Dagur - 09.05.1989, Blaðsíða 15

Dagur - 09.05.1989, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 9. maí 1989 - DAGUR - 15 ( ! i i i } < Það skiptir miklu máli að geta sameinað valdið umhyggju og samstöðu, segir m.a. í greininni. ruglingi, móðurlegri umhyggju og sjálfstæði. Félagslegu tengslin eru mikilvæg, að vera vinsæl, að eiga trúnað, að vera ein úr hópnum. Til þess að öðlast velgengni í starfi er mikilvægt að geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir, að vera óháð öðrum. Karlmaður verður fullorðinn þegar hann fær sitt fyrsta starf, það er eins og að gangast undir helgiathöfn. Fyrir konu þýðir starfið sjálfstæði og aðskilnað - og á vissan hátt óttast hún ekkert meira en einmitt þetta. Grundvallarsjálfsmynd karla felst í því að vera sjálfstæð- ur einstaklingur, grundvallar- sjálfsmynd kvenna markast af umhverfinu. Móðurímyndin verður víða á vegi konunnar í atvinnulífinu. Mæður reyna oft að hindra dætur sínar í því að taka fyrstu skrefin í átt að sjálfstæði. Af ótta við að verða yfirgefnar reyna þær að gera lítið úr þeim afrekum sem dætur þeirra hafa átt þátt í og þær hefðu fyllstu ástæðu til að vera stoltar af. Það gildir einu hversu duglegar og samviskusamar kon- ur eru í sínu starfi - að vinna með öðrum konum endurvekur gamla togstreitu. Að láta eigin vel- gengni ganga fyrir er eins og svik við allt kvenkynið. Konur eiga erfitt með að standa í samningum - sérstaklega við aðrar konur - af því að þeim hættir alltaf til að tengja málefnin við persónur. Það er ágætur eig- inleiki í einkalífinu en gefst illa í atvinnulífinu. Þótt konu líki illa við starf sitt heldur hún kannski áfram að vinna við það vegna þess að henni líkar vel við sam- starfsfólkið. Fyrir karlmann væri það ekki nægileg ástæða. Ef önnur af tveimur konum í sama starfi fær stöðuhækkun, segist hún fá slæma samvisku. En það er ekki slæm samviska, segir Eva Magolies, heldur hræðsla við að verða yfirgefin. Vináttu er líka hægt að beita sem vopni í atvinnulífinu. Að segja samstarfsfólkinu allt um einkamál sín er ein leið til að yfir- færa á samstarfsfólkið það sál- fræðilega samspil sem háð var milli hennar og móðurinnar. „Ef ég segi þér allt yfirgefur þú mig aldrei.“ „Ef ég sýni þér mínar veiku hliðar munt þú alltaf elska mig.“ Það er mikilvægt að konur í atvinnulífinu læri að vinna með tengsl sín við aðrar konur. Finni jafnvægi milli þess að geta mynd- að tilfinningaleg sambönd og skilað árangursríku starfi. Konur í stjórnunarstörfum verða að læra að þær eru ekki mæður og starfsfólkið verður að læra að þau eru ekki dætur. Okkur verður að takast að rjúfa þetta gamla hlut- verkamunstur sem hefur fylgt okkur síðan við vorum litlar stúlkur. Konur sem vinna undir stjórn kvenna vilja hafa reglur - þótt ekki væri nema til að fá hjálp við að afmarka sína eigin veiku sjálfsmynd, segir Eva Margolies. Það er mikilvægt að kvenstjórn- andinn taki á sig þessa ábyrgð þar sem hún er sú sem hefur völdin. Orðið vald er hugtak sem vefst mikið fyrir konum. Margar kon- ur í stjórnunarstörfum eru hræddar við að leyfa sér að viður- kenna að þær hafi völd. Að hafa völd er að vera eins og karlmaður og glata vináttu kvenna. Það skiptir konur miklu máli að geta sameinað valdið umhyggju og samstöðu. Að beita valdi án til- finninga er