Dagur


Dagur - 08.04.1989, Qupperneq 2

Dagur - 08.04.1989, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Laugardagur 8. apríl 1989 fjasa um einkahagi annarra gesta uns ég gerði mér ferð á salernið og slapp þar með úr prísundinni. Anna Yr lenti í skelfilegri fermingarveislu um páskana eins og lesa má út úr þessum pistli. Frekar hefði hún viljað sitja heima með manni sínum og snæða smurbrauðstertu. Anna Ýr Ég rakst á afar gamlan afabróður fermingarbarnsins og hélt hann fróðlegan fyrir- lestur um búskaparhætti til forna og stöðu konunnar í því þjóðfélagi. í betri stofunni sátu framkvæmda- og forstjórarnir ásamt blaðamanni sem sperrti eyrun. Konurnar hírðust skrækjandi hér og þar um hús- ið og mér fannst ég ekki eiga samleið með neinum gestanna. Samt voru þetta ættingjar mannsins míns og hlýt ég að draga þá ályktun að hann sé einstakur í sinni ætt. Loks datt mér í hug að fara og líta á fermingarbarnið. Inni í herberginu sínu sat drengur- inn og taldi peninga með ákefðarglampa í augum: „Níu- tíu þúsund, níutíu og eitt, níutíu og tvö . . .“ Það rétt grillti í hann milli hljómtækja- samstæða, tölvu, myndbands- tækis, orgels, skíðaútbúnaðar og ámóta tóla en úti stóð snjósleðinn og beið eiganda síns. Jæja, ég hugsaði með mér að þetta væri nú bara gangur lífsins og ástæðulaust að æðrast. Þá er komið að lokum þessa pistils, án þess að ég hafi sagt skoðun mína á brennandi þjóðfélagsmálum eins og ég ætlaði mér. Þær bollaleggingar verða að bíða betri tíma. Kær- ar kveðjur. Skringilegir ættingjar Heil og sæl. Ég fór auðvitað í fermingarveislu um páskana en það var verið að ferma ein- hvern frænda mannsins míns. Sá var nú aldeilis rogginn í nýju fötunum og sjálfsagt hef- ur hann tekið sig vel út í kyrtl- inum líka en við fórum auðvit- að ekkert í kirkjuna, enda maðurinn ekki náskyldur drengnum. Við mættum hins vegar snemma í veisluna, of snemma að mínu mati, en karlinn vildi endilega hitta skyldfólk sitt sem fyrst og gæða sér á almennilegum veislumat. Hið síðarnefnda féll mér reyndar ekki illa í geð en lítinn áhuga hafði ég á hinu fyrr- nefnda, satt að segja. Það var kalt borð. Þó með þeirri undantekningu að í risa- stórum potti kraumuðu kýrbit- ar í brúnni sósu, ólseigir og brimsaltir. Og þessu var mað- urinn minn að sækjast eftir! Kalda borðið var álíka geðslegt. Spikfeitt hangikjöt, torkennileg skinka, þurrir kjúklingabitar og róstbíff sem hulið var storknuðu blóði. Þá dönsuðu grænar rækjur í gelat- íni (hlaupi) og ellimóð ýsa baðaði sig í mayonnaise sem gulnaði með hverri mínútu sem leið. Kaldar franskar kart- öflur líktust helst hænsnafóðri og sósunum og öðru meðlæti vil ég helst ekki lýsa, enda smekkmanneskja hvað mat og menn áhrærir. Ég þykist vita að þeir Heilsupóstsmenn sem skrifa hér að neðan hefðu ekki fengið vatn í munninn við að sjá þessi ósköp. Furðulegt hvað kalt borð er vinsælt í fermingar- veislum. Ég hélt að við slíkt tækifæri væri meiningin að gera vel við fólk en ekki leggja það í rúmið með magakveisu. Nei, þetta eru engar ýkjur. Spyrjið bara manninn minn sem át eins og óður væri. Hann taldi það bara sjálfsagða kurt- eisi og skildi ekkert í því hvað ég var vandlát. Þótt maturinn hefði verið skringilegur voru blessaðir ættingjarnir enn skringilegri. Þvílíkt og annað eins safn af furðufuglum