Dagur


Dagur - 21.02.1989, Qupperneq 14

Dagur - 21.02.1989, Qupperneq 14
14 - DAGUR - 21. febrúar 1989 Bílavír og tengi ÞÓmWRHP. Varahlutaverslun Við Tryggvabraut • Akureyri • Sími 22700 Minning: Ý Hulda Jónsdóttir Laxdal Fædd 26. apríl 1905 - Dáin 26. janúar 1989 Útför Huldu Laxdal, fyrrum hús- freyju að Meðalheimi á Sval- barðsströnd, var gerð frá Akur- eyrarkirkju 1. febrúar sl. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 26. f.m. Hulda fæddist 26. apríl 1905 í Hrísey. Hún var önnur í röðinni af 10 börnum Jóns Bergssonar frá Hæringsstöðum í Svarfaðardal og Þorgerðar Jörundsdóttur frá Hrísey, sem lengst af bjuggu í Ólafsfirði. Systkini Huldu voru Auður f. 24.01 1904, Pálína f. 04.04 1907, Jörundur f. 30.03 1908, Torfi f. 15.02 1911 og Cecilía f. 26.07 1914, sem öll eru látin. Ennfrem- ur Guðmundur f. 14.01 1912 búsettur í Ólafsfirði og Þorsteinn f. 09.01 1918, Sveinn Cecil f. 22.08 1919 og Margrét Guðrún f. 24.02 1922 öll búsett í Reykjavík. Fjögurra ára gömul fór Hulda í fóstur til föðurbróður síns Bergs Bergssonar og konu hans Odd- nýjar Bjarnadóttur að Skeggja- brekku í Ólafsfirði. Mun þar mestu hafa um ráðið að þau hjón voru barnlaus. Hulda ólst upp hjá fósturforeldrum sínum við ást og umhyggju og mun snemma hafa reynst heimili þeirra góður liðsauki því að bráðger var hún til munns og handa. En mikið sagðist Hulda hafa saknað systkina sinna og pabba og mömmu og að það hefðu verið sínar sælustu stundir í æsku þegar hún fékk að heimsækja þau. Samband Huldu við systkini sín og foreldra var alla tíð náið og kærleikar miklir á báða bóga. Fimmtán ára fluttist Hulda með fósturforeldrum sínum að Garðsvík á Svalbarðsströnd. Þar FLUGLEIDIR Aðaffundur Flugleiða ht. Aðalfundur Flugleiða hf. verður haldinn þriðjudag- inn 21. mars 1989 í Kristalsal Hótel Loftleiða og hefst kl. 13.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa og breyting á 4. gr. samþykkta því til samræmis. 3. Breytingar á samþykktum félagsins: a) Tillaga um breytingu á 4. gr. samþykkta félagsins, um heimild til stjórnar til að hækka hlutafé með áskrift nýrra hluta. b) Tillaga um breytingu á 10. gr., um að frestur til boðunar aðalfundar verði minnst 2 vikur. c) Tillaga um breytingu á 6. mgr. 9. gr., um að fellt verði út ákvæði um takmörkun á meðferð atkvæða í félaginu. d) Tillaga um breytingu á 4. gr. 3. mgr., 3. málsgreinin orðist svo: „Til frekari hækkunar hlutafjár þarf samþykki hluthafafundar. Ákvæði 2. mgr. 17. gr. samþykkta gilda um tillögur um hækkun hlutafjár.'1 e) Tillaga um að aðalfundur sé lögmætur, ef hann sækja hluthafar eða umboðsmenn þeirra, sem hafa yfir að ráða meira en helmingi hlutafjárins (11. gr.). Tillögur um að samþykktum Flugleiða um aukinn meirihluta við atkvæðagreiðslur, um breytingar á samþykktum, verði breytt til samræmis við ákvæði hlutafélagalaga, sbr. 76. gr. hlutafélagalaga (4. gr. og 17. gr. samþykkta). f) Tillaga um að 2. mgr. g. liðar 5. gr. falli niður. Dagskrá og endanlegar tillögur munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hlut- höfum til sýnis 7 dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á skrifstofu félags- ins, hlutabréfadeild á 2. hæð, frá og með 14. mars n.k. frá kl. 09.00 til 17.00. Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að vitja fundargagna sinna fyrir kl. 12.00 á fundardegi. Stjórn Flugleiða hf. kynntist hún eftirlifandi manni sínum, Jóni Laxdal frá Tungu en þau giftust 19. maí 1924. Fyrstu árin bjuggu þau hjón á föðurleifð Jóns að Tungu en hófust jafn- framt handa um að byggja upp og rækta jörðina Meðalheim þangað sem þau fluttu 1930. Að Meðal- heimi fluttust með þeim hjónum auk dætranna Guðnýjar og Oddnýjar sem fæddust í Tungu, móðir Jóns, Guðný og fóstur- foreldrar Huldu en þrjú hin síð- astnefndu áttu heimili sitt þar á meðan þau lifðu. Jón og Hulda bjuggu myndar- búi í Meðalheimi í 26 ár, aðalbú- greinar þeirra voru mjólkurfram- leiðsla og kartöflurækt. Tvær mannvænlegar dætur bættust við, Þorgerður og Hulda Hlaðgerður. Eina dóttur misstu þau hjón í frumbernsku. í