Dagur - 23.05.1989, Síða 4

Dagur - 23.05.1989, Síða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 23. maí 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 900 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 80 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 595 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Samstillt átak á irmanlandsmarkaði Að undanförnu hefur Félag íslenskra iðnrekenda gengist fyr- ir auglýsingaherferð þar sem fólk er hvatt til að velja íslenska framleiðslu fremur en erlenda. í auglýsingunum er athygli fólks vakin á því að þegar það kaupir vöru skapar það atvinnu, stundum hér á landi, stundum í útlöndum. Þetta er þörf áminning sem vonandi hefur áhrif á neytendur í þá átt að þeir kaupi fremur íslenska vöru en útlenda þegar þeir geta valið á milli. Að landsmenn sameinist um „að velja íslenskt" hefur gífurlega mikla þýðingu fyrir þjóðarbúið. Það skiptir sköpum varðandi viðskiptahallann við útlönd auk þess sem allt atvinnulíf innanlands eflist og blómgast. Ekki veitir af eins og nú horfir á vinnumarkaðinum. Flestum er auðvitað ljóst að við ramman reip er að draga í þessu efni. Vegna hömlulauss innflutnings eru hillur stór- markaða og kjörbúða fullar af hvers kyns iðnvarningi og mat- vörum. Þessar erlendu vörur eru í sumum tilfellum ódýrari en þær íslensku, enda framleiddar fyrir markað þar sem millj- ónir og hundruð milljóna manna búa. Þegar ný erlend vöru- merki koma á markað hér á landi eru þau auglýst ótæpilega í sjónvarpi, útvarpi og blöðum. Þótt samkeppnin sé mikil er það viðurkennd staðreynd að íslensku vörurnar standa þeim erlendu síst að baki í mjög mörgum tilfellum og eru viður- kenndar erlendis sem hágæðavörur. Það hefur því miður löngum staðið markaðssetningu inn- lendra framleiðenda fyrir þrifum hversu illa þeir hafa staðið saman þegar um það er að ræða að kynna vörurnar á innan- landsmarkaði. Þá hefur það og sitt að segja að sum íslensku fyrirtækin eru svo smá að þau geta engan veginn auglýst framleiðsluvörur sínar eins og þyrfti að gera. Á þessu þarf að verða breyting. Auglýsingaherferð iðnrekenda nú er spor í rétta átt en hins vegar þarf að gera svo miklu meira til þess að auglýsa íslenskar vörur svo þær nái stærri hluta af mark- aðinum - mun stærri. Hugsanlegt væri í því sambandi að t.d. framleiðendur, kaupmannasamtökin, samvinnuverslunin og verkalýðsfélögin tækju höndum saman og sameinuðust um að kynna vörur sem framleiddar eru í landinu. Það yrði tví- mælalaust til hagsbóta fyrir alla landsmenn. Á sama hátt má hugsa sér að framleiðslufyrirtæki í ein- staka landshlutum hefji samstarf til að kynna þær vörur sem framleiddar eru heima í héraði. Sem dæmi má nefna Akur- eyri. Akureyri hefur oft verið nefnd mesti iðnaðarbær á ís- landi og það með réttu. Hér í bæ hefur hvers konar iðnaður blómstrað um áratugaskeið og vörur verið framleiddar til út- flutnings og á innanlandsmarkað. Það hefur lengi verið útbreiddur misskilningur hér á Akureyri, að ekki þurfi að auglýsa vörur sem framleiddar eru hér í bæ á norðlensku markaðssvæði. Það þarf ekki að ganga lengi um stærstu verslanirnar á Akureyri, svo ekki sé talað um stórmarkaði höfuðborgarinnar, til að sjá hve vöruframboðið er mikið og samkeppnin gífurleg. Menn verða að átta sig á því að það er liðin tíð að Akureyringar kaupi frekar vörur sem framleiddar eru á Akureyri. Við þessu þurfa framleiðendur á Akureyri að bregðast og vísasta leiðin til árangurs