Dagur - 09.02.1989, Blaðsíða 11
9. febrúar 1989 - DAGUR - 11
íþróffir
Olafur Þ. Hall Iþróttamaður
Siglufjarðar 1988. Mynd: Ásgrímur
Ólafiir Þ. HaJl
íþróttamaður
Siglufjarðar
- fyrir árið 1988
Ólafur Þ. Hall skíðamaður
var kosinn íþróttamaður
Siglufjarðar 1988 í hófi sem
Kiwanisklúbburinn Skjöld-
ur hélt á Hótel Höfn um síð-
ustu helgina. Þetta er í 10.
skiptið sem Kiwanismenn
standa að kjöri íþrótta-
manns Sigluijarðar.
Ólafur er einungis 15 ára
gamall og er einn af efnilegri
skíðamönnum landsins. Hann
náöi mjög góðum árangri í
fyrra og varð m.a. Bikarmeist-
ari í 13-14 ára flokki. Siglfirð-
ingar binda miklar vonir við
Ólaf og er hann vel að titlinum
kominn.
{ hófinu var einnig tilkynnt
kjör íþróttamanna í hinum
ýmsu greinum og voru eftir-
taldir heiðraðir:
Knattspyrna eldri:
Hafþór Kolbeinsson.
Knattspyrna yngri:
Steingrímur Ö. Eiðsson.
Sund:
Þóra K. Steinarsdóttir.
TBS eldri:
Sigurður Steingrímsson.
TBS yngri:
Guðmundur Sigurjónsson.
Snerpa:
Þór Jóhannsson.
Knattspyrna:
1. deÚdin
leikinum
næstu helgi
íslandsmótið í 1. deild innan-
húss verður haldið í Laugar-
dalshöll um næstu helgi. Þrjú
norðanlið; KA, KS og HSÞb,
eiga þar rétt til þátttöku og
keppa þau í sitt hvorum riðli.
Mót'ð hefst á sunr.udagsmorg-
uninn kl. 9.00 og áætlað er að
úrslitaleikurinn fari fram kl.
20.00 um kvöldið.
Keppt er í fjórum riðlum og
líta þeir þannig út:
A-riðill: C-riðill
KR Fram
Grótta KS
KA ÍBK
ÍK Grindavík
B-riðill D-riðill
Víkingur Fylkir
ÍA Víðir
Haukar Þróttur R.
Selfoss HSÞb
Heimsmeistaramótið í Alpagreinum:
„Mjög ánægður með Guðrúnu“
- segir Sigurður Einarsson fararstjóri íslenska landsliðsins
en Guðrún náði 22. sætinu á Heimsmeistaramótinu
Guðrún H. Kristjánsdóttir frá
Akureyri lenti í 22. sæti í svigi
á Heimsmeistaramótinu í
skíðaíþróttum sem haldið er í
Veil í Colorado. Um 70 stúlkur
hófu keppni en einungis 32
luku keppni þannig að þetta er
mjög góður árangur hjá Guð-
rúnu.
Ekki náðist í Guðrúnu í gær en
Sigurður Einarsson formaður
Skíðasambands íslands og farar-
stjóri íslenska liðsins var mjög
ánægður með árangur Guðrúnar
þegar Dagur ræddi við hann í
síma frá Bandaríkjunum. „Það
var brunagaddur í brekkunni, um
30 stiga frost, þannig að keyrslan
niður var mjög erfið. Við erum
því mjög ánægðir með að Guð-
rún skyldi standa brautina og ná
þessum góða árangri," sagði
Sigurður.
Sigurður sagði að sá tími sem
íslenska liðið hefði eytt í Aspen
til æfinga áður en keppnin fór
fram hefði svo sannarlega komið
sér vel. „Þar vorum við nánast
ein með brekkurnar en þeir
keppendur sem fóru beint hingað
til Veil lentu í miklum troðningi
og frekar slæmri æfingaaðstöðu."
