Dagur - 09.02.1989, Blaðsíða 6

Dagur - 09.02.1989, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 9. febrúar 1989 - frá skinnasýningu loðdýrabænda í Skagafirði Einn sýningargesta virðir fyrir sér afbrí Eggerti feldskera og ekki amalegt að i Prátt fyrir norðan garra og skafrenning sl. laugardag fjölmenntu loðdýrabændur í Skagafirði á skinnasýningu í Varmahlíðar- skóla. Pað var Loðdýraræktarfélag Skaga- fjarðar og Búnaðarsamband Skagafjarðar sem stóðu fyrir þessari sýningu, og er þetta í annað sinn sem slík sýning er haldin. Rúmlega 200 minka- og refaskinn voru þarna á sýningunni og fengu 36 minkaskinn verðlaun og 18 refaskinn. Um 70 manns sáu sé fært að mæta á sýninguna, sem þótti tak- ast vel og voru aðstandendur hennar mjög ánægðir, a.m.k. með þátttöku loðdýra- bænda. Einna helst vildu þeir hafa séð fleira fólk utan við greinina, því þarna var um mjög fróðlega sýningu að ræða. Dagskrá sýningarinnar hófst eitthvað seinna en ætlað var, en það var Reynir Barðdal úr undir- búningsnefnd sýningarinnar sem bauð gesti velkomna og setti sýn- inguna. Par á eftir tók Magnús B. Jónsson til máls og flutti erindi um ýmsa þætti loðdýraræktar, s.s. gæðaflokkun og eftirlit með loðdýrum. Þá skýrði Magnús út hvernig skinn voru vaiin til sýn- ingarinnar, en hann sá um það ásamt Álfheiði Marinósdóttur og Valdísi Einarsdóttur að velja og dæma innsend skinn frá bændum. Loðdýrabændur verða að taka áhættu Kom fram hjá Magnúsi að þau skinn sem væru á sýningunni væru ekki endilega þau bestu sem hægt er að sjá af afurðum loð- dýrabænda í Skagafirði, þó þau væru mjög falleg. Orsök á þessu sagði Magnús vera þá að bændur væru ekki orðnir nægjanlega fær- ir í því að sjá út bestu skinnin á búum sínum og taldi að þar vantaði nokkuð á. Magnús sagði að loðdýrabændur yrðu að taka áhættu, þeir yrðu að treysta meira á sjálfa sig og ekki sífellt að vera að kalla á ráðunauta til að velja og sjá út bestu skinnin á búunum, það væri í þessari grein sem og öðrum að það væri æfing- in sem skapaði meistarann. „Það að flokka og velja bestu skinnin er ekkert nema æfing og aftur æfing. Því oftar sem loðdýra- bóndinn tekur skinnin sín og flokkar þau og dæmir, því færari verður hann í því og þar með nær að rækta góðan stofn á búinu. Þetta er lykilatriði," sagði Magn- ús m.a. í erindi sínu. Endalaust hægt að skiptast á skoðunum um gæði skinna Magnús er kennari í loðdýrarækt við Bændaskólann á Hvanneyri og er einnig loðdýraræktarráðu- nautur fyrir Norðurland vestra. Magnús er af mörgum talinn einn fróðasti maður hér á landi um loðdýrarækt og var erindi hans afar fróðlegt. í lok erindisins vildi Magnús benda á að dómur sá sem féll á verðlaunaskinnin á sýningunni væri ekki endilega réttur, hann væri heldur ekki rangur. „Það er þetta; það er allt- af hægt að skiptast endalaust á skoðunum um gæði skinna og það er einmitt það sem við þurf- um að fá meira inn í greinina, að menn skiptist á skoðunum og hljóti meiri færni í að sjá út úrvalsskinnin,“ sagði Magnús. Að loknu erindi Magnúsar fór fram verðlaunaafhending á minka- og refaskinnum. Það var Egill Bjarnason ráðunautur hjá Búnaðarsambandinu sem afhenti verðlaun og um leið gerði Magn- ús grein fyrir dómunum sem skinnin fengu. í minkaskinnum voru 4 litarafbrigði og voru 3 skinn í hverju búnti. Hæstu mögulegu stig fyrir hvert búnt voru 70 stig. Lítum á úrslitin: Svartminkur: stig 1. Reynir Barðdal, Loðfeldi Skr. 53,33 2. Reynir Barðdal, Loðfeldi Skr. 53,00 3. Einar E. Gíslason, S-Skörðugili 51,33 Villiminkur: stig 1. Reynir Barðdal, Loðfeldi Skr. 52,67 2. Anna og Páll Bjarki, Flugumýri 50,33 3. Reynir Barðdal, Loðfeldi Skr. 49,67 Pastel minkur: stig 1. Reynir Barðdal, Loðfeldi Skr. 50,67 2. Anna og Páll Bjarki, Flugumýri 49,33 3. Benedikt Agnarsson, Breiðst. 48,00 Demi-Buff minkur: stig 1. Reynir Barðdal, Loðfeldi Skr. 53,67 2. Reynir Barðdal, Loðfeldi Skr. 49,33 3. Ragnar Eiríksson, Gröf 48,00 Skuggarefur: stig 1. Einar E. Gíslason, S-Skörðug. 62,00 Hér eru þau samankomin sem fengu verðlaun fyrir refaskinnin. Það eru Ragnar Sverrisson og Sigrún Þorsteinsdóttir frá Hyrnu og Einar E. Gíslason og Ásdís Sigurjónsdóttir frá Syðra-Skörðugili. Fyrir framan þau liggja skugga- og blárefsskinnin. 2. Ragnar Sverrisson, Hyrnu 59,00 3. Ragnar Sverrisson, Hyrnu 58,00 Blárefur: stig 1. Einar E. Gíslason, S-Skörðug. 