Meðalheimi var gott að koma, þar virtist alltaf bjart og hlýtt. Húsbændurnir voru að vísu sístarfandi. Auk bústarfanna hafði húsbóndinn trúnaðarstörf á hendi fyrir sveit sína og húsfreyjunni virtist aldrei falla verk úr hendi. Eflaust hefur henni stundum fundist of fáar stundir gefast til áhuga- og tóm- stundastarfa, sem í hennar tilfelli voru hannyrðir og þá oftar en hitt af listrænum toga spunnar. Af ýmsu sem prýddi heimilið varð sú ályktun dregin að drjúgar hafi henni reynst næturnar. En þrátt fyrir annir var nóg hús- og hjarta- rými hjá Huldu og Jóni og heimili þeirra var alla tíð rómað fyrir gestrisni. Árið 1956 ákváðu þau hjónin að bregða búi og selja jörðina. Dæturnar voru þá flognar úr hreiðrinu nema sú yngsta og höfðu haslað sér völl annars staðar. Guðný var gift Þórólfi Jónssyni bókhaldara á Húsavfk, Oddný Halldóri Ólafssyni úrsmið á Akureyri og Þorgerður Lúther Gunnlaugssyni bónda í Veisuseli í Fnjóskadal. Ákvörðunin um að selja jörðina mun ekki hafa verið með öllu sársaukalaus en hávaða- laust gekk salan fyrir sig og í framhaldi af því keyptu þau hjónin íbúð að Brekkugötu 33 á Akureyri. í íbúðinni í Brekkugötu bjuggu Hulda og Jón sér fagurt heimili með yngstu dótturinni sem þá var aðeins 10 ára gömul. Afi minn Jón, faðir Huldu bjó þar hjá þeim sín síðustu æfiár. Verkahringur Huldu var nú ekki eins stór og hann hafði verið í Meðalheimi en hún hélt áfram að vera sístarfandi, tók m.a. að sér sauma og starfaði fyrir Sjálfs- björgu félag lamaðra og fatlaða. í Brekkugötunni var oft gest- kvæmt og glatt á hjalla. Ég kom þar oft og þar kynntist ég Huldu best. Hún var mannkostakona enda hafði hún hlotið góða eigin- leika í vöggugjöf. Hún var fríð sýnum, greind, listfeng, háttvís og hæversk. En umfram allt var hún einstaklega viðmóts- og ávarpshlý og næm á tilfinningar annarra. í viðræðum var hún skemmtileg og fræðandi en jafn- framt góður hlustandi. Að hugs- uðu máli lagði hún jafnan gott til mála, var 'gagnorð, aldrei margmál og vel voru leyndarmál hjá henni geymd. Skopskyn hennar var næmt, en vandlega gætti hún þess að beita því ekki niðrandi um náungann. Vinur var Hulda í raun og samferða- mönnum sínum gerði hún marg- an greiðann, sem fjarri var skap- lyndi hennar að flíka. Á árinu 1980 ákváðu Hulda og Jón að draga saman seglin og keyptu sér íbúð að elliheimilinu Hlíð á Akureyri. Þar bjuggu þau saman í sjö ár við gagnkvæma umhyggju hvors annars og áfram- haldandi heimsóknir ættingja og vina uns kraftar Huldu voru þrotnir og hún flutti sig yfir á sjúkradeild heimilisins. Starfs- dagur hennar var orðinn langur. Barnabörn Huldu og Jóns eru 14 og barnabarnabörnin eru orð- in 15. Á sjúkradeildinni sat Jón Laxdal við hlið sinnar ástkæru eiginkonu öllum stundum þar til yfir lauk. Nú býr hann einn í íbúð þeirra í Hlíð og hefur margs að sakna en ljúfar minningar um góða konu munu létta honum missinn. Um leið og ég kveð mína elskulegu móðursystur og skila kveðju frá bræðrum mínum en öll þökkum við henni fyrir sam- fylgdina, votta ég Jóni Laxdal og dætrum þeirra Huldu og hans, börnum og barnabörnum mína innilegustu samúð. Hólmfríður Snæbjömsdóttir. Styrktarsjóður við Kristnesspítala Á undanförnum árum hafa vel- unnarar Kristnesspítala spurt mikið um sjóð á hans vegum til að gefa í og ánafna en slíkur sjóður hefur ekki verið til á veg- um spítalans. Nú hefur verið stofnaður við Kristnesspítala styrktarsjóður og er hlutverk sjóðsins að styrkja hvers konar starfsemi við spítal- ann og bæta aðstöðu sjúklinga með því að leggja fram fé til kaupa á tækjum og öðrum bún- aði fyrir spítalann. Ekki er þó heimilt að leggja fram fé eða lána spítalanum til að standa straum af venjulegum rekstrarútgjöldum hans. Tekjur sjóðsins eru gjafir og áheit, einnig ágóði af fjáröflun til spítalans í heild eða einstakra deilda sem þá njóta þess fjár sem þær afla eða er ánafnað. Einnig verða seld minningarkort til fjár- öflunar fyrir sjóðinn. Minningar- kortin verða til sölu í Bókval og á skrifstofu Kristnesspítala.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.