Dagur - 31.01.1989, Blaðsíða 14

Dagur - 31.01.1989, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - 31. janúar 1989 A nýju a eru áramótin lukkulega afstaðin með tilheyrandi ljósa- gangi og hvellum, hamingjuósk- um og þökkum. Ekki átti skrifari þess kost að fagna nýju ári í Kaupmannahöfn, því hann dreif sig alla leið til Lundar í Svíþjóð og fagnaði nýja árinu þar. Svíar eru ansi duglegir að skjóta upp flugeldum, en daufir við spreng- ingar og ekkert kom ártalið upp, enda engin Vaðlaheiði á skánska flatanum treKm un i uanmorKu. Nýja árið hófst með ýmiss kon- ar afmælum. Þriðja dag ársins var þríheilagt í þeim efnum. Fyrst og yngst var litla mágkona skrifara, sigld manneskjan, sem átti afmæli norður í Gautaborg, sem Svíar kalla „Jöteborj" með ætt- jarðarglampa í augnkrókunum. Eldri varð þennan dag danski háðfuglinn Viktor Borge, sem varð áttræður. Hann er fæddur í ári Kaupmannahöfn, af tónlistar- fólki kominn og af gyðingaættum. Ungur var hann settur í píanó- nám, en þegar einleikarabrautin reyndist þyrnum stráð sneri hann sér að skemmtileikum og spaugi. Við hernámið, vorið 1940, flýði hann til Svíþjóðar og þaðan til Ameríku þar sem hann stóð uppi í sjálfri stórborginni New York vinafár, mállaus og peningalaus. En enn gerast ævintýr og Viktor Borge kom, sá og sigraði. Hann lærði sína ensku, tók að skemmta og hefur nú um áratugaskeið ver- ið einn dýrasti og eftirsóttasti skemmtikraftur vestan hafs sem austan. Danska sjónvarpið gerði honum góð skil, bæði ævi hans og starfi og sýndi auk þess langan þátt frá einni af fjölmörgum skemmtunum hans. Skrifari minnist ekki að hafa hlegið jafn dátt um langt skeið. Víst er, að SKIUÐ SKATTFRAMTALI ÍTÆKATÍÐ Skattframtali 1989 vegna tekna 1988 og eigna í árslok á að skila í síðasta lagi 10. febmar. Fylgiblöð með skattframtali liggja frammi hjá skattstjórum sem jafnframt veita frekari upplýsingar ef óskað er. Mikilvægt er að framteljendur varðveiti launaseðla áfram eftir að skattframtali hefur verið skilað. Launaseðlar eiga að sanna, ef á _ þarf að halda að staðgreiðsla hafi verið dregin af launum rtiKjSi SIÐASTISKILADAGUR SKATTFRAMTALS ER ÍO.FEBRÚAR. RSI< RÍKISSKATTSTJÓRI bh skrifar frá Kaupmannahöfn Viktor Borge er Dönum góður sendiherra. Langelstur afmælisbarna þessa dags var sjálfur Berlingur, Berl- inske Tidende, sem átti 240 ára afmæli. Þetta merka blað mun vera elsta dagblað á Norðurlönd- um og e.t.v. þótt víðar væri leit- að. Berlingur gaf út afmælisblað, ekki mjög stórt, þeir ætla greini- lega að gera sér meiri dagamun í þeim efnum eftir 10 ár, þegar Berlingur verður 250 ára. Þar er stiklað á stóru í langri og merkri, en oft erfiðri sögu blaðsins. Nú verður skrifari að játa, að hann kaupir ekki Berling heldur Poli- tiken og skrifast það á reikning framsóknarmanns, sem hann hitti í Tívolí og sagði honum, að tvö blöð væru merkust á Norður- löndum, Dagur og Politiken. Politiken er að vísu ríflegri í roð- <nu en Dagur og kemur auk þess út alla daga vikunnar, kom þó af einhverjum ástæðum ekki út á jóladag. Pví heldur skrifari þessi tvö blöð sér til andlegrar upplýs- ingar. Pað skal þó tekið fram, að íslands er afar sjaldan getið í Politiken, eins og öðrum dönsk- um blöðum, einna helst ef menn gera sér dagamun fyrir sunnan og kaupa brennivín. Þó stelst skrif- ari til að kaupa Berling á sunnu- dögum, því hann birtir nákvæm- ari úrslit í þriðju deildinni en Politiken, sem heldur víst með Liverpool, Tottenham eða bara Aston Villa. Sfðastliðinn sunnu- dag var Berlingur með drýgsta móti, 148 blaðsíður í stóru broti, lesmálið á lengd við meðalástar- sögu. Skömmu eftir þessa þreföldu hátíð bættist svo Tinni hinn belg- íski í hóp afmælisbarnanna, en hann varð sextugur. Ekki er nú reyndar svo að sjá á stráklingnum síunga, sem með tryggum föru- nauti sínum hundinum Tobba leysir hvern vandann á fætur öðr- um og sleppur óskaddaður úr hverri raun. Ekki skemma föru- nautar hans, þeir Kolbeinn kaft- einn, prófessor Vandráður og leynilögreglusnillingarnir Skafti og Skapti með péi eins og í Skaftafellssýsla. Mörg börn hefur Tinni glatt um dagana og mun gera um sinn, þótt Herge, höfundur hans sé nú látinn fyrir nokkru. Og næsta víst er, að Tinni er eina teiknimyndapersón- an í víðri veröld, sem hefur haft viðkomu á Akureyri í ævintýrum sínum (Dularfulla stjaman bls. 28). Enn eru ókomin afmæli. í apríl eru liðin 100 ár frá fæðingu tveggja manna, sem settu svip sinn á öldina, þótt með ólíkum hætti væri. Hinn fyrri er gaman- leikarinn og snillingurinn Charles Chaplin, sem glatt hefur kvik- myndahúsagesti í áratugi með sprelli og spaugilegum leik sínum, sem þó kitlaði ekki bara hláturtaugarnar. Næmur mann- skilningur hans gerði ævintýrið um litla betlarann ög blindu blómasölustúlkuna að sígildu meistaraverki. Hinum vilja víst flestir gleyma og óska að hann hefði aldrei fæðst. Sá var Adolf Hitler, en í haust er liðin hálf öld síðan síðari heimsstyrjöldin hófst. Þá eru á þessu ári 75 ár frá upphafi fyrri heimsstyrjaldarinn- ar, en það er nú annar handlegg- ur, myndi Svejk hafa sagt. Þá verður væntanlega kátt í Frakklandi í júlí, þegar Frakkar - og reyndar miklu fleiri - minn- ast 200 ára afmælis frönsku bylt- ingarinnar, en það er önnur saga. Þá vill skrifari láta þess getið, ef það er ívari og skíðaráðsmönn- um einhver raunabót, að það er heldur enginn snjór í Danmörku, jafnvel ekki grátt í efstu brúnum. bh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.