Dagur


Dagur - 23.05.1989, Qupperneq 7

Dagur - 23.05.1989, Qupperneq 7
68’? j" ífiíiití .£> \'J.fÁ’**\** Jjij*-' '*S' — * Þriðjudagur 23. rfiai 1989 - DÁóUR - 7 íslandsmótið í 1. deild: Grimmir Þórsarar unnu góðan sigur á Víkingum 1:0 - Kristján skoraði í sínum 100. leik „Yið ætlum ekki að standa í neinu fallströggli,“ sagði Þórs- arinn Kristján Kristjánsson eftir að hafa skorað sigurmark liðs síns í 1:0 sigri yfir Víking- um á malarvelli Þórs á sunnu- daginn í fyrsta leik 1. deildar í knattspyrnu árið 1989. „Reyndar verðum við varla í neinni toppbaráttu en þetta var mikilvægur sigur í hinni hörðu baráttu í deildinni," bætti hann síðan við broshýr á svip enda var þetta hans 100. leikur í 1. deild og ekki amalegt að skora í blómaleik. Það var einkum rokið sem setti svip sinn á þennan leik á Þórs- vellinum og áttu liðin í erfiðleik- um að hemja knöttinn á malar- vellinum. Jafnræði var með lið- unum og áttu bæði liðin ágæt marktækifæri. Það var Júgóslavinn Micic hjá Víkingum sem fékk tvisvar sinn- um gullið tækifæri til þess að koma liði sínu yfir en brást boga- listin í bæði skiptin. Á 15. mínútu brást rangstöðugildra Þórsara og Micic fékk boltann óvaldaður á vítateig en lélegt skot hans fór langt yfir. Á lokamínútu hálf- leiksins fékk hann enn betra tækifæri er stungusending Trausta Ómarssonar splundraði Þórsvörninni. Micic lék knettin- um nokkur skref og átti einungis Baldvin markvörð eftir en skotið fór rétt yfir. Þórsarar snéru strax vörn í sókn og Hlynur Birgisson komst á auðan sjó og vippaði yfir Guðmund í markinu en þá kom Sveinbjörn M. Jóhannesson og bjargaði meistaralega á mark- línu. Þórsarar fengu ekki einu sinni að taka hornspyrnuna því Óli dómari flautaði þá til leik- hlés. Þórsarar léku með vindinn í bakið í síðari hálfleik og voru öllu aðgangsharðari upp við mark andstæðinganna en Víking- ar. Bæði Tanevski og Birgir Karlsson áttu góð skot á markið en rétt fram hjá. Þeir röndóttu reyndu að láta boltann ganga en allar sóknir þeirra stoppuðu á þeim Nóa og Kostic í vörninni. Á 35. mínútu kom síðan sigur- mark Þórsara. Hár bolti barst inn að vörn Víkinga og þeim mis- tókst að hreinsa frá. Knötturinn barst til Kristjáns Kristjánssonar í miðjum vítateignum og hann náði að skjóta lágum bolta í markhornið. Guðmundur hafði hendur á knettinum en það dugði ekki til og inn sigldi boltinn og tryggði Þórsurum þrjú dýrmæt stig. Bestu menn Þórs í þessum leik voru varnarmennirnir Luca Kost- ic og Nói Björnsson. Kostic batt vörnin vel saman og Nói var sterkur að vanda. Birgir Karlsson átti einnig góðan leik á miðjunni og var sívinnandi. Þorsteinn Jónsson kom vel frá sínum fyrsta 1. deildarleik og á örugglega eftir að bera meira á honum í framtíð- inni. Hlynur átti góða spretti frammi, en týndist þess á milli. í heild á Þórsliðið hrós skilið fyrir góða baráttu og er þetta móralskt mikilvægur sigur fyrir lið sem spáð var falli fyrir tímabilið. Víkingarnir hafa innan raða sinna marga ágæta einstaklinga en þeir virtust ekki ná vel saman að þessu sinni. Aðalsteinn var góður á miðjunni og Júgóslavinn Micic var ógnandi í framlínunni en í heild virkaði liðið ekki mjög sannfærandi og verður þetta örugglega erfitt tímabil fyrir Hæðargarðsliðið. Lið Þórs: Baldvin Guðmundsson, Luca Kostic, Birgir Karlsson, Nói Björnsson, Kristján Kristjánsson (Axel Vatnsdal 90. mín.), Þorsteinn Jónsson, Ólafur Þorbergsson (Sveinn Pálsson 78. mín.), Júlíus Tryggvason, Valdimar Pálsson, Hlynur Birgisson, Bojan Tanev- skí. Lið Víkings: Guðmundur Hreiðars- son, Ámundi