Dagur - 28.02.1989, Blaðsíða 8

Dagur - 28.02.1989, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 28. febrúar 1989 t f/ íþróttir \ Úrslitakeppnin í blaki karla: KA byrjar vel Karlalið KA í blaki byrjaði úr- slitakeppnina vel um helgina. Leiknar voru tvær umferðir og í fyrri umferðinni vann KA lið HK í Kópavogi, 3:0. A sunnudaginn mættu KA-menn liði ÍS og eftir mikla baráttu og tvísýnan leik stóðu norðanmenn uppi sem sig- urvegarar. Staða þeirra er því góð eftir fyrstu umferðirnar en Ijóst er að úrslitakeppnin verður hörð. Öruggt gegn HK Sigur KA á HK var nokkuð öruggur. Framan af fyrstu hrinunni var jafn- ræði með liðunum en þegar líða tók á seig KA fram úr. HK minnkaði þó muninn í tvö stig, 11:9, en KA tók þá góðan kipp og sigraði 15:9. Önnur hrinan var á líkan veg. Þegar staðan var jöfn, 6:6, skildu leiðir og KA- menn skoruðu hvert stigið af öðru og unnu 15:8. í síðustu hrinunni barðist HK vel framan af en réði ekki við andstæðing sinn og mátti sætta sig við tap í hrinunni, 15:9, og þar með tap í leiknum. Dregið hefur verið í bikarkeppni Blaksambands Islands. Völsungur á Húsavík fær HK-stúIkurnar úr Kópavogi í heimsókn og KA þarf að mæta Þrótti í Reykjavík. Völsungarnir komust í undanúrslit með því að sigra KA stúlkurnar örugglega 3:0 á Húsavík fyrir skömmu. Þær ættu að eiga góða möguleika á því að komast í úrslita- leikinn því HK-liðið er skipað ung- um og óreyndum stúlkum. Aætlað er að Ieikurinn fari fram um helgina 10.-12. mars á Húsavík. KA-strákarnir sigruðu Skautafélag Akureyrar 3:0 í bikarleik fyrir - vann bæði HK og ÍS Deildarmeistararnir í kröppum dansi Leikur KA og ÍS á sunnudaginn var æsispennandi. Stúdentar komu grimmir í leikinn og ætluðu sér greinilega stóra hluti. KA-mönnum virtist koma þetta mótlæti í opna skjöldu en héldu þó jöfnu framan af fyrstu hrinu. Þegar staðan var orðin 4:4 fór allt að ganga á afturfótunum hjá KA en að sama skapi gekk flest upp hjá ÍS. Eftir skamma stund var staðan orðin 13:6 fyrir ÍS en þá bætti KA fjórum stigum við og breytti stöðunni í 13:10. ÍS svaraði með tveimur stigum og vann hrinuna 15:10. í annarri hrinu var hart barist. ÍS hafði þó alltaf frumkvæðið og spilaði betur en KA-menn klóruðu í bakk- ann. Hvað eftir annað minnkuðu þeir muninn í eitt stig og í fyrsta skipti í hrinunni var jafnt, 13:13. Þá virtust taugarnar bila hjá deildar- meisturunum og þeir áttu ekki svar við leik ÍS í lokin og máttu því þola skömmu. Sá leikur var nokkuð spennandi þrátt fyrir að yfirburðir KA væru þó nokkrir. Allir liðsmenn KA fengu að spreyta sig og vann KA síðustu hrinuna naumt 16:14. Róðurinn verður þyngri hjá KA- strákunum því þeir mæta Þrótti frá Reykjavík fyrir sunnan. Sá leikur er á dagskránni 18. mars. Aðrir leikir í bikarkeppninni eru Víkingur a og Víkingur b í kvenna- flokki og ÍS og HK í karlaflokki. Úrslitaleikirnir í blakinu eru síðan áætlaðir laugardaginn 15. apríl í Reykjavík og er verið að vinna að því að fá þeim sjónvarpað. 