Dagur - 24.02.1989, Blaðsíða 10

Dagur - 24.02.1989, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 24. febrúar 1989 f/ myndosöguí dogs ARLAND Ooo! Þarna kemur fíflið hann Siggi skelfir... örugglega til að hrekkja mig aftur... ef ég sit hér og læt fara lítið fyrir mér, tekur hann kannski ekki eftir jnér ... Kannski ætlar hann að hrekkja einhvern annan í dag ... eða kannski ætlar hann að biðja mig afsökunar á að hafa lokað mig inni í skápn- um ... „ jx. ANDRÉS ÖND Þaö er sennilega best aö ég bæti við einni framleng ingu enn! OKFS/Distr. BULLS s ir p/X. te.Qu'A/é BJARGVÆTTIRNIR # Kyngimáttur Bjarna Fel. Varla hefur það farið fram hjá nokkurri sálu að þessa dagana stendur yfir B- keppni heimsmeistaramóts- ins í handbolta í Frakklandi. Landinn er montinn sem aldrei fyrr enda hafa „strák- arnir okkar“ staðið sig stórvel. Morgunblaðið fylg- ist með keppninni ytra og sagði blaðið frá því á dögunum að Bogdan þjálf- ari hefði orðið óendanlega glaður að sjá Bjarna Fel. mættan á svæðið fyrir leik- inn við V.-Þýskaland. Og ekki að ástæðulausu. í tíð Bogdans með landsliðinu hefur liðið aldrei tapað leik í beinni útsendingu hjá Bjarna. Og viti menn, Þjóð- verjarnir steinlágu og Sviss- ararnir sömuleiðis. Menn velta því fyrir sér hvort þessi áhrifamáttur fylgi aðeins þessum eina íþrótta- fréttamanni Sjónvarpsins og ef svo er þá er morgun- Ijóst að Bjarni verður send- ur í A-keppnina, þ.e.a.s. vinni íslendingar sér þátt- tökuréttinn. Hins vegar þarf að ganga fljótlega úr skugga um hvort kraftur Bjarna hefur áhrif á lands- liðið þegar Tiedeman hefur tekið við stjórninni. # Auglýsinga- markaðurinn Einkamáladálkarnir í blöð- unum eru töluvert vinsælt lesefni. Flestar auglýsing- arnar eru á svipuðum nót- um t.d. „Einmana 45 ára kona vill kynnast manni með vinskap og sambúð í huga.“ Jú, jiannig gæti slík auglýsing litið út. S&S rak þó í rogastans um daginn þegar ein auglýsingin í einkamáladálki hljóðaði á þessa leið. „Bassaleikari óskar eftir að kynnast ein- staklingum eða hljómsveit til að hefja músíktilraunir.“ Viðkomandi ku víst ekki hafa gefið upp hvort hann hefði sambúð í huga eða náin kynni. Auglýsingin var komin á sinn rétta stað í næsta tölublaði, í dálk sem rækilega var merktur Hljóð- færi. Taiandi um auglýsing- ar þá virðast skólanemar hafa fundið afbragðs leið til að komast hjá ritgerðasmíð í skólanum. Undanfarið hafa slíkar auglýsingar birst eitthvað á þessa lund: „Bráðvantar söguritgerð til afnota. Efni: John F. Kennedy, Pétur mikli, Sam- einuðu þjóðirnar eða fyrri heimsstyrjöldin. Greiðsia í boði.“ Og þá er að fara að gera út á ritgerðasafnið! dogskrá fjölmiðlo Sjónvarpið Föstudagur 24. febrúar 18.00 Gosi (9). 18.25 Kátir krakkar (2). 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Austurbœingar (17). 19.25 Meinlausi drekinn. (The Relucted Dragon.) Bresk teiknimynd um lítinn strák sem finnur dreka í helli einum. Þorpsbúar vilja farga honum, en strákurinn reynir að vernda hann. 19.54 Ævintýri Tinna. Krabbinn með gullnu klærnar (7). 20.00 Fróttir og veður. 20.35 Spurningakeppni framhaldsskól- anna. Fjórði þáttur. Fjölbrautarskólinn í Breiðholti gegn Menntaskólanum á Laugarvatni. 21.15 Þingsjá. 21.35 Derrick. 