Dagur - 21.02.1989, Síða 2

Dagur - 21.02.1989, Síða 2
2 -ÖÁfeÍJft-'2i ' feb>úáf' ,l 989 Lögreglumenn á Sauðárkróki óánægðir með mikinn niðurskurð: Landeigendafélag Laxár og Mývatns: Mótmælir byggingu NATO- flugvaJlar í Aðaldal Fyrir dyrum stendur, sem og hjá öðrum embættum á vegum hins opinbera, töluverður niðurskurður á þjónustu lög- regluembættisins á Sauðár- króki og Skagafjarðarsýslu. Lögreglumenn á Sauðárkróki eru afar óhressir með hvað niðurskurðurinn kemur hart niður á embættinu. Meðal þess sem lögreglan þarf að skera alveg niður er umferðargæsla að morgni til við fjölförnustu gatnamót bæjarins, gatnamót Hegrabrautar, Skagfirðinga- brautar og Sæmundarhlíðar. Verður það að teljast töluverð skerðing á öryggisgæslu, þar sem gífurlegur fjöldi bíla og skólafólks á þarna leið um kl. 8 á morgnanna. Á fjárlögum þessa árs eru veitt- ar 44 milljónir til Sýslumanns- embættisins í Skagafirði og þar af fara tæpar 19 milljónir til lögregl- unnar. Samkvæmt óskum ríkisins á svo að skerða þessar fjárhæðir um 4% og hvað varðar yfirvinnu hjá lögreglunni á Sauðárkróki þýðir þetta lækkun á vinnustund- um úr 8400 niður í um 8000. Að Fundur var haldinn í Landeig- endafélagi Laxár og Mývatns að Laxamýri sl. föstudag. A fundinum var samþykkt álykt- un þar sem fundurinn mótmæl- ir harðlega þeim hugmyndum, sem fram hafa komið varðandi byggingu flugvallar, á vegum NATO, í Aðaldal. í ályktuninni segir: „Við minn- um á að þessi flugvöllur yrði mjög nærri bökkum Laxár og ógnar því tvímælalaust lífríki árinnar og umhverfi hennar t.d. Skjálfandaflóa. Olíubirgðastöð er ein sér nægileg ástæða, auk slysahættu og margvíslegra nátt- úruspjalla. Laxá og bakkar hennar er verndað svæði samkvæmt lögum um verndun Laxár og Mývatns frá 1974. Landeigendafélag Lax- ár og Mývatns mun héreftir sem hingað til standa vörð um þetta svæði. Því skorum við á ráðamenn þjóðarinnar að taka nú þegar af allan vafa um að hér verði flug- völlur sem þessi ekki byggður." Stjórnarfundinn sátu: Vigfús Jónsson, Laxamýri, Eysteinn Sig- urðsson Arnarvatni, Árni Hall- dórsson, Garði I, Jón Jónasson, Þverá og Þorgrímur Starri Björg- vinsson, Garði II, í forföllum Völundar Hermóðssonar, Álftanesi. IM Enn þarf leyfi - til leigubílaaksturs á Akureyri „Samkvæmt fréttatilkynningu frá Glæsibílum sf. er á þeim að skilja að fyrirtækinu sé heimilt að stunda leiguakstur á Akureyri. Vitna þeir til þess að kröfu Bfl- stjórafélags Akureyrar um stað- festingu á lögbanni hafi verið vís- að frá dómi. Dómur þessi sker alls ekki úr um ágreining aðila málsins, er málinu vísað frá dómi vegna formgalla. Bílstjórafélag Akureyrar á eft- ir sem áður einkarétt á að stunda leiguakstur á Akureyri. Aðstand- endur Glæsibíla sf. hafa eftir sem áður ekki atvinnuleyfi til leigu- aksturs á Akureyri svo sem ótví- rætt er krafist í lögum.“ Bflstjórafélag Akureyrar. - segir Halldór Þ. Jónsson sýslumaður á Sauðárkróki hefur verið frá kl. 9 á morgnanna til 2 að nóttu. Eft- ir það, eða frá kl. 2 til kl, 9 næsta morgun, hefur lögreglan verið á bakvakt mánudaga til föstudaga, fyrir utan yfirvinnu frá kl. 8-9 við umferðargæslu. Það er einmitt þessi yfirvinnutími sem mun leggjast af. Um helgar, eða laug- ardags- og sunnudagsnótt, hefur lögreglan þurft að vinna yfir- vinnu fram eftir nóttu. Það mun dragast saman, svo og ýmis önn- ur þjónusta lögreglunnar, m.a. mun eftirlitsferðum um fjörðinn fækka og fækkun verður um einn Iögregluþjón á vakt á fimmtu- dags-, föstudags- og laugardags- kvöldum. „Við fórum yfir á fjárlögum við löggæslu á síðasta ári og þess vegna verðum við að ganga harðar að henni núna. Það verður tals- verð skerðing á yfirvinnu, sem getur þýtt minni þjónustu. Yfir- vinnustundum fækkar um 150- 200 á mánuði, og það er bara byrjunin. Ég vonast til að geta skorið meira niður,“ sagði Hall- dór Þ. Jónsson sýslumaður í sam- tali við Dag. Halldór var spurður hvað gert yrði ef kvótinn klárað- ist á miðju sumri: „Það er spurningin. Við ætlum að reyna að láta hann endast. Við horfum auðvitað til þess með hryllingi ef að öll löggæsla stöðv- aðist á miðju ári. Við ætlum að reyna að taka þátt í þessum sparnaði eins og hægt er, það er oft hægt að spara,“ sagði Halldór. Eitt af því sem telst til yfir- vinnu hjá