Dagur - 31.01.1989, Blaðsíða 15

Dagur - 31.01.1989, Blaðsíða 15
31. janúar 1989 - DAGUR - 15 Neikvæður áróður um ís- lenskar peningastofiuanir - Fréttatilkynning frá Sambandi íslenskra viðskiptabanka „Samband íslenskra viðskipta- banka telur nauðsynlegt að koma á framfæri nokkrum athugasemd- um vegna þess neikvæða áróðurs, sem rekinn er gegn islenskum peningastofnunum um þessar mundir. Reynt er að gera rekstur þessara stofnana sem tortryggi- legastan í augum almennings. Pótt sagan geymi orð og gjörðir slíkra áróðursmanna er engu að síður nauðsynlegt að minna stjórnvöld og almenning á nokk- ur atriði er snerta þróun þessara mála á undanförnum misserum. Tímabil óðaverðbólgu, mið- stýrðra vaxtaákvarðana og nei- kvæðra raunvaxta á sparifé á síð- asta áratug, ætti að vera öllum landsmönnum í fersku minni, a.m.k. þeirra er urðu fyrir þeirri bitru reynslu að sjá sparifé sitt brenna upp á verðbólgubáli. Verðtryggingarsamanburður á svokölluðum sérkjarareikning- um, sem bankar bjóða í dag, tryggir sem betur fer jákvæða raunvexti. Nú mun um helmingur af sparifé vera bundið á slíkum reikningum. Jafnframt verður að tryggja ávöxtun almennra inn- stæðna. Þessi viðleitni til verð- tryggingar á sparifé hlýtur að endurspeglast í þeim vöxtum sem ákveðnir eru á útlánum á hverj- um tíma. Þess ber þó að geta, eins og sést á meðfylgjandi línu- riti, að bankarnir hafa ekki elt toppa í vísitölubreytingum, hvorki upp eða niður. En það eru einmitt helstu rök áróðursmeist- ara nú, að þessi munur innláns- og útlánsvaxta sé of mikill og að bankarnir séu tregir að lækka en fljótir til að hækka. íslenskt bankakerfi sé það dýrasta í heimi, ásamt því að íslenskir bankar séu verst reknu fyrirtæki í landinu. Bankastarfsemi er þjónustu- grein og sem slík ein af horn- steinum hvers þjóðfélags. Til- gangur hennar er að miðla fjár- magni frá þeim sem spara, til bæði fyrirtækja og einstaklinga sem standa í fjárfestingum og rekstri, og auk þess að veita fjöl- breytta fjármála- og greiðslu- þjónustu í nútíma samfélagi. Það er hins vegar staðreynd sem ekki verður horft framhjá að í fámennu og strjálbýlu landi, eins og ísland er, verður öll þjónustu- starfsemi vafalaust dýrari en hjá stórþjóðum. Þetta á við um bankastarfsemi eins og aðra þjónustustarfsemi. Bönkum ber þó eins og öðrum fyrirtækjum að sinna hlutverki sínu með sem hagkvæmustum hætti. í þeirri hoiskeflu árása á bankakerfið, sem nú dynur yfir, ber að varast að draga of einhliðar ályktanir af samanburði við önnur lönd. í könnun sem Samband íslenskra viðskiptabanka lét gera og byggði á athugunum OECD á vaxtamun og kostnaði í bönkum aðildar- landa, kom í ljós að vaxtamunur hér á landi var alls ekki frábrugð- inn því sem hann var t.d. á Norðurlöndum. Vert er þó að benda á að stór hluti af þessari skýrslu OECD frá 1980, sem síð- ar var endurútgefin 1985 með áorðnum breytingum, fer í að skýra hvers vegna samanburður á vaxtamun og kostnaði sé var- hugaverður milli landa og að megintilgangur skýrslunnar sé að sýna þróun í hverju landi fyrir sig. Það þjónar ákaflega vel hags- munum þeirra er ráðast á banka- kerfi, bæði hér á landi og erlend- is, þar sem svipuðu moldviðri hefur verið þyrlað upp (t.d. í Noregi) að gleyma að geta þess- ara fyrirvara sérfræðinga OECD. Eitt af þeim atriðum, sem nefnt er í umræddri skýrslu, snertir íslenskt bankakerfi sér- staklega, en bent er á að umfang og verðlagning greiðslumiðlunar s.s. gíró og tékkaviðskipta sé mjög mismunandi milli landa og geti þar af leiðandi haft áhrif á samanburð á vaxtamun, þóknun- artekjum og kostnaði, þegar mælt er sem hlutfall af niður- stöðutölum efnahagsreiknings. Það er staðreynd að íslenskar innlánsstofnanir stunda umfangs- meiri greiðslumiðlun en víðast annars staðar og að tékkanotkun á íslandi er margföld á við það sem tíðkast t.d. á Norðurlöndun- um. Það er líka staðreynd að þessi þjónusta er ekki verðlögð í samræmi við það sem hún kostar. Væri verðlagning raunhæf væri hægt að lækka vaxtamun. Hörð- ustu andstæðingar þess að bankar hér á landi verðleggi þessa umfangsmiklu þjónustu í sam- ræmi við kostnað, hafa einmitt verið stjómvöld sem með beinum eða óbeinum hætti hafa lagt hart að bönkum að hækka ekki þjón- ustugjöld gegnum tíðina og jafn- vel beitt þrýstingi til að slíkar hækkanir væru dregnar til baka. í umræðum að undanförnu hefur komið fram að útflutnings- atvinnuvegirnir þoli ekki þau inn- lendu vaxtakjör sem hér hafa verið í gildi, háir innlendir raun- vextir séu að sliga undirstöðuat- vinnuvegi þjóðarinnar. Ekki verður hér gert lítið úr vanda þessara greina en bent á að yfir 70% af öllum útlánum útflutn- ingsgreina eru bundin í erlendri mynt og háð erlendri vaxtaþró- un. Mikil hækkun