22.35 Sniðug stelpa. (Funny Girl.) Bandarísk kvikmynd frá 1968. Myndin fjallar um Fanny Brice, ófríða gyðingastúlku frá New York, sem einset- ur sér að komast áfram í skemmtanaiðn- aðinum. Brautin er þymum stráð en Fanny Brice lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. 01.15 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Sjónvarp Akureyri Föstudagur 24. febrúar 15.45 Santa Barbara. 16.30 Uppgangur. (Staircase.) 18.10 Myndrokk. 18.25 Pepsí popp. 19.19 19.19. 20.30 Klassapíur. (Golden Girls.) 21.00 Ohara. 21.50 Anastasia.# Saga myndarinnar er rakin til þess atburðar þegar öll rússneska keisaraætt- in var myrt árið 1918 og kunngjört var að leiðtogi fjölskyldunnar eða síðasti keisari Rússlands hefði skilið eftir kynstur auðæfa dóttur sinni, Anastasíu, til handa en hún átti einnig að hafa verið myrt. í mynd kvöldsins hermir sagan að hópur rússneskra sérfræðinga hafi samið sögu þess efnis að Anastasía hafi komist lífs af. 23.45 Fjarstýrð örlög.# (Videodroma.) Myndin fjallar um hið ólíklegasta sem gæti hent nokkum mann. Að þessu sinni býr hin illskeytta ofsókn- arvera í bandarískum sjónvarpsþætti en hann er þeim krafti gæddur að ná tangar- haldi á lífi þeirra sem í þættinum birtast. Alls ekki við hæfi barna. 01.15 Snerting Medúsu. (Medusa Touch.) í myndinni leikur Richard Burton mann með yfirnáttúrulega hæfileika. Með vilj- anum einum saman getur hann drepið fólk, orsakað flugslys og látið skýjakljúfa hrynja. Alls ekki við hæfi barna. 03.00 Dagskrárlok. # Táknar frumsýningu á Stöð 2. Rás 1 Föstudagur 24. febrúar 6.45 Veðurfregnir - Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Ingveldi Ólafsdóttur. Lesið úr forystugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn. - „Sögur og ævintýri." Höfundurinn, Þórunn Magnea Magnús- dóttir, hefur lesturinn. 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Kviksjá - Hrollvekjur í isienskum frásögnum. 10.00 Fréttir • Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Maðurinn á bak við bæjarfulltrúann. Umsjón: Erna Indriðadóttir. (Frá Akur- eyri.) 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. 11.53 Dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit - Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Tilkynningar. 13.35 Miðdegissagan: „Blóðbrúðkaup", eftir Yann Queffeléc (22). 14.00 Fréttir • Tilkynningar. 14.05 Ljúflingslög. 15.00 Fréttir. 15.03 Samantekt um snjóflóðahættu. 15.45 Þingfréttir. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið - Símatími. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á siðdegi. 18.00 Fróttir. 18.03 Þingmál. Tónlist • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.33 Kviksjá. 20.00 Litli barnatíminn. 20.15 Hljómplöturabb. 21.00 Kvöldvaka. Umsjón: Gunnar Stefánsson. 22.00 Fréttir. 22.07 Frá Alþjóðlega skákmótinu í Reykja- vík. Jón Þ. Þór segir frá gangi skáka í tíundu umferð. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma. Guðrún Ægisdóttir les 29. sálm. h 22.30 Dansiög. 23.00 í kvöldkyrru. Þáttur í umsjá Jónasar Jónassonar. 24.00 Fréttir. 00.10 Tónlistarmaður vikunnar - Gunnar Guðbjörnsson tenórsöngvari. 01.00 Veðurfregnir. Rás 2 Föstudagur 24. febrúar 7.03 Morgunútvarpið. 9.03 Stúlkan sem bræðir íshjörtun, Eva Ásrún. 