Dagur - 04.04.1989, Page 13

Dagur - 04.04.1989, Page 13
Þriðjudagur 4. apríl 1989 - DAGUR - 13 Minning: jl Snæbjörg Sigríður 11 AðaJmundardóttir Fædd 26. apríl 1896 - Dáin 27. mars 1989 Hún Snæbjörg amma okkar andaðist að morgni 27. mars, á 93. aldursári, en hún fæddist 26. apríl 1896 á Eld- járnsstöðum á Langanesi. Foreldrar hennar voru Aðalntundur Jónsson og Hansína Guðrún Benjamínsdóttir búandi hjón á Eldjárnsstöðum. Börn þeirra voru fjögur sem upp komust og voru þau Jóhanna, Ása, Jónas og Snæbjörg amma sem var yngst, en öll eru systkinin nú látin. Á Eldjárns- stöðum ólst amma upp í glöðum systkinahópi á mannmörgu heimili, því þar bjuggu einnig Jóhannes bróð- ir Aðalmundar og kona hans Ása sem var systir Guðrúnar konu Aðal- mundar. I bók Erlings Davíðssonar „Aldnir hafa orðið“ VI. bindi, segir frá uppvaxtarárum ömmu og einnig sérkennilegum dulargáfum sem hún bjó yfir, en flíkaði þó ekki að jafnaði við aðra. Pegar amnia var tvítug að aldri kom hún í Eyjafjörðinn, þar sem hún bjó aila tíð síðan og tók miklu ástfóstri við byggðina sem hún taldi fegursta og besta stað á jörðinni. Á þriðja áratug aldarinnar bjó hún í Litladal í Saurbæjarhreppi með afa okkar Magnúsi Jóni Árnasyni járnsmiði og bónda. Hann var fæddur í Litladal og þar bjuggu áður foreldrar hans, þau Árni Stefánsson og kona hans Olöf Baldvinsdóttir. En Árni var lærður járnsmiður frá Kaupmannahöfn og kenndi. hann syni sínunt iðnina. Seinna bjuggu afi og amma okkar mörg ár á Akureyri þar sem afi stofn- aði búvélaverkstæði sem hann starf- rækti þar til Itann lést árið 1959. Þau eignuðust saman fimm börn, þau eru Hrefna húsmóðir gift séra Bjartmari Kristjánssyni og búa nú í Álfabrekku, Öngulsstaðahrcppi, Þorgerður húsmóðir á Akureyri gift Ingólfi Sigurðssyni fyrrum skip- stjóra, Guðný húsmóðir gift' Sigur- geiri Halldórssyni bónda á Önguls- stöðum, Guðrún húsmóðir í Reykja- vík gift Braga Jónssyni verslunar- manni og yngstur er Aðalmundur Jón flugvélstjóri í Reykjavík kvænt- ur Hilke Jakob Magnússon flug- freyju. Afkomendur ömrnu eru nú yfir sjötíu talsins og var hún mjög hreykin af þeim hópi og gladdist yfir hverju nýju barni. Þess má geta að afi átti fimm börn með fyrri konu Kvenfélagið Framtíðin heldur félagsfund í Hlíð mánud. 10. apríl kl. 20.30. Venjuleg fundarstörf. Spilað bingó. Mætum allar. Stjórnin. Framtöl - Bókhald. Tölvuþjónusta. Uppgjör og skattskil fyrirtækja. Skattframtöl einstaklinga með öll- um fylgigögnum, svo sem landbún- aðarskýrslu, sjávarútvegsskýrslu o.fl. Tölvangur hf. Guðmundur Jóhannsson, viösk.fr. Gránufólagsgötu 4, v.s. 23404, h.s. 22808. Tvítug frönsk stúlka óskar eftir sumaratvinnu á íslandi n.k. júlí og ágúst. Alls kyns störf koma til greina ef með fylgir húsnæði, í sveit eða bæ. Talar ensku og svolítið íslensku. Tilboð óskast sent sendikennara eða Mlle Véronique Lostoriat, 63, bis, rue Letellier, 50100 Cherbourg, France. Persónuleikakort. Kort þessi eru byggð á störnuspeki og í þeim er leitast við að túlka hvernig persónuleiki þú ert, hvar og hvernig hinar ýmsu hliðar hans koma fram. Upplýsingar sem við þurfum fyrir persónukort eru, fæðingardagur og ár, fæðingarstaður og stund. Verð á korti er kr. 800,- Pantanir í síma 91-38488. Póstsendum um land allt. Oliver. Til sölu jarðýta TD 8B, árg. ’79. Uppl. í síma 95-6245 og 95-6037. Til sölu er ísskápur og frystikista. Einnig plötuspilari með skáp, síma- borð og frekar nett sófasett. Uppl. að Túngötu 6 á Húsavík, sími 41124, eftir kl. 18. Til sölu nýleg ónotuð Singer prjónavél með mótor og tölvu. Uppl. í síma 95-7124. KFUM og KFUK, Sunnuhlíð. 1* Miðvikudaginn 5. apríl. Alnicnn samkoma kl. 20.30. Ræðumaður séra Hákon Andersen, biskup frá Tönsberg í Noregi. Allir velkomnir. I.O.O.F. 15 = 17004048'/2 = SPKV. I.O.O.F. Ob. 2 = 170458V2 = I.O.O.F. 2 = 170478V2 = Stúkan ísafold fjallkonan 1 nr. 1. Fundur fimmtud. 