Dagur - 09.05.1989, Blaðsíða 10

Dagur - 09.05.1989, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 9. maí 1989 myndasögur dags i- ARLAND Eg skal spyrja af- greiöslustúlkuna hvort hún eigi þær í yfir- stæröum. Þú mein- ar fitu- stærð- um! ... Margrét! Éigum við þessar í stæröum sem passa á litla fitu- hlunkinn hérna?!! ANDRÉS ÖND HERSIR BJARGVÆTTIRNIR rflTT Tí T TTT? Si ifflU U JSS. 1 S JÚ_ # Er ekki keppt í spjótkasti? UMSE hélt frjálsíþróttamót í Íþróttahöllinní síðastliðið föstudagskvöld. Það eitt er í sjálfu sér ekki ( frásögur fœrandi, nema hvað þegar mótið var hafið og Gunnar Níelsson starfsmaður íþrótt- hallarinnar búinn að koma sér þægilega fyrir i afgreiðslunni hringir síminn. Gunnar svarar og þar er karlmannsrödd sem spyr hvort ekki sé frjáls- iþróttamót i gangi. Gunnar jánkar því og þá spyr mað- urinn hvort spjótkastið sé búið! Það komu smá vöflur á Gunnar, hann hugsaði sig um í smá tíma og taldi full- vist að einhver af kunningj- um hans væri að plata sig. „Nei, veistu að það er búið að fresta spjótkastinu," svaraði hann því alvarlegri röddu. „Nú, af hvaða ástæðu,“ svarar þá maðurinn í síman- um og virðist vera hálf-reið- ur yfir þessu svari. Nú fóru að renna tvær grímur á Gunnar þvi hann kannaðist ekkert við röddina. „Þú hlýt- ur að vera grínast," svaraði hann því á léttari nótunum. Maðurinn brást hinn versti við þessu svari. „Af hverju ætti ég að vera að því?“ sagði hann. Nú var aðeins farið að síga í Gunnar og hann spurði símamanninn hvort hann gerði sér grein fyrir því hvað Höllin væri löng. Maðurinn viðurkenndi að hann væri ekki alveg viss og Gunnar tjáði honum að vegalengdin væri um 48 metrar. „Ja, það er alveg nóg þvi við höfum ekki náð góðum tökum á þessu nýja spjóti!“ Það er ekki oft sem menn hafa séð Gunnar orð- lausan en það eina sem hann gat sagt þarna var hvort ekki væri í lagi með manninn. Þá fékk hann yfir sig flaum af fúkyrðum um dónaskap og óliðlegheit opinberra starfsmanna og kvöddust því Gunnar og þessi símnotandi með litl- um elskulegheitum en ekki er enn vitað hvar þessi mað- ur fékk þá flugu í höfuðið að keppa ætti i spjótkasti á innanhússmóti UMSE. dagskrá fjölmiðla Sjónvarpið Þriðjudagur 9. maí 17.50 Veistu hver Nadia er? Þriðji þáttur. 18.15 Freddi og félagar (10). 18.45 Táknmálsfréttir. 18.55 Fagri Blakkur (3). 19.20 Leðurblökumaðurinn. 19.54 Ævintýri Tinna. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagbók fuglanna. (Birds for all Seasons.) Þriðji hluti. Bresk fræðslumynd í þremur hlutum um fuglalíf á jörðunni. 21.25 Stefnumót við dauðann. (Shake Hands Forever.) Annar þáttur. Bresk sakamálamynd í þremur þáttum gerð eftir sögu Ruth Rendell. Wexford lögregluforingi er nokkuð viss um hver myrti Angelu Hathall, en hann á erfitt með að færa sönnur á það. 22.20 Lifandi dauð. Þáttur um sifjaspell í umsjón Kolbrúnar Halldórsdóttur. 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok. Sjónvarp Akureyri Þriðjudagur 9. maí 16.45 Santa Barbara. 17.30 Dægradvöl. (ABC’s World Sportsman) Þáttaröð um frægt fólk með spennandi áhugamál. 18.45 Elsku Hobo. 19.19 19:19. 20.00 Alf á Melmac. Bráðfyndin teiknimynd með geimálfinum Alf og fjölskyldu hans heima á Melmac. 20.30 íþróttir á þriðjudegi. 21.25 Indlandsferð Leikfélags Hafnar- fjarðar. Seinni hluti. 22.00 í klóm drekans.# Karate-myndir eru fremur fátíðar á skjá áskrifenda Stöðvar 2 og líklega sárt sakn* að af karate-áhugafólki. Myndin sem hér greinir frá er með karate-goðinu Bruce Lee í aðalhlutverki en hún er talin síðasta og jafnframt besta stórmyndin sem hinn frækni kappi lék í. Hér lætur Bruce til sín taka í hörðum eltingaleik við ópíum- smyglara og það er óhætt að treysta því að áhorfendur verða ekki fyrir vonbrigð- um með fimar og glæsilegar hreyfingar karate-kóngsins þegar hann bregður fyrir sig sjálfsvamaríþróttinni. Aðalhlutverk: Bmce Lee, John Saxon og Ahna Capri. Alls ekki við hæfi barna. 23.40 Opnustúlkurnar. Mjúkir og bogadregnir kvenkroppar úr Playboy-blöðunum, hnittinn einkaspæj- ari, spenna og óvænt endalok einkenna þessa fjömgu mynd Alls ekki við hæfi barna. 01.15 Dagskrárlok. Rás 1 Þriðjudagur 9. maí 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Randveri Þorlákssyni. Fréttayfiriit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Lesið úr forystu- greinum dagblaðanna að loknu fréttayfir- liti kl. 8.30. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn. - „Sumar í sveit" eftir Jennu og Hreiðar Stefánsson. Þórunn Hjartardóttir les (8). 