Dagur


Dagur - 04.04.1989, Qupperneq 16

Dagur - 04.04.1989, Qupperneq 16
Akureyri, þriðjudagur 4. aprfl 1989 Afkoma ÚA á síðasta ári kynnt á aðalfundi 24. apríl nk.: Afkoman lítið fagnaðarefni - segir Gísli Konráðsson, framkvæmdastjóri TEKJUBRÉF• KJARABRÉF FJARMAL ÞÍN - SÉRGREIN OKKAR „Að svo stöddu er ekkert gefíð út með afkomu Útgerðarfé- lagsins. Eg held að hún verði lítið fagnaðarefni,“ segir Gísli Konráðsson, framkvæmda- stjóri Útgerðarfélags Akureyr- inga, en reikningar félagsins fyrir síðasta ár verða lagðir fram á aðalfundi þann 24. aprfl nk. Næg vinna hefur verið hjá ÚA að undanförnu. Kaldbakur kom inn fyrir helgi með um 250 tonn af blönduðum afla, að stærstum hluta karfa. Lokið var við löndun úr honum í gær. Hrímbakur mun koma inn til löndunar í fyrramál- ið. Að sögn Gunnars Vigfússonar hefur verið unnið í frystingunni alla virka daga frá kl. 7-5 og sex síðustu laugardaga frá kl. 6-12. Hann segir að fyrripartsvakt sé vel mönnuð en eftir hádegi vanti fólk til vinnu. Gunnar segir að um páskana hafi skólafólk hlaup- ið undir bagga og þá hafi verið unnið við öll borð. Ef af verkfalli verður í framhaldsskólum nk. fimmtudag eru líkur á að nokkrir nemendur geti fengið vinnu við borðin í frystihúsinu í ÚA, þ.e.a.s. hafi þeir áhuga á undir- stöðuatvinnugrein þjóðarinnar, fiskvinnslu. óþh Brugðið á leik 1. apríl: Fjórar fréttir tilhæfulausar Allmargir hlupu apríl eftir aö hafa lesið hinar vafasömu fréttir í helgarblaöi Dags laug- ardaginn 1. apríl. Alls voru fjórar slíkar fréttir samdar í tilefni dagsins og vart hjá því komist að einhver þeirra yrði tekin trúanlega. Flestir munu hafa gleypt við frétt á baksíðu þar sem fullyrt var að Þorsteini EA hefði verið breytt í fljót- andi veitingastað. Þráinn Lárusson, veitingamað- ur á Uppanum, sagði að fólk hefði hringt í sig og óskað eftir vinnu á Steinabar. Hann gat því miður ekki orðið við þessum ósk- um því það er enginn Steinabar um borð í Þorsteini EA. Þá munu útgerðarmenn hafa haft áhyggjur af þessu ævintýri því skipið myndi missa kvóta sinn ef fréttin ætti við rök að styðjast. Á forsíðu greindi Dagur frá Leikhússtjóri LA: Umsóknarfrestur framlengdur Staða leikhússtjóra hjá Leikfélagi Akureyrar hefur að nýju verið auglýst laus til umsóknar. Þegar umsókn- arfrestur rann út fyrir páska höfðu fímm sótt um stöðuna en fyrirspurnir héldu áfram að bcrast. í Ijósi þessa ákvað leikhús- ráð að framlengja umsóknar- frestinn til 15. apríl og eftir það verður ráðið í stöðuna sem losnaði er Arnór Benónýs- son sagði upp störfum í byrjun febrúar. Úmsóknir skulu sendar Valgerði Bjarnadóttur, formanni leikhúsráðs, en hún veitir allar nánari upplýsingar. SS fyrirhuguðum heræfingum Bandaríkjamanna í Aðaldal en sú frétt er uppspuni. Sjálfsagt hafa einhverjir lagt leið sína út á Akureyrarflugvöll í því skyni að skoða herflugvéiar sem þar áttu að taka eldsneyti á laugardaginn. Tvær fréttir á þriðju síðu blaðsins voru einnig skrifaðar í tilefni dagsins. Að sögn blaða- manns Dags á Húsavík trúðu nokkrir af yngri kynslóðinni á tilvist japönsku tungumálagler- auganna sem Linda Pétursdóttir ætlaði að kynna í söluskála ESSO en skiljanlega þótti flestum frétt- in ótrúleg. Þá var sagt frá því að Karl Bretaprins og Díana prins- essa myndu millilenda á Alex- andersflugvelli á Sauðárkróki en þar var einnig um gabb að ræða. Við vonum að lesendur hafi ekki tekið þessum ábyrgðarlausu fréttum illa og líti á björtu hlið- arnar þótt þeir hafi hlaupið apríl, en til þess var leikurinn einmitt gerður. SS rFIÁRFESTINGARFÉLACP Ráðhústorgi 3, Akureyri „Þó að kali heitur hver . . .“ Ekki er víst að María Benediktsdóttir hafi haft þessar Ijóðlínur í huga er hún byggði sér snjóhús í garðinum hjá afa sínum en eitt er víst að hún er broshýr stúlkan sú arna og greinilega ánægð með dagsverkið. Mynd: ap Bíræfinn bílstjóri: Stal bíl - keyrði útaf- stal öðrum - var tekinn Helgin var afskaplega róleg hjá lögreglu á svæðinu Húna- vatnssýslur-Eyjafjörður. Lög- reglumaður á Siglufírði orðaði það svo að hann myndi vart eftir jafn rólegri helgi og sama var upp á teningnum í Ólafs- fírði, á Sauðárkróki, Siglufírði og Dalvík. í Húnaþingi bar það helst til tíðinda að ekið var á hross við bæinn Tjarnarkot í Ytri-Torfustaðahreppi. Ökumaður, sem