Dagur - 04.04.1989, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 4. apríl 1989
Þórarinn Svcinsson nijólkursamlagsstjóri með jógúrt í nýjuni hcntugri og
f'allcgri uinbúðuni. " Mynd: tlv
Ný jógurt á markað
frá Mjólkursainlagi KEA
Mjólkursamlag KEA hefur nú
hafið framleiðslu á Diet
jógúrt, en fyrst í stað verður
boðið upp á tvær tegundir;
með ananas og gulrótarbragði
annars vegar og jarðar- og
trönuberjabragði hins vegar. I
hverjum 100 grömmum af Diet
jógúrt eru aðeins 39 hitaein-
ingar en til þess að mæta þeim
kröfum sem gerðar eru til vöru
af þessu tagi er notað Nutra
Sweet til sætunar auk þess sem
jógúrtin er framleidd úr
undanrennu.
Samhliða markaðssetningu á
nýju jógúrtinni, er Mjólkursam-
lagið að skipta um umbúðir á allri
jógúrt og af hagkvæmnisástæðum
var valin sú leið að flokka jógúrt-
ina í flokka. Hver flokkur er
aðgreindur með mismunandi út-
liti dósa; innan flokka eru mis-
munandi bragðtegundir sem að-
greindar eru með nafni á loki
dósanna. Þá eru nýju dósirnar
einnig úr mýkra plasti sem gerir
það að verkum að þær brotna
síður við álag. Nýju flokkarnir
heita: Bragðarefur (Salómon
svarti, Kaffijógúrt, Hnetur og
karamella), Avaxtajógúrt (Jarð-
arber, Kirsuber, Ferskjur og
Hindber), Hrein jógúrt, Trefja-
jógúrt (Hnetur og ávextir) og
Diet ávaxtajógúrt (Ananas og
gulrótar, Jarðarberja og Trönu-
berja).
Um þessar mundir eru nýju
umbúðirnar að koma á markað,
en um þær er skipt eftir því sem
birgðir eldri umbúða klárast.
Allt á fullu í snjómokstri á Dalvík í gær:
Bæjarbúar verið mjög þolinmóðir
- segir Sveinbjörn Steingrímsson, bæjartæknifræðingur
„Það verður ekki annað sagt
en Dalvíkingar hafi verið mjög
þolinmóðir í þessari ófærðar-
tíð,“ segir Sveinbjörn Stein-
grímsson, bæjartæknifræðing-
ur á .Dalvík, en þar hafa vel-
flestar götur verið ófærar síðan
fyrir páska.
„í dag eru fjögur moksturstæki
á fullu við að moka götur hér, en
eftir páskaáhlaupið var lögð
áhersla á mokstur helstu gatna og
hafnarsvæðis svo og hreinsun frá
atvinnufyrirtækjum,“ segir
Sveinbjörn. Hann segir að þrátt
fyrir að snjór hafi þjappast tölu-
vert sé ekki fyrirsjáanlegt að unnt
verði að hreinsa göturnar til
fullnustu. „í þessari atrennu
leggjum við áherslu á að gera
rispu í gegnum skaflana,“ segir
Sveinbjörn.
Ekki hefur verið mögulegt að
hreinsa sorp á Dalvík í á þriðju
viku. Samkvæmt almanaki átti að
hreinsa sorp sl. föstudag en það
Oddný Ragna kjörin
Ungfrú Austurland
Á glæsilegri hátíð í Egilsbúð í
Neskaupstað á laugardag fór
keppnin um Ungfrú Austur-
DAGUR
Húsavík
8 9641585
\orðlcnskt dagblað
land fram. Það var ung stúlka
frá Fáskrúðsfirði, Oddný
Ragna Sigurðardóttir sem bar
sigur úr býtum í þetta skipti.
Auk þess að hljóta titilinn var
Oddný Ragna einnig kjörin
Ijósmyndafyrirsæta hópsins.
Fyrrverandi Ungfrú Austurland,
núverandi Ungfrú Hcirnur Linda
Pétursdóttir, krýndi Oddnýju
Rögnu og sagðist hafa verið búin
að ákveða fyrir löngu að láta
þetta kvöld ekki framhjá sér fara
þrátt fyrir miklar annir. VG
reyndist ekki unnt vegna ófærð-
ar. Sorphreinsun fer fram urn lcið
og götur bæjarins verða færar.
Þeir félagar Vilhjálmur Þór Þór-
arinsson og Stefán Friðgeirsson
annast sorphreinsunina. Auk
þess að sjá um Dalvík hafa þeir
sorphreinsun í Svarfaðardal,
Árskógsströnd og Ólafsfirði á
sinni könnu. óþh
Hrísey:
Opin vika í
grunnskólaniun
Nú stendur yfír „opin vika“ í
grunnskólanum í Hrísey og
hófst hún sl. sunnudag. Henni
niun síðan Ijúka með árshátíð
nk. föstudagskvöld. Að sögn
Haraldar Óskarssonar skóla-
stjóra vcrður öllu skólastarfí
umbylt þessa viku og munu
neinendur, kennarar og aðrir
íbúar í Hrísey einbeita sér að
hinum ýmsu listgreinum.
Það er Örn Ingi Gíslason,
myndlistarmaður á Akureyri,
sem hefur umsjón með listnám-
skeiðunt í grunnskólanum en
Örn Ingi hefur gert víðreist með
slík námskeið. „Opna vikan“
hófst sl. sunnudag með leirvinnu
og síðan verður haldið áfram
með myndlist, leiklist, vegg-
skreytingu í skólanum og annan
undirbúning fyrir árshátíðina.
