Dagur - 21.02.1989, Page 16

Dagur - 21.02.1989, Page 16
MtrtJR Akureyri, þriðjudagur 21. febrúar 1989 Kveikjuhlutir í úrvali þÓRSHAMAR HF. Við Tryggvabraut ■ Akureyri ■ Sími 22700 Annar skellur á íslenskar kjötiðnaðarstöðvar: Ekki samræmi milli verðs og gæða skinku Að mati Verðlagsstofnunar er brýn nauðsyn á að setja reglur um gæðastaðla á skinku og örðum unnum kjötvörum í kjölfar athugunar á 43 tegund- um af svínaskinku frá 22 inn- Iendum framleiðendum og sex dönskum. Niðurstöður leiddu í Ijós að ekki er um að ræða tengsl á milli verðs og gæða skinku, t.d. er besta skinkan, svokölluð lúxusskinka oftast dýrari en önnur þó gæði henn- ar væru almennt ekki meiri. Loðnuveiðar: Súlan og Þórður landa á Aust- íjarðahöfnum „Veðrið er svo leiðinlegt fyrir Norðurlandi að við viljum helst ekki fara norður fyrir til Krossaness eins og er,“ sagði Sævar Sigurpálsson, 2. stýri- maður á Þórði Jónassyni EA 350, en skipið var í gær á leið til Reyðarfjarðar með 700 tonna loðnufarm. Loðnuveiði hefur verið góð undanfarna daga og hafa skipin haldið sig fyrir utan Vík í Mýrdal. Súlan EA 300 landaði fullfermi á Seyðisfirði á sunnu- dag. Örninn KE var talinn vera á leið til Krossaness í gær með full- fermi. „Það er orðið langt í Krossanes af miðunum, keyrsla kringum hálft landið en við látum okkur hafa það. Menn eru að grynna á kvótanum og geta þá frekar siglt lengra með aflann. Austfirðirnir fara að fyllast fljót- lega, t.d. er allt fullt á Norðfirði, líka á Hornafirði. Bátarnir verða því að keyra þangað sem plássið er,“ sagði Sævar. Hreiðar Valtýsson, útgerðar- maður, sagði að mikil lægð hefði verið í loðnuveiðarnar lengi vel vegna veðurs en nú væri að rofa til aftur. „Við reynum að sigla til Krossaness þegar hægt er. Veður hefur þó verið þannig að það hef- ur ekki verið hægt. Þetta er geysi- mikil vegalengd,“ sagði Hreiðar þegar hann var spurður um loðnu- veiðarnar. EHB Þaö vakti einnig nokkra athygli að allir innlendu fram- leiðendurinar utan tveir, vikta umbúðir með innihaldinu og selja þær á sama kflóverði. Þyngd umbúða er allt að 10- 12% af raunverulegri þyngd inni- halds og sem dæmi má nefna að ef raunverulegt verð skinku er umreiknað samkvæmt því, hækk- ar það að jafnaði um 200-300 kr. frá uppgefnu verði á hvert kíló. Hvað verð snertir kom í ljós, að mikill munur er á hæsta og lægsta verði á skinku. Danska skinkan var í öllum tilfellum mun ódýrari en sú íslenska en hún er þó sambærileg þeirri dönsku að gæðum. Ódýrasta skinkan í könnuninni var frá Búrfelli á 999 krónur hvert kíló, en dýrust var veisluskinka frá Búa á Akureyri á 2.109 krónur kílóið, raftaskinka frá Goða á 2.096 krónur hvert kíló og lúxusskinka frá Bautabúr- inu Akureyri á 2.070 krónur hvert kíló. Munur á hæsta og lægsta verði innlendu skinkunnar er því 110%. Samskonar niðurstöður á gæð- um nautahakks á síðasta ári hrekja fullyrðingar kjötiðnaðar- stöðva að verð segi mikið um gæði unninna kjötvara. VG Þyrla Varnarliðsins lenti á Eyrarlandsholti í gær, en þá hófust opnir dagar í skólanum. Það verður mikið um að vera í VMA þessa daga, en við segjum betur frá því í blaðinu á fimmtudag. Mynd: tlv Vigfús B. Jónsson formaður stjórnar Landeigendafélags Laxár og Mývatns: Vil heldur fuglasöng en öskur í hljóðfráum þotum - alþingismenn og fleiri hafa farið ofíari í þessu máli Skipakaup fyrir Hrísey: MáJið verður aðhafa eðlilegan meðgöngulíma - segir Jóhann Þór Halldórsson Jóhann Þór Halldórsson, úti- bússtjóri Kaupfélags Eyfirð- inga í Hrísey, segir að engin ákvörðun iiggi fyrir um kaup KEA á Súlnafelli ÞH-361, skipi Útgerðarfélags Norður- Þingeyinga á Þórshöfn. „Þetta er allt í skoðun og fátt hægt að segja um málið að svo stöddu,“ segir Jóhann. Hann segir að menn séu enn að skoða fjölmarga möguleika í kaupum á skipi til hráefnisöflun- ar fyrir fiskvinnsluna í Hrísey. „Ég get ekkert sagt um