Dagur - 19.04.1989, Side 2

Dagur - 19.04.1989, Side 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 19. apríl 1989 Nemendur í 9. bekk Hrafnagilsskóla í áheitagöngu: Urðu að hætta við hálfnað verk Þennan eldhressa hóp nemenda 9. bekkjar í Hrafnagilsskóla, keyrði blaðamaður Dags fram á á göngu á Svalbarðsströndinni á laugardag. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að krakkarnir voru að ganga áheitagöngu og safna með því peningum í ferðasjóð. Til stóð að ganga í 24 klst. en að sögn Hólmgríms Bjarnasonar eins göngumanna, urðu þau að hætta með hálfnað verk í Stóru-Tjarnarskóla, þar sem veðrið var orðið vitlaust um kvöldið. Krakkarnir lögðu af stað frá Hrafnagilsskóla kl. 11.30 á laugardag en komu í Stóru-Tjarnir kl. rúmlega 23 um kvöldið. Þau hafa því lokið við um helming göngunnar en að sögn Hólmgríms er óvíst hvert framhaldið verður en rætt hefur verið um að dansa í skólanum í um 12 klst. til viðbótar. Sem fyrr sagði eru krakkarnir að safna í ferðasjóð 9. bekkjar og er stefnan að halda suður á bóginn í vor, m.a. til Reykjavíkur og Vestmannaeyja. -KK Lögsögumál Sauðárkróks og Skarðshrepps: Þmgmenn leggja fram tillögur um samstarf - Skarðshreppingar reiðubúnir til viðræðna um þær Lögsögumál Sauöárkróks og Skaröshrepps er enn eina ferð- ina komið upp á yfirborðið. Það nýjasta sem gerst hefur í því máli er að þingmenn Norðurlands vestra lögðu fram tillögur fyrir bæjarstjórn Sauð- árkróks og hreppsnefnd Skarðs- hrepps um samstarf þessara sveitarfélaga, eftir að hafa fundað með þeim 1. apríl sl. Þá ítrekaði bæjarstjórn fyrri samþykktir um að þingmenn leggi fram frumvarp á Alþingi um stækkun á lögsögu Sauðár- króks til að tryggja bænum meira byggingarrými, sem > nemur landi Brennigerðis, Áshildarholts og Sjávarborgar. Ríkið og lífeyrissj óðirnir semja um kjör á skuldabréfakaupum: Sairniingurimi ryður braut fyrir vaxtalækkunum á lánsQármarkaði - segir Ólafur Ragnar Grímsson, flármálaráðherra í gær undirrituðu fulltrúar ríkisvaldsins og lífeyrissjóð- anna samning sem gerður hef- ur verið um kjör á skulda- bréfakaupum lífeyrissjóðanna af Húsnæðisstofnun ríkisins mánuðina apríl til desember á þessu ári. Um er að ræða skuldabréfakaup sem gætu numið um 7 milljörðum króna. Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, sagði við undirskrift samningsins í gær að með honum væri rutt úr vegi hindrunum fyrir vaxta- lækkunum á lánsfjármarkaði en samningurinn felur m.a. í sér að vextir á skuldabréfum með innlendri verðtryggingu fara í 6% strax og í 5% í júlí. Samkvæmt nýja samningnum verður hluti skuldabréfakaup- anna miðaður við gengistrygg- ingu og erlenda nafnvexti, sem fela í sér um 5% raunvexti. Þetta atriði er nýmæli og felur í sér að keypt verða skuldabréf miðað við evrópska mynteiningu (ECU). Það verða að lágmarki 15% af skuldabréfakaupum hvers sjóðs af Húsnæðisstofnun sem verða með ECU-skilmálum en sjóðirnir geta keypt allt að 40% sinna skuldabréfa með þessum skilmál- um. Deilu ríkisvaldsins og lífeyris- sjóðanna um nýju lánskjaravísi- töluna er ekki rutt úr vegi með samningnum frá í gær. Verð- trygging á skuldabréfum útgefn- um í janúar nk. mun miðast við lánskjaravísitölu skv. svokölluð- Oddeyrin EA: um Ólafslögum sem fjármála- ráðuneytið segir að feli í sér að óbreyttu að núgildandi lánskjara- vísitala verði notuð til að verð- tryggja bréfin. í þessu samkomu- lagi felst einnig að vextir verða leiðréttir á skuldbréfum með inn- lendri verðtryggingu sem gefin verða út í janúar nk. í samræmi við þróun vaxta á markaðnum næstu mánuði á undan. Þetta ger- ist takist stjórnvöldum ekki áætl- unarverk sitt í vaxtamálum. Fram kom hjá forsvarsmönnum lífeyrissjóðanna í gær að þetta atriði sé mikilvæg trygging fyrir sjóðina. „Þessir stóru aðilar hafa nú því fyrir sitt leyti markað vaxtaþró- unarbrautina. Samningurinn mun örugglega sæta nokkrum tíðindum í íslensku peningalífi og verða til þess að menn þurfi meira að horfa til þróunar á alþjóðlegum peningamarkaði í okkar kerfi hér heima sem við teljum mjög jákvætt skref í þeirri óhjákvæmilegu þróun sem við þurfum að taka þátt í,“ sagði Ólafur Ragnar í gær. JOH Á fundi með hreppsnefnd fengu þingmenn svo að heyra það að þessar jarðir væru ekki falar. í tillögum þingmannanna er lagt til að sveitarfélögin geri með sér tveggja ára samstarfssamning og láti gera sameiginlega áætlun um þróun byggðar í