Dagur - 06.06.1989, Side 2

Dagur - 06.06.1989, Side 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 6. júní 1989 Aðalfundur Hrossaræktarsambands Eyfirðinga og Þingeyinga verður haldinn fimmtudaginn 8. júní kl. 20.00 í Sælu- húsinu Dalvík. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Aðalfundur Lífeyrissjóðs trésmiða verður haldinn í Alþýðuhúsinu Skipagötu 14, 5. hæð, miðvikudaginn 14. júní kl. 20.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Reglugerðarbreytingar. 3. Önnur mál. Stjórn Lífeyrissjóðs trésmiða. Til sölu Chevrolet Van 30 árg. 1981. Ekinn 36 þúsund mílur. Bíllinn er til sýnis á Slökkvistöð Akureyrar. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Akureyrardeildar RKÍ, Kaupangi við Mýrarveg. Sími 96-24402. r------------------------------------------------\ ÚTBOÐ Skagafjarðarvegur, Varmilækur- Mælifellsá, 1989. Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla 3,3 km. Magn 20.000 m3. yerki skal lokið 15. október 1989. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki og í Reykjavík (aðal- gjaldkera) frá og með 6. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 19. júní 1989. Vegamálastjóri. Ný verslun í Miðbænum Höfum opnað verslun með: ★ Garöyrkjuvöru ★ Garðhúsgögn ★ Sumarblóm ★ Reiðhjól ★ Reiðhjólaverkstæði Öll sumarblóm á kr. 42 stk. BREKKUBÆR Brekkiagötu 3 * Sími 22780. VEGAGERÐIN Fjórðungsþing Norðlendinga á Akureyri 1. og 2. september: Norðlensk byggða- þróun að stefina í blbidgötu? - verður aðalmál þingsins Fjórðungsþing Norðlendinga verður haldið dagana 1. og 2. september nk. á Möðruvöll- um, raungreinahúsi Mennta- skólans á Akureyri. Gert er ráð fyrir að aðalmál þingsins verði „Stefnir norðlensk byggðaþróun í blindgötu.“ Björn Sigurbjörnsson, formað- ur Fjórðungssambands Norð- lendinga, segir að ekki megi líta svo á að þróun byggðar á Norðurlandi stefni í óefni. Hins vegar telji forsvarsmenn sam- bandsins rétt að menn velti því fyrir sér á þessum tímapunkti hver staða fjórðungsins sé í þró- un byggðar og hvernig æskilegast sé að hún verði á næstu árum og áratugum. Ákveðið hefur verið að breyta fyrirkomulagi þingsins á Akur- eyri, samanborið við fyrri þing. Auk umræðu um aðalmál þings- ins verða sjálfstæðir umræðuhóp- ar þéttbýlis- og dreifbýlismanna, sem fjalla um sérmálefni þessara hópa sveitarfélaga. óþh Háskólinn á Akureyri: Iðnrekstrarfræð- ingar braut- skráðir 16. júní - 41 sótti um skólavist næsta vetur Umsóknarfrestur um skólavist í Háskólanum á Akureyri næsta vetur rann út 1. júní sl. og barst alls 41 umsókn um nám í deildunum tveimur; 23 í heilbrigðisdeild og 18 í rekstr- ardeild. Hátt í helmingur um- sóknanna í báðum deildum kemur frá stúdentum utan Akureyrar. Fyrstu iðnrekstrarfræðingarnir verða brautskráðir frá Háskólan- um á Akureyri 16. júní nk. og eru þeir 10 talsins, eða um helm- ingur þeirra nemenda er hóf nám við deildina haustið 1987. Bókasafn Háskólans verður formlega opnað við brautskrán- inguna og hafa skólanum borist bókagjafir