11.03 Stefnumót. Jóhanna Harðardóttir tekur fyrir það sem neytendur varðar. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.15 Heimsblöðin. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Umhverfis landið á áttatíu. Margrét Blöndal og Gestur Einar Jónas- son leika þrautreynda gullaldartónlist. 14.05 Milli mála, Óskar Páll á útkíkki. 16.03 Dagskrá. 19.00 Kvöldfréttir. 19.33 Áfram ísland. Dægurlög með íslenskum flytjendum. 20.30 Vinsældalisti Rásar 2. Tíu vinsælustu lögin. 21.30 Fræðsluvarp - Lærum þýsku. 22.07 Snúningur. 23.45 Innskot frá Alþjóðlega skákmótinu í Reykjavík. 02.05 Rokk og nýbylgja. 03.00 Vökulögin. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. Fréttir eru sagðar kl. 2,4, 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Ríkisútvarpið á Akureyri Föstudagur 24. febrúar 8.07-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Bylgjan Föstudagur 24. febrúar 07.30 Páll Þorsteinsson. Tónlist sem gott er að byrja daginn með, fregnir af veðri og færð. 10.00 Valdís Gunnarsdóttir. Föstudagstónlist. Fréttir kl. 10, 12 og 13. Potturinn kl. 11. Bibba kemur með Halldór milli kl. 11 og 12. 14.00 Þorsteinn Ásgeirsson. Föstudagsskapið allsráðandi á Bylgjunni. 18.00 Fréttir. 19.00 Freymóður T. Sigurðsson. 20.00 íslenski listinn. Ólöf Marín kynnir 40 vinsælustu lög vik- unnar. 22.00 Þorsteinn Ásgeirsson á næturvakt. 02.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Stjarnan Föstudagur 24. febrúar 7.30 Jón Axel Ólafsson. 10.00 Helgi Rúnar Óskarsson. 14.00 Gísli Kristjánsson. 18.00 Róleg tónlist. 20.00 Sigurður Helgi Hlöðversson. Óskalagasíminn er 681900. 24.00 Darri Ólason á næturvakt. Kveðjur og óskalög í síma 681900. 04.00-10.00 Næturstjörnur. Ókynnt tónlist úr ýmsum áttum. Fréttir á Stjörnunni kl. 8, 10, 12, 14 og 18. Fréttayfirlit kl. 8.45. Hljóðbylgjan Föstudagur 24. febrúar 07.00 Róttu megin framúr. Ómar Pétursson spjallar við hlustendur í morgunsárið, kemur með fréttir sem koma að gagni og spilar góða tónlist. 09.00 Morgungull. Hafdís Eygló Jónsdóttir á seinni hluta morgunvaktar. 12.00 Ókynnt hádegistónlist. 13.00 Perlur og pastaréttir. Snorri Sturluson sér um tónlistina þína og lítur m.a. í dagbók og slúðurblöð. 17.00 Síðdegi í lagi. Þáttur fullur af fróðleik og tónlist í umsjá Þráins Brjánssonar. 19.00 Ókynnt kvöldmatartónlist. 20.00 Jóhann Jóhannsson í sínu sérstaka föstudagsskapi. 24.00 Næturvakt Hljóðbylgjunnar. 04.00 Ókynnt tónlist til laugardagsmorguns. Ólund Föstudagur 24. febrúar 17.00 Um að vera um helgina. Listir, menning, dans, bíó og fleira. ítarleg umfjöllun með viðtölum. Umsjón Hlynur Hallsson. 18.00 Handrið ykkur til handa. Lodfáfnir og Sýruskelfir í góðu gengi. 19.00 Peysan. Snorri Halldórsson. Tónlist af öllum toga. Gestur kvöldsins leikur lausum hala. 20.00 Gatið. Húmanistar á mannlegu nótunum. Félagar í Flokki mannsins sjá um þáttinn. 21.00 Fregnir. 30 mínútna fréttaþáttur. Hvað ætlar fólk að gera um helgina. Viðtöl. 21.30 Samræður. Ákveðið mál tekið fyrir og því gerð skil með samræðum við fólk sem tengist því. Umsjón: Sigurður Magnason. 23.00 Grautarpotturinn. Ármann Kolbeinsson og Magnús Geir Guðmundsson blúsa og rokka. 01.00 Eftir háttatíma. Næturvakt Ólundar. 04.00 Dagskrárlok.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.