Dagur - 08.04.1989, Page 1

Dagur - 08.04.1989, Page 1
72. árgangur_______________Akureyri, laugardagur 8. apríl 1989____________67. tölublað TEKJVBRÉF KJ4RABRÉF Qfy fjArmAl þín 5ÉRGREIN OKKAR TJARFESTINGARFEIAGID, Ráðhústorgi 3, Akureyri Loðnuhrygning í Pollinum - trillusjómenn fá ókeypis beitu Mikið af loðnu er í Pollinum við Akureyri um þessar mundir. Loðnan hefur komið inn á Eyjafjörð til að hrygna undanfarna daga, en margir furða sig á þessum hrygningartíma svo snemma að vorinu. Venjulega hrygnir loðnan ekki fyrr en í fyrsta lagi síðari hluta apríl, venjulega þó ekki fyrr en í maí. Dæmi eru um að loðna við ísland hafi ekki hrygnt fyrr en í júnímánuði. Dauða loðnu hefur rekið í töluverðu magni upp í fjörur, og mikið er af loðnuhrognum í fjörusandinum. Trillusjómenn hafa hagnýtt sér að ná ókeypis beitu og í gær voru tveir að tína loðnu upp úr fjörunni við Strandgötu. Snorri Guðjónsson, trillusjómaður, sagði að hann og félagi sinn hefðu tínt upp milli þrjú og fjögur hundruð kíló af loðnu á skömmum tíma í gær í Strandgötufjörunni. Loðnuna ætluðu þeir að nota til að beita línu sama dag. Mynd: ehb Verulegt rekstrartap hjá Kaup- félagí Skagflrðinga á síðasta ári Ljóst er að verulegt tap varð á rekstri Kaupfélags Skagfirð- inga á síðasta ári. Nemur það rúmum 36 milljónum króna, sem er 3 milljónum minna tap en árið 1987. Þetta hefur m.a. komið fram á deildafundum Kaupfélagsins undanfarna daga, en þeim lýkur í næstu viku. Alls verða haldnir fundir í 11 deildum. Aðalfundur K.S. verður svo haldinn 3. maí nk. Á deildafundunum hefur einnig verið sagt frá útkomu Fiskiðjunnar og Mjólkursamlags- ins, í grófum dráttum, og það varð einnig 36 milljón króna tap hjá Fiskiðju Sauðárkróks á síð- asta ári. Er það mikil sveifla frá árinu áður, 1987, en þá skilaði fyrirtækið 3 milljón króna hagn- aði. Þá er ljóst að verulegt tap varð einnig hjá Mjólkursamlag- inu, þó engar tölur séu komnar um það. Að sögn Trausta J. Helgason- ar, deildarstjóra Sauðárkróks- deildar K.S., kemur rekstrartap- ið frá flestum rekstrarþáttum félagsins, aðeins nokkrir hafi get- að skilað sér réttu megin við núllið. Trausti sagði að ekki neinn einn þáttur sýndi stórt tap, það kæmi víða að, en einna helst mætti nefna útibúið á Hofsósi, þar sem rekstur undanfarin ár hafi verið erfiður. „Það er há- vaxtastefnan sem á stóran þátt í þessu tapi, birgðahald er dýrt. Hins vegar eru mörg innri mál sem verið er að laga, og eru þeg- ar komin í gegn, eins og t.d. í versluninni. Pað er núna verið að yfirfara iðnaðar- og þjónustu- sviðið,“ sagði Trausti. Á síðasta ári tókst að draga verulega úr tapi verslunarinnar. Sem dæmi um það, þá var tap á Rækjuverksmiðjan Sigló hf. á Siglufirði hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta, en talið er að skuldir verksmiðjunnar um- fram eignir nemi 100-150 millj- ónum króna. Stærstu kröfuhafar munu vera ríkissjóður, Siglufjarðarbær og rekstri Skagfirðingabúðar árið ’87 um 12 milljónir, en á síðasta ári var það um 3 milljónir króna. Allar nánari tölur munu svo koma fram á aðalfundi Kaupfé- lags Skagfirðinga í byrjun maí nk. -bjb Rafveita Siglufjarðar. í kjölfar gjaldþrots Sigló hf. hefur verið stofnað nýtt félag um rekstur verksmiðjunnar og er það að hluta til í eigu fyrri eigenda Sigló hf. Nýja fyrirtækið heitir Siglunes hf. og má búast við að áfram verði unnið í verksmiðj- unni. SS Siglufjörður: Siglunes í stað Sigló

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.