Dagur - 23.05.1989, Blaðsíða 3

Dagur - 23.05.1989, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 23. maí 1989 - DAGUR - 3 frétfir i í liðinni viku skipaði landbún- aðarráðherra svokallaða harð- indanefnd til þess að kanna fóðurbirgðir á landinu og hvernig unnt væri að miðla heyi milli byggðarlaga, þar sem þess gerðist þörf. Nefndin sendi fyrir helgina bréf til allra búnaðarsambanda þar sem óskað var eftir eins skjótum upplýsingum um ástandið og frekast væri kostur. Menn brugðu skjótt við og um helg- ina hefur verið aflað tiltækra upplýsinga og í gær voru þær teknar saman og sendar áfram til harðindanefndar. Svo virðist sem ástandið sé mjög misjafnlega gott í Eyja- fjarðar-, Suður-Þingeyjar-, og Norður-Þingeyjarsýslu. Að sögn Ólafs G. Vagnssonar, ráðunautar hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarð- ar, eru sveitir í Eyjafirði taldar vera að mestu leyti sjálfum sér nógar um hey en hins vegar virð- ist lítið hey aflögu til sölu út úr héraðinu. Bændur vilja hafa vað- ið fyrir neðan sig og eru tregir til að selja hey, bæði vegna þess að sýnt þykir að búpeningur verður á gjöf fram í júní og svo hitt að mönnum þykir ástæða til að eiga heyfyrningar fyrir næsta vetur ef svo fer að kal verður mikið í túnum. Eyjafjarðarsýsla Ólafi G. Vagnssyni höfðu í gær ekki borist upplýsingar úr öllum hreppum í Eyjafjarðarsýslu. Hann sagði þó ljóst að þyrfti að flytja lítilsháttar af heyi út í Svarfaðardal. Athyglisvert er að þar skuli vera naumt með hey- birgðir því vegna riðuveiki var allt fé skorið þar niður sl. haust. Nokkrir bændur í Saurbæjar- hreppi, þar sem fé hefur verið skorið niður vegna riðu, eru aflögufærir með hey. „En það er alveg Ijóst að það hey verður ekki flutt nema inn á afmörkuð svæði. Það hefur verið reynt að stuðla að því að þetta hey gæti farið til hestamanna í lokuöum hverfum. Fram að þessu hefur verið talið óhætt að gefa naut- gripum hey af riðusvæðum en nú er kominn upp sjúkdómur í Bretlandi í nautgripum sem tal- inn er vera skyldur riðu í sauðfé. Ég á því ekki von á að menn taki þá áhættu í dag að gefa nautgrip- um hey af riðusvæðum," sagði Ólafur. Suður-Þingeyjarsýsla „I stuttu máli sagt virðist ekki vanta neinsstaðar hey í Suður- Þingeyjarsýslu. Að vísu skal það tekið fram að heyskorts gætir hjá einstaka bónda en ef á svæðið er litið í heild vantar ekki hey,“ sagði Ari Teitsson, ráðunautur Búnaðarsambands Suður-Þing- eyinga. Svæði Búnaðarsam- bandsins nær frá Hálshreppi í vestri til Tjörness og Mývatns- sveitar í austri. „Menn náðu miklum heyjum sl. sumar og það kentur mönnum nú til góða. Þá hefur skepnum verið fækkað töluvert á liðnum árum. Dæmi unt það er Mývatnssveit, en þar eru nú næg hey,“ sagði Ari. Norður-Þingeyj arsýsla „Það ntá segja að sé nóg hey í Öxarfirði og sömuleiðis í Sval- barðshrcppi og Kelduhverfi. Bændur í Presthólahreppi hafa verið aflögufærir með hey en reiknað er með að það fari til Langnesinga," sagði Benedikt Björgvinsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Norður-Þing- eyinga. Heyleysis hefur gætt hjá bændurn í Sauðaneshreppi og verður fylgst náið með þróun mála þar. Þetta heyleysi kemur fyrst og fremst til af því að hey- skapartíð var með eindæmum erfið á liðnu sumri og því náðust þar lítil og léleg hey. óþh Verðlagsstofnun: Verðkönnun bifreiða- verkstæða ekki birt „Ég er ekki að lasta Verðlags- stofnun en ég hlýt að harma að niðurstöðurnar fáist ekki birtar. Ég veit að almenningur spyrst mikið fyrir um verð á verkstæðunum og ber hlutina saman,“ segir Sigurður Valdi- marsson, eigandi Bifreiðaverk- stæðis Sigurðar Valdimarsson- ar hf á Akureyri. Astæðan er sú að starfsmaður Verðlags- stofnunar á Akureyri fram- kvæmdi fyrir nokkru könnun á verði útseldrar vinnu á bif- reiðaverkstæðum á Akureyri, en niðurstöðurnar verða ekki birtar. Níels Halldórsson, verðlagseft- irlitsmaður á Akureyri, var innt- ur eftir umræddri verðkönnun. Sagði hann það rétt að verðkönn- un af þessu tagi hefði farið fram í verkstæðum bæjarins en niður- stöðurnar yrðu ekki birtar. Beiðni hefði borist um að könnunin yrði gerð frá Verðlags- stofnun í Reykjavík. „Hér var