Dagur - 21.02.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 21.02.1989, Blaðsíða 1
r v. HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599^ Kirkjan á Seyðisfirði: Skeirandist í eldi Eldur kom upp í kirkjunni á Seyðisfirði í gærmorgun. Kirkjan, sem er 60 ára gömul byggð úr timbri skemmdist þó nokkuð af völdum eldsins. Undanfarið hafa iðnaðarmenn unnið að endurbótum á kirkj- unni og er talið að eldurinn hafi komið upp af einhverjum ástæð- um vegna vinnunnar, en mennirnir voru í kaffi þegar eldurinn kom upp. VG Akureyri: Maður stunginn - 19 ára piltur úrskurðaður í sjö daga gæsluvarðhald Ungur piltur stakk mann í kviðarholið fyrir utan veitinga- staðinn Uppann á Akureyri aðfaranótt sunnudags. Til deilna þeirra á milli hafði kom- ið inni á veitingastaðnum skömmu áður og var þeim þá vísað út af staðnum. Fyrir utan veitingastaðinn upp- hófust deilur að nýju sem enduðu með slagsmálum. Greip pilturinn til hnífs er hann hafði í vasa sín- um og lagði til mannsins. Stakk hann hnífnum í kvið mannsins, sem hlaut af alvarlegan áverka. Maðurinn gekkst undir aðgerð að morgni sunnudagsins. Hann var talinn úr lífshættu í gær og líðan hans fór batnandi. Pilturinn, sem er 19 ára var úrskurðaður í sjö daga gæslu- varðhald meðan á rannsókn málsins stendur. Hnífurinn sem notaður var er svokallaður fjaðrahnífur og sagði Daníel Snorrason hjá rannsóknarlög- regíunni á Akureyri að hann væri nokkuð stór og hefði gengið í gegnum manninn sem stunginn var. mþþ Staðinn að ólöglegum veiðum í Gierá? Ónei, ýtan fór bara heldur flatt á ísnum með þessum óskemmtilegu afleiðing- um. Mynd: TLV HlíðarQall: Góð helgi „Þetta var besta helgin í vetur,“ sagði ívar Sigmunds- son forstöðumaður Skíðastaða í gær. Á milli 500 og 700 manns renndu sér á skíðum í Hlíðarfjalli þcgar mest var á laugardag og einnig á sunnu- daginn. Nokkuð hvasst var í fjallinu á sunnudaginn og var lyftum því lokað um klukkan 16.00. ívar sagði að enn vantaði talsvert af snjó svo vel væri. „Aðstæður eru ekki verulega góðar eins og er, okkur vantar meiri snjó.“ ívar sagði að á sumum skíðaleiðum væri hreinlega um vandræða- ástand að ræða vegna skorts á snjó. Ágætlega lítur út með bókanir svefnpokaplássa á Skíðastöðum og sagði ívar að þær séu svipaðar og á undanförnum árum. Eink- um eru það hópar skólafólks víða af Suðurlandinu sem hyggjast notfæra sér svefnpokaplássið I milli þess sem þeir renna sér á skíðum. mþþ Smíðar SUppstöðin skip fyrir furstana í öubai? - „vantar ennþá allt sem við á að éta,“ segir Sverrir Hermannsson bankastjori Að því tilskildu að viðunandi forráðamönnum Stálvíkur grænt tryggingar fáist til smíði fjög- ljós á bakábyrgð vegna Dubai- urra skipa hér á landi fyrir skipanna. Græna Ijósið er þó aðila í Dubai eru allar líkur á bundið ákveðnum skilyrðum, því að hluti þeirrar smíði komi í lilut Slippstöðvarinnar á Ak- ureyri. Jón Sigurðsson, iðnað- arráðherra, segist leggja mikla áherslu á að skipasmíðastöðv- arnar Stálvík og Slippstöðin hafí samstarf um hugsanlega smíði skipanna og Sigurður G. Ringsted, forstjóri Slippstöðv- arinnar, lýsir Slippstöðvar- menn tilbúna til samstarfs við smíði skipanna. Stóra EF-ið í þessu máli lýtur að fyrirgreiðslu viðskiptabanka Stálvíkur hf., Landsbanka ís- lands. Iðnlánasjóður og Iðnaðar- ráðuneyti hafa nú þegar gefið m.a. bankaviðskiptum Stálvíkur og tryggingum frá erlendum aðil- um. Jón Sigurðsson, segir að þetta mál snúi nú fyrst og fremst að Landsbankanum, þ.e. hvort hann telji smíðina það álitlega að hægt sé að taka þátt í að ábyrgj- ast hana. Sverrir Hermannsson, banka- stjóri Landsbankans, segir hins vegar að bankinn geti ekki tekið afstöðu til þessa máls fyrr en fyrir liggi tryggingar frá væntanlegum kaupendum í Dubai. „Meðan ekki liggja fyrir neinar tryggingar er ekkert á þetta mál lítandi. Við höfum auðvitað áhuga á að ná skipasmíði fyrir Stálvík og Slippstöð, en málið er að það vantar ennþá allt sem við á að