Dagur - 19.04.1989, Side 15

Dagur - 19.04.1989, Side 15
Miðvikudagur 19. apríl 1989 - DAGUR - 15 íþróttir Andrésar Andar leikarnir: Hér sést stuðningskjarninn afhenda Aðalsteini Sigurgeirssyni formanni Þórs gögn yfir starfsemina. Talið frá vinstri: Jóhanna Gunnarsdóttir, Kristjana Benediktsdóttir, Hanna Rúna Jóhannsdóttir, Sigurlína Sigurgeirsdóttir, Dröfn Þórarinsdóttir og Kolbrún Þormóðsdóttir. Ganga: Lambagangan fór vel fram - dræm þátttaka en gott veður Lambagangan 1989 fór fram á laugardaginn. Þrátt fyrir hið besta veður og gott skíðafæri var þátttaka frekar dræm. Gangan fór þó hið besta fram og sá Hjálparsveit skáta um að leggja brautina og um brautar- vörsluna. Árni Freyr Antonsson sigraði í flokki karla 17-34 ára, Sigurður Aðalsteinsson í flokki 35-49 ára og Rúnar Sigmundsson í flokki 50 ára og eldri. Lambagangan er ein af fimm almenningstrimmgöngum, sem er bikarkeppni undir samheitinu íslandsgangan. Auk Lambagöng- unnar eru afstaðnar Bláfjalla- gangan í Reykjavík og Fjarðar- gangan á Ólafsfirði. Eftir eru Skógargangan á Egilsstöðum og Fossavatnsgangan á ísafirði. Lítum þá úrslit: Karlar 17-34 ára: 1. Árni Freyr Antonsson A 1:37.48 Karlar 35-49 ára 1. Sigurður Aðalsteinsson A 1:35.32 2. Sigurður Bjarklind A 1:43.07 3. Sigurður Gunnarsson í 1:45.33 Karlar 50 ára 1. Rúnar Sigmundsson A 1:56.03 2. Þorlákur Sigurðsson A 1:59.34 Frá setningu leikjanna árið 1987. Settir í Hölliimi í dag - fjölmennasta skíðamót landsins Andrésar Andar leikarnir á skíðum verða settir í íþrótta- höllinni í kvöld kl. 20.30. Þetta er fjölmennasta skíðamót sem haldið er á landinu í ár og er búist við rúmlega 600 kepp- endum á mótið að þessu sinni. Þar að auki fylgja þessum fjölda rúmlega 100 farastjórar og búist er við að sami fjöldi starfi við mótið. Skrúðganga verður frá Lunda- skóla að íþróttahöllinni og hefst hún kl. 20.30. Búist er við að koma að Höllinni rétt fyrir 21.00. Þar mun séra Pálmi Matt- híasson halda snrá tölu en það verður síðan Daníel Hilmarsson skíðakappi frá Dalvík sem setur mótið, en hann steig einmitt sín fyrstu skref á Andrésar Andar- leikunum á sínum tíma. Síðan verður mótseldurinn tendraður og keppendur munu eftir það halda aftur upp í Lundarskóla. Síðan hefst keppnin í fyrramálið, fimmtudag kl. 10.00. Hlíðarfjall verður undirlagt af þessari keppni fram á laugardag, en verðlaunaafhendingar verða í íþróttahöllinni á kvöldin og ann- að kvöld, fimmtudag, verður þar heilmikil kvöldvaka þar sem m.a. Valgeir Guðjónsson mun skemmta. Einnig keppa farar- stjórar hinna mörgu hópa í ýms- um þrautum sín á milli. Knattspyrna: Tindastólsliðið sterkt - vann ÍBK 5:3 og gerði 0:0 jafntefli við ÍA Knattspyrnuliö Tindastóls, seni leikur í 2. deild, lék nokkra æfingaleiki fyrir sunn- an um síðustu helgi. 25 leik- menn voru með í för og léku a- og b-lið við 1. deildarlið ÍBK og IA. Agætis árangur náðist í leikjunum, a-liðið vann Kella- vík 5:3 og gerði markalaust jafntefli við Akurnesinga. B- liðið tapaði hins vegar báðum sínum leikjum. Leikið var gegn Keflavík á laugardag. A-liðið komst í 1:0, en ÍBK breytti stöðunni í 3:1. Eftir það tóku leikmenn Tinda- Stuðningskjarni kvennadeildar Þórs: Skiluðu hallalausuni rekstri Lengi var óvíst hvort Þór myndi senda lið í 1. deildina í kvennahandknattleik í vetur. Þá tóku nokkrar áhugasamar stúlkur sig saman og mynduðu stuðningsmannakjarna og tóku að sér að sjá um rekstur á kvennaflokknum. Þær gerðu það með þeim sóma að búið er að greiða alla reikninga, þjálf- arakostnað og annað tilfall- andi. - og vel það Þær gerðu einnig gott betur og skiluðu örlitlum hagn- aði eftir veturinn og á hann að notast til að styðja við kvenna- handboltanum næsta vetur. Að sögn Kolbrúnar Þormóðs- dóttur, sem sæti á í stuðnings- mannakjarnanum, hefur þetta ver- ið mikið starf en ánægjulegt. Gert var ráð fyrir að reksturinn myndi kosta um 700 þúsund. En