Dagur - 23.05.1989, Síða 16
DACHJE
Akureyri, þriðjudagur 23. maí 1989
TEKJUBRÉF• KJARABRÉF
rF|ÁRFESriNGARFÉLAGID
Ráðhústorgi 3, Akureyri
FJÁRMÁL ÞÍN - SÉRGREIN OKKAR
Iiklega ekki eins mikið
kal og menn óttuðust
- segir Benedikt Björgvinsson, ráðunautur
Búnaðarsambands N.-Þingeyinga
rannsókna,“ sagöi Bjarni.
Góðveöurskafli frá því að
veðurfræðingar byrjuðu aftur
að útlista lægða- og hæðagang
fyrir norðan, sunnan, austan
og vestan land hefur orðið til
að minnka snjóinn á Norðaust-
urlandi og um leið aukast líkur
á að tún komi í Ijós óskemmd.
Að sögn Bjarna Guðleifsson-
ar, hjá Ræktunarfélagi Norður-
lands, er ekkert hægt að spá í kal
á Norðausturlandi fyrr en að
nokkrum dögum liðnum. „Við
tókum í síðustu viku hnausa á
öllu svæðinu frá Eyjafirði austur í
Þistilfjörð og þá erum við nú að
rannsaka. Það er of snemmt að
segja fyrir um niðurstöður þeirra
Heilsugæslustöðin á Akureyri:
Pestum og tíðaríari
tekið með jafiiaðargerði
- flensan virðist ekki vera í rénun
Skæð inflúensa hefur hrjáð
Eyfírðinga undanfarna tvo
mánuði og virðist ekki í
rénum, ef marka má upplýs-
ingar í skýrslu um smitsjúk-
dóma frá Heilsugæslustöðinni
á Akureyri. í upphafi aprfl-
mánaðar var talið að flensan
væri farin að lúta í lægra haldi,
en síðar í mánuðinum og fram
í byrjun maí hefur orðið mikil
aukning flensutilfella.
Ingvar Þóroddsson yfirlæknir
Heilsugæslustöðvarinnar á Akur-
eyri segir, að svo virðist sem nú
sé á ferðinni annar faraldur en
gekk í mars. Einkennin séu tals-
vert öðruvísi og leggist þyngra á
fólk. Margir verða talsvert veikir,
með háan hita, beinverki, hósta
og hálssærindi í allt að 5-7 daga.
Hann segir því miður lítið annað
hægt að gera við þessu en að
sjúklingar fari vel með sig og taki
það rólega.
Af öðrum sjúkdómum má
nefna magakveisu sem sífellt
virðist skjóta sér niður, hlaupa-
bóla er sömuleiðis ennþá að
koma upp og margir þjást af
venjulegu kvefi og hálsbólgu.
Ingvar segir að þrátt fyrir þetta,
virðist fólk taka pestum og tíðar-
fari með miklu jafnaðargeði.
VG
Ari Teitsson, ráðunautur hjá
Búnaðarsambandi S-Þingeyinga,
segir að þessa dagana taki fönn
upp mjög skarpt. „Það er enn
algjörlega gróðurlaust og verður
það einhverja daga enn þótt vel
viðri. Það er nokkuð ljóst að
eitthvað er kalið en menn vita
ekki ennþá hversu mikið það
verður," sagði Ari. „Snjó hefur
tekið fljótt og vel upp einfaldlega
vegna þess að ekki eru þykk svell
á túnum. Þá flýtir það einnig fyrir
því að snjó taki upp að ekki hafa
komið mikil frost að undanförnu.
Jörð þiðnar að miklu leyti neðan
frá og því má álykta að hún sé'
ekki harðfrosin og köld niður,“
sagði Ari.
Benedikt Björgvinsson, ráðu-
nautur hjá Búnaðarsambandi
Norður-Þingeyinga, segir ljóst að
eitthvað kal verði þar eystra, „en
ég held að ekki sé ástæða til að
óttast að það verði jafn mikið og
menn ætluðu." óþh
Um helgina var haldin vegleg hundasýning í íþróttahöllinni á Akureyri á veg-
um Hundaræktarfélags islands. Það er óhætt að segja að þarna hafi verið
samankomnir margir bestu hundar norðan heiða. Þessi myndarlegi hvutti var
valinn besti íslenski fjárhundur sýningarinnar. Fjallað verður nánar um þessa
sýningu í Degi síðar í vikunni. Mynd: kl
16 manns sóttu um 10 kaupleiguíbúðir á Akureyri:
Er engfim dómur yfir kaupleigukerfinu
- segir Gísli Bragi Hjartarson bæjarftilltrúi
„Ég tel þetta alls ekki neinn
dóm yflr kaupleigukerfínu,
síður en svo. Það sem vantar
hjá bæjarfélaginu er endur-
skoðun á öllu þessu félagslega
íbúðakerfí og hvernig bærinn
ætlar að snúa sér í því,“ sagði
Gísli Bragi Hjartarson, bæjar-
fulltrúi, en sextán manns sóttu
um tíu almennar kaupleigu-
íbúðir í Helgamagrastræti 53 á
Akureyri.
Bæjarráð Akureyrar úthlutaði
íbúðunum tíu á fundi 11. maí,
samkvæmt bókun ráðsins.
Nokkrar umræður urðu um það á
bæjarstjórnarfundi í síðustu viku
hverjar orsakir væru til þess að
svo fáir sóttu um íbúðirnar og
komu m.a. fram hugmyndir um
takmarkaða kaupgetu almenn-
ings. Þá var bent á að alltaf væri
gífurleg aðsókn í íbúðir sem aug-
lýstar eru á vegum verkamanna-
bústaða.
