Dagur - 31.01.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 31.01.1989, Blaðsíða 1
72. árgangur Akureyri, þriðjudagur 31. janúar 1989 21. tölublað Bæjarstjórn Akureyrar: Fyrri iimræða um fhrni- vörp að fjárhagsáætlun - rekstrargjöld 938 milljónir kr. Fyrri umræða um frumvörp að fjárhagsáætlun fyrir Bæjarsjóð Akureyrar, Hafnarsjóð og sjóði veitustofnana fer fram á fundi Bæjarstjórnar Akureyr- ar í dag. Niðurstöðutölur á rekstraráætlun eru liðlega 1,1 milljarður króna, 154,6 millj- ónir eru færðar á eignabreyt- ingar en niðurstöðutölur á áætlun um eignabreytingar eru kr. 334,9 milljónir. Ekki er gert ráð fyrir neinni aukningu á útistandandi bæjargjöldum á þessu ári, framlag til nýbygg- inga er óskipt upp á 192,3 millj- ónir króna, afborganir af er- lendum lánum nema 133,6 millj- ónum króna. holræsa 55,9 millj., yfirstjórnar bæjarins 52,8 millj., hreinlætis- mála 45,3 millj., heilbrigðismála 49 millj., menningarmála 44 millj., fþrótta- og æskulýðsmála 38,7 millj., fjármagnskostnaður 32,9 millj., eldvarnir og örygg- ismál 31,3 milljónir. Gjaldaliðir samtals liðlega 938 milljónir kr. Hvað gjaldfærðan stofnkostn- að snertir rennur mest til félags- mála og almannatrygginga, 20,5 milljónir, fræðslumála 8,1 millj., umhverfismála 6,4 millj., íþrótta- og æskulýðsmála 4,9 millj., gatna og holræsa 14,3 millj. og til fast- eigna 6 milljónir kr. 154,6 millj- ónir voru færðar á eignabreyting- ar. EHB Ferðalangar lentu i miklum erfiðleikum um helgina vegna fannfergis. Her sjast Norðurleiðarútan og áætlunarbíll frá Sérleyfisferðum Akureyrar með nemendur úr VMA strand í Staðarskála í Hrútafirði. VMA-krakkarnir komust að lokum til Reykjavíkur á föstudagskvöldið eftir rúmlega 14 tíma ferð. Mynd: ap Útsala Útsala S\ im HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Rekstrargjöld Bæjarsjóðs eru áætluð rúmar 938 milljónir á yfir- standandi ári, rekstrartekjur kr. 1.157.503.000,- og áætlun um innborganir vegna eignabreyt- inga kr. 334.9 milljónir. Gjald- færður stofnkostnaður er upp á 64.9 milljónir. Tekjur bæjarins af útsvörum verða samkv. áætluninni kr. 648 milljónir. Þar af eru aðstöðugjöld 184 millj., fasteignaskattar 198 millj., framlag úr Jöfnunarsjóði 56.3 millj., aðrir skattar og tekjur 3.3 millj., tekjur af fasteignum 37,4 millj., vaxtatekjur 18,8 millj. og ýmsar tekjur upp á 11 milljónir króna. Stærstu gjaldaliðir rekstrar- áætlunar eru til félagsmála og almannatrygginga 307,7 milljón- ir, fræðslumála 139,8 millj., umhverfismála 58 millj., gatna og Niðursuðuverksmiðjan Hik sf. á Húsavík hefur sagt upp öllu starfsfólki: „Vara okkar selst ekki lengur vegna hvalveiðisteftau íslendmga“ - segir Helgi Helgason framkvæmdastjóri fyrirtækið situr uppi með birgðir fyrir um 40-50 milljónir Niðursuðufyrirtækið Hik sf. á Húsavík hefur sagt upp öllu starfsfólki sínu og að sögn Helga Helgasonar fram- kvæmdastjóra er ekkert annað fyrir þá að gera en að Ioka fyrirtækinu. „Hvalastefna Islendinga hefur orðið til þess að við getum ekki selt okkar vöru lengur. Við sitjum uppi með birgðir fyrir um 40-50 milljónir króna og stöndum ekki undir því Iengur,“ sagði Helgi. „Hér hafa starfað í kringum 15 manns og hugmyndin var að reyna að bæta við fólki. En það er ljóst að við þurfum að borga góðan skerf af þessu hvalastríði Islendinga og það hefur enginn boðist til þess að borga þetta með Skíðasvæðin á Norðurlandi voru opnuð um helgina: Fólk llvkktist í brekkumar t/ , , p. .. Helstu skíðasvæði á Norður- landi voru opnuð almenningi í fyrsta skipti í vetur um síðustu helgi. Nú er mánuður Iiðinn af nýju ári og telst þetta harla enn tvær vikur í opnun á Siglufirði óvenjulegt en ástæðan er sú sama alls staðar; snjóleysi. Á Akureyri var margt um manninn í Hlíðarfjalli á laugar- daginn, var ágætis veður í Fjall- Snjórinn hrelldi ökumenn en kætti skíðamenn um helgina. Mynd: TLV inu og góður nýfallinn snjór. Á sunnodaginn var hins vegar skafrenningur og heldur færra fólk, aðallega var þar um að ræða íþróttafólk sem væntanlega gríp- ur nú langþráð tækifæri til æf- inga. í Ólafsfirði var lyfta í fjallinu ofan við bæinn opnuð í fyrsta skipti um helgina, þar var einnig gott veður og margt fólk á skíðum. Barnalyftan á Gullatúni var sömuleiðis opin auk þess sem fjöldi fólks var úti á gönguskíð- um. Fyrr í vetur fór hópur barna frá Ólafsfirði til skíðaæfinga í Noregi, en þegar heim kom var enginn snjór að æfa sig í fyrr en nú. Fyrir rúmri viku gerði skíða- deildin á Húsavík tilraun til að koma sér upp æfingasvæði og settu þeir upp vísi að lyftu á litlu svæði í fjallinu ofan við bæinn, en á laugardag var ein lyfta af þrem- ur sett af stað í fyrsta sinn í vetur fyrir almenning. Aðsókn var góð og kunnu börnin sérstaklega vel að meta það að komast loksins á skíði. í>ó enn sé ekki nægur snjór á aðalskíðasvæðinu, virðist snjó- magn í nágrenninu vera mikið þótt snjóinn hafi ekki fest nema í lautum og gilum. Báðar lyfturnar á Dalvík voru opnaðar um helgina þó aðeins hafi verið opnað fyrir aðra skíða- brekkuna, en vonast er til að hin verði tilbúin um næstu helgi. Á annað hundrað manns tóku opn- uninni fegins hendi, sérstaklega þó börnin. Á Dalvík muna menn ekki annað eins snjóleysi og hef- ur skíðaíþróttafólk eingöngu get- að æft þrek til þessa. Á Siglufirði eru nú unnin síð- ustu handtökin við að setja upp tvær nýjar lyftur í Skarðsdal og vona bjartsýnustu menn, að því verki ljúki eftir um það bil tvær vikur. Þar hefur hins vegar verið nægur snjór og hefði því ekki strandað á honum ef lyftur væru til staðar. VG okkur. Þó að sjávarútvegsráð- herra hafi talað um að það væri auðvelt að selja alla þessa vöru, hefur það ekki verið í okkar til- felli. Það er búið að berjast við aðra markaði síðustu mánuði en ekkert gengiðT Við lentum allra fyrirtækja verst í þessu, því við sitjum uppi með lang mestar birgðir. Við seldum okkar vöru eingöngu til Tangelmann í Þýskalandi þegar fyrirtækið hætti viðskiptum við íslendinga. Og þó að margir hafi sagt að það skipti ekki máli og að við gætum selt okkar vöru á öðr- um mörkuðum, hefur annað komið á daginn,“ sagði Helgi. Að sögn Helga hafði fyrirtækið náð samningum við Aldi í Þýskalandi um sölu á niðurlagðri rækju fyrir skömmu en fáum dög- um síðar hætti Aldi fyrirtækið öllum viðskiptum við íslendinga og þar fór sá samningur fyrir lítið. „Við sem að þessu fyrirtæki stöndum, höfum lagt allt okkar undir og treystum á þessa samn- inga sem voru í gangi. En eins og staðan er í dag og ef allt fer á versta veg, stöndum við uppi eignalausir og allslausir," sagði Helgi ennfremur. Hik sf. hefur verið starfrækt síðan vorið 1986 og á árinu 1987 skilaði fyrirtækið hagnaði. Útlitið í upphafi síðasta árs var einnig nokkuð bjart eða þangað til að viðskiptaaðilar úti í heimi hættu viðskiptum við íslenska lagmetis- framleiðendur vegna hvalveiða íslendinga. -KK

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.