„Það er unnið frá kl. 8 á
morgnana og fram eftir degi í
hópum. Örn Ingi er líka með
sértíma fyrir yngstu nemendurna
og á kvöldin er hann með nám-
skeið fyrir fullorðna þannig að
það er mikil vinna í gangi í
skólanum,“ sagði Haraldur.
Hann sagði að ársháttðin yrði í
skólanum á föstudagskvöld og
jafnvel að einhverju leyti á laug-
ardaginn en það er þó ekki
ákveðið.
Nemendur í grunnskólanum í
Hrísey eru 37 talsins í fjórum
bekkjardeildum og starfa fjórir
kennarar eða leiðbeinendur við
skólann. SS
9. bekkingar á Sauðárkróki:
Spiluðu blak í rúman sólarhring
Fyrir skömmu gerðu nemend-
ur í 9. bekk Grunnskóla Sauð-
árkróks sér lítið fyrir og spil-
uðu blak í rúman sólarhring.
Þetta var gert til styrktar
ferðasjóði 9. bekkjar og söfn-
uðu krakkarnir áheitum fyrir
maraþon-blakið. Allir þeir
sem ætla í skólaferðalag tóku
þátt í blakinu, rúmlega 60
krakkar.
Þegar krakkarnir voru búin að
spila í rúma 24 tíma stilltu þau
sér upp fyrir myndatöku og voru
ánægð með árangurinn. Þreyta
var farin ' sjást á sumum en
nokkrir dr^ngjanna virtust ekki
vera þreyttir. Þeir ruku beint á
körfuboltaæfingu eftir maraþon-
blakið!
Það er komin hefð fyrir því að )
9. bekkingar Grunnskóla Sauðárkróks að Ioknu maraþon-blakinu í íþróttahúsinu.
Mynd: -bjb
9. bekkingar á Sauðárkróki taki
sig til og geri eitthvað í sólarhring
til styrktar ferðasjóðnum. T.d. í
fyrra prjónuðu 9. bekkingar lielj-
armikinn trefil í sólarhring,
ásamt ýmsu fleiru. -bjb
Sauðárkrókur:
Bæjarmála-
punktar
■Bæjarráð hefur samþykkt að
hafinn verði undirbúningur að
hönnun kaupleiguíbúða. Leit-
að verði samninga við Árna
Ragnarsson arkitekt og Stoð
sf. unt verkið.
■Bæjarráð hel'ur ítrekað fyrri
samþykkt um að húsnæðisfyr-
irgreiðsla á vegum bæjarins
taki gildi frá og með 1. sept.
n.k. Gagnvart þcim sem þess-
ar reglur hafa ekki gilt um til
þessa, samþykkir bæjarráð að
viðkomandi fái aðlögunartíma
til 1. júní 1990.
■Bæjarráð lýsir undrun sinni
á svari Félagsmálaráðuneytis-
ins í bréfi frá 6. ntars, þar sent
tilkynnt er að ráðuneytiö nmni
ekki taka við skuldabréfum
Atvinnutryggingasjóðs frá
þriðja aðila. Er því beiðni
Sauðárkróksbæjar um að
greiða vanskil viö Ríkissjóð
hafnaö.
■Bæjarráð hefur samþykkt
framlagðan verksamning við
Trésmiðjuna Borg hf. um
framkvæmdir við 3. áfanga 2.
hæð og stigahús Heimavistar.
Er vcrksamningurinn að upp-
hæð kr. 10.838.262,- en raf-
lagnir undanskildar.
■Bæjarráð hefur samþykkt að
verða við erindi frá U.S., þar
sem þess er farið á Ieit að
Bæjarsjóður ábyrgist ásamt
Fiskiðju Sauðárkróks, lán sent
Ú.S. hyggst taka hjá Búnaðar-
banka íslands á Sauðárkróki,
að upphæð kr. 2.500.000.-.
Lánið verður til þriggja ára og
er í USD.
■Byggingarnefnd hefur sam-
þykkt að ráða Guðmund
Ragnarsson byggingatækni-
fræðing í starf byggingafull-
trúa.
■Bygginganefnd samþykkir
eftirgreind nöfn á nýjunt göt-
um í Túnahverfi (skipul.till.
K.). Talið er neðan frá. Sunn-
an Túngötu eru: Brekkutún,
Eyrartún, Gilstún, Iðutún
Kleifatún og Melatún. Norðan
Túngötu eru: Jöklatún,
Laugatún og Nestún.
■Félagsmálaráð hefur sam-
þykkt að félagsmálastjóri og
formaður félagsmálaráðs hefji
untræðu við bæjarráð um fé-
lagsaðstöðumál unglinga.
■Iþróttaráð hefur samþykkt
eftirfarandi gjaldskrá fyrir
sundlaug frá og með 1. apríl
1989. Sund fullorðnir kr. 90.-,
kort kr. 720.- og fyrir börn kr.
40,-.
■Á fundi umhverfis- og gróð-
urverndarnefndar nýlega,
kom fram að nefndarmönnum
líst vel á hugmynd Jóns Gauta
Jónssonar um náttúrustíg í
Sauðárgili og styðja hana
heilshugar.
■Unifcrdarnefnd beinir þeim
tilmælum til bæjarstjóra að
láta haga snjómokstri þannig
að ekki safnist stórir haugar
nærri gatnamótum.