iögreglunni er gæsla við dansleiki, en sem kunnugt er þarf leyfi sýslumanns fyrir öllum opin- berum dansleikjum. Halldór var spurður hvað gerðist hvað þetta varðar, ef kvótinn fyrrnefndi kláraðist. „Þá stoppum við dans- leikjahald, það er ekkert annað að gera,“ sagði Halldór. -bjb „Of mikill niðurskurður,“ segir Björn Mikaelsson varðstjóri. sögn Björns Mikaelssonar yfir- lögregluþjóns eru þeim ætlaðar 662 yfirvinnustundir á mánuði, að meðaltali, og telur Björn að þessi kvóti muni springa þegar líða tekur á sumarið, ef mið er tekið af yfirvinnuþörf síðustu ára. „Við erum tilbúnir til að spara, en þetta er of mikill niður- skurður,“ sagði Björn. Vaktaskipulag hjá lögreglunni Víkingur Guðmundsson á Grænhóli, við bifreið sína, en hún skemmdist er hann lenti á búkka sem bæjarstarfsmenn settu upp. Hann telur að ekki hafi löglega verið staðið að uppsetningu hindrunarbúkkanna. Mynd: ehb „Bfllinn minn skemmdist vegna ólöglegra búkka“ - segir Víkingur Guðmundsson á Grænhóli „Það er eins og allt skipulag hér miðist við umferð til mið- bæjarins en ekki samgöngur út úr bænum. Ég á hús rétt við gamla þjóðveginn en bæjar- starfsmenn lokuðu veginum út á Hörgárbraut á sínum tíma án þess að gera mér eða öðrum viðvart áður. Fólk sem býr hérna í nágrenninu og vinnur hjá DNG skilur bflana sína frekar eftir heima en að keyra stóran hring í öfuga átt,“ sagði Víkingur Guðmundsson á Grænhóli. Víkingur er ósáttur við skipu- lag gatnamála varðandi sam- gönguleiðir við nyrsta hluta Gler- árhverfis. Hann telur að bæjar- yfirvöld hafi ekki staðið löglega að uppsetningu hindrunarbúkka á heimkeyrslu að húsi sínu og hafi hlotist af því fjárhagslegt tjón, auk annarra óþæginda. „Þegar bæjarbílarnir voru að flytja mold í október og nóvem- ber var búkkinn settur niður til að ég eða aðrir gætum ekki ekið eftir gamla þjóðveginum út á Hörgárbraut, en búið var að opna þá leið tímabundið. Hann var skilinn eftir og fraus fastur við götuna. Ég lenti síðan á búkkanum í hálku í byrjun des- ember cg bíllinn skemmdist fyrir hundrað þúsund krónur. Þetta er nú stefnan hjá bænum gagnvart mér þarna út frá. Ég hef leigt húsið út en það ýtir ekki undir leigjendur að fara þar inn þegar þeir þurfa fyrst að aka inn í bæ til að komast norður fyrir. Ég skil ekki að það geti verið annað en algert lögbrot að Ioka þannig vegi að húsum sem eru löglega byggð og með stöðuleyfi," sagði Vík- ingur. Að sögn Víkings var umrædd- ur búkki fjarlægður eftir að starfsmenn bæjarins fréttu af óhappinu í desember. „Þeir tóku hann fljótlega eftir að fréttist að ég hafði stórskemmt bílinn.“ EHB Húsavík: Naustavör hf. nýtt fyrirtæki með alhliða skipa- og bátaþjónustu smiðja innan tíðar. Aðspurður um þjónustu sem stæði til boða hjá nýja fyrirtækinu sagði Þórður: „Við erum í rauninni til í hvað sem er og að taka að okkur verkefni hvar sem er. Nú erum við í tilfallandi verkefnum en það er ekki mikið fyrirliggjandi. Á þessum árstíma er ástandið yfir- leitt heldur slakt, hvað verkefni varðar, þó alltaf sé eitthvað að gera. Ég er bjartsýnn og ekkert hræddur um að við fáum ekki verkefni, bátar hljóta alltaf að verða til og þurfa sitt viðhald.“ Þórður sagðist reikna með að Starfsmönnum mundi fjölga um fjóra til fimm hjá Naustavör mið- að við það sem verið hefur hjá Naustum, þar hafa að jafnaði verið unnin 6-8 ársstörf, en fleiri starfsmenn verið við vinnu á sumrin heldur en á veturna. IM „Tilgangur félagsins er aö reka alhliða skipa- og bátaþjón- ustu,“ sagöi Þórður Haralds- son, bátasmiður á Húsavík, aðspurður um Naustavör hf., nýtt hlutafélag sem hann stofn- aði nýlega ásamt Hauki Áka- syni, rafvirkjameistara, Sölva Jónssyni, vélvirkja og fjöl- skyldum þeirra. Naustavör hefur tekið eignir Nausta hf. á leigu, um er að ræða verk- stæðishús, áhöld og vélar en erindi liggur fyrir Hafnarstjórn vegna beiðni um leigu á drátt- arbrautinni. Rekstur Nausta hefur gengið erfiðlega að undanförnu. Fyrir- tækið hefur annast viðhaídsþjón- ustu fyrir skip, það var stofnað 1977 og er í eigu útgerðaraðila og fyrirtækja á Húsavík. Með stofnun Naustavarar bæt- ist raflagnaþjónusta við þá þjón- ustu sem fyrir var og einnig vél- ,yonast til að geta skoríð meira niður“

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.