Dagur - 28.02.1989, Blaðsíða 4

Dagur - 28.02.1989, Blaðsíða 4
') — iUir>A'J — í IBÍlufeT 4 - DAGUR - 28. febrúar 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN AUGLÝSINGASTJÓRI: FRfMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDfS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Óblíð vetrarveðrátta Náttúruöflin hafa minnt á sig með eftir- minnilegum hætti síðustu daga og vikur. Haustið og fyrrihluti vetrar voru með mild- ara móti en um áramótin skiptu veðurguð- irnir um ham og síðan hefur fannfergi verið afar mikið um land allt. Segja má að snjór- inn sé ýmist í ökla eða eyra, því framan af vetri gátu skíðaunnendur ekki iðkað íþrótt sína vegna snjóleysis en upp á síðkastið hafa þeir ekki komist í brekkurnar vegna fannfergis og ofankomu. Sem betur fer hafa mikil snjóþyngsli ekki valdið alvarlegum óhöppum enn sem kom- ið er, en samgöngur hafa farið úr skorðum og margir orðið fyrir óþægindum af þeim sökum. Þá hefur þurft að fresta fjölmörgum fundum og samkomum vegna veðurs og ófærðar og víða hefur skólahald fallið niður dag og dag. Mörg snjóflóð hafa fallið en svo lánlega hefur tekist til að þau hafa ekki valdið tilfinnanlegu tjóni. Víða er snjóflóða- hætta þó enn mikil og hafa íbúar á mestu hættusvæðunum þurft að yfirgefa heimili sín um stundarsakir til öryggis. Þjóðin hefur tekið þessu með jafnaðar- geði, enda má alltaf búast við því á þessum árstíma að við séum minnt á það hversu norðarlega á hnettinum við búum. Mest er um vert að við komumst stórslysalaust frá hörðum vetri. Þess vegna er full ástæða til að hvetja alla til að gæta fyllstu varúðar, bæði heima fyrir og að heiman. íslenskur vetur í sínum versta ham er ekkert lamb að leika við. Það er því afar mikilvægt að fólk fylgist vel með fréttum af veðri og færð og leggi ekki í tvísýn ferðalög, nema ýtrasta nauðsyn krefji. Þá er einnig sjálfsagt að hvetja fólk til að sýna almenna tillitssemi í ^mferðinni; hjálpa þeim ökumönnum sem ^iga í vandræðum og ekki síður að taka sérstakt tillit til gangandi vegfarenda, sem oft þurfa að grípa til þess ráðs að nota umferðargötur sem gangveg, vegna ófærð- ar á gangstéttum. Varkárni og tillitssemi auka líkurnar á því að við komumst stór- slysalaust gegnum erfiðan vetur. BB. Jónas Pétursson: Neyttu meðan á nefinu stendur! eða kapp er best með forsjá! - Útmánaðahugleiðingar Stundum kemur fyrir að eyrað nemur góða frétt. Frétt úr útvarpi allra landsmanna. Ég á við rás 1 - við aðra reyni ég ekki. Það var fréttin af skinnauppboði loðdýra í Finnlandi. Nú varð veruleg hækkun á verði refa- skinna. Þótt um lítið magn væri að ræða eru áhrif þessarar hreyf- ingar mikil. Lífssýnin verður allt í einu bjartari, þótt varúð skuli viðhöfð við mat á fyrirbærinu, þar til stærri sölur hafa svarað. En tími verðsveiflanna er ekki liðinn. Eins og tíðarfar sveiflast er háttað með skinnaverðið. Eftir slæma tíð kemur betri tíð. Bændur eða braskarar? Það varð með þynnra móti „móð- ureyrarð" á mér þegar frétt kom í útvarpinu fyrir nokkru um undir- tektir loðdýrabænda við hug- myndum „Framleiðnisjóðs“ það er kynning á líklegri aðstoð til að breyta frá refum í mink, er mun hafa verið metið sem skástu kostir. Tekið var fram að all- margir hefðu valið skiftin, en svo var bætt við að þingeyskir