62,00 2. Ragnar Sverrisson, Hyrnu 57,67 3. Einar E. Gíslason, S-Skörðug. 56,33 Eins og sjá má af þessum úr- slitum var R^ynir Barðdal afar sigursæll í minkaskinnunum, enda fer þar loðdýrabóndi með mikla og langa reynslu að baki. En honum verður eflaust velgt undir uggum af kollegum sínum á næstu skinnasýningum. Refa- skinnin komu, eins og sjá má, aðallega frá tveim bændum. Það kom fram í máli Magnúsar B. Jónssonar að hann taldi refa- skinnin vera mjög góð og væri eitt það besta sem hægt væri að sjá í refaskinnum hér á landi. Gefin voru sér verðlaun fyrir stigahæstu búnt í minka- og refa- skinnum og það var Reynir Barð- dal sem hafði stigahæstu minka- skinnin í Demi-Buff flokknum, með 53,67 stig, og Einar Gísla- son fékk hæst stig fyrir refaskinn- in, eða 62 fyrir bæði skugga- og blárefinn. Athyglisverð afbrigði af refaskinnum Er verðlaunaafhendingum lauk var sýningargestum boðið upp á rjúkandi kaffi og dýrindis veiting- ar. Þar var skrafað og skeggrætt yfir borðum um loðdýragreinina og þarna gátu loðdýrabændur borið saman bækur sínar. Það var nóg að skoða á sýningunni, fyrir utan verðlaunaskinnin, voru þarna líka skinn sem ekki unnu til verðlauna. Þá gat á að líta nokkur afbrigði af refaskinn- um, aðallega komin frá Ragnari Sverrissyni frá Hyrnu og einnig frá Hólum. Ragnar flutti inn nokkur afbrigði af ref frá Noregi fyrir þrem árum og er kominn með mjög athyglisverðar afurðir. Á sýningunni voru einnig pelsar frá Eggerti feldskera og þar var hægt að sjá með berum augum hversu skemmtilegar flíkur er hægt að gera úr minka- og refa- skinnum. Þátttaka loðdýrabænda mátt vera meiri í að senda skinn Segja má að undirbúningur að sýningunni hafi hafist á aðalfundi Loðdýraræktarfélagsins á síðasta ári. Þar var kosin 3ja manna undirbúningsnefnd, en sæti í henni áttu Ásdís Sigurjónsdóttir, Syðra-Skörðugili, formaður, Reynir Barðdal, Sauðárkróki og Anna Sigurðardóttir, Flugumýri. í desember sl. fengu loðdýra- bændur tilkynningu um sýning- una, svo þeir gætu farið að taka frá skinn og fylgdu flokkunar- reglur með tilkynningunni. Hver bóndi mátti senda inn tvö búnt af hverju litarafbrigði. Að sögn Ásdísar Sigurjóns- dóttur var þátttaka loðdýra- bænda þokkaleg í að senda inn skinn, en hefði mátt vera meiri. Sagði Ásdís að þar mætti kenna um hvað bændur teldu sig vera óörugga um að flokka og velja skinnin sín og hreinlega treystu sér ekki út í það. Ásdís var spurð hvernig henni hefði fundist til takast með sýninguna: Ólíkt þægilegra að skoða skinnin þegar dýrið er dautt „Það er svo sem engin hefð að baki varðandi þessar sýningar en allavega langar okkur til þess að þær haldi áfram. Það sem við vorum kannski að vonast sérstak- lega til, t.d. með því að auglýsa pelsana frá Eggerti, var að fá fólk utan við búgreinina á sýninguna, en það var nú lítið af því sem kom. Kannski má kenna veðrinu þar um, en mér fannst samt aðsóknin alveg ótrúlega góð, hún fór fram úr öllum vonum, miðað við veður og þorrablótagleðina sem nú gengur yfir.“ - Hefur svona sýning ekki ómetartlega þýðingu fyrir loð- dýrabændur? „Ég held það. Ef maður horfir t.d. til nágranna okkar í Dan- mörku og Noregi, þar sem komin er löng hefði fyrir svona sýning- um, þá er þetta stór hluti af þeirra búskap, að hittast á svona sýningum. Þar „diskútera“ þeir svo mikið skinnin, litina og fleira, sem að ekki er svo mikið komið hjá okkur. Bara það að fólkið Magnús B. Jónson flutti erindi á sýi skýrði einnig hvernig val á skinnum á komi og skoði skinnin hefur mikla þýðingu. Það er ólíkt þægi- legra að skoða skinnin þegar dýr- ið er dautt, heldur en meðan það er spriklandi í búrunum hjá manni. Á því lærir maður, að strjúka skinnin og finna hvað er að hárunum á því, það er svona fyrsta skrefið." Þessar skinnasýningar eru það sem koma skal - Eru svona skinnasýningar orðnar algengar hér á landi? „Já, það er nú orðið eitthvað um þær. Ég veit t.d. að Eyfirð- ingar ætla að vera með sýningu núna 18. febrúar nk. Svo sagði Magnús mér að Borgfirðingar væru að reyna að koma á sýn- ingu, en einhver tregða væri hjá bændum, þeir gleymt að taka frá skinn og ekki nógu áhugasamir. Á Suðurlandi var sýning í fyrra, en ég veit ekki hvort það verður

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.