Gísli Bragi sagði á fundinum
að hann væri eindregið þeirrar
skoðunar að kaupleigukerfið
væri hentugt, en það væri um
margt óplægður akur í húsnæðis-
málum þjóðarinnar.
Um íbúðakerfi bæjarins sagði
hann m.a. eftir fundinn: „Það
hefur verið boðið upp á verka-
mannabústaði og leiguíbúðir á
vegum bæjarins og svo koma inn
bæði almennar og félagslegar
kaupleiguíbúðir. Ég held að tími
sé kominn til að setja á stofn sér-
staka húsnæðisdeild hjá Akur-
eyrarbæ sem ynni nánar að þess-
um málum. Þá á ég við að farið
yrði út á miklu víðtækara svið en
verkamannabústaðir hafa getað.
Eins og kaupleigukerfið er út-
fært hérna er það nánast útvíkk-
un á verkamannabústaðakerfinu,
og því enginn dómur yfir fyrr-
nefnda kerfinu,“ sagði Gísli
Bragi. EHB
Vetrar-/sumar-
hjólbarðar:
Allir á
sumardekkin!
- segir lögreglan
Vinnuhópur félagsmálaráðherra um félagslega Mðakerfið:
Þarf að endurskoða núverandi íyiirkomulag
félagslegrar aðstoðar í húsnæðiskerfinu
Þann tíma í maí sem veöur-
fræðingar voru í verkfalli voru
veður válynd og menn urðu lítt
varir við sumarhita og sólskin.
Samkvæmt almanaki áttu sum-
arhjólbarðar að vera komnir
undir bfla þann 1. maí sl. en
vegna harðindanna hefur fjöldi
bifreiðaeigenda beðið átekta
með nagladekkin undir bflun-
- algengt að hjón í verkamannabústöðum séu töluvert yfir leyfilegum tekjum
Yfirgnæfandi meirihluti lands-
manna, eða 85%, býr í eigin
húsnæði. Hlutfall eignaríbúða
er mun lægra á hinum Norður-
löndunum eða 40-60% en að
sama skapi er hlutfall félags-
legra íbúða í þessum löndum
mun hærra en hérlendis. Þetta
kemur m.a. fram í skýrslu sem
vinnuhópur félagsmálaráð-
herra um fyrirkomulag og fjár-
mögnun félagslega húsnæðis-
kerfisins hefur tekið saman.
Vinnuhópurinn telur að núver-
andi fyrirkomulag félagslegrar
aðstoðar í húsnæðislánakerf-
inu sé ýmsum annmörkum háð
og þurfí að taka til endur-
skoðunar.
Hópurinn leggur í skýrslu sinni
mikla áherslu á aö í stefnumótun
stjórnvalda verði sett skýr
markmið. Bent er á gildi þess að
leggja til grundvallar viðmiðun
um húsnæðiskostnað fjölskyld-
unnar sem ákveðið hlutfall af
tekjum. Lögð er áhersla á þann
skilning á jafnrétti í húsnæðis-
málum að aðstoð hins opinbera
sé háð eignarhaldsformum', að
jöfnuður sé í þessu tilliti milli
þeirra sem búa í eigin húsnæði og
leigjenda.
Mat hópsins er að sú félagslega
aðstoð vegna útvegunar eigin
húsnæðis sem fer fram á vegum
stjórna verkamannabústaða sé á
margan hátt ómarkviss og erfið í
framkvæmd. Hið sama gildi um
það fyrirkomulag að tengja
aðstoðina við niðurgreidda vexti
sem fylgja sérstökum íbúðum. í
skýrslu sinni bendir vinnuhópur-
inn á að samkvæmt athugun hafi
20-30% hjóna í verkamannabú-
stöðum í Reykjavík, eftir nokk-
urra ára búsetu, tekjur sem séu
hærri en leyfilegar hámarkstekjur
þeirra sem eiga kost á að kaupa
verkamannabústað.
Hugmyndir hópsins um endur-
bætur eru á þann veg að í fyrsta
lagi er bent á lagfæringar sem
hægt sé að gera án þess að breyta
þeirri forsendu að veitt séu sér-
stök niðurgreidd lán til félags-
legra íbúða. í annan stað leggur
hópurinn til grundvallarbreyting-
ar á skipan húsnæðiskerfisins þar
sem gert er ráð fyrir að félags-
leg aðstoð vegna húsnæðis-
kostnaðar verði fastbundin
afkomu og eignarstöðu hverju
sinni. Jafnframt þessu þurfi að
stuðla að auknu framboði leigu-
húsnæðis og að húsnæðiskostnað-
ur leigjenda verði greiddur niður
með sérstökum húsaleigubótum
til jafns við aðstoð hins opinbera
við íbúðareigendur fyrir milli-
göngu skattkerfisins. JÓH
um.
En nú þýðir ekki lengur fyrir
Bjössa á mjólkurbílnum og aðra
ökumenn að grípa til veðurafsak-
ana til að réttlæta að sumarhjól-
barðarnir séu geymdir í bílskúrn-
um. Síðustu daga hefur hlýnað
skarplega og því engin ástæða til
að geyma það lengur að taka
nagladekkin undan. Að sögn
varðstjóra hjá lögreglunni á
Akureyri hefur lögreglan ekki
séð ástæðu til að beita menn
þrýstingi í að skipta yfir á sumar-
hjólbarðana. Hins vegar segir
hann að næstu daga muni lög-
reglan gefa nagladekkjum gaum
og því sé góðfúslega beint til
bifreiðaeigenda að skipta nú
yfir á sumardekkin. óþh