eins og hagsýnna húsmæðra er von og vísa, „auk fjölmargra símhring- inga“, skaut Kolbrún inn í, tókst þeim að koma kostnaði við kvennadeildina niður í rúmlega 500 þúsund. Þær stúlkur vilja senda þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem studdu við starfið kærar þakkir og láta það koma fram að án þessa stuðnings hefði þcssi árangur ekki náðst. stóls öll völd á vellinum og gerðu næstu fjögur mörk. Mörkin skor- uðu Marteinn Guðgeirsson, Eyjólfur Svcrrisson, Ólafur Adolfsson, Magnús Jóhannesson og Ingvar Guðfinnsson. B-lið Tindastóls tapaði 5:2 fyrir b-liði ÍBK, mörk Tindastóls gerði Guðbrandur G uðbrandsson. Á sunnudag var svo haldið til Akraness. Tindastóll skoraði engin mörk í þeirri ferð, a-liöið með markalaust jafntefli og b-lið- ið tapaði 5:0. Þess má geta að a- lið ÍÁ brenndi af vítaspyrnu und- ir lok leiksins. -bjb Handknattleikur: Lokahóf handboltans - haldið í Digranesi Lokahóf 1. deildarfélaga í handknattleik veröur haldið í íþróttahúsinu á Digranesi næstkomandi laugardags- kvöld. Þar verður tilkynnt um kjör bestu leikmanna, bestu dómarana og ýmis önnur verð- laun. Einnig verður þarna margt sér til gamans gert og verður enginn svikinn af skemmtiatriðunum. Heiðursgestur kvöldsins verð- ur Davíð Oddsson borgarstjóri en veislustjóri verður Arnþrúður Karlsdóttir. Hátíðin byrjar kl. 19.30 og þeir sem áhuga hafa á þessari hátíð geta hringt í skrif- stofu HSÍ og pantað miða þar. Keppendur búa tlestir í Lundarskóla og þaðan er keyrt með þá upp í Hlíðarfjall. Oll verðlaun fyrir þetta mót gefur Skipadeild SÍS og einnig gefa Akureyrarbær og danska útgáfu- fyrirtækið, sem gefur út Andrés Önd, sérstök verðlaun til minningar um mótið. Þetta eru 14. leikarnir sem haldnir eru og þeir fjölmennustu hingað til. Þeir voru fyrst haldnir árið 1975 og þá voru keppendur rúmlega 100. Nú er fjöldinn kom- inn upp í 600 og það er vitað að skíðakrakkar um land allt bíða í ofvæni eftir þessum leikjum á hverjum vetri. Mótinu verður síðan slitið kl. 16.00 á laugardaginn í íþrótta- höllinni og munu þar allir kepp- endur fá afhent verölaun frá danska forlaginu og einnig öll úrslit á Andrésar Andar leikun- um árið 1989. Karfa: Jón Kr. og Guðmundiir með UMFT - gegn Ungverjunum Nú er Ijóst hvaða lánsmenn munu leika með Tindastóli gegn ungversku meisturunum Csepel á sumardaginn fyrsta. Þeir eru ekki af verri endan- um, báðir landsliðsmenn, þeir Guðmundur Bragason UMFG og Jón Kr. Gíslason, þjálfari og leikmaður íslandsmeistara Keflvíkinga. Þeir munu án efa styrkja lið Tindastóls mikið. Þá er Ijóst að Haraldur Leifs- son mun leika með annað kvöld, og er hann orðinn góð- ur af meiðslum sem hrjáðu hann. Kári Marísson leikur ekki með sökum meiðsla, en verður þess í stað liðsstjóri Tindastóls. Það stefnir í að það verði sann- kölluð körfuboltahátíð á Sauðár- króki á sumardaginn fyrsta. Körfuknattleiksdeild Tindastóls vinnur nú að því að undirbúa mót fyrir yngstu körfuboltamennina, úr minni-bolta og 6. flokki, og á það mót að fara fram um daginn. Ætlunin er að bjóða nokkrunr félögum að koma með lið í keppnina. Það ætti því að verða upplifun fyrir guttana að sjá stór- leik um kvöldið, að móti loknu. Fyrir leikinn verða leikmenn kynntir að NBA-hætti, og tónlist leikin á meðan á leiknum stendur. Sumargleði golfmanna - að Jaðri í kvöld Golfklúbbur Akureyrar heldur sinn árlega sumarfagnað að Golfskálanum að Jaðri í kvöld. Skemmtunin hefst með for- drykk kl. 19.30 og verður síðan framhaldið um kvöldið með þríréttuðum matseðli og skemmtiatriðum. Skemmtiatriðin eru mörg og margvísleg og eiga mörg þeirra sjálfsagt eftir að koma mjög á óvart og vera á flestra vörum næstu vikurnar. Það er hin hressa hljómsveit Finns Eydal sem leik- ur fyrir dansi og eru félagar GA og aðrir velunnarar klúbbsins hvattir til að fjölmenna og fagna sumarkomu.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.