Dagur - 28.02.1989, Blaðsíða 6

Dagur - 28.02.1989, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 28. febrúar 1989 V ^ i.« .**' ilpn n- Cf> Húsavík: Mysudrykkir og sæt-súr pottréttur - hjá gestakokkum í Matbæ Margt var um manninn í Matbæ KÞ síðasta föstudag í þorra, er bændur þyrptust í búðina til að kaupa í konu- dagsmatinn. Þeim var gefín góð hugmynd að rétti dagsins af gestakokkunum Pálma Pálmasyni og Guðmundi B. Guðjónssyni. Drykkir dagsins voru einnig kynntir, voru það Ijúffengir mysudrykkir, mysa blönduð ávaxtasafa sem Hlífar Karlsson mjólkursamlagsstjóri KÞ gaf fólkinu að smakka. Uppskrift þeirra Pálma og Guðmundar gerði mikla lukku og þó konudagurinn sé liðinn í ár er aldrei að vita nema einhver hafi áhuga á að gleðja einhvern með góðum rétti og því er best að láta uppskriftina fylgja hér með. Uppskriftin er að auðveldum pottrétti, miðuð við fjóra og kall- ast A la Pálmgumms: 800 g svínalundir eða nautakjöt 4 meðalstórir laukar 8-9 meðalstórir nýir sveppir 2 tsk. salt '/2 tsk. pipar 2 tsk. kjötkraftur 1 lítil ananas dós 2 msk. karrý 1-2 pelar rjómi 8 msk. kínversk sœt-súr sósa. Úrvinnsla: Kjöt, sveppir og lauk- ur skorið smátt og látið krauma saman á pönnu og síðan kryddað. Rjómi settur í og rétt- urinn látinn sjóða í 3-4 mínútur. Að lokum er sæt-súra sósan hrærð saman við. Ef þurfa þykir, má setja sósulit í réttinn og lita eftir smekk. Þetta er í annað sinn sem fitjað er upp á þeirri nýbreytni að gesta- kokkar séu í Matbæ á föstudög- um og hefur það mælst vel fyrir. Fyrstu gestakokkarnir voru Sig- urbjörg Bjarnadóttir og Þórunn Sigurðardóttir og er uppskiftin að kjúklingaréttinum þeirra á þessa leið: Þormóður Jónsson smakkar á konudagsmatnum. Guðrún Gerður Eyjólfsdóttir eigandi, við eitt borðanna Husavík: Vistleg bíljarðstofa opnuð - leigð út fyrir saumaklúbba og fermingarveislur Gerður Eyjólfsdóttir hefur opnað Biljarðstofuna að Garð- arsbraut 54 á Húsavík. Á stof- unni er rúmgott og vistlegt, þar eru fjögur biljarðborð, tvö tólf feta og tvö tíu feta, einnig er setkrókur þar sem hægt er að fá sér kaffísopa eða kaupa gos- drykki og sælgæti, og í fram- tíðinni ætlar Gerður einnig að vera með samlokur og ham- borgara á boðstólnum. Haldið var smáhóf í tilefni af opnun stofunnar og sýndu þar nokkrir góðkunnir Húsvíkingar, bæði konur og karlar, mikla fimi með kjuðana, þó hvorki þau sjálf eða aðrir hafi áður vitað um hæfni þeirra á þessu sviði. Að sögn Gerðar er hún fyrsta konan á landinu sem ein er með rekstur biljarðstofu, aðrar stofur reki karlar eða þá hjón. Gerður sagð- ist hafa heyrt þá sögu að í fyrstu hafi billjard eingöngu verið leik- inn af konum en síðar hafi breyt- ing á orðið cg biljarðurinn sé dæmigerð karlaíþrótt. Líklega fer þetta þó að breytast á ný því saumaklúbbar hafa pantað tíma hjá Gerði. Biljarðstofan er opin frá kl. 15.00 til 23.30. Aldurstakmark er 14 ár og 16 ár eftir kl 20.00 á kvöldin. Klúbbfélagar geta feng- ið keypt afsláttarkort. Um helg- ina voru vanir biljarðleikarar á stofunni sem sögðu byrjendum til. Fyrirhugað er að bjóða upp á biljarðkennslu og mótshald er á döfinni. Gerður hygst sækja um leyfi til vínveitinga í lokuðum samkvæm- um. Hún hefur hug á að leigja staðinn til veisluhalda og þá í samvinnu við Ástu Ottesen eig- anda Veitingastaðarins Bakkans. Sagði Gerður m.a. að það væri eitthvað sem ætti við unga fólkið að fá að halda fermingarveisluna sína á Biljarðstofunni. Aðspurð um væntingar um gang nýja fyrirtækisins í framtíð- inni sagði Gerður: „Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýn og það á við um allan atvinnu- rekstur. Ég óttast ekkert og mót- tökurnar hafa verið góðar.“ IM Gestakokkarnir, Hlífar Karlsson, mjólkursamlagsstjóri með mysudrykkina, Pálmi Pálmason og Guðmundur Guðjónsson með konudagsréttinn. 1 kjúklingur 2 dl cream of chicken soup 1 dl majónes blandað með súr- mjólk eða sýrðum rjóma karrý eftir smekk hvítlauksduft (má sleppa) krydd eftir smekk '/2 dós maísbaunir V2 dós sveppir ananashringir, smátt skornir. Kjúklingurinn soðinn og kjötið hreinsað af og skorið í bita. Súp- unni, majónesblöndunni og kryddinu blandað saman ásamt niðurskornum sveppum, maís- baununum og ananasnum og loks er kjúklingabitunum bætt út í. Sett í eldfast mót og ostur rifinn yfir. Látið í 200-220° heitan ofn og bakið í ca. 30 mínútur. Borið fram með hrísgrjónum, hrásalati og snittubrauði. IM Konur í atvinnurekstri á Húsavík. Jónasína í Muru, Gerður í Biljarðstof- unni, Ólöf í Muru, Ásta á Bakkanum. Arndís Jónsdóttir, Bjarni Þór Einarsson, bæjarstjóri, mæðgurnar Guðrún Gerður Eyjólfsdóttir og Eyrún Gunnarsdóttir. Sigurður Pétur Björnsson fyrrverandi útibússtjóri Landsbankans og Bjarni Þór Einarsson bæjarstjóri reyna hæfni sína við eitt borðanna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.