bænd- ur hefðu skorið sig úr og áber- andi væri að þeir hefðu margir hafnað þessu, viljað fremur halda áfram með refinn. Þetta gladdi mig og þá kom upp í huga minn milliíyrirsögnin. Aðalsmerki og lífssýn hins sanna bónda er að hugsa aldrei í árum, þótt öld sé að vísu skáldamál ætti 'að vera lágmark að miða t.d. við 10 ár - og sérstaklega á lítt troðnum slóðum, nýrra viðfangsefna, eins og loðdýrabúskapar. Það er gæt- inna háttur eins og bænda að muna málsháttinn, spakmælið: Betri er húsbruni en hvalreki á fyrsta búskaparári. Viðskipta- þjóðfélag brasks og gróðurhyggju elur ekki upp bændur hvorki til loðdýrabúskapar, fiskeldis, né nokkurs búskapar. í búskap skal byrja á grunni og byggja svo þrep fyrir þrep. Gleyma aldrei bernskunni, fyrsta reynslustigi lífsins. Afstaða þing- eysku bændanna hressti mig mjög. Ég vil svo minna á þann heildar„glæp“ sem drýgður hefir verið í mörg ár gegn loðdýra- búskapnum, eins og allri fram- leiðslu og sköpun verðmæta á heimsaslóðum: með rangrí gengisskráningu. Að reikna landið í eyði Dagur 1. febrúar hefur allstóra fyrirsögn á baksíðu: „Enga hreppapólitík því annars fer allt til Reykjavíkur.“ Tilefnið er alvöruumræða um að flytja mjólk Þingeyinga til innleggs í Mjólk- ursamlag KEA. Þetta sló mig illa. Búast mátti við að sjá slíkar hugleiðingar í DV. jafnvel Mbl. - því að á þeim vígstöðvum sem þau standa næst er reiknikúnst- um hagspekinga beitt til að reikna landið í eyði, þegar fólkið heitir mannár og gildi þeirra síminnkandi í tæknivæddri ver- öld á glötunarskeiði! Stærsta mál íslenzkrar þjóðar er varðveizla byggðar um allt land. Varðveizla fólks, sem aldrei fellur í gildafarveg útreiknings af því að manngildið er ofar auð- gildi. Hreppapólitík! Útþynnt ófrægingarhugtak í þjónustu þeirra er starfa í anda þess að deila og drottna. Um hvað er að ræða? Átthagatryggðina! Hún er ein af frumhvötum mannsins, eins og margra dýrategunda t.d. laxinn leitar að upphafsósi og þar gengur sauður er lamb gengur. Innbyggt öryggi almættisins í náttúrlega stjórnun á samleik hinna fjölmörgu fyrirbæra í nátt- úrunni dýra og gróðurs. Hreppa- pólitík, áhrif þess orðs brengla náttúrlegt skyn á þessu lögmáli. Slagorð fjármagns og valds. En nú ætti það að verða máttlaust. Svo augljós er lífsnauðsyn sam- stöðu fólksins í hinum dreifðu byggðum að standa vörð um allt, sem gildi hefur og heimta í sjálf- stjórn og ábyrgð heimabyggð- anna allt sem snertir líf og umsvif, almennt nefnt þjónusta. En framleiðslan stendur undir. Baráttan fyrir byggðum íslands frá strönd til dala er barátta við gróðahyggju fjármagns og valda. „Hagkvæmnis“-talið er hnitmið- uð aðferð til að eyða byggðum. Raunalegast er að verða var skyldrar hugsunar hjá þeim er ætla má að vilji skipa sér í sveit varnarliðs byggðanna. Með þeim leiðum er vörnin dæmd til að tapast. Aðeins með manngildis- hugsun ofar auðgildi, með sam- vinnu og samhug á nýtingu þeirra náttúrugæða, er í hverri byggð felast, í lífbeltunum tveimur verða byggðirnar varðveittar. Um allar byggðir býr snilli í fólk- inu til að skilja og marka greiðar leiðir. Mjólkursamlag á Húsavík er svo sjálfságt fyrirbæri, vaxið á grunni samvinnustarfs, sem efla þarf en ekki veikja í gjörninga- veðrum gróðahyggju. Enn kom böggull fyrir brjóstið! „Hef hugleitt í fullri alvöru að banna alla heimaslátrun!