Dagur - 28.02.1989, Blaðsíða 3

Dagur - 28.02.1989, Blaðsíða 3
rton i* öc — .... c 28. febrúar 1989 - DAGUR - 3 Fermingarföt Glæsilegt úrval af fermingarfötum Opið laugardaga kl. 10-12 ■■■■! ViSA F _WmmL HERRADEILD Ciranufólagsgötu 4 Akureyri ■ Sími 235Ö9 Tvær skýrslur um verð ílugfargjalda innanlands hjá samgönguráðuneytinu: Fuflyrðing stendur á móti fúflyrðingu - Flugleiðir og Flugmálastjórn greinir verulega á um verð á flugfargjöldum í samgönguráðuneytinu eru nú til athugunar tvær skýrslur um flugfargjöld, annars vegar skýrsla Flugmálastjórnar og hins vegar skýrsla frá Flugleið- um. í þessum skýrslum er gerður samanburður á verði flugfargjalda innanlands og verði fargjalda til og frá landinu og einnig er gerður samanburður á innanlandsfar- gjöldum í útlöndum og hér heima. Samgönguráðherra segir Ijóst að niðurstöður í þessum skýrslum stangist veru- lega á. í greinargerð Flugmálastjórnar er fullyrt að fargjöld frá landinu til Evrópulandanna séu töluvert hærri en á sambærilegum leiðum, að lengd til, víða í Evrópu. Flug- leiðamenn halda því gagnstæða fram í sinni skýrslu og segja með- alfargjöld lægri á flugleiðum íslendinga en á sambærilegum leiðum í Evrópu. Steingrímur J. Sigfússon, sam- gönguráðherra, upplýsti þetta á Alþingi í gær. Hann sagði nú til athugunar í ráðuneytinu að fá hlutlausan aðila til að gera athug- un á þessum máli. „Ég tel Ijóst að hér þarf að fara fram vandaðri vinna svo að um raunhæfan og vandaðan samanburð verði að ræða. Þessu verki hyggst ég hraða og tel eðlilegast að Alþingi verði gerð grein fyrir niðurstöðu málsins þegar hún liggur fyrir í skýrara máli,“ segir ráðherrann. JÓH Húnavatnssýslur: 6 bninaútköfl á síðasta árí - og eitt gabb grunur leikur á að um unga gaman það, og ekki til fyrirmynd- krakka hafi verið að ræða. Grátt ar. -bjb Ályktun félagsfundar í Félagi verslunar og skrifstofufólks á Akureyri: Að haft verði sem víðtækast samflot - verkalýðsfélaganna í komandi samningagerð Brunaútköll hjá slökkviliðun- um í Vestur- og Austur-Húna- vatnssýslum urðu samtals 6 á síðasta ári. Er það tveim út- köllum fleira en árið áður. Það sem af er þessu ári hefur ekk- ert brunaútkall verið og verður ekki annað sagt en að Hún- vetningar séu afar varkárir með eld, ef mið er tekið af útköllum slökkviliðsins. Þessi 6 útköll skiptast þannig niður að 2 eru vegna heybruna, 2 vegna bílbruna, 1 vegna hús- bruna og 1 vegna bátsbruna. Umtalsvert tjón varð ekki í þess- um eldum, nema í öðrum hey- brunanum, þar sem tjón var tölu- vert. t>á skal þess getið að eitt gabb var á síðasta ári. Hringt var til slökkviliðsins á Hvammstanga og tilkynnt um húsbruna á Laug- arbakka. Hverjir voru þarna að verki hefur ekki komist upp, en Síðastliðinn sunnudag hófst svokölluðu krakkavika á Siglu- firði með opnun myndlistar,- sýningar í Ráðhússalnum. Það er Barnaheimilið á Siglufírði sem stendur fyrir þessari viku og lýkur henni með sögustund fyrir börnin nk. laugardag kl. 16 í Ráðhússalnum. Þetta er annað árið sem starfs- fólk og börn á Barnaheimilinu standa fyrir slíkri krakkaviku og þótti hún takast með eindæmum vel í fyrra. Börnin hafa verið iðin við að leggja sín lóð á vogarskálarnar við undirbúning krakkavikunnar og taka virkan þátt í