er að þeir standi saman um að auglýsa þær vörur sem hér eru framleiddar, þ.e. sam- einist um að hvetja Akureyringa og Norðlendinga alla til að kaupa eigin framleiðslu. Það er svo sannarlega kominn tími til að framleiðendur hugi alvarlega að markaðsmálunum innanlands. Þar má lyfta grettistökum með sameiginlegu og samstilltu átaki. BB./S.O. Atli Vigfússon: Tóvinnuvélamar á HaUdórsstöðum - merkilegt fyrirtæki í íslenskri bændasögu Það mun mega telja upphaf sauð- fjárkynbóta hér í landi er Jón Illugason í Baldursheimi keypti hrút austan af Jökuldal í því skyni að bæta fé sitt með honum. Það var árið 1840 og keypti hann hrútinn af Einari bónda Einars- syni á Brú, föður Stefáns í Möðrudal á Fjöllum. Einar hafði verið góður fjár- maður og átt gott fé. Lýsti Stefán sonur hans því svo að það hafi verið gildvaxið, ullarhvítt, gul- kolótt í framan og hyrnt. Hrútur sá er fór að Baldursheimi kvað hafa haft þessi einkenni. Um þetta bil var fé í Þingeyjarsýslu þunnvaxið, rýrt og ullin gróf og gisin. Með hrútnum sem nefndur hefur verið breyttist fé Jóns í Baldursheimi, varð holdlagnara, þelmeira og þyngra. Fóru nú bændur í sýslunni að fala hrúta hjá Jóni og seldi hann margt af þeim. Ýmsir fóru að kaupa hrúta austur á Jökuldal eftir þetta. Ekki hélst það mjög lengi og ekki er getið um að neinn hrútur er að austan kom hafi haft jafnmikil áhrif eins og sá er fór að Baldurs- heimi, enda bar það fé af öðru fé um nokkurn tíma. Áhugi manna um bætta fjár- rækt fór vaxandi og vorið 1854 héldu bændur í Ljósavatnshreppi fund með sér og völdu fimm menn í nefnd til að rita um hirð- ingu sauðfjár. Út frá því var gefin út fjárbæklingur. Bændur í Bárð- ardal þóttu miklir ræktunarmenn um tíma og 1881 stofnuðu þeir félag sem nefnt var Fjárbótafélag Lundarbrekkusóknar. Starfsem- in var einkum fólgin í því að vega fé tvisvar á ári og gefa einkunnir. Til Eyjafjarðar fluttust þing- eyskar kindur en þó mun hafa borið mest á því eftir að Vil- hjálmur Bjarnason flutti að Kaupangi 1877. Hann kom með fé frá Laufási og keypti hann einnig oft ær og hrúta austan úr Bárðardal til að bæta stofninn. Sama gerðu þeir Sigurgeir Sig- urðsson á Öngulsstöðum og Magnús á Grund sem höfðu um tíma eingöngu þingeyskt fé. Hugsjónir og hugvit En bændurnir hugsuðu um meiri og öflugri framfarir heldur en einungis að bæta búsmalann. Ýmsir sögðu að lítið fengist fyrir tóvinnuna og í raun væri tóskap- ur einungis stundaður til þess að hafa eitthvað fyrir stafni og það gerðu langir vetur og lítil úti- vinna. Þarna þyrfti að margfalda afköst með vinnuvélum og yrði slíkt landinu til mikils hagræðis. Magnús Þórarinsson á Hall- dórsstöðum í Laxárdal S.-Þing. var frumkvöðull á þessu sviði enda mikill hugvitsmaður allt frá barnæsku og langt á undan allri sinni samtíð. Um það báru marg- ar uppfinningar hans merki. Fyrstu tildrög þessa máls eru þau að árið 1880 fór hann þess á leit við sýslunefndina að hún veitti honum styrk nokkurn til þess að hann gæti kynnt sér tóvinnuvélar erlendis og fékk hann 300 kr. í því skyni og mælt var með að hann fengi viðbótar- styrk úr landssjóði sem líka veitti svipaða upphæð til þessarar farar. Hann var síðan einn vetur í Kaupmannahöfn í verksmiðju þar og kynntist á þeim tíma flest- um þeim vélum sem til klæða- gerðar voru notaðar. Vorið eftir fór hann heim og gaf þá nefnd- inni skýrslu um árangur af ferð sinni og sömuleiðis hvernig vél- arnar yrðu hugsanlega notaðar hér á landi. Nefndin