Sigurður kvaðst vera bjartsýnn
á árangur Guðrúnar í stórsviginu
á laugardaginn kemur. „Það er
að hlýna í veðri og vonandi verð-
ur ekki jafn kalt á keppnisdaginn
og var hjá Guðrúnu í sviginu á
þriðjudaginn," sagði Sigurður.
Örnólfur Valdimarsson átti að
keppa í risasvigi í gær og var
Sigurður hæfilega bjartsýnn á
árangur hans. „Brautin er 2,2
kílómetrar og það er fimbulkuldi
úti núna þannig að þetta verður
erfitt hjá Örnólfi. En það þýðir
ekkert annað en að vera bjart-
sýnn og vona það besta,“ sagði
Sigurður Einarsson formaður
Skíðasambands íslands og farar-
stjóri íslenska liðsins í Veil í
Colorado.
Guðrún fór brautina á 1.42,53
sekúndum og var tveimur sek-
úndum á eftir næstu manneskju.
Hún var í 27. sæti eftir fyrri
umferðina en keyrði enn betur í
þeirri seinni og náði 22. sætinu.
Guðrún keppir næst á laugar-
daginn, eins og áður sagði, í stór-
svigi. Örnólfur á hins vegar erfið-
ari dagskrá fyrir höndum. Hann
keppti í gær í risasvigi og keppir
síðan í stórsvigi á morgun. Sein-
asta keppnin er síðan hjá honum
á sunnudaginn en þá ersvigið hjá
körlunum á dagskrá.
íslensku keppendurnir eru síð-
an væntanlegir til landsins á mið-
vikudaginn og næsta mót sem
þau taka þátt í er væntanlega
keppni í svigi og stórsvigi á Akur-
eyri helgina 25. og 26. febrúar.
Um næstu helgi er hins vegar
keppni í alpagreinum á ísafirði
og hjá 15-16 ára krökkunum er
mót í alpagreinum á Akureyri. í
norrænum greinum er Skógar-
gangan á Egilsstöðum um næstu
helgi.
Bikarkeppni KKÍ:
Stíf pressa KR stöðvaði Tindastól
- seinni leikurinn á Króknum á laugardaginn
Tindastóll tapaði fyrri leik sín-
um gegn KR í átta iiða úrslit-
um bikarkeppni KKÍ í fyrra-
kvöld með 68 stigum gegn 81.
Seinni leikur liðanna verður á
Sauðárkróki á laugardaginn og
þurfa Tindastólsmenn á góð-
um stuðningi að halda eigi þeir
að geta unnið upp forskot KR.
Tindastóll byrjaði leikinn í
fyrrakvöld mun betur en KR og
komst í 8:0. Björn Sigtryggsson
lék mjög vel fyrstu mínúturnar
sem og reyndar allan fyrri hálf-
leikinn. í þeim seinni sást minna
til hans. KR-ingar náðu að minnka
muninn niður í tvö stig en virtust
of kærulausir og gerðu mörg
mistök bæði í sókninni og vörn-
inni.
Nær allan fyrri hálfleikinn virk-
uðu Sauðkrækingar mun sterkari
og en þegar fáar mínútur voru til
leikhlés jöfnuðu KR-ingar leik-
inn í tvígang og komust síðan yfir
þegar þeir gerðu fjögur stig í
sömu sókninni. Þeir brugðu á
það ráð að beita pressuvörn og
engu var líkara en Tindastóls-
menn væru þessu alls óviðbúnir
því leikur þeirra riðlaðist strax. í
leikhléi voru KR-ingar yfir,
34:32.
Allan síðari hálfleikinn beittu
KR-ingar pressuvörn, gáfu
Tindastólsmönnum engan frið og
eltu þá um allan völl. Jafnt og
þétt sigu þeir yfir og fátt virtist
geta komið í veg fyrir öruggan
sigur þeirra. Þó náðu Tindastóls-
menn að minnka muninn niður í
tvö stig um miðjan hálfleikinn en
misstu aftur tökin á leiknum og
töpuðu eins og áður segir með 13
stiga mun, 81:68.