hafði ég aldrei barið augum. Og enn segi ég: Þessu var maðurinn minn að sækjast eftir! Að vísu má segja að það var vel gert við yngstu kynslóðina í veislunni. Börn- unum var öllum hrúgað inn í lítið herbergi hvar sjónvarps- og myndbandstæki drottnuðu í einu horninu. Á skjánum voru sýndar teiknimyndir og annað uppbyggilegt efni fyrir börnin þannig að ekki þurfti ég að hafa áhyggjur af þeim. „Ert þú ekki konan hans Sævars," spurði fleðuleg frænka mig. Jú, ekki gat ég neitað því. „Er hann enn í þessum, tja, briddsklúbbi?“ spurði hún háðslega og blikk- aði ótt og títt. Síðan fór hún að -I heilsupósturinn |7|Umsjón: Sigurður Gestsson og EinarGuðmann Komist yfir sársaukamarkið í Ríkisháskólanum í Colorado hafa menn verið að prófa sig áfram með nýjar aðferðir gegn þrálátum sársauka sem notaðar eru samhliða lyfjum. Þessar aðferðir fela í sér músíkmeðferð., Kona að nafni Adina Woodward sem starfar við Spalding endur- hæfingarstöðina í Denver hefur umsjón með 30 sjúklingum sem allir þjást af þrálátum sársauka. Aðferðin sem hún notar byrjar á 10 mínútna slakandi hugleiðslu sem slakar á sjúklingnum. Síðan hugleiðir sjúklingurinn í 10 mínútur á meðan hann hlustar á þá tónlist sem hann velur sjálfur - val sem getur verið frá Beet- hoven til Willie Nelson. „Við svona tónlistarmeðferð framleið- ir heilinn hormón sem kallast endorphine. Það er nokkurs kon- ar náttúrulegur sársaukadeyfir," segir Woodward. Þessi endor- Mikið álag getur kallað fram ofskynjanir. phine eru mest framleidd þegar heilinn er í „alpha“ þ.e.a.s afslöppuðu ástandi. Að hlusta á tónlist kemur sjúklingnum í afslappað ástand, svo að það virkar vel til þess að minnka sárs- auka. Tónlist getur einnig sefað hrikalegan höfuðverk kemur fram í annarri tilraun sem ástralskir rannsakendur fram- kvæmdu. í þeirri rannsókn hlust- uðu 63 manns senr allir þjáðust af höfuðverk og aðrir 60 heilbrigðir menn á 7 mínútna „sefandi" tónlist. Helmingur hópsins hlust- aði á tónlist sem taldist niður- drepandi en hinn helmingurinn hlustaði á hugljúfa tónlist sem kallar fram sæluástand í hugan- um. Ekki varð vart við neina breytingu á þeim sem þegar voru heilbrigðir, en þeir sem þjáðust af höfuðverk og hlustuðu á hug- ljúfu tónlistina batnaði að veru- legu leyti. Það kom ekkert sér- staklega á óvart að þeir sjúkling- ar sem hlustuðu á hraða og æs- andi tónlist höfðu enn verri höf- uðverk heldur en í upphafi. Niðurstaða: Minna af Edith Piaf og meira af Credence Clearwater Revival. Geimverur? Svefnskortur hefur ekki eins mik- il áhrif á líkamann eins og hug- ann segir í tímaritinu Bicycle Guide. í hinni erfiðu reiðhjóla- keppni þvert yfir Bandaríkin var ekki laust við að fætur keppend- anna héldu áfram að hjóla þegar vel var liðið á keppnina en hins vegar var hugurinn kominn út af laginu. Einn trúði því að geim- verur hefðu yfirtekið líkama aðstoðarmanna sinna; annar hélt að kóngulóarvefur nuddaði and- lit sitt og handleggi. Svona ofskynjanir myndast þegar skort- ur verður á djúpum svefni. Jafn- vel þótt líkaminn geti starfað nokkuð vel upp að 60 klukku- stundum án svefns byrjar hið andlega ástand að versna eftir 18- 20 svefnlausa tíma. Upp úr því fer skýrleiki hugans að hverfa. Sofið því vært fyrir líkama og sál.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.