Dagur - 28.02.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 28.02.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 28. febrúar 1989 Jóhann A. Jónsson hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar: Stjóm Útgerðarfélags N.-Þing. keyrir á naumu meinhlutavaldi - og hafnar skuldbreytingu hjá sjóðum atvinnulífsins „Ef menn ætla að selja Súlna- fellið hlýtur sú staða að koma upp að Stakfellið verði nýtt sem ísfiskiskip,“ sagði Jóhann A. Jónsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar, en hann er óhress með þá fyrir- ætlun Utgerðafélags Norður- Þingeyinga að selja Súlnafell ÞH 361 frá Þórshöfn, hugsan- lega til Eyjafjarðarsvæðisins. Jóhann sagði að Súlnafellið hefði landað um 600 tonnum hjá frystihúsinu á síðasta ári. Skipið var keypt til Þórshafnar í október 1987. I fyrra varð alvarleg vélar- bilun í skipinu sem þýddi bæði kostnaðarauka og frátafir frá veiðum. Þórólfur Gíslason, fyrrverandi kaupfélagsstjóri á Þórshöfn og núverandi kaupfélagsstjóri KS á Sauðárkróki er stjórnarformaður Útgerðarfélags Norður-Þing. og var endurkjörinn til eins árs á stjórnarfundi í október í fyrra. Jóhann A. Jónsson sagði í sam- tali við blaðið að hann teldi þá þróun mála mjög öfugsnúna að stjórnarformaðurinn væri ekki búsettur í byggðarlaginu. „Við óskuðum eftir því á sín- um tíma, þegar Stakfellið fór í breytingar, að fá aukna hlutdeild í útgerðinni og vildum kaupa aukinn hlut í félaginu. Því var hafnað en fyrir u.þ.b. hálfum mánuði buðum við í hlutabréfin aftur og vildum í framhaldi af því leita til hlutabréfasjóðs og Atvinnutryggingasjóðs til lausnar vandræðum útgerðarinnar eins og aðrir gera og finna aðra lausn á málunum en að selja skipin. Því var hafnað af kaupfélaginu og sú stefna virðist uppi að selja skipið úr byggðarlaginu," sagði Jóhann og benti á að forsenda þess að fá skuldbreytingar hjá nefndum sjóðum væri sá tilgangur að vernda atvinnulíf heilla byggðar- laga. Afstaða meirihlutans í stjórn Ú.N.Þ. væri höfnun á þeirri stefnu og væru margir undrandi á að stjórn félagsins vildi ekki reyna að leysa málin án þess að selja skipið. Tilboð minnihlutans í stjórn Ú.N.Þ. var að greiða 19 milljónir kr. fyrir þann hlut sem Raufar- hafnarhreppur hafði átt í félag- inu. „Þeir keyra þetta á 52% meirihlutavaldi en þeir verða að átta sig á að það er líka 48% minnihluti í félaginu. Allar ákvarðanir eru teknar í þessum hlutföllum,“ sagði Jóhann. EHB Sigurður RE og Örn KE landa í Krossanesi: Fá meira fyrir tonnið en á Austfjörðum Hjólin snúast á fullu í Krossa- nesi eftir að tvö loðnuskip, Sig- urður RE og Örn KE, lönduðu fullfermi hjá verksmiðjunni í gær og fyrradag, alls um 2100 tonnum. Krossanesverksmiðj- an greiðir hærra verð fyrir loðnutonnið en aðrar verk- smiðjur á Norður- og Austur- landi en þá ber líka að taka til- lit til lengri siglingartíma af miðunum. Sigurður RE landaði sínum 1400 tonnum í Krossanesi að sögn vegna þess að hámarksverð sem verksmiðjurnar á Austfjörð- Ófærð á vegum á Norðurlandi Vegir á Norðurlandi voru víð- ast hvar ófærir með öllu um helgina. I gær var byrjað að ryðja frá Akureyri til Dalvíkur og einnig til Húsavíkur en sam- kvæmt upplýsingum frá Vega- gerð ríkisins á Akureyri sóttist verkið seint vegna þess hve snjórinn var mikill og einnig blautur og þungur. Því var óvíst hvort eða hvenær