lagði upp frá Dalvík aðfaranótt sunnudags, kemst líklega á spjöld sögu lög- reglunnar fyrir miður góða hegðun. Hann stal bíl á Dalvík og ók honum eins og leið liggur inn Árskógsströnd áleiðis til Akureyrar. Á Ströndinni tókst ekki betur til en svo að ökumað- ur missti bílinn útaf. Hann dó þó ekki ráðalaus. Fór heim á næsta bæ og stal öðrum og komst alla leið til Akureyrar, hvar lögregla tók hann af tilviljun í „umferðar- tékki“. Að sögn lögreglu er öku- maður grunaður um ölvun. óþh Óvenju mikil svellalög á túnum á Norðurlandi: Bændur óttast að tún komi stórskenund imdan vetrinum Svo gæti farið að ársins 1989 verði minnst sem mesta kalárs- ins úm 20 ára skeið á Norður- landi. Svellalög eru mikil á túnum víðast hvar og óttast kunnugir menn að illa muni fara, því svellin hafa víða legið á í rúma þrjá mánuði. Öruggt er talið að umtalsverðar kal- skemmdir hafí þegar orðið á öllu svæðinu frá Hrútafírði að Þistilfírði. Bjarni Guðleifsson hjá Til- raunastöðinni að Möðruvöllum segir að ótti manna um kal í vor sé ekki ástæðulaus. Svell séu búin að liggja á flatlendi í þrjá mánuði á ýmsum stöðum í Eyjafirði, en það þýðir að gróður hefur drepist undir svellunum. Ef ástandið breytist ekki alveg á næstunni mun gróðurinn skemmast meira. Kalblettir koma í ljós á hverju ári þegar snjóa leysir en í ár eru svellalögin útbreiddari en hefur verið um langt skeið. Á austan- verðu Norðurlandi liggur mikill snjór á svellunum sem gæti valdið því að þau yrðu lengur en endra- Snjókoman eftir áramót varð Akureyrarbæ þung í skauti: Kostnaðurinn kominn á þriðju milljón umfram ársáætlun Kostnaöur við snjómokstur á Akureyri er orðinn liðlega tólf milljón krónur frá áramótum, en það er 2,5 milljónum króna hærri upphæð en gert var ráð fyrir við samningu fjárhags- áætlunar bæjarins. Þá er ótal- inn sá kostnaður sem verður vegna gatnaviðgerða, en mestu umferðargötur bæjarins eru meira og minna skemmdar eft- ir veturinn. Guðmundur Guðlaugsson, .verkfræðingur hjá Akureyrarbæ, segir að líkast til verði aukafjár- veiting að koma til vegna snjó- mokstursins frá áramótum. Kostn- aður við mokstur frá áramótum er orðinn 2,5 milljónum kr. meiri en átti að verja til þessa liðar allt árið í ár. Söluskatturinn einn af mokstrinum er um 1700 þúsund kr. Ef til aukafjárveitingar kemur verður samsvarandi upphæð hugsanlega dregin frá gatnagerð- arfé. Fyrir liggur að malbika yfir djúp hjólför í Glerárgötu og á fleirir stöðum, auk þess sem starfsmenn bæjarins þurfa víða að fylla upp í holur í malbikinu, sumar nokkuð stórar. Fyrirhugað var að ræsa malbikunarstöðina nú eftir helgina en því hefur verið frestað þar til aðstæður verða hentugri. Að sögn Guðmundar eru það nagladekkin sem mest skemma göturnar á Akureyri, og svo- nefnd sporkeyrsla bílstjóra sem aka sífellt í sömu hjólförum. Hjólförin í Glerárgötu eru orðin alldjúp og fyllast af vatni í úr- komu eða leysingum. EHB nær að bráðna. Benedikt Björgvinsson, ráðu- nautur á Kópaskeri, segir að svell séu útbreidd þar í nágrenninu og séu bændur við þvf búnir að kal geti orðið útbreitt. Einkum eru menn svartsýnir í Þistilfirðinum og telja bændur þar að kalið geti valdið allmiklum búsifjum. Ari Teitsson á Hrísum, ráðu- nautur B.S.Þ., segir að svellin hafi komið í janúar á flestum stöðum. Ef þau fari ekki fljótlega sé útséð um að kal verður víða í túnum. Þegar svell hefur legið á í 3 mánuði verða alltaf skemmdir á gróðri, en mismiklar eftir aðstæð- um. Mesta kalhættan er í sveitun- um í miðri Þingeyjarsýslu þar sem flatlent er, t.d. í Aðaldal, Kinn, Fnjóskadal, Reykjaverfi og Reykjadal. „Það er ljóst að mestu svellin eru núna á þessu miðsvæði sýslunnar," sagði Ari. „Ástandið er víða alvarlegt hér, svellin eru búin að liggja of lengi á túnunum," sagði Gunnar Þórarinsson, ráðunautur á Hvammstanga. Megnið af svell- unum í Húnavatnssýslum kom í janúar og á einstaka stað hafa þau legið á frá því fyrir jólahátíð- ina. „Það hafa áreiðanlega ekki komið svona mikil svell hérna frá því á kalárunum fyrir 1970. Ástandið er nokkuð misjafnt, í Staðarhreppi eru mikil svell, einnig víða í Miðfirði og í Þverár- hreppi. í Víðidalnum er minna um þau en þó nokkuð samt,“ sagði Gunnar. EHB

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.