Dagur - 04.05.1989, Síða 9

Dagur - 04.05.1989, Síða 9
Fimmtudagur 4. maí 1989 - DAGUR - 9 Jón Björnsson félagsmálastjóri lagði áherslu á samvinnu fatlaðra, aðstandenda, vinnuveitenda og samstarfsmanna. Óskar Erlendsson frá Kjötiðnarstöð KEA sagði að það væri nauðsynlegt að láta fatlaðan starfsmann fínna að hann væri einn úr hópnum, en ekki sér á báti. þátttöku á almennum vinnu- markaði. Hann sagði að skólinn hefði síðan unnið að báðum þess- um markmiðum og fleiri hefðu bæst við, en hann ræddi sérstak- lega um seinna markmiðið. „Þessi markmiðslýsing segir í sjálfu sér ekkert til um það hvernig unnið er að þessum þætti í skólanum. Leiðirnar sem við höfum valið að fara byggjast á þeim skilningi sem við höfum á nemendum okkar og mannfólki yfirleitt. Verklega þjálfunin er fólgin í því að nemendur fá að glíma við verkefni sem veita þeim hæfilega ögrun og Örvún, þannig að þeir upplifi sigra en ekki ósigra. Hlutverk okkar er að efla svo sjálfstraust og sjálfsvirð- ingu nemendanna að þeir þori að takast á við að læra störf úti á vinnumarkaðinum, fremur en að við séum að kenna þeim ein- hverja ákveðna færni. Samt er bein verkleg þjálfun í skólanum. Hún felst einkum í því að við erum með lítilsháttar fram- leiðslu. Áhersla er lögð á að nemendur upplifi allt fram- leiðsluferlið, frá hugmynd til full- búinnar vöru, og taki þátt í þessu ferli. Það er reynt að efla sköp- unargleði með því að gera vel grein fyrir endamarkinu, þ.e.a.s. fullbúinni vöru og viðtakanda hennar. Síðan vita krakkarnir það að ágóðinn af þessari fram- leiðslu rennur í ferðasjóð. Þegar við teljum að einhver nemendanna sé tilbúinn að reyna sig á vinnumarkaðinum hefst atvinnuleitin. Að mínu mati á ekki að byggja þennan þátt skólastarfsins á því að hvetja til þess að vinnuveitendur geri góð- verk sín á nemendum með því að ráða þá í vinnu, heldur að þeir gefi þeim tækifæri til að spreyta sig og hjálpi til við að gera úr nemandanum góðan starfsmann. Það þurfa allir að hafa hag af þessum viðskiptum," sagði Magni. Starfsskólinn hefur skilað 13 manns út á vinnumarkað Hann sagði að það væri rými fyrir 16 nemendur í Starfsskólanum í Löngumýri og venjulega væru þeir á aldrinum 16-18 ára. Miðað er við að námið taki tvo vetur en það getur verið styttra ef mark- miðin nást fyrr, en búast má við að þrír nemendur skólans leiti á ári hverju út á vinnumarkaðinn. Magni sagði að 13 vinnustaðir hefðu tekið við unglingum frá skólanum á fjórum árum. Fimm nemendur eru enn í þeirri vinnu sem skólinn útvegaði þeim en hinir hafa flestir fengið aðra vinnu síðan. Alls hafa verið 16 nemendur í skólanum frá upp- hafi. Sunneva Filippusdóttir frá Starfsdeildinni Löngumýri 9 tók næst til máls og ræddi markmið þessarar starfsdeildar fyrir fuil- orðna. „Starfsdeild fyrir fullorðna tók til starfa 1987 og er tilraun til tveggja ára. Að deildinn standa Félagsmálastofnun Akureyrar, fræðsluskrifstofan og Svæðis- stjórn um málefni fatlaðra. Starfsdeildin er hugsuð fyrir þá einstaklinga sem af ýmsum ástæðum eru ekki eins sjálfbjarga og almennt er, einkum hvað varðar heimilishald, félagstengsl, starf og efnahag. Markmið starfs- deildarinnar er: Sjálfstæð búseta og þátttaka á almennum vinnu- markaði." Sunneva sagði að þátttakendur væru nú átta, á aldrinum 22ja til 59 ára. Þeir hafa ólíka þekkingu og reynslu, sumir litla sem enga skólagöngu, aðrir öllu meiri. Reynt hefur verið að sníða tilboð starfsdeildarinnar