útvegaði nú 1800 kr. lán og gat Magnús keypt tvær vélar, kembingar- og spuna- vél af einföldustu tegund og setti þær niður á Halldórsstöðum í tengslum við vatnsútbúnað sem hann áður hafði gert. Við reynsl- una af vélum þessum kom brátt í ljós að þær voru ónógar og fékk hann tveimur árum seinna við- bótarlán til þess að fullkomna þær. Hundrað árum á undan samtíðinni Sérstaklega var það ullarkemb- ingin sem menn aðhylltust og fjölgaði þeim bændum smátt og smátt sem þannig létu vinna ull sína, en bjuggu hana sjálfir undir. Veturinn 1884-1885 voru kembd 1800 pund ullar og þar af var band og þráður 508 pund. Þetta jókst jafnt og þétt og árið 1890 vann kembingarvélin 5314 pund og 1450 pund var framleitt af bandi og þræði. Magnús sagði sjálfur svo frá að þetta hefði aðeins verið um helmingsafköst hjá kembingarvélinni ef ullin hefði borist jafnt yfir sumarið eins og veturinn. Svo fór að nálega hvert heimili í sýslunni átti einhver viðskipti við fvlagnús og mörg utan hennar. Árið 1888 fól sýslunefndin Magnúsi að undirbúa tillögu um stofnun verksmiðju og skyldi til- lagan lögð fyrir þingið 1889. Magnús hafði komist að raun um að vélar hans, þelkembivélar, myndu ekki vera fullnægjandi þar sem þær gátu ekki skilið að þel og tog. Hann útvegaði sér upplýsingar um togkembivélar frá Cambridge í Englandi og nam þá áætlun hans um vélakaup fyrir fullkomna klæðaverksmiðju fyrir ísland 120 þús. krónum. Benedikt Sveinsson lagði málið fyrir Alþingi sumarið 1889 en þar var það fellt. Samt varð sú þróun að tekið var upp í fjárlögum að veita mætti lán milli þinga allt að 20 þúsund krónum í þessu augna- miði. Sú fjárveiting rann síðar til tóvinnuvélanna á Akureyri. Magnús hafði á því óbilandi áhuga að koma ullinni í það verð sem hún hafði möguleika til og var þá með vörur úr ull í huga sem einungis væru framleiddar úr þelinu. í bréfi dagsettu 4. mars 1889 skrifar hann sýslunefndinni og segir svo: „Eftir þeim upplýs- ingum sem ég hef fengið í gegn- um menn þá er hafa haft á hendi að selja bandið er það einkum það sem því hefir orðið til fyrir- stöðu að ullin sem það var unnið úr var ekki aðskilin. Þær tilraunir sem ég hef gert með þel bæði hér og erlendis hafa gefist vel og það band staðið í allt að helmingi hærra verði en hitt sem unnið er úr ullinni óaðskilinni." Magnús segir ennfremur í bréfinu að allt bendi til að vörur úr þelinu einu komi til með að verða í áliti sem gæðavara og með þessu opnist mögulciki á að hagnýta ullina á tvennan hátt, því úr toginu einu og sér mætti vinna hina ýmsu vefnaði. Tog og þel þarf að skilja að Nú er liðin heil öld frá tilraunum Magnúsar Þórarinssonar en enn hefur ekkert stórkostlegt gerst í málinu og enn eru ekki til vélar sem aðskilja tog og þel að nokkru marki. Þó mun einn maður vera að vinna að málinu og hefur hann fengið styrk frá Framleiðnisjóði til þess að smíða vél sem hann telur sig raunar vera á góðri leið með að fullgera en vantar þó til þess meira fjármagn. Fyrir þessu er mikill áhugi og til eru hópar áhugafólks um ull í landinu sem vinna að velferð hennar. Þetta fólk vill meðal annars reyna að fá bændur til þess að bæta hráefnið með aukinni áherslu á ræktun ullarinnar svo og meðferð hennar t.d. með loftræstingu fjárhúsa og þrifnaði. Þá er sett spurningar- merki við vetrarrúning þar sem náttúrleg skil hafa ekki myndast í febrúar. Þessir aðilar una því Magnús Þórarinsson í vélahúsi.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.