eingöngu um heim- ildarkönnun fyrir Verðlagsstofn- „Þvi miður verður að segjast eins og er að þessir viðtalstím- ar eru ekki mikið notaðir,“ sagði Valgarður Baldvinsson, bæjarritari Akureyrarbæjar, þegar hann var spurður um aðsókn að viðtalstímum bæjar- fulltrúa. un að ræða. Tilgangurinn var að sjá hvaða taxtar væru í gildi á þeim tíma sem könnunin var gerð. Niðurstöðurnar voru notaðar til að sjá hvort einhverjar taxtabreyt- ingar hefðu orðið og í tengsl- um við þær viðræður sem áttu sér stað vegna samningaviðræðna og kjarasamninga. Þær verða einnig notaðar til samanburðar ef hækk- „Sannleikurinn er sá að hér eru nokkur stór og leiðandi verkstæði sem reikna það vís- indalega út hvað útseld vinna þarf að kosta. Síðan kynna smærri verkstæðin sér þetta og það er alveg sama hvað þeir dræm,“ sagði hann. Síðasti viðtalstíminn í vor verður fimmtudagskvöldið 25. maí. Þá verða til viðtals í bæjar- stjórnarsalnum þau Guðfinna Thorlacius og Sigurður Jóhann- esson. EHB anir verða síðar á árinu. Um niðurstöður gagnvart ein- stökum fyrirtækjum erum við bundin þagnarskyldu gagnvart fjölmiðlum en ef forsvarsmenn verkstæðanna vilja vita hvar þeir standa gagnvart hvor öðrum inn- byrðis þá geta þeir fengið þær upplýsingar hér,“ sagði Níels Halldórsson. EHB stóru hreyfa sína taxta, þá breyta þeir litlu sínum Iíka,“ sagði Ellert Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Þórshamars hf. á Akureyri. Ellert var spurður álits á verð- könnun Verðlagsstofnunar á töxtum hjá bifreiðaverkstæðum sem ekki verður birt, en sam- kvæmt upplýsingum frá Verð- lagsstofnun var um heimilda- könnun að ræða fyrir stofnun- ina sjálfa og aðila vinnumarkað- arins. „Við leggjum auðvitað vinnu í að fylla út þessa spurn- ingalista en ég tel að verkstæðin í bænum séu yfirleitt á mjög svip- uðum nótum. En það er ekkert leyndarmál að smærri verkstæðin miða sig við þau stærri. í þessu sambandi er þó nauðsynlegt að taka fram að stærri verkstæðin eru verkfæralega séð sterkari og ættu því að geta veitt betri þjón- ustu,“ sagði Ellert. EHB Akureyri: Dræm aðsókn að viðtals- tímum bæjarfulltrúa Verðkönnun á bifreiðaverkstæðum: Verkstæði oftast á svipuðum nótum - segir Ellert Guðjónsson hjá Þórshamri Bifreiðaeigendur! • Þurrkublöð • Viftureimar • Kveikjulok • Vatnslásar • Platínur • Hjólkoppar, margar gerðir • Hreinsi- og bónvörur • Toppgrindur og burðarbogar og margt fleira. Véladeild Óseyri 2 • Sími 22997 og 21400. AKUREYRARBÆR Skólagarðar Skráning 10, 11 og 12 ára barna (árg. ’79, ’78, ’77) sem vilja nýta sér aðstöðu í skólagörðum bæjarins á komandi sumri hefst mánudaginn 22. maí. Skráning fer fram á vinnumiðlunarskrifstofunni, Gránufélagsgötu 4, sími 24169 frá kl. 9-12 og 13- 16 alla virka daga. Vinsamlegast hafið kennitölu umsækjenda til reiðu við umsókn. Skráningu lýkur föstudaginn 26. maí. Umhverfismálastjóri. Undanfarin ár hafa bæjarfull- trúar boðið almenningi upp á við- talstíma í ráðhúsinu við Geisla- götu. Viðtalstímarnir hafa verið vel auglýstir, bæði í Degi og í Útvarpinu, og í vetur var boðið upp á það nýmæli að fólk gæti hringt í bæjarfulltrúana. Viðtals- tímarnir eru á kvöldin, tvisvar í mánuði, og mæta tveir bæjarfull- trúar í hvert skipti. Að sögn Valgarðs er misjafnt hversu margir mæta til að hitta bæjarfulltrúa að máli. Oftast eru það fjórir eða fimm en stundum enginn. „Við teljum okkur hafa gert nokkuð til að koma til móts við fólk en allar ábendingar um breytt fyrirkomulag eru vel þegnar. En mér heyrist á bæjar- fulltrúunum að aðsóknin sé oft JAFNAR TÖLUR • ODDATÖLUR ■ HAPPATÖLUR I lonuai viMimiyouppnasu vai M . 1. vinningur var kr. 5.586.130.- Tveir voru með fimm tölur réttar og því fær hvor þeirra kr. 2.793.065.- Bónusvinningurinn (fjórar tölur + bónustala) var kr. 556.818.- skiptist á 6 vinningshafa og fær hver þeirra kr. 92.803.- Fjórar tölur réttar, kr. 960.432,- skiptast á 264 vinningshafa, kr. 3.638,- á mann. Þrjár tölur réttar kr. 2.238.912.- skiptast á 7.176,- vinningshafa, kr. 312.- á mann. Sölustaðir eru opnir frá mánud. til laugard. og er lokað 15 mín. fyrir útdrátt. Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.