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 í garðinum með Hafsteini Hafliðasyni. 9.40 Landpósturinn - Frá Suðurnesjum. Umsjón: Magnús Gíslason. 10.00 Fréttir • Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. 11.53 Dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit • Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Tilkynningar. 13.05 í dagsins önn - Florence Nightin- gale. 13.35 Miðdegissagan: „Brotið úr töfra- speglinum" eftir Sigrid Undset. Þómnn Magnea Magnúsdóttir les (10). 14.00 Fréttir • Tilkynningar. 14.05 Eftirlætislögin. 15.00 Fróttir. 15.03 Glott framan í gleymskuna. Friðrik Rafnsson fjallar um mið-evrópskar bókmenntir. 16.00 Fróttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fróttir. 17.03 Tónlist á síðdegi - Stravinsky og Prokofiev. 18.00 Fréttir. 18.03 Á vettvangi. Tónlist • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.32 Kviksjá - „Söngvar Svantes*'. 20.00 Litli barnatíminn. 20.15 Kirkjutónlist. 21.00 Kveðja að austan. Úrval svæðisútvarpsins á Austurlandi í liðinni viku. Umsjón: Haraldur Bjamason. (Frá Egils- stöðum.) 21.30 Útvarpssagan: „Löng er dauðans leið" eftir Elsu Fischer. Erla B. Skúladóttir les (7). 22.00 Fréttir ■ Dagskrá morgundagsins - Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.30 Leikrit vikunnar: „Draumaströnd- in" eftir Andrés Indriðason. 23.10 Tónskáldatími. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. Rás 2 Þriðjudagur 9. maí 7.03 Morgunútvarpið. 9.03 Stúlkan sem bræðir íshjörtun, Áslaug Dóra kl. 9. Morgunsyrpa Áslaugar Dóm Eyjólfsdótt- ur. 11.03 Stefnumót. Jóhanna Harðardóttir. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.15 Heimsblöðin. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Umhverfis landið á áttatíu með Gesti Einari Jónassyni. 14.05 Milli mála. - Óskar Páll Sveinsson. 16.03 Dagskrá. 18.03 Þjóðarsálin. Þjóðfundur í beinni útsendingu. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Áfram ísland. Dægurlög með íslenskum flytjendum. 20.00 Hátt og snjallt. 20.30 Útvarp unga fólksins. 21.30 Hátt og snjallt. Enskukennsla á vegum Fjarkennslu- nefndar og Málaskólans Mímis. Ellefti þáttur. 22.07 Bláar nótur. Pétur Grétarsson kynnir djass og blús. 01.10 Vökulögin. Fréttir eru sagðar kl. 2, 4, 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Ríkisútvarpið á Akureyri Þriðjudagur 9. maí 8.07-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Bylgjan Þriðjudagur 9. maí 07.00 Þorgeir Ástvaldsson og Páll Þor- steinsson með morgunþátt fullan af fróðleik, frétt- um og ýmsum gagnlegum upplýsingum fyrir hlustendur, í bland við góða morgun- tónlist. 10.00 Valdís Gunnarsdóttir. Valdís er með hlutina á hreinu og leikur góða blöndu af þægilegri og skemmtilegri tónlist eins og henni einni er lagið. 14.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson. Óskalögin, kveðjurnar, nýjustu lögin, gömlu góðu lögin - allt á sínum stað. Bjarni Ólafur stendur alltaf fyrir sínu. 18.10 Reykjavík síðdegis - Hvað finnst þér? Hvað er efst á baugi? Þú getur tekið þátt í umræðunni og lagt þitt til málanna í síma 611111. Þáttur sem dregur ekkert undan og menn koma til dyranna eins og þeir eru klæddir þá stundina. Steingrímur Ólafsson stýrir umræðunum. Fróttir kl. 8, 10, 12, 14, 16 og 18. Fréttayfirlit kl. 9, 11, 13, 15 og 17. 19.00 Freymóður T. Sigurðsson. Meiri tónlist - minna mas. 20.00 Sigursteinn Másson. Ný - og góð tónlist, kveðjur og óskalög. 24.00 Næturdagskrá. Þáttur um sifjaspell Kl. 22.20 í kvöld verður á dagskrá Ríkissjónvarpsins þáttur sem fréttastofan hefur látið gera um sifjaspell. Umsjón með þættinum hef- ur Kolbrún Halldórsdóttir og mun hún þar ræða við konur sem sjálfar voru þolendur sifjaspella í æsku og mæður þolenda sifjaspella, auk þess sem rætt verður við menntamálaráðherra um það hvort eitthvað sé verið að gera í hans ráðuneyti til þess að uppræta þennan glæp. Þá verður rætt við Gunnar Sandholt yfirmann fjölskyldudeildar Fé- lagsmálastofnunar, Boga Nilsson rannsóknarlögreglustjóra ríkisins, Guðrúnu Jónsdóttur félagsráðgjafa, sem stýrt hefur starfi Vinnuhóps gegn sifjaspellum og Erlu Kristjánsdóttur kennara í siðfræði við Kennaraháskóla Islands. Meðan á útsendingu þáttarins stendur verður opinn sími á vegum vinnuhóps gegn sifjaspellum. Símanúm- erið er 21260 og er hann opinn þolendum sifjaspella og aðstandend- um þeirra sem hafa hug á að leita sér aðstoðar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.