Dagur - 09.05.1989, Blaðsíða 16

Dagur - 09.05.1989, Blaðsíða 16
TEKJUBRÉF• KJARABRÉF QJl Akureyri, þriðjudagur 9. maí 1989 FJARMÁL ÞÍN - SÉRGREIN OKKAR fFlÁRFESTINCARFÉlAGIÐ Ráðhustorgi 3, Akureyri Kjaradeila ríkis og BHMR: Guðlaugur sleit viðræðum Algjör óvissa ríkir nú um stöðu mála í kjaradeilu BHMR og ríkisins eftir að Guðlaugur Þorvaldsson, ríkissáttasemjari sleit viðræðum deiluaðila um kl. 20 í gærkvöld. Ríkissátta- semjari segist hafa slitið við- ræðunum sökum þess að mikið hali á skort að hugarfar samn- inganefndafólks beggja her- búða hafi verið nægilega já- kvætt til að samningar næðust í þessari atrennu. Þrátt fyrir þessar lyktir mála er ekki öll nótt úti með að samningar náist á næstu dögum. Ríkis- sáttasemjari kvaðst í gærkvöld ætla að kanna hug samninga- nefndafólks í dag til áfram- haldandi viðræðna, m.ö.o. að ganga úr skugga um að hugar- far þeirra hafi breyst til batn- aðar frá því í gærkvöld. Það er óhætt að segja að mikil spenna hafi ríkt síðustu sólar- hringa í húsakynnum ríkissátta- semjara við Borgartún í Reykja- vík. Fundir hafa staðið alla helg- ina og ljóst er að deiluaðilar hafa nálgast verulega. Þó vantar herslumuninn og reyndar var mjög tvísýnt á tímabili í gær um að samningaviðræðum yrði fram haldið. BHMR-menn funduðu þá í nefndum um hvort halda ætti áfram viðræðum á grundvelli samningatilboðs ríkis frá því í fyrrinótt. Mjög örðugt hefur verið að fá upplýsingar um hvað í þessu til- boði felst en samkvæmt upplýs- ingum Dags er þar gert ráð fyrir samningi til þriggja ára. BHRM- mönnum leist heldur þunglega á margt í þessum samingsdrögum en gátu þó fallist á nokkur ákvæði þess. Menn töldu sig geta fallist í stórum dráttum á fyrri hluta samningsins ef viðunandi tryggingar og ýmsar lagfæringar í síðari hluta hans næðust fram, sérstaklega hvað varðar áhrif menntunar og skýrari virkni. Ljóst er að miðað við þau samningsdrög sem rædd voru í gær áður en ríkissáttasemjari sleit viðræðum hafa báðir deilu- aðilar slegið umtalsvert af kröf- um sínum. Heinrildamenn Dags sögðu BHMR hafa slegið af kröf- um sínum svo næmi tugum prós- enta. VG/óþh Þeir GA-menn höfðu ærna ástæðu til að brosa því þeir héldu sitt fyrsta golfmót í ár nú um helgina. Reyndar var það ekki haldið að Jaðri því snjórinn er enn of mikill þar en þess í stað bjuggu þeir til golfvöll á túni við Melgerð- ismela og léku þar af krafti á svokölluðu Melgerðismóti. Sjá nánar um það á íþróttasíðu. Mynd: oj Ítalíuskreiðarvertíð lokið og lítið annað en saltfiskur framundan: Staðfestir samningar um sölu á 8-10 þús. tonnum til Portúgals - „ákveðin batamerki,“ segir Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri SÍF Elns og frá var skýrt í Degi fyr- ir helgina eru vel flestir flsk- verkendur hættir eða í þann veginn að hætta að hengja upp skreið fyrir Italíumarkað. Landsbankinn hefur ekki veitt afurðalán út á þá skreið sem var hengd upp í síðustu viku og Sparisjóður Svarfdæla hætti að veita afurðalán frá og með sl. sunnudegi. Samkvæmt upplýs- ingum Dags voru um 1200 tonn af Italíuskreið komin upp í skreiðarhjalla landsins sl. föstudag. í ljósi þess að „Ítalíuvertíðin" er nú að renna sitt skeið á enda eru fiskverkendur uggandi um framhaldið. Þeir hafa í raun ekki að neinu öðru að hverfa en salt- fiskverkun og sökum lágs mark- aðsverðs á saltfiski að undan- förnu þykir mönnum sú verkun ekki beint eftirsóknarverð. Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda, segir hins vegar að ferð fulltrúa SÍF á dögunum til Portúgals gefi til kynna ákveðin batamerki á salt- fiskmarkaði þar. „Við gerðum rammasamninga við Portúgala og staðfestum sölu á 8-10 þúsund tonnum af saltfiski innan þeirra samninga. Verðið er óbreytt og raunar það sama og um síðustu áramót, nema að nú er frádreg- inn 6% tollur. Þetta verð er það sama og Portúgalar vildu ekki semja um í mars sl. og að því leyti má segja að nú séu ákveðin batamerki með verð á saltfiskin- um,“ sagði Magnús. „Portúgal- arnir féllust nú einnig á að taka á móti tandurfiski, en þeir hafa að undanförnu ekki viljað líta við honum. Þetta ætti að létta undir með mönnum þegar kemur fram á sumarið.“ Fulltrúar frá SÍF halda fundi með saltfiskframleiðendum í Ólafsfirði í hádeginu í dag og kl. 16 á Dalvík þar sem þeir gera grein fyrir samningum við Portú- gala og hvernig beri að haga salt- fiskverkuninni á næstu vikum og mánuðum. óþh Fj órðungssjúkrahúsið á Akureyri: Sjö sóttu um stöðu yfirlæknis - a Fæðmga- og kvensjúkdómadeild Sjö umsóknir bárust stjórn Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri um stööu yfirlæknis á Fæðinga- og kvensjúkdóma- deild. Þetta er í annað skipti sem staðan er auglýst, en síð- ast tókst ekki að ráða í stöð- una. Þeir sem sóttu um núna eru, Benendikt Ó. Sveinsson Reykja- vík, Jón B. Stefánsson Reykja- vík, Jónas Franklín Akureyri, Kristján, Baldvinsson Reykjavík, Ólafur M. Hákonsson Linköping, Stefán Helgason Akranesi og Vilhjálmur Kr. Andrésson Reykjavík. Fjórir umsækjenda sóttu líka um síðast þegar staðan var auglýst, þeir Jón, Jónas, Ólafur og Vilhjálmur. Allir umsækjendur eru ýmist starfandi sérfræðingar eða yfirlæknar. Halldór Jónsson framkvæmda- stjóri FSA segir að reynt verði að flýta afgreiðslu umsóknanna eins og hægt er. Fer tíminn að nokkru eftir því hversu fljótt stöðunefnd Landlæknisembættisins getur skilað sínu áliti, en vonast er til að nýr yfirlæknir verði ráðinn eft- ir nokkrar vikur. VG Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki: Hönnun bóknámshúss lýkur á þessu ári - framkvæmdir heíjast á næsta ári Búið er að skipa tvo fulltrúa af þremur í byggingarnefnd bóknámshúss við Fjölbrauta- skólann á Sauðárkróki, en stefnt er að því að Ijúka við hönnun hússins á þessu ári og hefja framkvæmdir á því næsta. Þessir tveir fulltrúar sem hafa verið skipaðir eru fulltrúar Sauðárkróksbæjar, þeir Einar Gíslason og Jónas Nýjar samþykktir fyrir Kaupfélag Eyfirðinga - áherslubreyting á markmiðum KEA - hefðbundnir félagsráðsfundir falla niður A aðalfundi Kaupfélags Ey- firðinga sem iauk á laugardag voru samþykktar nýjar sam- þykktir fyrir kaupfélagið. Jóhannes Sigvaldason, stjórn- arformaður, segir að ýmis atriði í eldri samþykktum hafi verið orðin úrelt og ekki í takt við