Sigmundsson, Sveinbjörn M. Jóhannesson, Unnsteinn Kárason, Atli Helgason, Atli Einarsson (Jón Oddsson 80. mín.), Trausti Ómarsson (Björn Bjartmarz73. mín.), Andri Mart- einsson, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Gor- an Micic, Halldór Árnason. Dómari og línuverðir: Óli P. Ólsen, Gunnar R. Ingimarsson og Egill Már Markússon. Óli dæmdi ágætlega, en sam- vinnan við línuverði var ekkert sérstök. Áhorfendur: 450 Kristján Kristjánsson fagnar hér marki sínu gegn Víkingum. Hlynur Birgisson getur ekki leynt kæti sinni cn Vík- ingarnir eru svo sannarlega ekki í vígahug fyrir aftan þá. Á innfelldu myndinni sést Guðmundur Hreiðarsson gera örvæntingarfulla tilraun til að verja skot Kristjáns. Myndir: KL Jafiitefli í Krikanum - FH-KA 0:0 í slökum leik KA og FH deildu með sér stig- um í fyrstu viðureign liðanna í 1. deildinni í knattspyrnu á þessu vori þegar liðin mættust í Hafnarfirði í gærkvöld. Lið FH var mun sprækara í leikn- um, skapaði sér betri færi en náði ekki að nýta þau. Spil þeirra var mun betra en norð- anmannanna en hafa verður þó í huga að þetta er í fyrsta sinn á vorinu sem lið KA kem- ur saman á grasi. Styrkur FH í gærkvöld skýrist því af æfingu þeirra á grasinu. Gauti Laxdal kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik og stóð sig vel. Frá upphafi leiksins lá heldur meira á KA-vörninni. Pálmi Jónsson lék fallega framhjá varn- armönnum KA á II. mínútu og skaut góðu skoti á markið en Haukur varði. Aftur var Pálmi á ferðinni fjórum mínútum scinna en þá brást honum skotlistin og boltinn sveif yfir slána. Vart er hægt að segja að meira hafi kom- ið út úr Pálma í leiknum því í seinni hálfleiknum fann hann sig engan veginn í sókninni og gerði mörg mistök. Þegar 17 mínútur voru liðnar af leiknum kom eini góði mark- möguleiki KA. Þá kom langur bolti framan af velli inn fyrir vörn FH þar sem Stefán Ólafsson tók við honum en varnarmenn FH brutu gróflega á honum og sluppu með skrekkinn. Sveinn Sveinsson dómari, taldi sig ekk- ert sjá athugavert við brotið en í mörgum tilfellum hefði verið dæmt víti fyrir brot sem þetta. í síðari hálfleik var betra spil hjá KA en sóknir FH voru oft þungar. Strax á 51. mínútu varð hrapalegur misskilningur milli sóknarmanna FH þar sem bæði Hörður Magnússon og Pálmi Jónsson ætluðu að skalla boltann á mark. Hörður var aftur á ferðinni á 75. mínútu, átti þá gott skot að marki en boltinn fór í varnar- mann KA og small í þverslánni. Fátt markvert gerðist eftir þetta fyrr en laust fyrir lok leiksins þeg- ar Hörður Magnússon slapp inn fyrir KA-vörnina en skaut af löngu færi og átti Haukur ekki í vandræðum með að verja. í heild má um leikinn segja að FH-ingar hafi verið óheppnir að ná ekki marki en að sama skapi geta KA-menn vel við unað mið- að við æfingu liðsins á grasi. Með meiri samæfingu getur liðið átt eftir að smella vel saman. JÓH KA: Haukur Bragason, Steingrímur Birgisson, Stcf- án ólafsson (Gauti Laxdal 61. mín.), Halldór Halldórsson, Antony Karl Gregory, Jón Grétar Jónsson, Þorvaldur örlygsson, Jón Kristjánsson (Árni Hermannsson 76), Arnar F. Jónsson, Örn Viöar Arnarson, Bjarni Jónsson. FH: Halldór Halldórsson, Guöni. Hilmarsson, ólaf- ur Jóhannesson, Birgir Skúlason, Björn Jónsson, Höröur Magnússon, Guöm. Valur Sig- urðsson (Guðm. Magnússon 55), Pálmi Jónsson, Þórhallur Víkingsson, Ólafur Krist- jánsson, Kristinn Gíslason. Úrslit Úrslit leikja í 1. deildinni. Þór-Víkingur 1:0 KR-ÍA 1:3 FH-KA 0:0 ÍBK-Valur 0:0 Fram-Fylkir í kvöld

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.