Dagur - 23.05.1989, Síða 15

Dagur - 23.05.1989, Síða 15
Þriðjudagur 23. maí 1989 - DAGUR - 15 „Hitt er Ijóst að Laxárdeilan setti Þingeyinga út í kuldann um mörkun þýðingarmestu mála er varðaði orkubúskap í landinu. Þess er vænst að Laxársáttin nýja sé upphaf þíðu og raunhæfs skilnings á því að verða gjaldgengir, þegar stærstu rúnir þjóðfélagsins eru ristar,“ segir Askell Einarsson m.a. í grein sinni. Áskell Einarsson: Sá tfl ávaxtar um síðir Ég heyrði útundan mér nýlega, að nú væri verið að þekja Laxár- deiluna, með sátt Landsvirkjunar við landeigendur og veiðihafa, þannig að allir gangi uppréttir frá borði. Á þeirri tíð, er ég flutti frá Húsavík til nýrra starfa á Akur- eyri var Laxárdeilan komin í hnút. Það vantaði aðila til að ganga á milli til að vinna að lausn málsins. Á þessum árum hefði þetta verkefni sæmt mjög vel bæjarstjórn Húsavíkur, en þar var ekki nægur vilji til að beita sér í þessu máli. Skömmu eftir að ég kom til starfa hjá Fjórðungs- sambandi Norðlendinga báru þessi mál á góma og beinlínis var leitað til sambandsins um að finna leiðir til samkomulags. Leitað var ýmissa leiða með samtölum við þá sem hóflega vildu halda á málinu, en slíkir eldar brunnu á milli málsaðila, að ljóst var að þeir eldar yrðu að deyja út áður en hirt væri um að safna sprekum saman til sam- starfs á ný. í þessum uinræðum spruttu upp hugmyndir um Norðurlands- virkjun með aðild allra sveitarfé- íaga. Einnig hugmyndir um að virkja Skjálfandafljót og Jökulsár í Skagafirði. Á þessum tíma hófst endur- skoðun virkjunarmöguleika í Blöndu, sem leiddi til þess að sú virkjun var fyrst valin sem stór- virkjun utan Þjórsársvæðis. Þessi umsvif fóru ekki framhjá dyrum Fjórðungssambands Norðlend- inga. Það beitti sér fyrir víðtæk- um umræðum um Norðurlands- virkjun og til að bæta úr aðkall- andi orkuskorti á Norðurlandi. Þá varð til sú hugmynd að fara á vit landeigenda og veiðihafa við Laxá og Mývatn og leita leiða til að bægja frá orkuskorti a.m.k. þangað til að gerðir yrðu stærri áfangar í virkjunum á Norður- landi t.d. með gufuvirkjun. Hug- myndir um virkjun Kröflu eru sprottnar frá ráðgjöfum þeirra Laxármanna. Það var þá þegar komið í ljós að nokkur stífluhækkun í Laxá var öllum til hagsbóta, bæði þeim er nýta ána og virkjunaraðilum. Svo réðist, að þáverandi formað- ur Fjórðungssambands Norð- lendinga og þáverandi oddviti sveitarstjórnar Skútustaða- hrepps, tóku að sér að ræða við hlutaðeigendur um allt að 9 metra stíflu í Laxá. Þannig lykt- aði þessu máli, að þrátt fyrir atfylgi Hermóðs Guðmundsson- ar, fékkst ekki samhljóða afstaða Laxármanna og var þar einkum einn gikkur í þeirri veiðistöð, en nafn hans liggur á milli hluta. Hér var um að ræða bráðabirgða- aðgerð, en Laxármönnum var gefið í skyn, að málin fengjust leyst á líkum grunni sem nú hefur orðið raunin á. Við þetta bættist að á því stigi gat lausn deilunnar haft úrslitaáhrif á orkustefnuna í landinu, að því er varðaði virkj- unarstöð og um þau áform að veita Jökulsá á Fjöllum austur á Hérað. Þetta var sumum framámönn- um ljóst, en öðrum ekki sem létu glepjast af því að ágætur alþingis- maður hafði þetta ósætti, sem pólitískt fóður sitt. Ég skal í engu spá hvernig framfaramál Þingeyinga hefðu þróast, ef boltinn hefði komist í körfuna á því stigi, þegar hægt var að móta framtíðarstefnuna á sínum tíma. Hitt er ljóst að Laxárdeilan setti Þingeyinga út í kuldann um mörkun þýðingarmestu mála er varðaði orkubúskap í landinu. Þess er vænst að Laxársáttin nýja sé upphaf þíðu og raunhæfs