Dagur - 28.02.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 28.02.1989, Blaðsíða 1
72. árgangur Akureyri, þriðjudagur 28. febrúar 1989 ____________41. tölublað JM HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Súlan EA-300: Fékk á sig brotsjó úti af Langanesi „Ég stóð við glugga í brúnni og sá ölduna koma. Hún hefur verið svona rúmlega hæð skips- ins og ég neita því ekki að ég hörfaði undan,“ sagði Kristinn Snæbjörnsson 2. stýrimaður á Súlunni EA-300 frá Akureyri í gær, en um klukkan 17.30 á sunnudag fengu þeir á sig brotsjó þegar skipið var statt um 10 mílur úti af Langanesi. SigluQörður: Hættuástandi aflýst Almannavarnanefnd Siglu- fjarðar kom saman til fund- ar kl. 11 í gærmorgun og var á fundinum ákveðið að aflýsa hættuástandi í bænum, enda snjórinn afar þéttur og hverfandi líkur á snjóflóði. íbúar 8 húsa höfðu yfirgeflð þau um helg- ina vegna snjóflóðahættu en þeir fóru til síns heima í gær. Gríðarlegur snjór er á Siglu- firði og að sögn lögregluþjóns sem við ræddum við muna elstu menn varla eftir öðru eins fannfergi í bænum. „Snjórinn hefur hins vegar minnkað hérna í fjallinu því það hefur verið svo hvasst að hann hefur fokið,“ sagði lög- regluþjónninn. Engin teljandi vandræði hafa fylgt í kjölfar snjókom- unnar á Siglufirði en samgöng- uerfiðleikar eru auðvitað miklir og fóru menn gangandi á milli húsa í gær, enda útilok- að að hreyfa bíla._SS KEA hefur áhuga á að kaupa „Við höfum lýst áhuga á að kaupa skipið en samingar hafa ekki verið undirritað- ir,“ sagði Kristján Ólafsson, fulltrúi á sjávarútvegssviði KEA, er hann var spurður að því hvort Kaupfélag Eyfirð- inga hyggðist festa kaup á Súlnafelli ÞH 361. Súlnafellið er 218 tonna stálskip, smíðað árið 1964 í Ullsteinsvik i Noregi. Skipið var yfirbyggt árið 1984. Súlna- fell er í eigu Útgerðarfélags Norður-Þingeyinga og hefur verið gert út frá Þórshöfn á ísfiskveiðar. Áður var skipið gert út frá Siglufirði og hét þá Skjöldur. Kristján Ólafsson sagði að Kaupfélag Eyfirðinga stefndi að því að styrkja sjávarútvegs- svið sitt í heild. Hann sagði að ef af kaupum á Súlnafellinu myndi verða þá yrði það til að styrkja hráefnisöflun til fisk- vinnslu KEA í Hrísey. EHB Enginn fjórtán skipverja Súl- unnar var úti er þetta gerðist og skemmdir á skipinu urðu litlar. Leiðindaveður var á þessum slóðum þegar brotið reið yfir, um 7 vindstig og mikill sjór. „Aldan skall á stjórnborðssíðuna, lenti á glugga sömu megin og skekkti rennu sem notuð er fyrir nótina. Þá sprakk listi á glugga í brúnni og sjór skvettist inn, nógu mikill til að bleyta vel þrjá menn sem þar voru,“ sagði Kristinn. Súlan var með fullfermi af loðnu, þegar þetta gerðist og var ákveðið að halda þegar til Þórs- hafnar og landa þar. í gær biðu þeir þess að viðgerð á rennunni lyki og var ætlað að halda svo beint á loðnumiðin aftur. í gær var fínasta veður á Þórshöfn að sögn Kristins, en ekki vildi hann gera mikið úr gæftum á svæðinu. „Þetta er hálfgert kropp núna,“ sagði hann. Áætlað er að Súlan fari einn túr í viðbót og haldi síð- an heim á ný. VG Norðlendingar hafa ekki farið varhluta af snjókomu og ófærð að undanförnu. I dag mun draga úr úrkomu en skafa dálítið og kólna lítið eitt. Á miðvikudag á veðrið loks að verða skaplegt. Mynd: 'n.v Vetur konungur byrstir sig: Gíftirlegt fannfergi á Norðurlandi - bflar og jafnvel hús komin á kaf Vetur konungur hefur hreiðr- að um sig á Norðurlandi að undanförnu og er fannfergi víðast hvar gífurlegt og vegir með öllu ófærir, jafnvel innan- bæjar. Lögreglan á Akureyri hafði í ýmsu að snúast um helgina við að aðstoöa öku- menn en ekki urðu nein telj- andi vandræði af völdum ófærðarinnar og árekstrar