Leikurinn var nokkuð dæmi-
gerður fyrir leiki Tindastóls, vel
leikið í um 35 mínútur en herslu-
muninn vantar. Að vanda skilaði
Valur sínu hlutverki vel en
Eyjólfur átti slakan leik. Sérstak-
lega virtist hann óöruggur í fyrri
hálfleik en betri í þeim síðari.
Kári Marísson barðist vel í síðari
hálfleik og gerði góðar körfur.
Haraldur Leifsson er mjög vax-
andi leikmaður eins og sást best í
fyrri hálfleik.
KR-liðið lék illa fyrstu 15 mín-
úturnar af leiknum. Leikmenn
virtust utan við sig, sérstaklega
ívar Webster sem hvað eftir ann-
að glopraði boltanum út úr hönd-
unum á sér. Jafnvel gerði hann
sig sekan um að gera ekki einu
sinni tilraun til að grípa boltann
þegar hann fékk sendingu. Þegar
á leið fóru leikmenn liðsins í gang
og reyndust þeir Jóhannes Krist-
björnsson, Guðni Guðnason og
Olafur Guðmundsson leikmönn-
um Tindastóls erfiðir. Sú préssa
sem þeir héldu á Tindastól nægði
þeim til að slá þá út af laginu.
Það dugði í þetta sinn hvað sem
gerist í Ijónagryfjunni á Sauðár-
króki á laugardaginn.
Góðir dómarar voru William
Johns og Kristján Möller. JÓH
Stig KR: Ólafur Guömundsson 15,
Jóhannes Kristbjörnsson 14, Guðni
Guðnason 14, Birgir Mikkaelsson 12,
Matthías Einarsson 11, fvar Webster 8,
Lárus Árnason 3, Gauti Gunnarsson 2,
Lárus Valgarðsson 2.
Stig UMFT: Valur Ingimundarson 21,
Eyjólfur Sverrisson 18, Kári Marísson
10, Björn Sigtryggsson 10, Haraldur
Leifsson 9.
Kári Marísson átti góðan leik gegn KR og skoraði m.a. 3 þriggja stiga körfur
í röð í seinni hálfleik.
Guörún H. Kristjánsdóttir lenti í 22.
sæti í Veil.
Getraunir:
Þrefaldur
potturirai
- um 4 milljónir
Engum tókst að tippa á ná-
kvæmlega 12 rétta í íslenskum
getraunum á laugardaginn
þannig að rúmar 2 milljónir
króna flytjast yfir í pottinn á
laugardaginn kemur.
Það má því búast við að pott-
urinn fari í allt að 4 milljónir og
verður því fjörugt við spilakass-
ana á föstu- og laugardag.
Fylki tókst að ýta Frömurum
úr fyrsta sætinu á laugardaginn
yfir söluhæstu félög landsins.
Þetta er í fyrsta skipti í langan
tíma sem Fram er ekki á toppn-
um og reyndar einungis í annað
skiptið í vetur sem Fylki tekst að
komast fram fyrir þá bláklæddu.
KA-menn halda enn í fjórða
sætið og Þórsarar bæta sig og eru
nú fimmta söluhæsta félag á land-
inu. KR er í þriðja sæti en frá sex
til tíu eru ÍA, Valur, Víkingur og
Breiðablik.
Sjónvarpsleikurinn á laugar-
daginn er viðureign Arsenal og
Millwall á heimavelli þeirra
síðarnefndu. Bæði þessi lið hafa
staðið sig mjög vel í vetur og er
Arsenal reyndar á toppnum í 1.
deildinni ensku.
Millwall kom upp úr 2. deild í
fyrra og hefur staðið sig ótrúlega
vel í vetur. Það var á tímabili í
efsta sæti deildarinnar og hefur
verið mjög sterkt á heimavelli
sínum, The Den, í vetur. Raunar
hefur liðið einungis tapað tveim-
ur leikjum þar í allan vetur.
Millwall er því sýnd veiði en ekki
gefin fyrir hið sterka lið Arsen-
al. Það bendir því allt til þess að
sjónvarpsleikurinn á laugardag-
inn verði bæði jafn og spennandi.