skilnings á því að verða gjald- gengir, þegar stærstu rúnir þjóð- félagsins eru ristar. Framundan er stórmál, sem verður að útkljá á bökkum Laxár. Það skal ekki dregið inn í þessa grein. Hitt er ljóst, að það verður of seint að vera vitur eftirá í því máli, eins og í Laxárdeilunni. Á Fjórðungsþingi Norðlend- inga, sem haldið var á Húsavík fyrir nokkrum árum voru Fjórð- ungssambandinu færðar þakkir fyrir markvissa leiðsögn til að ná sáttum í Blöndudeilunni. Sú stefna, sem þá var mótuð hefur skilað sér í lyktum Laxárdeilunn- ar. í hópi þeirra fjóröungsstjórn- armanna er lögðu hér hönd á plóginn var þáverandi bæjarstjóri á Húsavík, Bjarni Aðalgeirsson. I báðum þessum málsvikum var sáð til þess, sem nú um síðir hefur skilað ávexti. Eftirmæli Laxárdeilunnar er ávöxtur þessa starfs. Þetta er rakið hér til áminning- ar um gildi heildarsamtaka Norð- lendinga. Óljóst er að nokkur annar aðili hefði óhreinkað hend- ur sínar á lausn jafn óvinsælla verkefna, sem þessara á sínum tíma. Minning: Hh Eraa Heiðrún Jónsdóttir Fædd 20. október 1925 - Dáin 13. maí 1989 í dag verður til moldar borin í Fossvogskirkjugarði, systir okkar, Erna Heiðrún Jónsdóttir. Erna var fædd og uppalin á Akureyri hjá foreldrum okkar Jakobínu Guðbjartsdóttur og Jóni Eðvaldssyni. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Oddur Jónsson rafvirkjameistari. Þau eignuðust þrjú börn, Jónu Guð- rúnu, Gunnar Örn og Elínu Jakobínu. Það eru margar hlýjar hugsanir og minningar sem koma upp í hugann þegar við lítum til baka. Ætíð var gott að koma á heimili Ernu og Odds og engin Reykja- víkurferð var fullkomin nema að heimsækja þau. Þar mætti okkur hlýja, gleði og mikil gestrisni. Erna var mikið fyrir blómarækt og var gaman að koma til hennar í gróðurhúsið, sitja þar og spjalla. En ekki voru það aðeins blómin sem nutu hlýju hennar, því börn áttu gott athvarf hjá henni. Auk þess að ala sín börn upp af ríkri ástúð og umhyggju tók hún að sér að gæta barna á daginn. Þau voru ekki mörg en dvöldu hjá henni lengi, sum árum saman. Fjölskylda Ernu var mjög samheldin sem kom ekki hvað síst fram í veikindum hennar undanfarin ár. Þau gáfu henni mikla ástúð og styrk sem léttu henni baráttu við erfiðan sjúkdóm. Við systkinin minnumst Ernu með hlýju og þakklæti. Guð blessi minningu hennar. Elín, Einar, Bjarni og fjöiskyldur. Knattspyrnudómarar! Aðalfundur K.D.E. Aðalfundur Knattspyrnudómarafélags Eyjafjarð- ar verður haldinn í Ánni (Lionshúsinu, Norður- götu 2, við hliðina á Dagshúsinu) miðvikudaginn 24. maí kl. 20.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Dómaraskortur - leiöir til úrbóta. Önnur mál. Knattspyrnudómarar og forráðamenn félaga á félagssvæðinu eru hvattir til að fjölmenna. Stjórn K.D.E. Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107,3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Aðalstræti 14, n.h., N-endi, Ak., þingl. eigandi Áslaug Magnúsdóttir, föstudaginn 26. maí 1989 kl. 15.15. Uppboösbeiðandi er: Iðnaðarbanki íslands hf. Fögrusíðu 11 a, Akureyri, talinn eig- andi Elsa Pálmadóttir, föstudaginn 26. maí 1989 kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er: Bæjarsjóður Akureyrar. Gránufélagsgötu 35, Akureyri, þingl. eigandi Ingimar Harðarson o.fl., föstudaginn 26. maí 1989 kl. 13.45. Uppboðsbeiöendur eru: Skúli J. Pálmason hrl., Veðdeild Lands- banka íslands og Ólafur Birgir Árna- son hdl. ísborg EA-159, Hrísey, þingl. eig- andi Borg hf., föstudaginn 26. maí 1989 kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er: Trygginga- stofnun ríkisins. Óseyri 16, Akureyri, þingl. eigandi Vör hf., föstudaginn 26. maí 1989 kl. 15.45. Uppboðsbeiðandi er: Iðnlánasjóður. Skarðshlíð 13 b, Akureyri, talinn eigandi Rúdolf Jónsson, föstudag- inn 26. maí 1989 kl. 15.45. Uppboðsbeiðandi er: Helgi V. Jóns- son hrl. Smárahlíð 4f, Akureyri, þingl. eig- andi Jón Pálmason, föstudaginn 26. maí 1989 kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru: Ásgeir Thoroddsen hdl., Veðdeild Lands- banka íslands, Landsbanki íslands, innheimtumaður ríkissjóðs og Sveinn Skúlason hdl. Stórholti 2 a, hl., Akureyri, þingl. eigandi Geir Magnússon o.fl., föstu- daginn 26. maí 1989 kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru: Ásgeir Thoroddsen hdl. og Gunnar Sólnes hrl. Öldugötu 1, Árskógssandi, þingl. eigandi Anton Harðarson, föstudag- inn 26. maí 1989 kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er: Trygginga- stofnun ríkisins. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. eins og þú vilt að aorir aki! UMFEROAR RÁO Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107,3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Glerárgötu 34, 1. hæð, Akureyri, þingl. eigandi Haraldur Gunnars- son, föstudaginn 26. maí 1989 kl. 15.30. Uppboðsbeiðendur eru: Gjald- heimtan í Reykjavík, Bæjarsjóður Akureyrar og Brunabótafélag (slands. Grænugötu 12, 3. hæð t.h., Akur- eyri, þingl. eigandi Mary Hörgdal, föstudaginn 26. maí 1989 kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er: Hróbjartur Jónatansson hdl. Hamarstíg 30, Akureyri, þingl. eig- andi Friðný Friðriksdóttir, föstudag- inn 26. maí 1989 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: Sigurður G. Guðjónsson hdl., Ólafur BirgirÁrna- son hdl. og Jón Ingólfsson hdl. Kaldbaksgötu 2, Akureyri, þingl. eigandi Blikkvirki sf., föstudaginn 26. maí 1989 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Iðnlána- sjóður og Benedikt Ólafsson hdl. Lönguhlíð 21, Akureyri, talinn eig- andi Sigurlaug K. Pétursdóttir, föstudaginn 26. maí 1989 kl. 13.30. Uppboösbeiðendur eru: Trygginga- stofnun ríkisins, Ingvar Björnsson hdl. og Guðmundur Kristjánsson hdl. Óseyri 6 b, B-hl., Akureyri, þingl. eigandi Norðurljós sf., föstudaginn 26. maí 1989 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl. og Guðjón Ármann Jónsson hdl. Ránargötu 6, Akureyri, þingl. eig- andi Stefán Sigtryggsson, föstudag- inn 26. mai 1989 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl., innheimtumaður ríkis- sjóðs og Ólafur Gústafsson hrl. Skíðabraut 11, Dalvik, þingl. eig- andi Svavar Marinósson, föstudag- inn 26. maí 1989 kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Trygginga- stofnun ríkisins, Ólafur Birgir Árna- son hdl., Jón Ingólfsson hdl. og Veðdeild Landsbanka íslands. Strandgötu 51, Akureyri, þingl. eig- andi Blikkvirki sf., föstudaginn 26. maí 1989 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Iðnlána- sjóður og Benedikt Ólafsson hdl. Svarfaðarbraut 32, Dalvík, þingl. eigandi Vignir Þór Hallgrímsson, föstudaginn 26. maí 1989 kl. 15.30. Uppboðsbeiðendur eru: Ólafur Birg- ir Árnason hdl., Gunnar Sólnes hrl., Benedikt Ólafsson hdl. og Veðdeild Landsbanka (slands. Sæbóli, Sandgerðisbót, Akureyri, þingl. eigandi Jóhann Sigvaldason, föstudaginn 26. maí 1989 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Valgarður Sigurðsson hdl. og Bæjarsjóður Akureyrar. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík Sýslumaöurinn í Eyjafjarðarsýslu.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.