Dagur


Dagur - 04.04.1989, Qupperneq 5

Dagur - 04.04.1989, Qupperneq 5
Þriðjudagur 4. apríl 1989 - DAGUR - 5 Valgerður Sverrisdóttir alþingismaður: Norðurlandaráð sýnir samstarfi á sviði íþrótta- mála aukinn áhuga Á nýafstöðnu þingi Norðurlanda- ráðs í Stokkhólmi var skýrsla ráðherranefndarinnar til um- fjöllunar sem gerir ráð fyrir auknu samstarfi Norðurlanda- þjóða á sviði íþróttamála. Skýrsl- an er samin í framhaldi af sam- þykktum Norðurlandaráðsþings 1987 þar sem mælst var til aukins samstarfs á þessu sviði. Ráð- herranefndin hyggst leggja fram verkefnaáætlun á sviði íþrótta- mála fyrir næsta þing Norður- landaráðs, sem haldið verður í Reykjavík að ári. Skýrsla ráðherranefndarinnar um hlutverk íþrótta í norrænni samvinnu í framtíðinni var að miklu leyti byggð á umræðum og erindum frá norrænni íþróttaráð- stefnu sem haldin var á Bosön við Stokkhólm sl. sumar. Ég var þeirrar ánægju aðnjót- andi að sitja þá ráðstefnu sem starfandi formaður menningar- málanefndar Norðurlandaráðs. Það var bæði fræðandi og ánægjulegt og varð til þess að opna augu mín fyrir því, hversu gífurlegir samstarfsmöguleikar felast í samskiptum á sviði íþrótta. Það er því ánægjuleg og rétt stefna Norðurlandaráðs að auka stuðning til íþróttamála og efla samstarf við íþróttasamtökin á Norðurlöndum. Innan íþróttahreyfinga Norð- urlanda eru starfandi um 7 millj- ónir manna. Auk þess stundar fjöldi manna íþróttir án þess að vera skráðir í félög. Það er því ljóst, að innan íþróttasamtak- anna starfar mestur fjöldi ein- staklinga af öllum „almennings- hreyfingum" þjóðanna. Hér á landi er það ekki óalgengt að fyrstu kynni ungs fólks af jafn- öldrum á hinum Norðurlöndun- um eigi sér stað innan íþrótta- hreyfingarinnar. í mínum huga er það alveg ljóst að til þess að samstarfið á þessu sviði geti aukist þarf að veita til þess auknu fjármagni. Á síðasta ári var varið tæpri einni milljón danskra króna til þessa, sem getur ekki talist rausnarlegt þegar það er haft í huga, að um 600 m. Dkr. er úthlutað af hálfu Norðurlandaráðs í hin margvís- legustu verkefni. Framlaginu er öllu varið til greiðslu á ferðakostnaði sam- kvæmt tillögum norrænu íþrótta- samtakanna. Það hefur náðst samstaða um skiptinguna sem hefur miðað að því fyrst og fremst að styrkja ferðir milli vest- norrænu þjóðanna og megin- landsins. - íslendingar hafa því komið vel út úr þeirri skiptingu. Það er von mín, að þessi aukni áhugi Norðurlandaráðs verði ekki orðin tóm heldur muni hann verða til þess að auka vægi íþrótt- anna í norrænu samstarfi, þegar kemur að skiptingu fjármagns. Það yrði tiltölulega einföld og auðfarin leið til aukins samstarfs æskufólks á Norðurlöndum, auk þess að vera mikilvæg hvatning til ungs fólks að stunda íþróttir. Valgerður Sverrisdóttir. Amsterdam umturnast á afinælí drottningarinnar - Haraldur Ingi Haraldsson fararstjóri segir frá væntanlegri ævintýraferð Húsnæði óskast Félagasamtök á Akureyri óska eftir íbúðar- eða iðn- aðarhúsnæði til leigu undir starfsemi sína. Æskileg stærð 220 fm og stór og góð lóð. Húsnæðið má þarfnast lagfæringar. Skilvísar greiðslur. Upplýsingar í síma 22285. Aðalsafnaðarfundur Akureyrarsóknar Aðalsafnaðarfundur Akureyrarsóknar verður haldinn í kirkjunni sunnudaginn 9. apríl nk. að lokinni guðsþjónustu er hefst kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Sóknarnefndin. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir febrúarmánuð 1989, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 3. apríl 1989. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. apríl. Fjármálaráðuneytið. Útsala - Útsala 20% afsláttur Laugardaginn 29. apríl nk. verða vegleg hátíðarhöld í Amsterdam, höfuðborg Hol- lands í tilefni afmælis Júlíönu drottningar. Samkvæmt venju, umturnast borgin þann dag og þeir sem hafa upplifað hann í Amsterdam segjast aldrei hafa reynt neitt slíkt. Þá þyrpist fólk út á göturnar með ýmsan varning sem boðinn er til sölu á ótrúlegu verði og má líkja ástandinu þannig að borgin breytist í eitt allshcrjar markaðs- torg. Þegar líður á daginn fær- ast hátíðarhöldin inn á krárnar og heyra má söng og gleði fram á rauða morgun. Erlendir ferðamenn kunna vel að meta þessa uppákomu Hollendinga og streyma þeir til borgarinnar þessa helgi ár hvert. Hópar Svía koma í rútum og nú gefst landanum tækifæri til þess að upplifa stemmninguna, því Ferðaskrifstofa Reykjavíkur hef- ur skipulagt 5 daga ferð til Amsterdam í tilefni Drottningar- afmælisins, lagt verður af stað á fimmtudegi og komið heim á mánudegi. Fararstjóri í þessari ferð er Akureyringurinn Harald- ur Ingi Haraldsson sem mörgum er góðkunnur, en hann hefur dvalist í Amsterdam um árabil. Stanslaus skemmtun „Þetta afmæli drottningarinnar er ekkert kaffi og kökur! Á hverju götuhorni eru hljómsveitir og menn sem framkvæma alls konar uppátæki. Þegar líður á daginn er múgur og margmenni á götum úti að spjalla við náungann, „húkka“ sér far með bátum sem ganga um síkin og síðan „djammar“ hver sem betur getur nóttina í gegn. Vissulega er mikið á fólk lagt að skemmta sér stanslaust í heilan sólarhring, en ég lofa því að dag- urinn er hverjum sem reynir ógleymanlegur," sagði Haraldur Ingi í samtali við Dag. Hann sagði það einskæra heppni að hafa fengið gistingu á góðu hóteli í hjarta borgarinnar fyrir gesti ferðarinnar því þessa helgi er bókstaflega allt gistirými fullt. Þrjátíu íslendingum gefst kostur á að taka þátt að þessu sinni og verður ekki hægt að bæta við þann fjölda. Haraldur Ingi segir Amster- dam bjóða upp á mjög fjölskrúð- ugt næturlíf og verður ferðalöng- um bent á skemmtilegar krár og ýmislegt annað en það sem „venjulegir“ ferðamenn rekast á á ferðum sínum. Sj óræningj astemmning Það verða skipulagðar tvær ferðir á veitingahús sem gestum verður frjálst að taka þátt í. Önnur er á stað sem kallast „Einhyrningur- inn“. „Hann á vart sinn líka, er í ferhyrndri stórri byggingu sem lítur sakleysislega út, en þig rekur í rogastans þegar inn kem- ur því þá ert þú kominn inn í skipsskrokk miðalda sjóræn- ingjaskipsins „Einhyrningurinn.“ Á rnóti gestum tekur bátsmaður skipsins og stigið er aftur í aldir í einu skrefi. Þá er ýtt úr vör og á meðan fólk nýtur dýrindis nauta- steika, lax og fleira sem allt er grillað á viðarkolum og nær sér sjálft í bjór og vín í skipsámurn- ar, halda skipsverjar áfram sinni vinnu og lífið um borð gengur sinn vana gang. Síðan gerist ýmislegt óvænt sem ekki er vert að skýra frá . . .!“ Menningarlíf í Amsterdam er sömuleiðis fjölskrúðugt og mætti nefna ótal fræg söfn og tónlistar- uppákomur. Haraldur Ingi segist m.a. ætla að benda fólki á safn gamalla pyntingartækja frá mið- öldum. VG á fóðruðum samfestingum, snjósleðagöllum, úlpum og fóðruðum stökkum. uu EYFJÖRÐ Hjalteyrargötu 4 • Sími 22275 ---------------------------------------- ✓ Yerksmiðjuverslun Gleráreyrum Peysur ★ Gam ★ Teppi ★ EfVii ★ O.fl. á ótrúlegu verði Opið: Mánudaga-föstudaga ld. 9.00-12.00 og 13.00-18.00. Laugardaga ld. 10.00-12.00. Komið og gerld góð kiuip Verksmiðjuverslim Gleráreyrum, sími 21900. v________________________________________________/

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.