hvenær þetta skýrist. Þessi mál verða að fá að hafa eðlilegan meðgöngu- tíma. Ég get staðfest að við erum m.a. að skoða þann möguleika að kaupa Súlnafellið, en það skip er eitt af mörgum sem er inn í myndinni,“ segir Jóhann Þór Halldórsson. óþh „Við lítum ekki svo á að við höfum neitunarvald um bygg- ingu flugvallar í Aðaldal. Stjórnvöld geta einfaldlega með lagasetningu tekið land undir hann eignarnámi. En þrátt fyrir það teljum við land- eigendur mikilvægt að láta frá okkur heyra um málið og Þess er vænst að eftir hálfan annan mánuð hefji Trygginga- sjóður fiskeldislána afgreiðslu. Guðmundur G. Þórarinsson, formaður Landssambands fisk- eldis- og hafbeitarstöðva, segir að fiskeldismenn sé óneitan- lega farið að lengja eftir fyrir- greiðslu sjóðsins, enda sé fjár- hagsstaða þeirra fremur slæm um þessar mundir. Tryggingasjóði fiskeldislána var komið á fót í janúar sl. með breytingu á lögum um Stofnlána- deild landbúnaðarins. Tilgangur kynna okkar málstað,“ segir Vigfús B. Jónsson á Laxamýri í Aðaldal og formaður stjórnar Félags landeigenda við Laxá og Mývatn, en sl. föstudag sendi það frá sér ályktun þar sem öllum hugmyndum um flugvöll í Aðaldal kostuðum af NATO er harðlega mótmælt. sjóðsins er að tryggja greiðslu afurðalána, sem bankar og aðrar lánastofnanir veita, eða útvega innlendum fiskeldisfyrirtækjum, þannig að rekstrar- og afurðalán þeirra til fiskeldis geti numið allt að 75% af verðmæti birgða. Há- mark skuldbindinga sjóðsins á hverjum tíma má nema samtals 800 milljónum króna eða jafn- virði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt. Guðmundur fer ekki dult með að fjárhagsstaða nokkurra fisk- eldisstöðva sé nokkuð þröng um Vigfús segir að stjórnvöld hafi ekki rætt þessi mál við hlutaðeig- andi aðila í Aðaldal og því hafi heimamenn fylgst með gangi mála í gegnum fjölmiðla. Hann telur það óeðlileg vinnubrögð og segir að ef stjórnvöld fylgi þessu máli frekar eftir muni heima- menn fara fram á að ræða þessi mál í smáatriðum við þau. „Það er þessar mundir. Af þeim sökum segir hann að beðið sé með óþreyju eftir að stjórn Trygginga- sjóðs fiskeldislána geti hafið afgreiðslu. „Því er auðvitað ekki að leyna að staða margra fiskeld- isfyrirtækja er þröng og ég hygg að tilkoma sjóðsins hafi mikið að segja í því að bæta hana. Hvernig til tekst veltur vitaskuld mikið á framkvæmdinni en við fiskeldis- menn teljum þetta gífurlega stór- an áfanga í því að samræma af- urðalánakerfið,“ segir Guð- mundur G. Þórarinsson. ... auðvitað lágmarks krafa að við okkur sé rætt og ég verð nú að segja að alþingismenn og fleiri í þessu kjördæmi hafa farið offari í þessu máli. Menn verða að hafa í huga að á þessu máli eru margar hliðar og það verður að skoða þær allar,“ segir Vigfús. Hann segir að í þessu máli eins og mörgum öðrum einblíni menn fyrst og fremst á peningahliðina. „Ef við Laxamýrarbændur vær- um einungis að hugsa um pen- inga myndum við auðvitað vera fylgjandi þessum flugvelli. En ég hef ekki áhuga á þeim peningum. Ég vil heldur hlusta á fuglasöng- inn en öskrin og smellina í hljóð- fráum þotum. Vissulega hef ég fengið ýmsar ómjúkar athuga- semdir vegna þessara skoðana minna en ég biðst ekki afsökunar á þeim og hef áfram mínar skoðanir á þessu máli,“ segir Vigfús. Vigfús segist líta svo á að áhugi Atlantshafsbandalagsins á bygg- ingu flugvallar í Aðaldal helgist fyrst og fremst af mikilli hernað- aruppbyggingu Sovétmanna á Kólaskaga. „Ég tel að bygging óvarins herflugvallar hér sé nokkurs konar heimboð til óvin- arins í austri,“ segir Vigfús. Þá segist hann, og fjölmargir aðrir í Aðaldal, óttast mjög æfingaflug sem óneitanlega yrði við þennan flugvöll. óþh Tryggingasjóður fiskeldislána byrjar afgreiðslu eftir hálfan annan mánuð Sjóðurinn stór áfangí í að samræma afurðalánakerfið

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.