með færra móti, eða fimm frá föstu- degi og fram á mánudagsmorg- un. Snjóruðningstæki hafa haldið strætisvagnaleiðum opnum. Á Dalvík var hins vegar ófært með öllu þegar við höfðum sam- band við lögregluna þar í gær. Fólk var beðið um að merkja skaflana þar sem það hugði bíla sína undir, með flaggi eða stöng, til þess að björgunarsveitarmenn á snjóbílum keyrðu hreinlega ekki yfir þá. Aðeins snjóbílar og vélsleðar komust um götur bæjarins, en byrjað var að ryðja Norðurland vestra: Allt á bólakafi í snjó íbúar á Norðurlandi vestra fengu svo sannarlega að finna fyrir norðan áhlaupinu um helgina. Frá föstudagskvöldi fram á sunnudag var iðulaus stórhríð og rok og á þeim tíma kyngdi niður gífurlegu magni af snjó. Snjórinn kom þó mis- jafnlega mikið niður, á Skaga- strönd og Hvammstanga muna menn vart meiri snjó í langan tíma á meðan Blönduósingar sluppu tiltölulega vel við fann- fergið. í Skagafirði er mikill snjór þó ekki hafi nein met verið slegin. Þá er allt á bóla- kafi í snjó í Fijótum og ekki fært nema vélsleðum. Þó nokkuð bar á rafmagnstruflun- um víðs vegar í kjördæminu um helgina vegna veðursins, rafmagnstruflanir víða aðallega í V-Húnavatnssýslu á sunnudag, voru sumir bæir án rafmagns í 6-7 klukkutíma. Það var fyrst í gær sem Skag- strendingar fóru að huga að snjómokstri í bænum og dugðu vart minni tæki en jarðýtur af stærstu gerð, svo mikið var fann- fergið. Að sögn Þórs Gunnlaugs- sonar lögreglumanns á Skaga- strönd fóru sum hús á kaf í snjó og var ekki fært nokkru ökutæki um bæinn um helgina. Engin óhöpp urðu vegna veðursins á Skagaströnd, svo vitað var í gær. Kennsla féll niður í skólum á Skagaströnd eftir hádegi í gær. Á Hofsósi var öllu skólahaldi aflýst í gær, vegna veðurs og ófærðar um bæinn. Þar setti nið- ur mikinn snjó og hvassviðrið sá fyrir því að stórir skaflar mynd- uðust. Á Hvammstanga voru nokkur hús á kafi í snjó og urðu íbúar þeirra að fara inn og út úr húsunum um glugga og hurðir á efri hæðum. Skólahald féll niður á Hvammstanga eftir hádegi í gær, vegna ófærðar og veðurs. Það var samdóma álit þeirra er blaðið hafði samband við í gær á Norðurlandi vestra að fannfergið væri með því mesta sem menn hafa séð um nokkurn tíma, undanfarnir vetur hafa verið óvenju snjóléttir. „Maður hefur séð annað eins og meira fannfergi um ævina, en ekki svona mikið í mörg ár,“ komst einn viðmælandi blaðsins að orði. , ., -bjb helstu götur í gær. „Snjóskaflarnir eru hér eins og öldudalir og erfitt að sjá hvort bílar eru þar undir. Ég kem úr Reykjavík, hef búið hér í átta ár, og ég hef aldrei séð svona mikinn snjó. Húsið hjá mér er horfið í snjó og maður þarf að moka sig út,“ sagði Sævar Freyr Ingason, lögregluþjónn á Dalvík. Kennsla var felld niður í grunnskólanum á Dalvík. Um 40 börn eru veðurteppt í bænum en þau komu þangað í því skyni að taka þátt í skíðamóti. Kennsla var einnig felld niður í grunn- skólanum í Hrísey og í Hrafna- gilsskóla. Að sögn íbúa í Hrísey er mikið fannfergi þar og a.m.k. eitt hús allt að því komið á kaf. Á föstu- daginn flykktist fólk í fiskvinnslu og skólahald raskaðist því nem- endur jafnt sem kennarar tóku til hendinni. „Við bíðum bara eftir hafísn- um og ísbjörnunum til að kóróna ástandið," sagði íbúi í Grímsey, en þar hefur verið vonskuveður og mikill snjór þannig að íbúar hafa haldið sig heima við. Bátar hafa ekki farið á sjó síðan á föstudag. Ólafsfirðingar hafa einnig orð- ið fyrir barðinu á vetrarríkinu og á Grenivík var allt á kafi í snjó, svo einhver dæmi séu tekin. Mik- il röskun hefur verið á atvinnu- og félagslífi víðast hvar á Norðurlandi enda ófærðin með eindæmum. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.