Dagur


Dagur - 28.01.1989, Qupperneq 20

Dagur - 28.01.1989, Qupperneq 20
Akureyri, laugardagur 28. janúar 1989 Rafgeymar í bílinn, bátinn, vinnuvélinax Viðhaldsfríir Veljiö rétt merki ' þÓRSHAMAR HF. Við Tryggvabraut ■ Akureyri • Sími 22700 Verð á áfengi og tóbaki: Heimild til hækkunar í höndum fiármálaráðherra Forstjóri ÁTVR sagði í gær að engin ákvörðun hafl verið tek- in um hækkun á áfengi og tóbaki en fyrir þinghlé á Alþingi var samþykkt laga- breyting sem heimilar fjármála- ráðherra að hækka verð á þessum vörum þrátt fyrir verð- stöðvun. Höskuldur Jónsson kannaðist ekki við að í útsölum ÁTVR sé beðið eftir hækkun og því ekki pantað inn þegar vissar tegundir seljast upp. Hann sagðist að vísu kannast við að vissir tímabundnir erfiðleikar. hafi átt sér stað við framleiðslu á íslensku brennivíni sem kunni að hafa orsakað að tegundin seldist upp um tíma en það ætti ekkert skylt við hugsan- lega hækkun á áfengi og tóbaki. „Við erum með 600 vörunúm- er á okkar verðlista og ekkert óeðlilegt að einhvern tímann komi að því að eitthvað af þessu úrvali vanti tímabundið. Ekki þarf annað að koma til en töf verði á skipi eða eitthvað þess háttar. En ákvörðun um áfeng- isverð er algerlega í höndum fjármálaráðuneytis og ráðherra hefur fengið heimild til að víkja frá verðstöðvunarlögum og breyta verði,“ sagði Höskuldur. JÓH Mývatnssveit: Þrír brunar á hálfum mánuði „Þetta er mjög óvenjulegt, vægast sagt,“ sagði Sverrir Karlsson slökkviliðsstjóri í Mývatnssveit er Dagur spurð- ist fyrir um brunana þar. Á hálfum mánuði hafa orðið þrír brunar í sveitinni. Sá fyrsti varð 11. jan. er kviknaði í vöruilutningabifreið og síðan urðu tveir brunar í skemmum, við Kröflu og Arnarvatn, 25. jan. „Annars bitnuðu seinni brun- arnir ekki svo mjög á slökkvilið- inu, og um brunann á Arnarvatni vissum við ekki fyrr en daginn eftir,“ sagði Sverrir. Svo vill ti! að Hringur, slysavamardeild kvenna í Mývatnssveit, er nýbúin að dreifa límmiðum á síma, þar má lesa heimasímanúmer slökkvi- liðsstjóranna tveggja í sveitinni, Sverris og Þorbergs Ásvaldsson- ar. Slíkur límmiði var settur á símann á Arnarvatni daginn áður en eldur varð laus í skemmunni. Þegar eldurinn uppgötvaðist var reynt að kalla á slökkviliðið til aðstoðar og hringt í bæði númer- in, en þar sem enginn var heima en tvö smáútköll í fyrra var gefist upp við að ná í slökkvi- lið, enda réðu heimamenn niður- lögum eldsins með aðstoð ná- granna. Þess má geta að slökkviliðs- stjórarnir vinna báðir við Kísil- iðjuna og reynandi er að hringja þangað, ef ekki er svarað í heima- númerum þeirra. Aðspurður um útköll slökkvi- liðsins í fyrra sagði Sverrir að þau hefðu verið tvö en um „smotterí“ að ræða í bæði skiptin. Sverrir sagði að slökkviliðið hefði þokkalegan tækjabúnað. Einn vatnsbíll með dælu væri til staðar og væri hann heldur hægfara og því tæki heidur langan tíma að komast yfir í hinn enda sveitar- innar. Þar gæti verið gott að koma fyrir nokkrum dufttækjum, það hefði sýnt sig í brununum að undanförnu hvað þau gætu gert mikið gagn. IM Það er betra að halda sig bara innandyra í þessu veðri. Mynd: tlv Undarlegt af bæjarstjórninni að taka neikvæða afstöðu 44 segir Gunnar Hilmarsson um þá ákvörðun bæjarstjórnar Sigluíjarðar að vilja framselja skuldabréf Atvinnutryggingarsjóðs til ríkisins skuldabréf frá Atvinnutrygg- gagnvart Ríkisábyrgðasjóði ingarsjóði til greiðslu á skuld- Islands. Svar hefur ekki borist bindingum bæjarfélagsins frá ráðuneytinu við þessu Bæjarstjórn Siglufjarðar hefur sent fjármálaráðuneytinu beiðni þess efnis að það taki Skagfirðingabúð KS: Omar ráðinn vöruhússtjóri Búið er að ráða vöruhússtjóra við