harðstjórn og að nota tilfinningar til að stjórna öðrum er kúgun. Til þess að konur geti haldið sjálfsvirðingu sinni og um leið náð árangri í starfi, verða þær að finna leið til að blanda þessa kvenlegu eiginleika sína með karllegum eiginleikum. Önnur ástæða fyrir því að kona getur átt í erfiðleikum í stjórnun, jafnvel þótt hún gefi skýr skila- boð og hafi fundið leið til að afmarka valdastöðu sína - er sú að það er erfitt fyrir sumar konur að taka við fyrirmælum frá öðr- um konum. Það getur rninnt óþægilega á gamla- tilfinningar gagnvart móðurinní, að fá engu ráðið. Konur þarfnast hver annarrar. Við þörfnumst vinkvenna okkar líka þegar við viljum ná árangri í starfi og lifa í góðu fjölskyldu- sambandi. Eitt útilokar ekki ann- að - þvert á móti! Það er mikil- vægt að vináttan sé í hávegum höfð. En við verðum að reyna að skapa heilbrigð samskipti við vinkonur okkar - nákvæmlega á sama hátt og við leitumst við að vera sjálfum okkur samkvæmar í örðu samhengi. Kona sem á í erf- iðleikum við að mynda náið sam- band við aðrar konur ruglar því kannski saman við löngu úrelt samband við móður sína. Þeirri konu sem leitar eftir hinni full- komnu móður í fari vinkvenna sinna mun stöðugt misheppnast í vináttusamböndum sínum. Kona sem ekki getur skilið á milli bind- ingar og vináttu situr föst í gömlu munstri sem hún verður að losa sig úr til þess að geta orðið sterk og sjálfstæð manneskja. Binding getur kannski á vissan hátt verið þægileg en hún er ekki þrosk- andi. Það er ekki fyrr en við skiljum að við sem fullorðnar konur get- um ekki bætt okkur upp það sem við fórum á mis við í bernsku, að við getum farið að sjá eftir því sem við fórum á mis við. Þegar við höfum skilið það og erum meðvitaðar um þær flækjukenndu tilfinningar sem við berum til annarra kvenna, getum við farið að þróa góð og náin tengsl við vinkonur okkar og starfsfélaga. Fullkomna móðirin er auðvit- að ekki til. Og - skrifar Eva Margolies um sína eigin móður - ef móðir mín hefði verið sú full- komna, alvís móðir sem ég ósk- aði mér - hversu erfitt hefði þá ekki verið fyrir mig að losa mig frá henni? (Guðrún Hallgrímsdóttir þýddi úr Kvinna Nu 1/ 89) Fetaö í fótspor Ásbirninga - umræðufundur á Sauðárkróki um atburði Sturlungaaldar Dagana 2.-4. júní næstkom- andi verður efnt til umræðu- fundar á Hótel Áningu, Sauð- árkróki, um fjóra örlagaríka atburði Sturlungaaldar, en þeir eru; Örlygsstaðafundur, Flóa- bardagi, Haugsnesbardagi og Flugumýrarbrenna. Fundurinn er opinn öllum áhugamönnum um sögu, og er ætlað að höfða til leikra jafnt sem lærðra. Dagskráin er í grófum dráttum þessi: 2. júní- föstudagur: Kl. 13.00 Ekið fram að Steins- staðaskóla og yfir í Blönduhlíð, þar sem áð verður á Órlygs- stöðum, Flaugsnesi og Flugumýri. Þaðan ekið heim að Hólum og á Hegranesþing. Kl. 19.00 Kvöldverður. 3. júní - laugardagur: Kl. 10.00 Ekið út í Selvík á Skaga. Kl. 13.00 Framsöguerindi og umræður. Kl. 19.00 Kvöldverður. Kl. 21.00 Kvöldvaka. 