Dagur - 09.02.1989, Blaðsíða 5
9. febrúar 1989 - DAGUR - 5
IBM býður til kynninger og sýningar
á Hótel KEA, Akureyri, 14. og 15. febrúar 1989
KYNNINGIN er báða dagana kl. 10,00 -11,30____________________
Kynntar verða ýmsar nýjungar og það
sem er efst á baugi hjá IBM t.d. ný þjón-
usta sem höfðar sérstaklega til lands-
byggðarinnar.
Væntanlegir þátttakendur á kynningarnar
eru beðnir að skrá sig hjá Bókvali Akur-
eyri, sími: 26100.
SÝNINGIN ER OPIN: Þriðjudag 14.02. kl 10.00 -19.00
Miðvikudag 15.02. kl. 10.00 -16.00
TIL SÝNIS VERÐUR M.A.:
Nýja AS/400 fjölnotendatölvan sem
fengið hefur frábærar viðtökur bæði
hérlendis og erlendis.
Margar gerðir PS/2 einmenningstölva
með nýjungum s.s. OS/2 og DOS 4.0
stýrikerfum, nettengingum, geisla-
diskum og skanna.
Nýjasta System 36 tölvan.
|tr Nýir búðarkassar sem auka verulega
hagkvæmni í verslunarrekstri.
Einnig fjölbreyttur hugbúnaður og verk-
efni fyrir ýmsar tölvugerðir.
Hér gefst gott tækifæri til að kynnast af eigin raun hvað hægt er
að gera með réttri tölvuvæðingu.
FYRST OG FREMST
SKAFTAHLiÐ 24 105 REVKJAViK SÍMI 697700
Tunnukóngur varð Erlingur Hciðar Sveinsson 11 ára úr Síðuskóla. Hann
fékk verðlaun frá Leikfangamarkaðinum Hafnarstræti 96.
Allir hlægja á öskudagími!
Allir hlægja á öskudaginn,
sungu ánægðir akureyrskir
krakkar í gær, á öskudaginn.
Dagur þessi er jafnan mikill
hátíðis- og gleðidagur í
bænum. Að venju mátti sjá
margskonar fólk á ferli: Rauð-
hettur og zorróar, trúðar og
eldabuskur, sjóræningjar, kú-
rekar og índíánar. Hópar sam-
settir á þann hátt gengu fylktu
liði milli fyrirtækja og stofnana
og sungu vel valin lög. Þiggja
fyrir vikið smágotterí sem
stungið er í þar til gerða söfn-
unarskjóðu. Þreyttir á skafla-
klifri halda krakkarnir heim
um hádegisbil, sturta fengqum
á stofugólfið og skipta bróður-
lega með sér sælgætisskammt-
inum. Ljósmyndari Dags,
TLV, var á ferðinni og hitti
m.a. þá sem prýða þessar
myndir. mþþ
Tölvufræðslan auglýsir:
Skrifstofutækni
morgunhópur
Innritun og upplýsingar í síma 27899 kl. 9.00-16.00.
Tölvufræðslan Akureyri hf.
Glerárgötu 34, sími 27899.
Almennur
stjórnmálafundur
Framsóknarfélag Grýtubakkahrepps boðar til
almenns stjórnmálafundar í Samkomuhúsinu á
Grenivík, sunnud. 12. febrúar kl. 16.00.
Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra og Val-
gerður Sverrisdóttir, alþingismaður mæta á fundinn.
Fjölmennið. Stjórnin.