eftir þörfum hvers og eins. Sjálfstæð búseta og þátttaka á almennum vinnumarkaði Hún sagði að einstaklingunum mætti skipta í þrjá hópa. Ifyrsta hópnum er lögð áhersla á sjálf- stæða búsetu, í öðrum hópnum sjálfstæða búsetu og þátttöku á almennum vinnumarkaði og í þriðja hópnum eru þeir sem stunda vinnu, en koma í bóklegt nám í skólanum t.d. einn morgun í viku hverri. „Ef við lítum á markmiðið um þátttöku á vinnumarkaði þá er í fyrsta undirbúningi lögð áhersla á að meta getu og áhuga hvers og eins með atvinnu í huga og þeir búnir sem best undir starf, t.d. með því að efla sjálfstraust og félagslegan þroska og færni. Einnig er lagt mikið upp úr þjálf- un í samskiptum og viðhorfi til vinnu. Þegar viðkomandi ein- staklingar eru tilbúnir til að fara út á almennan vinnumarkað, þá er þeir hafa náð þessum mark- miðum sem við stefnum að, þá þarf að finna starf við hæfi hvers og eins, undirbúa starfsmann undir væntanlegt starf, undirbúa verkstjóra sem tekur við starfs- manni og veita aðstoð og hand- leiðslu eftir að starf hefst. Við vitum að það er margt fólk úti á vinnumarkaðinum sem er ekki eins sjálfbjarga og almennt er við ýmsa þætti daglegs lífs. Það er ef til vill ástæða til að varpa fram þeirri hugmynd hvort einhverjir af starfsmönnum ykk- ar gætu nýtt sér nám í starfsdeild, t.d. á námskeiðum einn dag í viku,“ sagði Sunneva og beindi máli sínu til fundargesta. Hún sagði að þrír af þátttak- endum starfsdeildarinnar væru á vinnumarkaði, en einn þeirra tímabundið. Fjórir bíða því eftir að fá vinnu, en það hefur reynst erfitt að finna störf við þeirra hæfi. „En það er eitt sem víst er, að þetta fólk vill vinna, það getur unnið, þó að það geti ekki unnið hvaða starf sem er,“ sagði Sunn- eva að lokum. Að veita fötluðum vinnu við hæfi Inga Magnúsdóttir, starfsmaður Atvinnuleitar fyrir fatlaða, sagði næst frá starfi sínu, en hún var ráðin í þetta nýja starf fyrir rúmu ári. Lög kveða á um að 10 þús- und nranna bæjarfélag eða fjöl- mennara skuli hafa sérstakan starfsmann til að sinna atvinnu- málum fatlaðra. Inga ræddi um eðli fötlunar hjá því fólki sem leitaði aðstoðar hjá henni: „Sunrar fatlanir eru tíma- bundnar, aðrar eru ævilangar. Sem dæmi urn fötlun má nefna geðsjúkdóma, sjónskerðingu, þroskahömlun, heyrnarskerð- ingu, hreyfihömlun, gigtveiki, jafnvel bakveiki o.fl. Fötlun veldur því stundum að fólk leitar aðstoðar við atvinnuleit, en hún þarf hins vegar ekki að koma í veg fyrir það að fatlaðir stundi vinnu eins og aðrir þjóðfélags- þegnar. Fötlun þarf ekki að minnka starfsgetu ef hinn fatlaði er í vinnu sem hann ræður við.“ Inga er ásamt fulítrúum frá Svæðisstjórn um málefni fatl- aðra, Bjargi og Iðjulundi í nefnd sem tekur fyrir allar umsóknir sem berast urn aðstoð við atvinnuleit. Nefndin metur getu hvers einstaklings og tekur ákvarðanir um starfsþjálfun í framhaldi af því mati. I því sam- bandi nefndi hún auk heimilanna við Löngumýri, Iðjulund og Bjarg. Hún sagði að það væri ekkert nýtt að fatlaðir væru úti á vinnu- markaðinum en undanfarin ár hefði orðið mikil vakning í málefnum fatlaðra. Vandamálið væri eftir sem áður að finna starf við hæfi, þar sem fötlunin haml- aði ekki vinnu. Markmiðið með starfi sínu sagði Inga einmitt vera það að finna fötluðum vinnu við hæfi, undirbúa vinnustaðinn og starfsfólk jafnvel og veita við- komandi aðstoð við að komast inn í starfiö. Góð reynsla af störfum fatlaðra „Við ykkur