14:16 tap. í þriðju hrinu komu KA mennirnir ákveðnari til leiks. Þeir komust strax yfir í upphafi og náðu forskoti en ÍS jafnaði 5:5. Jafnt var á öllum tölum upp í 9:9 en þá komst KA yfir á ný. Stúdentarnir minnkuðu muninn í 14:13 en síðasta sókn KA gekk vel upp og 15. stigið var í höfn. Fjórða hrinan gekk hratt fyrir sig. Mótspyrna ÍS var nánast að engu orðin og ekki var annað að sjá en lið- ið hefði ekki meira úthald í leikinn. Leikurinn var greinilega að snúast við, KA sem hafði fram að þessu átt í mesta basli sótti í sig veðrið en leik- ur ÍS riðlaðist að sama skapi. Hvað eftir annað varði hávörn KA skelli Stúdenta en sunnanmenn áttu fá svör við skellum KA-manna. Fjórðu hrin- unni lauk 15:3 og því var komið að úrslitahrinu. Lokahrinan var spennandi framan af. Jafn var á öllum tölum upp í 6:6 en þá skiptu KA-menn um gír og börðust grimmilega. Á þessum síð- ustu mínútum sýndu þeir stórgóðan leik sem ÍS átti ekki svar við. Loka- staðan varð 15:7 og þar með hafði KA unnið leikinn 3:2. Fei, þjálfari, var bestur KA- manna í þessum leik en þeir Stefán Jóhannesson, Stefán Magnússon og Sigurður Arnar Ólafsson áttu einnig ágætan leik. Hjá ÍS voru þeir Sigfús Viggósson og Sigurður' Þráinsson sterkir. JÓH Konráð Þorsteinsson. Mynd: Ámi Palli Blak: Völsungur mætir HK og KA mætir Þrótti - í bikarkeppni BLÍ Kvennalið Völsungs í blaki mætir HK í undanúrslitum á Húsavík og á góðan möguleika á því að komast í úrslit. Mynd: im Stefán Magnússon og félagar í KA,unnu ÍS naumt í úrslitakeppninni. Mynd: tlv Badminton: Konráð vann þrefalt á Þorramótinu Hið árlega þorramót unglinga í badminton, var haldið í Iþrótta- höllinni laugardaginn 18. feb. sl. Keppendur voru 45 og þar af 11 frá TBR og 3 frá Víkingi. Úrslit urðu sem hér segir: Hnokkar tvíl.: Róbert Guðmunds- son og Haraldur Guðmundsson TBR kepptu á móti Ragnari Þorgrímssyni og Eiríki Svanssyni TBA og unnu 15/5-15/3. Tátur einl.: Vigdís Ásgeirsdóttir TBR vann Svandísi Kjartansdóttur 11/3-12/9. Sveinar Einl.: ívar Örn Gíslason TBR vann Njörð Ludviksson TBR 11/8-11/6. Sveinar tvíl.: ívar og Njörður TBR unnu Egil Hólmsteinsson TBA 15/ 12-10/15-15/12. Meyjar einl.: Brynja Steinsen TBR vann Valdísi Jónsdóttur VÍK. 11/5- 11/8. Meyjar tvíl.: Brynja og Valdís unnu Aðaíheiði Pálsdóttur og Unni Pálm- arsdóttur TBR 17/14-14/7. Drengir einl.: Konráð Þorsteinsson TBA vann Jóhann Arnarsson TBA 15/9-15/8. Drengir tvíl.: Konráð og Jóhann TBA unnu Ingimar Erlingsson TBA og Tómas Garðarsson VÍK. 15/2- 15/11. Telpur einl.: Svandís Jónsdóttir VÍK. vann Bryndísi Baldvinsdóttur TBR 11/2-11/9. Telpur tvíl.: Bryndís og Svandís unnu Þórunni Friðleifsdóttur og Elínu Jónsdóttur TBA 15/9-17/15. Tvenndarleikur var spilaður í einum flokki þ.e. drengir/telpur og þar spil- uðu Njörður Ludviksson og Brynja Steinsen TBR á móti Konráð Þor- steinssyni og Elínu Jónsdóttur TBA og unnu Konráð og Elín 15/8-15/5. Aðalfundur KA: Sigmundur nýr formaður Aðalfundur KA var haldinn á föstudaginn og Sigmundur Þóris- son kosinn nýr formaður félags- ins. Guðmundur Heiðreksson fráfar- andi formaður gaf ekki kost á sér til endurkjörs en hann var kosinn varaformaður í stjórn. Aðrir í stjórn með Sigmundi voru kosnir Stefán Gunnlaugsson, Vil- borg Gunnarsdóttir, Þórarinn Sveinsson, Gunnar Garðarsson, Tómas Ingi Olrich og Jóhannes Bjarnason. í varastjórn voru kosnir Finnur Sigurgeirsson, Baldur Sig- urðsson auk Guðmundar. Úr stjórn gengu þeir Sigbjörn Gunnarsson og Ólafur Ásgeirsson. í skýrslu fráfarandi formanns kom fram að reksturinn hefði gengið nokkuð vel á síðasta ári og vel geng- ið að greiða niður gamlar skuldir félagsins. 1 ræðu hins nýja formanns, Sig- mundar Þórissonar, kom fram þakk- læti til fráfarandi stjórnar og sagðist hann vonast til að geta fetað í fótspor gömlu stjórnarinnar í happadrjúgum rekstri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.