þessar leiðir yrðu færar. Ekkert verður hreyft við fann- ferginu í Ólafsfjarðarmúla fyrr en veðrið gengur niður. Þar verð- ur lögð áhersla á að ryðja flug- brautina til þess að koma þeirri samgönguleið í lag. A Grenivík var orðið mjólk- urlaust í gær. Að sögn Péturs Axelssonar, útibússtjóra Kaup- félags Eyfirðinga, var ráðgert að senda bát í gærkvöld með skóla- fólk til Akureyrar og átti hann að koma til baka með mjólk og brauð. Mjög mikill snjór er á Grenivík og samgöngur á landi erfiðar. Suðurleiðin var kolófær; Öxnadalsheiðin, Vatnsskarðið og áfram, en í dag verður Öxnadals- heiðin rudd. SS Eyja^örður: Rafinagnstruflanir á sunnudag Á sunnudaginn urðu nokkrar rafmagnstruflanir í Eyjafirði, s.s. á Grenivík, Hauganesi, í Svarfaðardal og á bæjum inni í firðinum. Endurvarpsstöðin datt út á Dalvík, handbolta- áhugamönnum til mikillar hrellingar því þetta var einmitt á þeim tíma sem bein útsend- ing var frá úrslitaleik Islands og Póllands í B-heimsmeist- arakeppninni. Að sögn Ingólfs Árnasonar hjá Rafmagnsveitum ríkisins á Akur- eyri voru þetta smávægilegar ráf- Bflvelta á (BflVelta var á einni helstu umferðargötu Sauðárkróks, Skagfírðingabraut, á móts við Sundlaugina sl. laugardags- kvöld. Ökumaður bflsins missti stjórn á honum sökum djúpra hjólfara á götunni, með þeim afleiðingum að bfllinn valt á hliðina. Ökumann og magnstruflanir sem stöfuðu af ísingu á línum og samslætti. Raf- magn datt aðeins út í skamman tíma og hvað handboltann varðar þá verður leikurinn endursýndur nk. laugardag. í gærmorgun varð rafmagns- laust í Hlíðarfjalli vegna bilunar í línu en rafmagn komst á eftir hádegi. Þar hefur verið lokað síð- an á föstudag og var Hermanns- mótinu frestað. Gríðarlegur snjór er í fjallinu, sannkallaður skíðasnjór, og verður byrjað að troða hann um leið og veður leyf- ir. SS Króknum farþega sakaði ekki, en bfllinn er töluvert skemmdur. Hjá lögreglunni á Sauðárkróki var helgin róleg, ef frá er talin aðstoð við bæjarbúa sökum ófærðar og veðurs. Einn öku- maður var tekinn fyrir ölvunar- akstur á Sauðárkróki. Hjá lög- reglunni á Blönduósi var helgin afar tíðindalítil. -bjb um greiða er um 3500 krónur. Með því að landa í Krossanesi fæst meira fyrir hvert tonn eða um 3600 krónur. Geir Zoéga, forstjóri Krossanesverksmiðj- unnar, sagði að síðastliðið haust hefði verið ákveðið að greiða 100 krónum meira fyrir tonnið en verksmiðjur SR í Siglufirði borga. „Þetta er einfalt mál, til að skipin komi hingað þurfum við að greiða meira en aðrir. Það er svo annað mál að það er ekki. glóra í þessu loðnuverði en skip fara ekki framhjá Raufarhöfn I eða Siglufirði til að koma til okk- ar fyrir minna en 100 krónum meira fyrir tonnið. Þannig er nú umhverfið sem við lifum í, þetta er staðreynd," sagði Geir. Krossanesverksmiðjan fram- leiðir fiskeldismjöl en það er í háum gæðaflokki. Þrátt fyrir þessa verðmætu framleiðslu úr hráefninu telur Geir að loðnan sé nokkuð dýru verði keypt. „En valið stendur um að vera mcð í leiknum eða ekki,“ sagði Geir. EHB Sigurður RE kemur til hafnar í Krossanesi með 1400 tonn af loðnu. Mynd: gs Törn hjá mjólkurbílstjórum: Keyrum þar til öll mjólk er komin í hús - segir pórarinn Egill Sveinsson samlagsstjóri Mjólkurbílstjórar í Eyjafíröi fóru hægt 'ýfír í gær, enda afar erfitt yfirferðar víðast hvar, mikil blinda og færðin