Dagur - 24.02.1989, Blaðsíða 11
hér & þor
Johnson ástfanginn
DON JOHNSON er
loksins alvarlega fallinn
fyrir dömu og ku vera ást-
fanginn upp fyrir haus.
Stutt mun vera þar til
hann giftir sig í annað sinn
og sú heppna er leikkonan
Melanie Griffith. Blóma-
sali nokkur stóðst ekki
mátið að blaðra því í
blaðamenn nýlega, að
Don væri sko ástfanginn
núna. Hann hafði nefni-
lega sent ástinni sinni rós-
ir fyrir litlar 245 þúsund
krónur íslenskar. Þegar
Melanie kom á hótelher-
bergið sitt voru því rósir
hvar sem hægt var að
troða þeim, auk þess var
hjartalaga blómaskreyting
á hjónarúminu . . .
Æf ,
amma
Priscilla Presley, sem
nú leikur verðandi mömmu í
Dallas, er í raun verðandi
amma, nákvæmlega eftir
fjóra mánuði. Þetta hefur að
sjálfsögðu heilmikil áhrif á
kellu og varð hún t.d. æva-
reið um daginn þegar dóttir-
in ólétta koma heim, akandi
á risa-mótorhjóli. „Ertu vit-
laus stelpa,“ æpti verðandi
amman, „veistu ekki hvað
getur gerst.“ Lisa María, sú
sem gengur með barnið,
nennti hins vegar ekki að
hlusta á móður sína, gaf
henni aðeins langt nef, gaf
svo í og hvarf í rykmekki.
Reagan
bjargaði Liz!
ELIZABETH TAYLOR,
segir að Ronald Reagan fyrrum
Bandaríkjaforseti hafi bjargað lífi sínu,
hvorki meira né minna. hetta var á þeim
tíma þegar hún var hjálparvana vegna bak-
verkja og háð verkjatöflum og áfengi; að
eigin sögn á barmi sjálfsmorðs.
Hún segir að þá hafi hún farið að fá pers-
ónulegar hringingar úr Hvíta húsinu sem
hvöttu hana áfram og hjálpuðu henni að
rífa sig upp úr volæðinu. „Þetta voru vin-
gjarnleg og hlý tilmæli frá Reagan,“ sagði
Taylor.
„Ég læt stjórnmálafræðingana um að
dæma hvernig forseti hann var, en hann er
manneskja með stórt hjarta og fer í fyrsta
sæti vinsældalistans hjá mér,“ sagði frúin
fagra að lokum.
24. febrúar 1989 - DAGUR - 11
Skíðaskólinn
Hlíðarfjalli
Skíðanámskeiðin
hefjast n.k. mánudag
Upplýsingar og innritun að Skíðastöðum, sími 22280.
Skntstolutækni
< )PIí ) HÚS
Skri Ts í ofu tækni er hagnýtt nám
sem nýtist fólki á framábraut.
Farið er yíir helstu tölvit- og viðskiptagreiuar,
sem gerir hvem og eiim að hæftun starfs-
krafti.
N.k. laugardagld. 14.00 num Tölvufræðslan,
Akureyri hf. hafa kynningu á starísemi sinni,
kennarar lýsa náminu, sýna námsgögn og
aðstöðu!
Allir velkointiir ★ JKaffi ogveittngar
Tökufræðslan Akureyri h£
Glerárgötu 34 • 4. hæð • Akureyri
Háseta vantar
á 80 tonna netabat frá Óiafsfirði.
Uppl. í síma 62484.
Atvinna óskast!
Sjálfstæður starfandi byggingaverkfræðingur
með 10 ára reynslu við verklegar framkvæmdir
og stjórnun, óskar eftir áhugaverðu framtíðar-
starfi.
Margt kemur til greina.
Frekari upplýsingar er aö fá á auglýsingadeild Dags
(Frímann).
Akureyrarbær - Öldrunarþjónusta
Hjukrunarfræðingar
Deildarstjóri óskast á öldrunardeild á Hjúkrunar-
heimilinu Hlíð frá 1. apríl n.k.
Einnig viljum við ráða nú þegar hjúkrunarfræðinga til
fastra starfa og sumarafleysinga.
Sjukraliðar
Sjúkraliðar óskast einnig til starfa nú þegar og til
sumarafleysinga.
Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um mennt-
un og fyrri störf sendist í pósthólf 340, 602 Akureyri.
Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma
27930 alla virka daga frá kl. 08.00-16.00.
Deildarstjóri öldrunarþjónustu.
Verkstjóri óskast
Staða verkstjóra í röra- og hellusteypu fyrir-
tækisins er laus til umsóknar.
Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu í meðferð
steypu eða t.d. múrverki.
Aðeins kemur til greina áreiðanlegur og duglegur
maður.
Framtíðarstarf fyrir réttan mann.
MOL&SANDUR HF.
V/SÚLUVEG - PÓSTHÓLF 618 - 602 AKUREYRI - SÍMI (96)21255