Dagur - 31.01.1989, Blaðsíða 5
31. janúar 1989 - DAGUR - 5
SYKURKLUKKA 1
sýnir reglulega mat-
málstíma þarsem lítill
sykurerífæð-
unni og því lítil
hætta á tann-
skemmdum.
morgunverður
kvöldmatur
SYKURKLUKKA 2.
Svona Iítur dæmið hins
vegar út, þegar oft er
verið að fá sér eitthvað
sætt.
morgunverður
hádegismatur
síðdegiskaffi
mjólkurglas og
smábiti
hádegismatur
kvöldmatur
tennur þeirra séu burstaðar. Það
kemur í hlut foreldranna að gera
athöfnina aðlaðandi. Til dæmis
er hægt að veita verðlaun, sem
mega samt auðvitað ekki vera
sætindi af neinu tagi, kaupa
reglulega nýjan tannbursta, mis-
munandi á lit og annað. Nota
skal fluortannkrem við burstun,
nema hjá 0-3ja ára, fái þau fluor-
töflur daglega.
Hæfilegt magn fluortannkrems
á burstann er bútur á stærð við
baun, en ekki að þekja burstann
alveg, eins og oft er sýnt í auglýs-
ingum.
Mikilvægt er að skola vel með
vatni, helst bæði fyrir og eftir
burstun.
3. Fluor.
Sannað er að fluor í hæfilegu
magni dregur mjög úr tann-
skemmdum, eða allt að 50-60%.
Þetta þýðir ekki að nóg sé að
taka fluortöflur og borða síðan
sælgæti daginn út og inn og
sleppa alveg að bursta. Pá
skemmast tennurnar eftir sem
áður, en kannski tíu skemmdir í
stað tuttugu.
Auðvitað þarf mataræði og
tannhirða að vera í lagi líka.
Hæfilegur dagskammtur af
fluortöflum er:
‘/2-3ja ára 1 tafla
3- 6 ára 2 töflur
6-12 ára 3 töflur
Æskilegt er að barnið bryðji
töflurnar eftir burstun. Til eru
bragðbættar fluortöflur vilji
barnið ekki þessar bragðlausu.
Auk þess er æskilegt að börn séu
fluorskoluð í skólum og fluorlökk-
un hjá tannlækni tvisvar á ári gef-
ur aukna vernd.
4. Reglulegar heimsóknir til
tannlæknis.
Hæfilegt er að börnin komi í
fyrstu skoðun til tannlæknis
þriggja ára gömul, en auðvitað
fyrr ef grunur leikur á að tann-
skemmd sé til staðar. Þá kynnast
börnin tannlækninum og
umhverfinu áður en þarf að byrja
að gera við. Það er mikilvægt að
fyrsta reynsla barnsins sé jákvæð
og ákveðið traust myndist milli
þess og tannlæknisins. Síðan er
æskilegt að foreldrar biðji tann-
lækninn að kalla barnið inn tvisv-
ar á ári upp frá því. Þannig upp-
götvast skemmdir á byrjunarstigi
og stórra og sársaukafullra
aðgerða verður aldrei þörf.
Einnig bendir tannlæknirinn á
leiðir til úrbóta ef tannskemmda
verður vart, þ.e. kennir foreldr-
unum og barninu réttar matar-
venjur, tannhirðu og fluornotk-
un.
Lokaorð
Það hlýtur að vera metnaður
hvers foreldris að barnið þess sé
heilbrigt og líti vel út. Heilar og
hreinar tennur bera eigandanum
gott vitni og eru forsenda góðs
útlits og vellíðunar. Til að halda
tönnunum heilum þarf engar öfg-
ar eða meinlæti, heldur bara að
passa að borða ekki á milli mála,
borða hollan og góðan mat, hafa
nammidaga og ekkert sælgæti
þess á milli, hirða tennurnar vel,
nota hæfilega mikinn fluor og
fara reglulega til tannlæknis.
Góðar tennur á barnsaldri eru
gott veganesti á lífsleiðinni og
líklegt er að barnið hafi þá einnig
góðar tennur þegar það fullorðn-
ast, því að lengi býr að fyrstu
gerð.
Gangi ykkur vel
Halldór G. Halldórsson
tannlæknir
Hluti aðstandenda Endurskoðunar Akureyri h.f. Talið frá vinstri: Halldór Hróar Sigurðsson, Ólafur Nilsson, Arnar
Árnason, Þorsteinn Kjartansson, Björgólfur Jóhannsson og Heimir Haraldsson.
Með samruna fyrirtækjanna á
Akureyri í einu félagi er að því
stefnt að auka möguleika þess á
að veita viðskiptamönnum víð-
tæka og sérhæfða þjónustu á hin-
um ýmsu starfssviðum þess. Með
samstarfi við önnur endurskoð-
unarfyrirtæki verða meiri mögu-
leikar á sérhæfingu starfsmanna á
hinum ýmsu þjónustusviðum og
aukinni menntun þeirra.
Meðal þeirra þjónustusviða
sem félagið mun annast má
nefna: Endurskoðun og reikn-
ingsskil, bókhald og bókhalds-
skipulagningu, launabókhald og
hvers konar tölvuvinnslu, ráðgjöf
í skattamálum og gerð skattfram-
tala, stofnun félaga og samein-
ingu félaga, rekstrarráðgjöf og
áætlanagerð.
Stjórnarformaður félagsins er
Þorsteinn Kjartansson, löggiltur
endurskoðandi, en framkvæmda-
stjórar þeir Arnar Árnason og
Björgólfur Jóhannsson, löggiltir
endurskoðendur.
Iðnaðarhúsnæði
tíl leigu
*
á Oseyri 4, Akureyri ca.soofm.
Mjög gott húsnæöi á góðum stað norðan við
nýju Glerárbrúna.
Fagverk sf. sími 21199
Konráð Árnason heimasími 23024.
Forsætisráðherra
með fund á Akureyri
Steingrímur Hermannsson,
forsætisráðherra, heldur
almennan fund á Hótel
KEA miðvikud. 1. febrúar
kl. 21.00.
Fundarefni:
Atvinnu- og efnahagsmál.
A.llir velkomnir
Stjórn K.F.N.E.
AKUREYRARBÆR
Fundur um skóla-
mál í Síðuhverfi
Miðvikudaginn 1. febrúar kl. 20.30 er boð-
að til kynningar- og umræðufundar í
Síðuskóla.
Dagskrá:
• Inngangsorð og yfirlit um skólabyggingar og ákvarð-
anir um skólasvæði - formaður skólanefndar.
• Framkvæmdaáætlun 1987-1996 fyrir grunnskólana
á Akureyri - skólafulltrúi.
• Viðhorf stjórnar foreldrafélags Síðuskóla - formaður
foreldrafélagsins.
• Samþykktir og viðhorf starfsfólks Síðuskóla - full-
trúar kennara.
• Samþykktir og viðhorf starfsfólks Glerárskóla -
skólastjóri Glerárskóla.
• Fyrirsþurnir og umræður. ^
Fundarstjóri veröur Sr. Pálmi Matthíasson.
ÍBÚAR í GLERÁRHVERFI ERU
HVATTIR TIL AÐ MÆTA.
Fundarefnið tengist starfsemi bæði Síðu-
skóla og Glerárskóla á næstu árum.
Undirbúningsnefnd.