Dagur - 19.04.1989, Blaðsíða 11
kvikmyndarýni
Umsjón
: Jón Hjaltason
Oft spyr cg mig þeirrar spurningar hvernig á því standi að dansmyndir ná betur til íslenskra unglinga en aðrar
„gerðir“ bíómynda. Liggur hér það sama að baki og gerir auglýsingar mest spennandi sjónvarpsefnið í augum.
barna? Ef svo er þá hlýtur Salsa að vera gott efni fyrir fjórtán ára.
vorútsala
er hafin
Komið og gerið góð kaup.
M.H. Lyngdal
Hafnarstræti 103 Sunnuhlíð 12.
Látum dansinn duna
Borgarhíó sýnir: Salsa.
Leikstjóri: Boaz Davidson.
Hvlstu leikendur: Kobby Rosa og
Rodney Harvey.
Cannon Films 1988.
Pó ég sé ekki allajafna vanur að
flíka nöfnum framieiðenda
mynda þá langar mig að geta þess
að tvíeykiö Menahem Golan og
Yoram Globus eru mennirnir á
bak við Salsa. Pessir tveir eru
frægir í kvikntyndasögunni fyrir
að bera ekki alltof mikla virðingu
fyrir löggiltum samningseyðu-
blöðum með vatnsmerki í sér
miðjum. En snúum okkur að
myndinni.
Salsa er dans- og söngvamynd.
Hún segir frá bandarískum ungl-
ingi (Robby Rosa) af ættkvísl
Puerto Ricana en Puerto Rico er
ein eyja Vestur-Indía suðvestan
Miami. Robby er mikil danshetja
og flest ef ekki öll kvöld vikunnar
er hann að finna á gólfi skemmti-
staðar þar sem iðkaðir eru svo-
kallaðir Salsa-dansar. í uppsigl-
ingu er mikil danskeppni en sig-
urvegari hennar fær að fara til
Puerto Rico að sýna snilli sína.
Robby hefur sett stefnuna þang-
að en á könnu hans er fleira en
dansinn. Hann á yngri systur og
uppeldisbróður. Pau tvö verða
skotin hvórt í öðru en Robby
vakir yfir orðspori systur sinnar
eins og fálki yfir rjúpu. Hún á að
ganga í skóla, læra, og verða
eitthvað. Robby veit ekkert um
samdrátt þeirra tveggja en verður
engu að síður var við að systirin
er í tygjum við einhvern. En
hvern? Þegar hann kemst á snoð-
ir um sannleikann verður fjand-
inn laus og uppeldisbróðurnum
er tekið blóð. En hvað má
ofbeldi sín gagnvart ástinni?
Allur þessi hasar kemur niður
á dansundirbúningnunr og enn
kárnar gamanið þegar fyrrum
Salsa-drottning ákveður að pilt-
urinn sé dansherrann sem hún
þurfi til að endurheimta fyrri
frægð. Hængurinn er bara sá að
hann hefur dansfélaga, sem er í
senn kærasta hans. Afleiðingarn-
ar verða ástarsamband í ólgusjó.
Þrátt fyrir að ég hafi hér á und-
an gert svolítið mál úr söguþræði
Salsa þá er sannleikurinn sá að
myndin snýst að langmestu leyti
um dans, leikararnir dansa sig í
gegnum hlutverkin og danshöf-
undar eru bersýnilega einu höf-
undarnir sem hafa fengið eitt-
hvað að semja að ráði fyrir þessa
mynd. Með öðrum orðum, sögu-
þráður Salsa er algjör aukageta
og alls ekki spunninn meira en
brýna nauðsyn rekur til. En gerir
Fundur um stöðuna í
kjaramálunum
Fulltrúaráð Kennarasambands
íslands ákvað að boða ekki til
atkvæðagreiðslu um verkfall að
svo stöddu í von um að hægt væri
að semja um mannsæmandi kjör
félagsmönnum til handa. Ríkis-
valdið hefur ekki verið á þeirn
buxunum að bæta kjör kennara
svo nokkru nemi, hvorki hjá
Kennarasambandi íslands né
Hinu íslenska kennarafélagi.
Treglega hefur gengið að fá
Samninganefnd ríkisins til við-
ræðna við Kennarasambandið og
því verður eitthvað að fara að
gerast. Þess vegna hefur stjórn
Bandalags kennara á Norður-
landi eystra (BKNE) ákveðið að
halda fund í Alþýðuhúsinu á
Akureyri, miðvikudaginn 19.
apríl nk., kl. 15.00.
Stjórn Bandalags kennara
á Norðurlandi eystra.
Barn situr þægilega
og öruggt í barnabílstól.
Það á það skilið!
IUMFERÐAR
Iráð
þetta Salsa aö vondri mynd? Þeg-
ar ég hafði horft í korter sagði ég
við sjálfan mig: „Þetta er eins og
kókauglýsing, feiknarlegt fjör,
allir brosandi ef ekki skellihlægj-
andi, - boðskapurinn - vertu kát-
ur ogsætur, hafðu það gott, lífið
er leikur.-' Og auövitaö fýlir
þungt þenkjandi kvikmynda-
gagnrýnandinn grön viö slíku
alvöruleysi og slíkri léttúð. Salsa
var vegin og léttvæg fundin. Þeg-
ar betur er að gáö verður bert að
efast má um réttmæti mælistiku
rýnisins. Salsa dregur upp mynd
af heilbrigðu ungu fólki, það
skemmtir sér án áfengis (yfir-
leitt), reykir ekki eða er upp á
aðra vímugjafa komið. Það dans-
ar og ánægjan vcrður þess. Það
er mikil hreyfing í myndinni, góð
tónlist og kynæsandi dans. Salsa
er unglingamynd og verður að
skoðast út trá því sjónarhorni.
Verkalýðsfélagið Eining
Stjórnarkjör
samræmi viö lög félagsins fer kjör stjórnar, vara-
stjórnar og trúnaöarmannaráös, varamanna í trún-
aöarmannaráö, endurskoöenda og varamanns
þeirra fram aö viðhafðri allsherjaratkvæöagreiöslu.
Hér meö er auglýst eftir framboöslistum til ofan-
greindra starfa og skal þeim skilað til skrifstofu
félagsins í Skipagötu 14 á Akureyri eigi síðar en kl.
12 á hádegi fimmtudaginn 27. apríl nk.
Á hverjum lista skulu vera nöfn 7 manna í aðalstjórn,
5 í varastjórn, 23 í trúnaðarmannaráð (valdir með til-
liti til búsetu sbr. félagslög) og 23 til vara, 2ja endur-
skoðenda og eins til vara.
Þá skulu fylgja hverjum lista meðmæli 100 fullgildra
félagsmanna.
Akureyri 17. apríl 1989.
Stjórn Verkalýðsféiagsins Einingar.
VIÐ FLYTJUM
Á SUMARDAGINN FYRSTA
IDKAÐÁ FÖSTUDAG
Húsnœðisstofnun ríkisins og Veðdeild Landsbanka íslands
flytja í nýtthúsnœði fimmtudaginn 20. apríl. Vegna flutninganna verður
einnig lokað föstudaginn 21. apríi.
Mánudaginn 24. apríl hefst starfsemi okkar á ný með eðlilegum hœtti.
Við flytjum oð
SUÐURLANDSBRAUT 24.
Símanúmer Húsnœðisstofnunar verður áfram 69 69 00
og símanúmer Veðdeildar er einnig óbreytt, 60 60 55.
HUSNÆÐISSTOFNUN
RÍKISINS