6. þ.m. kl. 20.30. í Félagsheimili templara. Fundarefni: Innsetning. Kosning fulltrúa á þingstúku- og umdæmisstúkuþing. Eftir fund, kaffi. ^t. Bílaklúbbur Akureyrar. lAlmennur félagsfundur jverður í Dynheimum n.k. þriðjudagskvöld kl. 20.00. Fundarefni: Sumarstarfsemin kynnt. Ath! Félagar allra deilda. Takið með nýja félaga. Stjórnin. sinni Helgu Árnadóttur. Þau eru Hildigunnur, Aðalsteinn og Frey- gerður sem búa á Akureyri. Tvö eru látin, þau Árni og Ragnheiður. Amma lét sér líka annt unt þau og þeirra afkomendur. Amnta mun snernma hafa lært að taka til hendinni og notaði enginn vettlingatök við verkin sín. Hún var búin að vinna mörgum vel. Hér áður fyrr gekk hún í hús á Akureyri og þvoði þvotta og gerði hreint, hjálp- aði til við veisluhöld og hvaðeina sem til féll. Það var enginn svikinn af verkum hennar og þurfti ekki heldur að segja henni fyrir verkum. AIls staðar eignaðist hún vini, hún varsvo léttlynd og gamansöm og vakti alltaf glaðværð. Hún var mjög hreinskilin og sagði meiningu sína tæpitungu- laust. Líf hennar var þó ekki alltaf dans á rósum. Oft mun hún hafa gengið þreytt til hvílu að kveldi, en hún lét ekki beygja sig. Hún vildi sjá um sig sjálf og ekki vera upp á aðra komin, né skulda neinum neitt. Það var alltaf gott að sækja ömniu heim, hún hafði lag á að búa sér einstaklega skemmtilegt og hlýlegt heimili hvar sem hún bjó. Allt var í röð og reglu hjá henni og kjörorð hennar voru: „Hver hlutur á sínum stað." Sjötíu og sex ára gömul flutti amma til foreldra okkar sem þá bjuggu á Syðra-Laugalandi og auð- vitað sá hún um sig sjálf. Alltaf var jafngott að koma inn til hennar og fá hjá henni kleinur og pönnukökur eða annað góðgæti, því ætíð var hún veit- andi og alltaf að rétta frant hjálpar- hönd. Það var gott að vera í félags- skap með henni því hún var svo létt í skapi, skemmtileg og kunni frú ýmsu að segja. Við gátum margt af henni lært. Eftir ellefu ára dvöl á Syðra- Laugalandi fluttist amma aftur til Akureyrar og naut þar umhyggju Þorgerðar dóttur sinnar. Tvö síðust árin dvaldist hún á Skjaldarvík heim- ili aldraðra. Þar tók hún þátt í félags- lífinu, en hún hafði sérstaklega garn- an af spilamennsku og var hún oft í gamni kölluð „Sólódrottningin“ af félögum sínum þar. Ósk ömmu var að dauðdagi hennar yrði sá að fá að sofna útaf án þess að þurfa að líða langvarandi veikindi og þjáningar. Henni varð að þeirri ósk sinni. Vilj- um við systkinin þakka henni kær- lega samfylgdina og óskum henni velfarnaðar á nýju tilverustigi. Bless- uð sé minning hennar. Börn Hrefnu og Bjarlmars. XJtferarkransar Frágangur í kirlgu fyrir athöfii innifalinn. I }lt')inaliúsið Glerárgötu 28, sími 22551. Opið írá kl. 10.00 tíl 21.00 alla daga vikunnar. Gleymið ekki að gefa smáfuglunum. Ég sendi öllum vinum mínum og skylduliði innilegar þakkir fyrir heimsóknir, gjafir og kveðjur á 90 ára afmælinu mínu 26. mars. Guð blessi ykkur öll. RAGNAR DAVÍÐSSON, Grund. iti Móðir okkar, SNÆBJÖRG SIGRÍÐUR AÐALMUNDARDÓTTIR, Aðalstræti 76, Akureyri, verður jarðsett frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 4. april kl. 13.30. Börnin. Systir min, SIGURHANNA SIGURÐARDÓTTIR, sem lést í Dvalarheimilinu Skjaldarvík, 31. mars s.l. verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju, föstudaginn 7, apríl kl. 13.30. Áki Sigurðsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LENU OTTERSTEDT, Knútur Otterstedt, Harriet Otterstedt, Haukur Otterstedt, Þórdís Guðnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. LEIKFIMISALUR - NÝJUNG - NÝR SALUR, MÚSIKLEIKFIMl. EINNIG LEIKFIMI FYRIR VINNUSTAÐl OG AÐRA HÓPA. HEFUR M3 PRÓFAÐ? EF EKKl, LÍTTU VIÐ: KENNARl Á STAÐNUM. ÞRIÐJUDAGA OG FÖSTUDAGA FR.Á KL. 20.00. ÆFINGAR VEGGTENNISKLÚBBSINS ERU Á ÞRIÐJUD. OG FÖSTUD. FRÁ KL. 20.00-2I.30. NÝIR FÉLAGAR VELKOMNIR. VEGGTENNISVÖRURNAR FÁST HJÁ OKKUR. $ ENDURHÆFINGARSTOÐ SIÁLFSBJARGAR BUGÐUSÍÐU1 SÍMI96-26888 ◄^OLTINN

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.