“ í Degi 4. febr. haft eftir landbúnaðar- ráðherra á bændaklúbbsfundi í Hlíðarbæ. Hér er á ferðinni enn eitt uppgjafarfálmið í landbún- aði. Vald viðskiptaþjóðfélagsins, sem hefir ákveðið að byggðin skuli skorin niður! Strjálbýlið burt. Sú bændamenning sem hér er til skorin af þjóðinni! Hér verður enginn landbúnaður ef gróðahyggja ræður! Sjálfsbjörg- in, fullnæging sjálfsþarfa fjöl- skyldu, sem er aldagrunnur búskapar á íslandi, þar sem stillt er saman breytilegum skilyrðum nágrennis og ýmsar framfarir síð- ari tíma hagnýttar til æskilegs umhverfis og daglegs lífs, án þess að djöfulæði græðginnar nái að steypa öllu kollhnís! Það er tals- verð þolraun og frumskylda oddvita bændalífs að vernda og styðja hugsunarhátt hins náttúr- lega bændaþjóðfélags. Þar verð- ur íslenzk þjóð varðveitl. Sláturhúsageðveikin í framhaldi af þessu spjalli er rétt að minnast á alla sláturhúsa„geð- veikina". Störfin við slátrun hafa verið í höndum strj álbýlisfólks- ins, styrk stoð við afkomu og bú- setu. Þar kom fjandlið byggðar um ísland auga á sterkan leik til að greiða högg með ópum fjármagns og valda um „hagkvæmni stærð- arinnar" stutt kröfum „markað- ar“ erlendis - þótt jafnframt sé stefnt að því að ekkert dilkakjöt verði til hér á erlendan „markað“! Þetta mál allt er enn eitt raunadæmið um áttavillu ýmsra, sem annars virðast vilja vernda byggðir! Dæmi um algjört ofurvald sjónhverfinga fjármagns í krafti fjölmiðlunar! Fyrir meira en 60 árum endaði Jónas Þor- bergsson forystugrein í Degi með þessum orðum: „í eyrum þeirra munu gjalla dómklukkur rétt- lætisins yfir rústum íslenzkra sveita.“ Hvalveiðar Herferð í Þýskalandi! Eru þetta siðræn samskifti? Hvernig er hnefarétti beitt? Eru „siðalög" virðulegustu þjóða heims enn á stigi valdníðslu hnefaréttarins? Auðvitað er sárast þar sem högg- ið lendir! En í aldabaráttu fjölda þjóða fyrir siðrænum samskift- um, sem ég vona að íslenzka þjóðin heyri til - verður að fara með gát, ef hnefinn er reiddur, og það er samskiptamál stjórn- valda án tvímæla. Árna Oddssyni var hótað með hervaldi á Kópa- vogsfundi. Vökul þurfa augu íslendinga að vera ár og síð, gegn valdinu, fyrirréttinum. Réttlætiskennd Er það ekki aðall kristinnar lífs- skoðunar? Fyrir nokkru heyrði ég í útvarpi umræðu um vísitölur! Ekki svo fágætt umræðuefni! Samanburður á tveimur leiðum til grundvallar útreiknings. Kem- ur þá fram í máli viðmælanda að önnur leiðin var hagstæðari! Hagstæðari? Og þá fyrir hvern! o.s.frv. Ekki væri úr vegi að varpa fram til alþingismanna hver er tilgangur vísitalna? Er það hagsmunaslagur - eða rétt- lætismál? Hvað vakir fyrir alþing- ismönnum? Eða dettur engum lengur í hug réttlæti. Yfirskrift þessara hugleiðinga kunna sumir að telja út í hött. Én er það ekki hrein og klár nauðsyn að velta stöku sinnum fyrir sér fjölmörgum spakmælum! Er nokkur vanþörf að hrista upp í athyglinni einstaka sinnum. Jónas Pétursson. Höfundur er fyrrverandi alþingismaöur Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi. Viðskiptaþjóðfélag brasks og gróðahyggju elur ekki upp bændur hvorki til loðdýrabúskapar, (iskeldis, né nokkurs búskapar, segir Jónas Pétursson í grein sinni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.