og einnig peningagjaf- ir til kaupa á bókum í safnið. SS Sanitas á Akureyri: Nýr framkvæmda- stjórí ráðinn Magnús Þorsteinsson hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Sanitas hf. á Akureyri, eða Sanaverksmiðjunnar, og mun hann hefja störf í lok mánaðarins. Baldvin Valdemarsson, fráfar- andi framkvæmdastjóri, hefur verið ráðinn til starfa hjá K. Jónsson & Co. hf. Á síðastliðnum fimm árum hefur Magnús unnið sem skrif- stofustjóri hjá Kaupfélagi Hér- aðsbúa á Egilsstöðum, en mun nú flytja til Akureyrar. SS Dimmitering nemenda í Menntaskólanum á Akureyri var undir áhrifum frá hcimsókn páfa að þessu sinni. Mynd: kl fréffir Akureyri: Bæjarmála- punktar ■ Golfklúbbur Akureyrar hefur farið þess á leit við bæjarráð, að klúbburinn fái styrk úr Bæjarsjóði að upphæð kr. 3.000.000.-, vegna Evr- ópumóts atvinnukvenna í golfi sem fyrirhugað er á Akureyri dagana 10.-13. ágúst n.k. Bæjarráð leggur til að Golf- klúbbnum verði veittur styrk- ur á þessu ári að upphæð kr. 1.000.000.-, vegna mótsins og fyrirheit um fjárveitingu á fjárhagsáætlun næsta ár allt að kr. 2.000.000.-. ■ íþróttaráð hefur lagt til að Samúel Jóhannsson verði ráð- inn forstöðumaður fyrir íþróttamannvirki við Glerár- skóla og hefur bæjarráð sam- þykkt þá tillögu. ■ íþróttafulltrúa hefur verið falið að vinna að rekstrarfyr- irkomulagi og starfsmanna- haldi við sundlaug og íþrótta- hús Glerárskóla. ■ Bæjarstjóri kynnti á síðasta fundi bæjarráðs, drög að samningi við Álafoss hf., um uppgjör á skuldum fyrirtækis- ins við Bæjarsjóð Akureyrar. Bæjarráð fellst á samnings- drögin og felur bæjarstjóra að ganga frá undirritun samnings við Álafoss hf. ■ Hafnarstjórn barst nýlega erindi frá S.V.F.Í. Kvenna- deild og Sjóbjörgunarsveit á Akureyri, um lóð fyrir starf- semi þeirra. Hafnarstjórn tók jákvætt í erindið og var hafn- arstjóra falið að vinna að mál- inu. ■ Á fundi menningarmála- nefndar nýlega, kom fram að áhugi væri fyrir hendi hjá Leikhúsráði að fá umráð yfir Gamla Barnaskólanum og gerði það grein fyrir hug- myndum sínum um hugsan- lega nýtingu hússins fyrir starfsemi leikhússins. ■ Kjarasamninganefnd Ak- ureyrarbæjar og kjaramála- nefnd Verkalýðsfélagsins Ein- ingar hafa undirritað samning fyrir ófaglært starfsfólk á sjúkrahúsinu, dvalarheimilun- um, dagvistum, leikvöllum og við heimilisþjónustu. ■ Félagsmálaráð hefur sam- þykkt tillögu frá félagsmála- stjóra, þess efnis að Sigrúnu Björnsdóttur starfsmanni á Vinnumiðlunarskrifstofu Ak- ureyrarbæjar, verði falið að gegna forstöðumannsstarfi á skrifstofunni, í 75% starfi, frá 1. júní að telja. ■ Helga Jóna Sveinsdóttir hefur sagt upp starfi ráðgjafa hjá Félagsmálastofnun Akur- eyrar og hafið störf sem frétta- maður hjá svæðisútvarpinu á Akureyri, RÚVAK. ■ Strætisvagnastjórn sam- þykkti á síðasta fundi sínum, að sumaráætlun SVA taki gildi 1. júní og er áætlað að hún gildi til 2. september. Akstri verður hagað með svipuðu sniði og undanfarin ár.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.