afleit. Síðast þegar við fréttum í gær hafði mjólk náðst af tveimur bæjum í Svarfaðardal, en ekk- ert var búið að keyra inn í Öxnadal og Hörgárdal. Ein- hverjir bílar brutust inn í Eyjafjörð og var verið að moka Öngulsstaðahreppinn seinni partinn í gær. Þórarinn Egill Sveinsson mjólkursamlagsstjóri á Akureyri sagði að keyrt yrði stanslaust þar til búið væri að ná mjólkinni, enda þyrfti hún að vera komin í samlag f síðasta lagi á morgun. „Samkvæmt ströngustu túlkun reglugerðar þurfum við að ná mjólkinni inn á morgun," sagði Þórarinn. Hann sagði að síðan þyrfti að flokka hráefnið, það nýjasta færi í neyslu og það elsta í vinnslu. „Við keyrum bara endalaust þar til við náum allri mjólkinni, þetta verður rosaleg törn hjá bíl- stjórunum," sagði Þórarinn og bætti við að ef piltar sínir kæmust hvergi vegna ófærðar á tankbíl- unum væri eins gott fyrir fólk að halda sig heima. „Þetta eru súp- erbílstjórar á góðum bílum og ef þeir komast ekki ferðar sinnar kemst það enginn.“ mþþ Sauðárkrókur: ■ Byggingarnefnd samþykkti á fundi sínu fyrir skömmu að hafna umsóknum um bygg- ingafulltrúaembættið en alls bárust 7 umsóknir um stöð- una. ■ Bæjarráð hefur samþykkt að fella úr gildi samþykkt um afgreiðslutíma verslana á Sauðárkróki. ■ Bæjarráð samþykkir að óska eftir því við skólanefndir Grunnskólanna, Tónlistar- skólans og Fjölbrautaskólans að þær taki afstöðu til þess hvernig fyrirgreiðslu bæjarins í húsnæðismálum aðkomu- kennara veröi háttað og felur bæjarstjóra að mæta á fundi með nefndunum. ■ Veitustjóri hefur lagt frarn drög að fjárhagsáætlun Hita- veitu fyrir árið 1989. Eru rekstrartekjur áætlaðar 43,3 milljónir og rekstrargjöld rúmar 18,8 milljónir. Til eignabreytinga frá rekstri rúmar 24,4 milijónir. ■ Veitustjóri hefur lagt fram drög að fjárhagsáætlun Vatns- veitu fyrir árið 1989. Eru rekstrartekjur áætlaðar rúmar 12,6 milljónir og rekstrargjöld rúmar 6,1 milljón. Til eigna- breytinga frá rekstri rúmar 6,5 milljónir. ■ Veitustjórn hefur sam- þykkt að gjaldskrá Hitaveitu hækki um 6% frá og með 1. mars. ■ Veitustjórn hefur sam- þykkt að lokið verði rann- sóknum og tilraunadælingu úr borholu við Fornós. ■ Rafveitustjóri hefur lagt fram drög að fjárhagsáætlun Rafveitu fyrir árið 1989. Eru rekstrartekjur áætlaðar 76 milljónir. Rekstrargjöld eru áætlaðar 69,2 milljónir og til eignabreytinga frá rekstri 6,8 milljónir. ■ Veitustjórn hefur sam- þykkt að hækka gjaldskrá Raf- veitu um 5% frá og með 1. mars. Hækki heildsöluverð rafmagns hækki gjaldskrá Raf- veitu um sömu prósentur til viðbótar. ■ Á fundi Bygginganefndar íþróttahúss fyrir skömrnu skýrði bæjartæknifræðingur frá því að á síðasta ári hafi verið framkvæmt fyrir rúmar 3,5 milljónir af fé ársins 1988 og að auki um 1,5 milljón sem færist á áriö 1989. ■ Á sama fundi skýrði bæjar- stjóri frá viðræðum við fram- kvæmdastjóra UMSS og kom fram að honum leist þunglega á að halda landsmót UMFÍ 1993. Þá kom fram hjá bæjar- stjóra að ekki þyrfti að búast við framlögum úr íþróttasjóði til framkvæmda á næstu árum. ■ Félagsmálaráð hefur sam- þykkt að sumarlokun á leik- skólum verði óbreytt, eða 4 vikur á sama tíma á báðum leikskólum. ■ Félagsmálaráð hefur sam- þykkt að ráða Þorkel Þor- steinsson í starf forstöðu- rnanns unglingavinnu sumarið 1989.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.