Skagfiröingabúð Kaupfé- lags Skagfiröinga á Sauðár- króki og mun Ómar Bragi Stefánsson taka við stöðu Magnúsar Sigurjónssonar. AIIs Togarinn Skagfirðingur: Fékk hæsta meðalverð í Þýskalandi til þessa - seldi 84 tonn fyrir 9,2 milljónir Togarinn Skagfirðingur, hinn nýji togari þeirra Sauðkræk- inga fékk hæsta meðalverð í krónum talið sem íslenskt fiskiskip hefur fengið fyrir fisk á markaði í Vestur Þýskalandi. Skagfirðingur seldi 84 tonn í Bremerhaven í gærmorgun, fyrir 9.2 milljónir króna. Meðalverðið var því tæpar 110 krónur fyrir kg en 6 tonn af aflanum voru ónýt, þar sem sjór hafði komist í lest skipsins í óveðri. Meðalverð á óskemmdum fiski var því 118 krónur fyrir kg. Stærstur hluti aflans var karfi og fékkst rösklega 121 króna fyrir kg af honum og til samanburðar má geta þess að það verð er um helmingi hærra en fékkst að með- altali fyrir karfa á markaði í Þýskalandi á síðasta ári. -KK sóttu 8 manns um stöðuna. Ómar mun að öllum líkindum taka til starfa í maí nk. Þá hef- ur verið ákveðið að frá og með 4. febrúar nk. mun Skagfirð- ingabúð verða opin á laugardög- um frá kl. 10-14. Ómar Bragi ætti ekki að vera Sauðárkróksbúum ókunnugur, því hann er þar fæddur og uppal- inn. Ómar útskrifaðist sem íþróttakennari frá íþrótta- kennaraskóla íslands 1978 og eft- ir það kenndi hann íþróttir á Sauðárkróki til 1981. Þá fór hann til náms í Noregi, nánar tiltekið í auglýsinga- og útstillingaskóla í Osló og útskrifaðist þaðan 1984. Þá flutti hann sig um set til Sví- þjóðar þar sem hann vann hjá IKEA í eitt ár. Er til íslands kom 1985 fór Ómar að vinna hjá IKEA sem útstillingastjóri og hefur gegnt því starfi hingað til og mun gegna því þar til hann tekur við stöðu vöruhússtjóra í vor. -bjb erindi en Gunnar Hilmarsson, formaður stjórnar Atvinnu- tryggingarsjóðs, telur langsótt af bæjarstjórninni að ætlast til þess að ríkið taki við bréfum sjóðsins. ísak Ólafsson, bæjarstjóri Siglufjarðar, sagði að tvö fyrir- tæki, Siglfirðingur og Þormóður rammi, hafi sent bæjarstjórn erindi um uppgjör á viðskipta- skuldum þessara fyrirtækja með skuldabréfum til 6 ára frá Atvinnutryggingarsjóði. „Við sendum fjármálaráðuneytinu erindi í lok nóvember. Svar hefur ekki borist en mér er sagt að nú sé farið að spá í þetta í alvöru. Við hefðum helst viljað geta not- að þessa pappíra þegar við förum út í skuldbreytingar við fyrirtæk- in,“ sagði ísak. Skuldbindingar Siglufjarðarbæjar eru m.a. vegna erlendra lána Rafveitu Siglu- fjarðar sem Ríkisábyrgðarsjóður er í ábyrgð fyrir. „Þeir verða auðvitað að geta notað bréfin,“ sagði Gunnar, „en þeir verða líka að átta sig á 'að bæjarfélagið er að fá greidda skuld, þar af eru 30% greidd í peningum en 70% með bréfum. Það koma örugglega tækifæri síð- ar á árinu og á næsta ári til að koma bréfunum í verð. Auk þess eru þetta arðbær bréf sem þeir gætu hugsanlega fengið lán út á. Mér finnst það dálítið undarleg afstaða af sveitarfélagi sem á allt sitt undir velgengni útflutningsat- vinnuvega að taka neikvæða af- stöðu í þessu máli.“ Gunnar Hilmarsson sagði enn- fremur að hann hefði ekki áður heyrt um neitt dæmi þess að sveitarfélag vildi framselja skuldabréf sjóðsins til ríkisins, en skýringin væri hugsanlega sú að Þormóður rammi væri að meiri- hluta í eign Ríkissjóðs íslands. EHB Kalt um helgina Fremur kalt verður í veðri um helgina, að sögn Markúsar Ein- arssonar veðurfræðings. Síðari hluta laugardags er spáð nokk- urri snjókomu á Norðurlandi og austlægri átt. Aðfaranótt sunnu- dags og á sunnudag er gert ráð fyrir vestanátt og éljagangi. Veð- ur fer kólnandi fram á sunnudag. EHB

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.