éta,“ segir Sverrir. Sigurður G. Ringsted, forstjóri Slippstöðvarinnar, segir að rætt hafi verið um samstarf við Stál- víkurmenn um hugsanlega smíði Dubai-skipanna. Að öðru leyti hafi ekki verið fjallað um hvernig stöðvarnar stæðu að smíði þeirra. „Við leggjum áherslu að koma öllum formsatriðum á hreint í þessu máli en að því búnu er hægt að ræða hvernig að smíðinni sjálfri yrði staðið, t.d. hvað af henni kæmi í hlut Slippstöðvar- innar,“ segir Sigurður. „Þetta verkefni myndi auðvitað skipta gífurlega miklu máli fyrir okkur og skipasmíði á landinu í heild,“ Vegasambandslaust við tvo bæi í Kelduhverfi vegna flóða í Jökulsá: Bóndinn fór á vöðlum eftir mjólkinni ,}Við sluppum með skrekkinn. Áin er ekki alveg komin í eðli- legt ástand en hættuástandi er lokið, í bili að minnsta kosti,“ sagði Guðný Björnsdóttir, starfsmaður hjá Árlaxi í Keldu- hverfí í gær. Árlaxstöðin stendur við Litluá og á laugar- dag flæddi áin yfír bakkana framan við stöðina. Mikið var í húfí að vatnsflóðið kæmist ekki í brunnana þar sem vatns- inntakið er fyrir stöðina, en í henni er fískur alveg frá kvið- bokaseiðum, sem eru við- kvæmust fyrir breytingum, - hættuástand skapaðist hjá Árlaxi á laugardag upp í kílósfísk. Flóðin stöfuðu af því að vatn úr Jökulsá barst í Litluá. Austan við Hól hafði myndast klakastífla í Jökulsá aðl'aranótt föstudags og flæddi áin upp úr farvegi sínum, bæði til austurs og vesturs í Skjálfta- vatn og eftir svokölluðum Seyrum, flóðið tók af veg aust- an við Keldunes en rann síðan út í Litluá. Vegasambandslaust er við tvo bæi vegna flóðanna, Syðri-Bakka og Þórseyri en þeir standa niður við Bakkahlaup, farveginn sem Jökulsá rennur eftir til sjávar þessa áratugina, en áin hefur víða myndað sér farvegi um sandana á liðnum öldum. „Okkur líður alveg ágætlega, við höfum síma, nóg rafmagn og nóg að bíta og brenna,“ sagði Egill Stefánsson, bóndi á Syðri- Bakka er Dagur spurðist fyrir um líðan íbúanna fjögurra sem eru innilokðair vegna flóðanna á bæjunum tveim. í gær var dimm- viðri og allt á kafi í snjó á þessum slóðum svo enginn hafði farið til að kanna flóðin við veginn er Dagur hafði samband við Egil. Á laugardag var gott veður og þá brá Egill sér í vöðlur og óð yfir Litluá, á vaði norðvestur af Arn- arnesi en þar breiðir áin úr sér, náði hún Agli á mitt læri. Egill fór þessa ferð yfir ána til að ná í mjólk sem bóndi úr sveitinni færði honum á árbakkann hinum megin. Bátur er til taks á Syðri-Bakka ef fólkið þarf að komast yfir vatns- agann. Að sögn Egils eru bæirnir ekki í hættu fyrir vatnsganginum, Bakkahlaupið sé orðið djúpur farvegur nú, en Egill segist muna eftir að áin hafi flætt yfir allt þeg- ar hann var unglingur en þá var farvegurinn grynnri. IM segir Sigurður G. Ringsted. Ef reynist unnt að hnýta saman alla lausa enda í þessu máli verð- ur hafist handa við smíði skip- anna á þessu ári. Áætlað verð- mæti hvers skips er á bilinu 250- 300 milljónir króna. óþh Sauðárkrókur: Niðurskurður hjá sýslu- mannsembættinu - lögreglumenn óhressir „Það er um mikið aðhaid að ræða, það verður að gera ákveðnar ráðstafanir til að spara. Fjárlög eru líka lög, og eftir þeim verða menn að fara,“ sagði Iialldór Þ. Jóns- son sýslumaður Skagafjarðar- sýslu í samtali við Dag, en mik- ill niðurskurður mun eiga sér stað hjá embættinu á næst- unni, eins og hjá öðrum ríkis- stofnunum. Lögreglumenn á Sauðárkróki eru allt annað en hressir með þennan niður- skurð og telja hann vera of mikinn. Niðurskurðurinn hef- ur það í för með sér að margs konar þjónusta sem lögreglan hefur veitt mun leggjast niður. „Það er auðvitað spurning hvað hægt er að ganga langt í sparnaðarráðstöfunum, en afleiðingarnar verða að koma í Ijós. Þá verður að grípa til viðeig- andi ráðstafana. En ég vil reyna þetta og koma til móts við sparn- aðaróskir, vonandi að fleiri geri það,“ sagði Halldór. -bjb Sjá nánar á bls. 2.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.