starfsemi félagsins í dag. Nokkur áherslubreyting hef- ur orðið á markmiðum Kaup- félags Eyfirðinga með tilkomu nýju samþykktanna. Lögð er áhersla á að KEA skuli sinna al- hliða samvinnurekstri og að félagið skuli stuðla að byggða- festu í héraðinu. Þá var tekið fram að KEA geti tekið þátt í atvinnurekstri með þátttöku í hiutafélögum. Þetta hefur kaup- félagið vissulega lengi gert en í eldri samþykktum var þó ekki gert ráð fyrir þessum möguleika. Jóhannes Sigvaldason sagði að undirstrikað hefði verið að ábýrgð félagsmanna einskorðað- ist við stofnsjóðseign hvers og eins. Stofnsjóðseignin væri áhættufé en að öðru leyti bera einstakir félagsmenn ekki ábyrgð á rekstrinum. Varðandi félagsráð KEA hefur ákveðin breyting orðið á. Um áratugaskeið hefur venjan verið sú að kaupfélagsstjórn hefur kall- að saman félagsráð og kaupfé- lagsstjóri skýrt þar frá rekstraraf- komu síðastliðins árs. „Þetta ákvæði er frá þeim tíma þcgar deildarstjórar skýrðu frá afkomu félagsins eftir að hafa sótt félags- ráðsfund. Nú fcr kaupfélagsstjóri á alla deildarfundina og við töld- um þetta ákvæði því vera orðið úrelt. Félagsráð hættir samt sem áður ekki að vera til, það verður áfrarn ráðgefandi og kaupfélags- stjórnin getur kallað það saman ef þurfa þykir,“ sagði Jóhannes. Um samþykktirnar sagði hann að almennt mætti segja að breyt- ingarnar miðuöu að því að halda áfram góðum tengslum við félagsntennina en kaupfélaginu væri jafnframt gert kleift að starfa í anda nútímafyrirtækja, með hraðri ákvarðanatöku o.s.frv. Þá væri mikilvægt að samþykktirnar væru nútímalegar þannig að menn gætu virt þær og fariö eftir þeim. „Fundurinn gekk mjög vel, að mínu mati, og þær untræður sem urðu urn sant- þykktirnar voru ntjög gagnlegar en uppkast að breytingunum hafði verið sent til allra deilda áður. Umræður voru málefnaleg- ar og þrátt fyrir erfiða tíma er enginn uppgjafartónn í mönnutn," sagði Jóhannes Sig- valdason. EHB Snæbjörnsson. Menntamála- ráðuneytið á svo eftir að skipa sinn fulltrúa. Með nefndinni munu starfa Jón Hjartarson, skólameistari F. á S. og Snorri Björn Sigurðsson, bæjarstjóri. Á fjárlögum þessa árs voru veittar 6,6 milljónir til Fjöl- brautaskólans og mun sú fjárhæð að mestu fara í hönnun bóknáms- húss. Að sögn Jóns Hjartarsonar skólameistara verður að öllum líkindum farið eftir þeirri teikn- ingu sem vann samkeppnina um bóknámshúsið fyrir 7 árum, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um það. „Það hefur auðvitað margt breyst frá því verðlaun voru veitt árið 1982. Þegar kemur til eiginlegrar hönnunar þarf margt að endurskoða. Það má því búast við einhverjum breyt- ingum," sagði Jón í samtali við Dag. „Þetta hefur verið eins og að bíða til eilífðarnóns. Ég er mjög ánægður með að loksins á að fara að gera eitthvað. Það hefur fátt glatt mig jafn rnikið í seinni tíð, a.m.k. nú á dögum verkfallsins," sagði Jón ennfremur. Stefnt er á að fyrsta skóflu- stunga að bóknámshúsi verði tek- in vorið 1990 og þá mun skóflan koma að góðum notum, sem skólanum hlotnaðist fyrir nokkr- um árurn. -bjb

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.