atvinnurekendur vil ég segja að störf fyrir fatlaða leynast víða. Þegar horft er yfir vinnustað má yfirleitt alls staðar finna störf fyrir fatlaða," sagði Inga. Fulltrúar frá vinnustöðum lýstu næst reynslu sinni af því að hafa fatlað starfsfólk í vinnu. Brynleifur Hallsson, frá Mjólk- ursamlagi KEA, Þórhalla Þór- hallsdóttir, frá Hagkaupum, og Óskar Erlendsson, frá Kjötiðn- aðarstöð KEA, kváðust öll hafa góða reynslu af andlega eða lík- amlega fötluðum starfsmönnum og þau skoruðu á forsvarsmenn fyrirtækja að veita fötluðum tækifæri. „Við höfum ákveðið að hafa alltaf eitt laust starf fyrir fatlaða því okkar reynsla er góð, þótt ekki sé hún löng. Viðbrögð starfsfólks voru líka mjög jákvæð,“ sagði Brynleifur, en hann taldi nauðsynlegt að undir- búa verkstjóra vel undir komu viðkomandi einstaklings. „Það fyrsta sem yfirmenn eiga að gera þegar fatlaður einstakl- ingur ætlar að hefja störf hjá hans fyrirtæki er að kalla starfsfélag- ana saman, segja þeim frá fötlun nýja starfsfélagans og brýna vel fyrir þeim að þessi nýi félagi verði ekki fyrir aðkasti þeirra I sem fyrir eru,“ sagði Þórhalla og gat þess að hjá Hagkaupum á Akureyri hefðu starfað þrír and- lega fatlaðir einstaklingar. „Við höfum tvo fatlaða starfs- menn á Kjötiðnaðarstöðinni og eru þeir mjög ólíkir. Þeim fyrri var fylgt mjög vel úr hlaði, bæði í vinnunni, kaffitímum og félags- lífi. Ég tel mjög nauðsynlegt að láta viðkomandi starsmann vita að hann er einn af okkur,“ sagði Óskar meðal annars. Slæmt atvinnuástand sl. vetur Valgerður Magnúsdóttir fundar- stjóri dró saman niðurstöður fundarins og skulum við grípa niður í mál hennar: „Við höfunr heyrt um mikil- vægi þess að undirbúa vinnustað- inn, starfsfólkið, yfirmennina vel og huga að því hvað má bjóða nýjum starfsmönnum, hversu langan tíma, hvernig störf og huga virkilega vel að þvf hvað hver og einn einstakur getur gert, hverju hann veldur, og ekki síst hvað samskiptaþátturinn er mikilvægur. Við getum í rauninni skipt öllum störfum í verkefna- þátt og samskiptaþátt. Mér sýnist, þegar horft er á atvinnu- mál þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu, þá sé það ekki síður samskiptaþátturinn sem strandar á. Fólk sem verklagni sinnar og burða vegna getur unn- ið ýmiss konar vinnu flosnar upp af vinnustöðum vegna þess að það hefur ekki félagslega færni til að takast á við þennan samskipta- þátt eins og aðrir gera og eins og kröfurnar eru í rauninni gerðar um.“ Að lokum voru alinennar um- ræður og fyrirspurnir um málefni fundarins. Þorleifur Þór Jónsson spurði hvernig gengið hefði að útvega fötluðum vinnu, annars vegar líkamlega fötluðum og hins vegar andlega fötluðum. Inga Magnúsdóttir svaraöi því til að almennt hefði gengið illa að fá vinnu fyrir fatlaða í vetur, enda atvinnuástandið slæmt. Hún sagði að fáir hreyfihamlaðir hefðu leitað aðstoðar Atvinnu- leitar fatlaðra og flestir vinnu- staðir væru illa í stakk búnir til að taka við fólki í hjólastólum. Þetta fólk hefði hins vegar fengið vinnu á Bjargi. Einar Sveinn Ólafsson kom með tillögu um að kortleggja vinnustaði með atvinnumál fatl- aðra í huga. Jón Björnsson tók vel í þá tillögu en sagði slíka kortlagningu þurfa sífellda endurskoðun. Margt fleira kom fram á fundinum en fleira verður ekki tekið fyrir hér. SS GOTTKAFFI GOTTVERÐ Heildverslun Gunnars Hjaltasonar Reyðarfirði Sími 97-41224

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.