönnuð, en það er erfitt að fylgjast með því, hvort hún á sér stað. Vegna þess aö það er eigin blóð viðkomandi manns, sent dælt er í líkamann aftur, er ekki um nein efnasam- bönd að ræða, sem komið geta upp um blóðdópunina. Það eina, sem kannski er hægt að finna, er lítið sár eftir nálarstungu við oln- bogann, en það nægir ekki til að slá því föstu, að um dópun sé að ræða. Það er t.d. ekki hægt að banna neinum að láta taka af sér blóðprufu. Margir eru líka þeirrar skoðunar, að blóðdópun sé ekki jafn fordæmanleg og önnur dópun. Sama hugmynd og liggur að baki blóðdópun er líka ástæð- an fyrir því að íþróttamenn stunda æfingar í mikilli hæð yfir sjávarmáli áður en keppni fer fram, til dæmis í æfingabúðum í 2000 metra hæð í Mexíkó. Vegna þess, að í þunnu loftinu er minna súrefnisinnihald, bregst líkaminn þannig við, að hann framleiðir meira magn rauðra blóðkorna en ella. Síðan fer keppnin sjálf fram í minni hæð og þá býr íþróttamaðurinn að því að hafa myndað aukamagn af blóði á meðan hann var við æfingar á stað, sem liggur hærra, og nýtir því súrefnið betur en keppinaut- arnir. Það gerist nákvæmlega það sama og við blóðdópun, en þó að blóðdópun sé bönnuð, þá eru æfingar á stöðum, sem hátt liggja ekki bannaðar - og eru mikið stundaðar. (111 Videnskab 8/88. - Þ.J.)

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.