Dagur - 09.05.1989, Blaðsíða 7

Dagur - 09.05.1989, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 9. maí 1989 - DAGUR - 7 Klæðist landsliðsmaðurinn Páll Ólafsson KA-skyrtunni næsta vetur? Skíðaganga: Akureyringar unnu - þrefalt í íslandsgöngunni Þá er lokið keppnistímabili skíðagöngumanna á þessu ári. Síðustu göngumótin voru hald- in á Isafirði um síðustu helgi en það voru Fossavatnsgangan og Islandsmót öldunga. Þá réðust úrslitin í Islandsgöngunni og áttu Akureyringar þrjá sigur- vegara af fjórum. Þetta voru þeir Arni Freyr Antonsson, Sigurður Aðalsteinsson og Rúnar Sigmundsson sem sigr- uðu í karlaflokkunum. Lokastaðan í íslandsgöngunni: Karlar 17-34 ára stig 1. Árni Freyr Antonsson A. 50 2.-3. Rögnvaldur Ingþórsson I. 35 2.-3. Sigurgeir Svavarsson Ó. 35 4. Haukur Eiríksson A. 25 Karlar 35-49 ára 1. Sigurður Aðalsteinsson A. 75 2. Ingþór Bjarnason í. 60 3. Sigurður Bjarklind A. 55 Karlar 50 ára og eldri 1. Rúnar Sigmundsson A. 70 2. Matthías Sveinsson R. 40 3. -4. Þorlákur Sigurðsson A. 20 3.-4. Viggó Benediktsson R. 20 Konur 17-34 ára 1. Ragna Finnsdóttir í. 40 | 2. Stella Hjaltadóttir í. 25 Sigurvegararnir frá Akureyri: Árni Freyr Antonsson, Sigurður Aðalsteins- son og Rúnar Sigmundsson. Nú eru nokkrar líkur á því að Páll Ólafsson KR, landsliðs- maður í handknattleik, gangi til liðs við KA næsta vetur. Páll hefur sótt um stöðu dreif- ingarstjóra Vífilfells h.f. á Norðurlandi og ef hann fær þá vinnu, flytur hann til Akureyr- ar og leikur með KA næsta vetur. KA-menn eru nú á fullu að leita að þjálfara fyrir næsta vetur og hafa þegar rætt við marga íslenska þjálfara. Peir voru í við- ræðum við Þorbjörn Jensson en hann hefur nú tekið að sér Vals- liðið. Einnig var Guðmundur Þórðarson, fyrrverandi þjálfari ÍR-inga, inni í myndinni en hann hefur nú ákveðið að gerast aðstoðarþjálfari hjá Eyjólfi Bragasyni með ÍR-ingunum og einnig leika með liðinu. Einnig hefur heyrst að KA hafi áhuga á því að endurráða Ljubo Handknattleikur: PáU í KA? ef hann fær starfið fyrir norðan hinn júgóslavneska sem þjálfaði liðið á undan Brynjari Kvaran. Hann starfar nú í Frakklandi og hefur gert það síðan hann hætti með KA-liðið. KA hefur þar að auki látið kanna fyrir sig með þjálfaramál í V-Þýskalandi og' skýrist þetta sjálfsagt allt saman mjög fljótlega því flest hin 1. deildarfélögin hafa þegar gengið frá sínum þjálfaramálum. Vel heppnað ftmleikamót - hjá Fimleikafélagi Akureyrar Fimleikafélag Akureyrar hélt veglega sýningu í íþróttahöll- inni á Akureyri á sunnudag- inn. Þar sýndu tæplega hundr- aö fimleikakrakkar listir sínar og var þeim vel tekið af fjöl- mörgum áhorfendum sem leið sína lögðu í Höllina. Þó nokkur gróska hefur verið í fimleikaíþróttinni á Akureyri í vetur og hafa rúmlega 300 krakk- ar æft reglulega í Glerárskóla. Það sem háir viðgangi íþróttar- innar er þó vöntun á fimleika- gryfju og öðru því sem þarf til þess að hægt sé að æfa þessa íþrótt við bestu aðstæður. Þessar stúlkur voru meðal þeirra fjölmörgu fimleikakrakka sem sýndu listir sínar á sýningu Fimleikafélags Akurcyr- ar í Iþróttahöllinni á Akureyri á sunnudaginn. Mynd: ap Blak: KA í Evrópukeppnina íslandsmeistarar KA í blaki munu að öllum líkindum taka þátt í Evrópukcppni meistara- Iiði á næsta keppnistímabili. KA mun þá, ef að líkum lætur, lenda á móti liði frá hinum Norðurlöndunum, Bretlandi eða Luxemborg. á næsta keppnistímabili? Að sögn Stefáns Magnússonar formanns blakdeildar KA er í ráði að skrá félagið til þátttöku í þessari keppni og spila báða leik- ina á Akureyri ef samkomulag næst við hitt liðið. Þetta er þó enn í athugun og þá sérstaklega kostnaðarhliðin og mun ákvörð- un verða tekin mjög fljótlega. Síðast tók íslenskt lið þátt í slíkri keppni árið 1984 er Þróttar- ar kepptu tvo leiki í Noregi við þarlent lið. Þróttur tók einnig þátt í keppninni árið þar áður og eru það einu skiptin sem íslenskt félagslið hefur tekið þátt í slíkri keppni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.