lögsögu þeirra og almenna úttekt á því, hvar hagkvæmast sé að skipu- leggja nýja þéttbýlisbyggð fyrir Sauðárkrók til næstu tuttugu ára. Á grundvelli þessara athugana leggja þingmenn til að gengið verði frá nýju skipulagi fyrir sveitarfélögin með samþykki beggja sveitastjórna. Jafnhliða því sem fjallað verði um nýtt skipulag í lögsögu Sauðárkróks og Skarðshrepps, vilja þingmenn að stefna verði mörkuð í framtíð- inni um samstarf sveitarfélag- anna, og m.a. kannaðir mögu- leikar á lagningu hitaveitu um Skarðshrepp. „Bæjarráð hefur ekki hafnað þessum tillögum, en telur þær vera óraunhæfar á þeim forsend- um m.a. að það er búið að vinna í öllum þessum málum áður. Við leggjum mikla áherslu á að frurn- varpið verði lagt fram, það kemst hvort eð er ekki í gegn á þessu þingi, en yrði til kynningar,“ sagði Björn Sigurbjörnsson, for- rnaður bæjarráðs, í samtali við Dag. Ulfar Sveinsson, oddviti Skarðshrepps, sagði að hrepps- nefndin væri fús til viðræðna um þær tillögur sem þingmenn hafa lagt fram. „Við höfum lýst sam- þykki okkar við þeim og höfum alltaf verið reiðubúnir til við- ræðna um tillögur af þessu tagi. En það hefur bæjarstjórn Sauð- árkróks ekki verið til viðræðna um,“ sagði Úlfar. -bjb y Aðalfundur Siglufjarðardeildar KEA: „Eg er nokkuð ánægður með útkomuna á síðasta ári“ - segir Guðleifur Svanbergsson, útibússtjóri Fengu 60 tonn af rækju á 17 dögum Oddevrin EA kom til Akur- eyrar í gærmorgunn eftir 17 daga veiðferð með 60 tonn af frystri rækju. Helmingur afl- ans var unninn í neytenda- umbúðir en hinn helmingurinn var fryst iðnaðarrækja sem fer til Niðursuöu K. Jónssonar & Co. Jón ívar Halldórsson, skip- stjóri, sagði að aflinn hefði feng- ist á Kolbeinseyjarsvæðinu. Sntárækjan flokkast sem iðnaðar- rækja en sá hluti aflans sem pakkað er í neytendapakkningar er flokkaður í þrjá flokka fyrir Japansmarkað. „Það er ákaflega lítil rækju- veiði núna, minni en undanfarin tvö ár. Það er minna um rækju nú en áður en menn hafa haldið aflanum uppi vegna þekkingar á miðunum," sagði Jón ívar. Öll iðnaðarrækja sem Oddeyr- in veiðir fer til K. Jónssonar & Co. Oddeyrin fór tveir veiðiferð- ir á rækju eftir áramót en síðan tók við fimm vikna botnfiskveiði. Skipið er eingöngu með rækju- kvóta frá ráðuneytinu, en fékk þúsund tonna viðbótarkvóta frá Þorláki Helga og öðrum bát sem keyptir voru. Nú er búið að veiða 600 tonn af þeim kvóta. Samherji hf gerir Oddeyrina út, en skipið eiga í sameiningu Akureyrarbær, sem á 40%, Sam- herji hf. á 30% og K. Jónsson & Co á 30%. " EHB Aðalfundur Siglufjarðardeild- ar Kaupféiags Eyfirðinga var haldinn sl. mánudag. Fundinn sátu Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri KEA og Björn Baldnrson, fulltrúi á verslunarsviði. Fram kom á fundinum að heildarsala í úti- búi KEA á Siglufirði á árinu 1988 nam 126,8 milljónum. Söluaukning frá fyrra ári varð tæp 24%. Launagreiðslur auk launatengdra gjalda á árinu 1988 námu 11,7 milljónum. Á fundinum kom fram almenn ánægja manna með verslun úti- búsins á Siglufirði og vöruverð. Almennt hefur tekist að bjóða vörur á sama verði og í stærri kjörbúðum KEA á Akureyri (að versluninni við Hrísalund undan- skilinni). Guðleifur Svanbergsson, úti- bússtjóri, segist vera nokkuð ánægður með útkomuna á síðasta ári. Hann bendir á að aukningin í sölu hafi haldið nokkuð í við verðbólgustig ársins, m.ö.o. að tekist hafi að halda nokkuð í horfinu. Guðleifur segir engar áætlanir uppi um breytingar á Mikill áhugi virðist vera á tón- leikum Sykurmolanna sem fram fara í íþróttaskemmunni á Akureyri í kvöld kl. 21. For- sala aðgöngumiða hófst á mánudag í Vöruhúsi KEA og einnig verða miðar seldir við innganginn en miðaverð er kr. 1000.-. Sykurmolarnir eru tvímæla- laust ein allra fremsta popp- hljómsveit landsins og þó víðar starfsemi útibúsins á þessu ári enda verði almennt ríkjandi aðhald í rekstri Kaupfélagsins á árinu. óþh væri leitað. Norðlenskum popp- tónlistarunnendum gefst hér gull- ið tækifæri á að fara á einn stærsta tónlistarviðburð norðan- lands á árinu og öruggt má telja að þeir láta ekki þennan stórvið- burð fram hjá sér fara. Sykurmolarnir hafa haldið tón- leika bæði hér heima og erlendis og alls staðar fengið frábærar móttökur enda er hér á ferðinni ein sérstæðasta hljómsveit í „bransanum". -KK Akureyri: Tónleikar Sykur- molanna í kvöld

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.