4. júní - sunnudagur: Kl. 9.00 Morgunverður. í tilefni þessa fundar býður Hótel Áning á Sauðárkróki upp á sérstakan dvalarpakka. Dagskráin er sett upp, m.a. með flug í huga frá og til Reykja- víkur, og náist 10 þátttakendur í flug er hægt að bjóða það á sér- stökum vildarkjörum. Þátttöku þarf að tilkynna til Jóns Gauta Jónssonar í síma 95- 6717 og (hs) 95-5072 fyrir 20. maí og mun hann jafnframt veita frekari upplýsingar um fundinn. í fréttatilkynningu frá Áningu, segir m.a.: „íslendingar hafa löngum verið miklir áhugamenn um sögu og bendir flest til þess að sá áhugi fari síður en svo þverrandi. Eitt tímabil hefur löngum þótt skera sig nokkuð úr í sögu okkar, en það er Sturlungaöld, þessi mikla ófriðaröld, þar sem nokkr- ar höfðingjaættir bárust á bana- spjótum og allur almenningur mátti hvenær sem er búast við því að verða kallaður í önnur héruð til að berjast við granna sína. Þessu Jímabili lyktaði, eins og alkunna er, með því að íslend- ingar gengu Noregskonungi á hönd og hétu því að greiða hon- um „ævinlega skatt“ gegn því að ná friði, friði sem var dýru verði keyptur. íslenskt, sjálfstætt þjóð- veldi leið undir lok. Á þessu tímabili voru háðir margir hildarleikir, en fjórir skera sig þar nokkuð úr; Örlygs- staðafundur, fjölmennasta orr- usta íslandssögunnar, Flóabar- dagi, eina raunverulega sjóorr- ustan hér við land, Haugsnesbar- dagi, mannskæðasta orrusta ís- landssögunnar og Flugumýrar- brenna, sem kalla mætti átakan- legasta atburð íslandssögunnar. Margir eru þeir áhugamennirn- ir örugglega, sem ekki hafa átt þess kost að heimsækja þessa staði, og er ekki að efa að heim- sókn á þá undir leiðsögn stað- kunnugs manns skýrir margt, sem áður hefur verið óljóst.“ Sláturhús KEA Bændur Vinsamlegast látið okkur vita um fjölda smá- kálfa sem þið ætlið að slátra þegar verkfallið leysist til að hægt sé að skipuleggja slátrun og hringja í ykkur þegar þar að kemur. Sláturhússtjóri. Starfskraftur óskast Þarf að geta hafið störf strax. Tungumálakunnátta nauðsynleg. (Enska-Danska). Vélritun og ritvinnslukunnátta. Upplýsingar gefur starfsmannastjóri í síma 21400 (284). Kaupfélag Eyfirðinga. /Aðalfundur Bridgefélags Akureyrar Aðaifundur Bridgefélags Akureyrar verður haldinn í Félagsborg þriðjudaginn 9. maí kl. 19.30. Daaskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Verðlaunaafhending fyrir mót vetrarins. 3. Önnur mál. Að loknum aðalfundi verða kaffiveitingar í boði félagsins og þá verður gripið í spil að venju. Félagar eru hvattir til að fjölmenna. stjórn B.A. Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla Við Menntaskólann á ísafirði eru lausar til umsóknar eftirtaldar kennarastöður: íslenska og tjáning (2 stöður), franska (1/2 staða), þýska, stærðfræði og tölvufræði (11/2 staða), eðlisfræði (1/2 staða), skipstjórnarfræði (% úr stöðu), vélstjórnargreinar, rafvirkjun, rafeindavirkjun og rafiðnir. Þá eru laus til umsóknar störf húsbónda (V2 staöa) og hús- móður (1/2 staða) á heimavist. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 1. júní nk. Menntamálaráðuneytið. Frá menntamálaráðuneytinu Umsókn um nám í Tannsmiðaskóla íslands Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík skal senda til skólans fyrir 1. júní nk. Inntökuskilyrði: Umsækjandi skal hafa lokið grunnskólaprófi og hafa jafn- gildi stúdentsprófs í ensku og einhverju norðurlandamáli. Umsókn skal fylgja: 1. Staðfest afrit eða Ijósrit af prófskírteinum. 2. Læknisvottorð um almennt heilsufar ásamt vottorði um óbrenglað litskyggni. 3. Meðmæli sem kynnu að skipta máli. Menntamálaráðuneytið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.