varð á þessum vöxtum á síðastliðnu ári. T.d. hækkuðu vextir á dollar úr 7,5% í 9,5% frá upphafi til loka nýlið- ins árs og vextir á pundum úr 9,25% í 13% á sama tíma. Pess- um vöxtum ráða ekki íslenskir bankar eða stjórnvöld. Þessu til viðbótar hækkuðu þessir gjald- miðlar verulega í verði gagnvart íslenskri krónu á árinu, dollar um 29,56% og pund um 24,58%. Á sama tíma hækkaði lánskjaravísi- tala um 19,1%. Þessar tölur sýna að raunvextir erlendra lána voru mun hærri en innlendra lána með vöxtum og verðtryggingu á sl. ári. í þessu sambandi má nefna að hlutdeild erlendra lána fer sívaxandi í efnahagsreikningum bankanna. Fyrir umsýslu og áhættu, sem þessum lánum fylgir fyrir bankana, er vaxtamunur aðeins 1,25%. Hafa verðurþenn- an hluta í starfsemi bankanna í huga þegar rætt er um of háan vaxtamun, sem og alla vaxtaber- andi liði í efnahagsreikningi. Eins og vikið var að í upphafi telja bankarnir sér skylt að benda á ofangreindar staðreyndir í því moldviðri sem þyrlað hefur verið upp um óhæfilegan kostnað bankanna og innlend lánskjör. Óskandi væri að þessar athuga- semdir gætu orðið til þess að efla málefnalega umræðu um banka- rekstur. Breytingar í átt til aukins hagræðis í íslensku bankakerfi munu eiga sér stað. Þessar breyt- ingar munu af eðlilegum ástæð- um þó taka þeim mun lengri tíma sem óvissa er meiri um starfsskil- yrði til bankareksturs hér á landi.“ lg janúar 1989} Samband islenskra viðskiptabanka. Fræðslunámskeið fyrir alkóhólista hefjast mánudaginn 6. febrúar 1989 kl. 18.00. Upplýsingar og innritun í síma 96-27611. S.Á.Á.-N. S1QNN3K Bændur, bifreiðaeigendur, verktakar og útgerðarmenn Eigum ávallt fyrirliggjandi allar stærðir SONNAK rafgeyma. HLEÐSLA - VIÐGERÐIR - ÍSETNING Gúmmíviðgerð Óseyri 2. Símar 21400 og 23084. Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107,3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Brekkugötu 33, mið-hæð, Akureyri, þingl. eigandi Svan Ingólfsson, föstud. 3. feb. '89, kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er Gunnar Sól- nes hrl. Fjólugötu 10, Akureyri, talinn eig- andi Guðmundur Þórðarson, föstud. 3. feb. '89, kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Fossbrún 6, Árskógshr., þingl. eig- andi Árver hf., Árskógshr., föstud. 3. feb. '89, kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er Fiskveiðasjóð- ur Islands. Goðabyggð 17, Akureyri, þingl. eig- andi Leifur Tómasson, föstud. 3. feb. '89, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Garðar Garðarsson hrl., Gunnar Sólnes hrl., Ólafur Gústafsson hrl. og Haf- steinn Baldvinsson hrl. Hamarstíg 37, n.h., Akureyri, þingl. eigandi Rósa Vilhjálmsdóttir, föstud. 3. feb. '89, kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er Gunnar Sól- nes hrl. Heiðrúnu EA-28, þingl. eigandi Gylfi Baldvinsson, föstud. 3. feb. '89, kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er Trygginga- stofnun ríkisins. Hjallalundi 9f, Akureyri, þingl. eig- andi Ingibjörg Bjarnadóttir, föstud. 3. feb. '89, kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er Útvegsbanki (slands. Karlsbraut 21, Dalvík, þingl. eigandi Guðrún Benediktsdóttir, föstud. 3. feb. '89, kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er Ólafur Sigur- geirsson hdl. Móasíðu 4f, Akureyri, þingl. eigandi Elspa Elísdóttir, föstud. 3. feb. '89, kl. 15.30. Uppboðsbeiðendur eru: Benedikt Ólafsson hdl., Ásgeir Thoroddsen hdl. og Bæjarsjóður Akureyrar. Múlasíðu 1f, Akureyri, þingl. eigandi Pétur Pálmason o.fl., föstud. 3. feb. '89, kl. 15.30. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl., Tryggingastofnun ríkis- ins og Bæjarsjóður Akureyrar. Skarðshlíð 24d, Akureyri, þingl. eig- andi Guðný Gylfadóttir, föstud. 3. feb. '89, kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Kristinn Hallgrímsson hdl. og Bæjarsjóður Akureyrar. Spítalavegi 1, viðb. og s-hl. aðalhl., talinn eigandi Gunnar Friðjónsson, föstud. 3. feb. '89, kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka Islands, Gunnar Sól- nes hrl. og Bæjarsjóður Akureyrar. Þórunnarstræti 128, e.h., Akureyri, þingl. eigandi Dagur Hermannsson, föstud. 3. feb. '89, kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er Bæjarsjóður Akureyrar. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Smárahlíð 24h, Akureyri, þingl. eig- andi Guðmundur Friðfinnsson, föstud. 3. feb. '89 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl., Ólafur Gústafsson hrl. og Benedikt Ólafsson hdl. Svarfaðarbraut 32, Dalvík, þingl. eigandi Vignir Þór Hallgrímsson, föstud. 3. feb. '89 kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka íslands og Ólafur Birg- ir Árnason hdl. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.