henni. Þau eiga allar myndir á myndlistar- sýningunni og er rétt að taka fram að þær eru til sölu. Ágóða af sölu þeirrra verður varið til kaupa á áhöldum fyrir Barna- heimilið. í dag, þriðjudag, og fimmtu- dag kl. 18 bregður starfsfólk Barnaheimilis ásamt nokkrum bæjarbúum á leik og sýna leik- atriði í bíósal Nýja-Bíós. Á Almennur félagsfundur haldinn 23. febrúar 1989 ályktar að eins og staðan er í dag sé æskilegast að sem víðtækast samflot verka- morgun munu nemendur Tón- skólans spila fjörlega tónlist fyrir gesti og gangandi í Ráðhússaln- um. Spileríið hefst kl. 18. Sem sagt, líf og fjör á Sigló á krakkaviku. óþh lýðsfélaganna verði haft í kom- andi samningagerð og að nú þeg- ar verði hafnar viðræður við vinnuveitendur þar sem samning- ar félagsins runnu út 20. febrúar sl. Þá telur fundurinn að leggja beri aðaláherslu á að kaupmáttur verði tryggður og náð verði þeim kaupmætti sem var sl. vor og hægt verði að treysta því að stjórnvöld gangi ekki á gerða samninga eins og gert hefur verið á síðasta samningstímabili. Þá skorar félagið á stjórnvöld að fella niður matarskattinn þar sem hann bitnar harðast á þeim lægst launuðu og þeim sem þyngsta framfærslu hafa. Eins beri að efla framlag til félagslegra íbúðabygginga og skattleysis- mörk hækkuð. Þetta eru tölurnar sem upp komu 25. tebrúar 1989. Heildarvinningsupphæö var kr. 4.828.641.- 1. vinningur var kr. 2.223.253.- Einn þátttakandi var með fimm tölur róttar. Bónusvinningurinn (fjórar tölur + bónustala) var kr. 386.036.- Skiptist á 4 vinningshafa og fær hver þeirra kr. 96.509.- Fjórar tölur réttar, kr. 665.856.- skiptast á 136 vinningshafa, kr. 4.896.- á mann. Þrjár tölur réttar kr. 1.553.496.- skiptast á 3.963 vinningshafa, kr. 392.- á mann. Sölustaðir eru opnir frá mánudegi til laugardags og er lokað 15 mínútum fyrir útdrátt. Krakkavika á Siglufirði: Myndlist, sögustund, leiklist og tónlist Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511. Styrkur til Noregsfarar Stjóm sjóðsins Þjóðhátíðargjöf Norðmanna auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum vegna Noregsferða 1989. Samkvæmt skipulagsskrá er tilgangur sjóðsins „að auðvelda íslendingum að ferðast til Noregs. í þessu skyni skal veita viður- kenndum félögum, samtökum, og skipulegum hópum ferðastyrki til Noregs í þvi skyni að efla samskipti þjóðanna t.d. með þátttöku í mótum, ráðstefnum, eða kynnisferðum, sem efnt er til á tvíhliða grundvelli, þ.e.a.s. ekki eru veittir styrkir til þátttöku í samnorræn- um mótum, sem haldin eru til skiptis á Norðurlöndunum. Ekki skal úthlutað ferðastyrkjum til einstaklinga, eða þeirra sem eru styrk- hæfir af öðrum aðilum." í skipulagsskránni segir einnig, að áhersla skuli lögð á að veita styrki, sem renna til beins ferðakostnaðar, en umsækjendur sjálfir beri dvalarkostnað í Noregi. Hér með er auglýst eftir umsóknum frá þeim aðilum, sem uppfylla framangreind skilyrði. ( umsókn skal getið um hvenær ferð verður farin, fjölda þátttakenda og tilgang fararinnar. Auk þess skal til- greina þá upphæð, sem farið er fram á. Umsóknir óskast sendar til stjórnar sjóðsins, forsætisráðu- neytinu, Stjórnarráöshúsinu, Reykjavík, fyrir 20. mars 1989.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.